Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 23
MORGUNB LAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 23 VIÐSKIPTI Forrit til að lækka símtals- kostnað á markaðinn Minútmi fer aldrei yfír 8,50 krónur TALNET ehf. hefur hafið dreifmgu á tveimur forritum sem tryggja eiga notendum samtöl til útlanda á lágu verði, eða á milli 8 og 8,50 krónur mínútan. Annars vegar er um að ræða forrit sem dreift er ókeypis og menn geta talað saman frá tölvu til tölvu á verði innanbæjarsamtals, en hins vegar forrit sem býður upp á að hringt sé frá tölvu til síma í helstu löndum í heiminum. Valgarð Blöndal, framkvæmda- stjóri Talnets, segir að alls hafi um 800 manns notfært sér íyrrnefnda forritið, enda hafi notkun þess í för með sér umtalsverðan sparnað. Talgæðin sambærileg við síma „Petta forrit er einnig mjög hent- ugt fyrir þá sem eru mikið á Netinu. Menn geta t.d. teflt við einhvern í gegnum Netið og talað við hann á sama tíma. Eða tveir aðilar sem eru með forritið, skoðað til dæmis vef Morgunblaðsins, mbl.is, og rætt saman samtímis. Þetta forrit hefur fengið mjög góða dóma og við telj- um talgæðin sambærileg við venju- lega síma,“ segir hann. Þá býður fyrirtækið upp á forrit sem býður upp á þann möguleika að hringt sé frá tölvu til síma annars staðar í heiminum. Mínútan kostar sjö krónur t.d. fyrir símtal til Bandaríkjanna og allra Norður- landanna íyrir utan Finnland, en að auki bætist við kostnaður við Nettengingu, sem er á milli 1-1,50 krónur á mínútu, þannig að kostn- aður verður aldrei yfir 8,50 krónur á mínútu. „Það þarf að skrá sig inn í þetta kerfi og menn borga 2.000 krónur fyrir sem kemur upp í síma- reikninginn. Menn borga ekki hverja byrjaða mínútu heldur að- eins fyrir það sem þeir tala,“ segir Valgarð. „Menn eru nokkrar mínút- ur að sækja forritið inn á vefsíðu okkar og fá um leið lykilorð og ann- að það sem íylgir, en annað þarf ekki að gera. Við teljum okkur vera að bjóða upp á bestu forrit af þessu tagi sem fáanleg eru í heiminum." Aðrir sagðir dýrari Hann segir að verð annarra aðila hérlendis sé hærra, og nefnir t.d. að hver mínúta fyrir símtal til Banda- ríkjanna kosti á milli 34 og 40 krón- ur og hjá Skímu 32 krónur mínútan. Fyrir Norðurlönd kosti mínútan hjá Landssímanum 28,50 krónur til 33 krónur og 26,40 krónur hjá Skímu og sama máli gegni um símtöl til Bretlands. Verð íbúðar- húsnæðis hefur hækk- að um 10,8% RAUNVERÐ íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 10,8% á rúmlega einu ári, eða frá því í janúarmánúði á síðasta ári til febrúarmánaðar í ár, að því er fram kemur í nýjum hagvísum Þjóðhagsstofnunar. A síðustu tíu árum hefur raunverðið aðeins einu sinni áður verði hærra og það var í ágústmánuði árið 1989. Fram kemur að á árinu 1997 hafi verið 7% samdráttur í íbúðarbygg- ingum sem geti að einhverju leyti skýrt þessa miklu hækkun. Þá hafi batnandi efnahagur heimilanna einnig sett þrýsting á íbúðarverð. Þá segir að í áætlunum Þjóðhags- stofnunar sé gert ráð fyrir að aukn- ing í nýbyggingum á íbúðarhúsnæði hafi verið 5% á síðasta ári og að um samsvarandi aukningu verði einnig að ræða í ár. VORFERÐ TIL VÍNARBORGAR Hinn 12. maí næstkomandi býður Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar stutta vorferð í beinu leiguflugi til hinnar heillandi og fögru Vínarborgar. Vínarborg er ein helsta menn- ingarborg Evrópu og á hún sér langa og litríka sögu. Þar var framrás Tyrkja stöðvuð árið 1683, þar voru landamæri Evr- ópu dregin á Vínarfundinum 1815 og þaðan eru upprunnin Sacher-terta, vínarsnitsel og vínarvalsar. Farið verður til Vínar hinn 12. maí og komið aftur að kvöldi þess 15. maí. Verð á mann er 47.900 krónur og er innifalið flug, flugvallarskattar, akstur milli flugvallar og hótels, gisting í tveggja manna herbergi, morg- unverður, skoðunarferð um borgina og íslensk fararstjóm. Leitið nánari upplýsinga hjá utanlandsdeild okkar GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF. Borgartúni 34, sími 511 1515 Dilbert á Netinu ^mbl.is /\LLiy\/= GITTH\SAÐ NÝTl Komdu í Bónus Holtaqörðum og kauptu ný sumardekk á verði sem er hreint ótrúlegt: 175x70x13 185x70x14 175x65x14 195x65x15 ^Jkr. P@kr. kr. <( 0 kr. Delckin eru seld 2 eða 4 saman Dekkin uppfylla alla yæðasl aðla m svo sem ISO 9001 Raf?eymir ra kr. með ísetninyu! Umfelcunarriaiir: Skipholt 11 -13 Brautarholfsme?in *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.