Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 33 ÁRÁS NATÓ Á JÚGÓSLAVÍU Reuters NATO hefur birt þessa loftmynd af þorpinu Glodjane í Kosovo þar sem flugmenn bandalagsins eru sagðir hafa orðið vitni að „þjóðernishreinsun“ júgóslavneskra hermanna. Bryndrekar (auðkenndir með hring) voru notaðir til að smala þorpsbúum út á akur í grenndinni. Fólkið var síðan hrakið burt og kveikt í þorpinu. reka smiðshöggið á þjóðernis- hreinsanir Serba í Kosovo. Albaníustjórn mótmælir fólksflutningunum Atlantshafsbandalagið hefur lagt áherslu á að lokamarkmiðið sé að flytja flóttafólkið aftur til Kosovo en kveðst vilja létta undir með ná- grannaríkjunum með því að sjá flóttafólkinu fyi-ir athvörfum til bráðabirgða í öðrum löndum. NATO sakar Slobodan Milosevic um að reyna af ásettu ráði að valda ólgu og ringulreið í nágrannaríkjun- um með því að hrekja flóttafólkið þangað. Hersveitir Júgóslavíu eru sakaðar um að hafa flutt albanska íbúa Kosovo nauðuga úr héraðinu með skipulegum hætti. Stjórn Albaníu hefur hins vegar mótmælt áformunum um að flytja flóttafólkið með flugvélum af svæð- inu og segir að með slíkum aðgerð- um séu þjóðir heims að auðvelda Serbum að losa sig við albanska íbúa Kosovo. „Albanir vilja ekki taka þátt í þjóðernishreinsunum Milosevic," sagði Musa Ulqini, upp- lýsingamálaráðherra Albaníu. Ogata gagnrýnir serbnesk stjórnvöld Sadako Ogata, framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sakaði stjórnvöld í Jú- góslavíu um mannréttindabrot sem ættu engin fordæmi í Evrópu síð- ustu áratugi. Hann sagði á fundi með fulltrúum rúmlega 50 ríkja, sem komu saman í Genf til að skipu- leggja hjálparstarfið, að þjóðernsis- hreinsanirnar í Kosovo væru enn verri en hreinsanirnar í Bosníu og víðar í gömlu Júgóslavíu fyrr á ára- tugnum. „Það er hræðileg tilhugsun að þessari öld skuli ljúka með fjöldabrottvísunum saklauss fólks, eins og á myrkustu stundum aldar- innar.“ Ogata bætti við að hjálparstarfið ætti ekki að grafa undan því mark- miði þjóða heims að koma flótta- fólkinu aftur til Kosovo. „Fyiúr yfir- gnæfandi meirihluta flóttafólksins felst lausnin aðeins í því að þeir snúi aftur til heimalandsins sem allra fyrst.“ Kris Janowski, talsmaður Flótta- mannahjálpar SÞ, varði aðgerðir stofnunarinnar vegna flóttamanna- vandans og neitaði því að hún hefði gerst sek um andvaraleysi. „Þetta er ástand sem einkennist af ringul- reið vegna skefjalausrar grimmdar og miskunnarleysis - gríðarlegur flóttamannastraumur sem menn geta ekki búið sig undir,“ sagði Ja- nowski. Annan óvenju harðorður Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var óvenju harðorður í garð Serba á fundi ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna í fyrradag. „Þær giimmilegu ofsókn- ir sem flóttafólkið hefur mátt þola, fólk sem hefur misst skyldmenni, heimili sín og jafnvel persónuskil- ríkin, sýna glögglega hversu mikil neyð þess er.“ Zivadin Jovanovic, utanríkisráð- herra Júgóslavíu, sagði hins vegar í bréfi til Annans að ef hann tæki ekki „málstað réttlætisins og lag- anna“ með því að binda enda á árás- ir NATO yrði hann „samsekur um að grafa undan kerfi Sameinuðu þjóðanna". George Robertson, varnarmála- ráðherra Bretlands, sagði að ekkert lát yrði á árásum Atlantshafsbanda- lagsins fyrr en Slobodan Milosevic hætti „andstyggilegum" árásum sínum á Kosovo-Albana og leyfði flóttafólkinu að snúa aftur til hér- aðsins. „Við ætlum að beita hernað- annætti okkar til að binda enda á þessa villimannlegu þjóðernis- hreinsun. Við ráðumst með skipu- legum hætti á meginstoðir Jú- góslavíuhers." Hernaðarmarkmiðum NATO breytt Þegar NATO hóf loftárásimar á Júgóslavíu var sagt að hernaðar- legu markmiðin væru að koma í veg fyrir frekari hörmungar í Kosovo, binda enda á sókn serbneskra ör- yggissveita í héraðinu og knýja stjórnvöld í Júgóslavíu til að undir- rita friðarsamkomulag. Ekkert af þessum markmiðum hefur náðst. Að sögn The Washington Post breytti NATO þessum hernaðar- legu markmiðum á laugardag með því að lofa að hjálpa flóttafólkinu að snúa aftur til Kosovo. Bandalagið hafi þó ekki svarað því hvort land- her verði beitt í því skyni. NATO hafí aðeins iofað að nota hersveitir sínar og aðrar friðargæslusveitir til að fylgja flóttafólkinu aftur til Kosovo, ef til vill eftir að Milosevic láti undan síga vegna árása banda- iagsins. Blaðið segir að samkvæmt nýju hemaðarmarkmiðunum kunni frið- argæslusveitirnar að verða sendar til Kosovo án þess að stjórnvöld í Júgóslavíu undirriti friðarsam- komulagið, sem samið var um í Frakklandi. NATO hvetji þess í stað aðeins til „pólitískrar lausnar", sem ekki er skilgreind með skýmm hætti en felur í sér að Kosovo fái víðtæka sjálfstjórn. „Aðkoman var ólýsanleg“ URÐUR Gunnarsdóttir, er starfar sem blaðafulltrúi hjá eftirlitssveitum ÖSE í Maked- óníu, heimsótti búðir flótta- manna við landamærin að Kosovo um helgina. Hún segir ástandið hafa verið skelfilegt og aðstæður flóttafólksins ólýsan- legar. Urður segist hafa farið að landamærunum til að sjá ástandið með eigin augum, en fyrstu dagana eftir að árásirnar hófust hafi starfsfólk ÖSE orðið lítið sem ekkert vart við flótta- mannastrauminn. „Síðan sprakk allt og við fengum fregnir af því að tugþúsundir manna væru við landamæri Kosovo og Makedóníu og fór ég ásamt öðr- um starfsmanni til að kynna mér aðstæður. Aðkoman var ólýsanleg,“ segir Urður. Tvær landamærastöðvar eru á landamær- um Makedóníu og Kosovo og fór Urður að bænum Blace, sem mest hefur verið í frétt- um, en þar er aðallandamærastöðina að fínna. „Það var kuldi og rigning er við fórum þangað á laugardagsmorgun og voru þá lík- lega um 60 þúsund manns komin yfír landa- mærin en fólkinu var ekki hleypt áfram inn í landið. Hafðist fólkið við á um ferkílómetra stóru svæði í dalverpi við á. Þegar ég kom þarna voru sumir búnir að vera þarna á fjórða dag og hafði rignt allan tímann. Lang- flestir lágu í drullu og aur og í raun er ekki hægt að lýsa aðstæðum sem þarna voru þannig að það komist til skila. Sólarhring á Ieiðinni í lest Þetta var fólk sem hafði komið með lest- um frá Pristina og það hafði margt verið sól- arhring á leiðinni, ferð sem venjulega tekur um klukkustund. Það var nægur matur þeg- ar við komum en fólk lá á plastpokum í drullunni. Flestir voru með teppi en þau voru eins og gefur að skiija orðin gegnblaut. Astandið á mörgum var alveg skelfilegt." Urður segist hafa dvalið í um fímm klukkustundir meðal flóttamanna við Blace og hafi þann tíma verið stöðugur straumur þangað af sjálfboðaliðum. Þeir hafi borið ör- magna og veikt fólk í tjald sem sett hafði verið upp til að fólk gæti hvílst og hægt væri að veita fyrstu hjálp. Örfáir læknar voru þar að störfum og lyf af skornum skammti. Það hefur þó breyst til batnaðar á síðustu tveimur dögum að sögn Urðar, sem aftur skoðaðið að- stæður á þessu svæði í gær. Bú- ið er að reisa tjaldbúðir, næg matvæli eru til staðar, læknis- þjónusta skipulögð og farið að ferja fólk úr landi. Þá hafi veðr- ið breyst til batnaðai-, orðið þurrt og heitt. I hópi flóttamannanna var fólk á öllum aldri, kaiiar og konur, börn og gamalmenni. „Okkur var sagt að þónokkuð margir hefðu látist um nóttina en útilokað var að fá neitt stað- fest,“ segir Urður. Það var mat Rauða krossins að tíu flóttamenn hefðu látist á hverri nóttu en Urður segir mjög erfítt að fá fullkomna yfírsýn yfir það. „Ég hitti þarna meðal annars ungan mann sem hafði starfað fyrir ÖSE í Pristina. Hann var þarna með konunni sinni og tveimur litl- um börnum, hið yngra eins og hálfs árs og hið eldra um þriggja ára. Það yngra var með hita, ölium var kalt og fleiri úr fjölskyldu hans lágu þarna með ábreiður yfir sér allt í kring og höfðu kveikt lítið bál til að halda á sér hita. Maður þessi var að aðstoða við að dreifa matvælum til flóttamanna en var ekki í neinu standi til að gera það, þreyttur og andlega örmagna eins og hann var og fór hann að hágráta þegar ég talaði við hann.“ Urður segir að síðai' hafí hún fengið upp- lýsingar um að maðurinn hefði lent upp á kant við makedónískar lögreglusveitir er gættu flóttamannanna og verið barinn það illa að hann gat ekki staðið. I kjölfarið hafi hann verið fluttur út úr flóttamannabúðun- um ásamt fjölskyldu sinni. Fimm mínútur til að yfirgefa heimilið Að sögn Urðar höfðu flestir flóttamann- anna svipaða sögu að segja. Viðkomandi maður hafði verið í felum frá því að ÖSE yf- irgaf Pristina þar sem hann þorði ekki að taka þá áhættu að Serbar myndu hefna sín á þeim er starfað hefðu með ÖSE. „Hann flúði með fjölskyldunni og þau voru rekin út eins og allir aðrir, sem við ræddum við. Það var ruðst inn til þeirra um miðjan dag og þau fengu fímm mínútur til að taka saman fögg- ur sínar. Að því búnu voru þau rekin niður á brautarstöð. Þar var fólki troðið í lestar- vagnana og síðan ekið að landamærunum. Flestar lestamar stoppuðu oft og lengi á leiðinni og maður heyrði að allt að 300 manns hefðu verið í hverjum vagni. Það er hins vegar erfitt að fá slíkar frásagnir stað- festar. Á landamærunum þurfti þessi fjöl- skylda að bíða í um fjóra sólarhringa og flestir höfðu svipaða sögu að segja. Mér sýndist það vera reynsla flestra að þetta voru heilar fjölskyldur, sem ekki hafði verið splundrað. Það virðist sem að í Pristina að minnsta kosti hafl karlmenn ekki verið skildir frá fjölskyldum sínum.“ Fólkið veikt og hrakið Urður segir margt af fólkinu hafa verið veikt og hrakið. „Ég stóð á landamærastöð- inni þegar þangað kemur að maður með barn í fanginu, átta ára stelpu. Á miðjum veginum hrynur maðurinn niður, við hlupum til hans, gripum bamið og fómm með þau í hvíldartjaldið. Maðurinn reyndist vera hjartveikur og var nærri þvi búinn að fá hjartaáfall. Honum voru gefnar sprengipill- ur og náði hann sér að einhverju leyti í kjöl- farið. Barnið var hins vegar óskaplega veikt, hún var með niðurgang, mikinn hita og með óráði, ranghvolfdi augunum og stundi. Það kom læknir aðvífandi og henni brá rosalega í brún þegar hún sá barnið þar sem hún ótt- aðist að það væri með kóleru. Stúlkan var sett um borð í sjúkrabifreið ásamt föður sín- um en þau urðu að fara úr bílnum á leiðinni út úr búðunum þar sem ekki var búið að skrá þau. Var þeim vísað úr sjúkrabílnum af þeim sökum. Ég sá þau standandi í rigning- unni um klukkutíma síðar og við fóram með þau aftur í tjaldið. Þar urðum við að skilja þau eftir.“ Dregið hefur úr ótta lækna við kólerufar- aldur meðal flóttamanna og ekki er vitað um staðfest tilfelli. Urður segir hins vegar að nú óttist læknar að heilahimnubólgufaraldur kunni að brjótast út í flóttabúðunum. Makedóníumenn sendu mikið lið af örygg- islögi'eglu til að hafa stjórn á mannfjöldanum og Urður segir ljóst að þeir séu mjög hi-ædd- ir við flóttamannastrauminn af mörgum ástæðum. Það sé að vissu leyti skiljanlegt enda megi spyrja hvaða land geti tekið við þetta mörgum flóttamönnum í einu. Einnig séu Makedóníumenn hræddir um að flótta- mennirnir muni breyta þjóðemisblöndunni í landinu en 24% Makedóníumanna eru Alban- ir. Raskist hlutfóll þjóðarbrota í landinu verulega óttast sumir að það geti leitt til aukinnar ólgu. „Staða mála hefur verið mjög viðkvæm og Makedóníumenn verið gagn- rýndir fyi-ir að draga lappirnar við skráningu flóttamanna. Þeir hafa verið undir gríðarleg- um þrýstingi úr öllum áttum en fólk hefur safnast upp við landamærin vegna þessa. Það hafa miklar samningaviðræður verið í gangi og þetta virðist vera að leysast. Ma- kedóníumenn hafa á móti sakað aðrar þjóðir um að bregðast seint og illa við vandanum. Ákveðið hefur verið að starfsfólk ÖSE vinni framvegis með flóttamannahjálp Sa- meinuðu þjóðanna og um 70 manns á vegum ÖSE eru farnir til Albaníu til að starfa þar og eru m.a. í því að skrá niður frásagnir fólks af mannréttindabrotum. Urður segir allt of snemmt að spá fyrir um hver niðurstaða þeirrar vinnu verði en ljóst að þó ekki væri nema það hvernig fólk hafí verið rekið frá heimilum sínum sé gífur- lega gi'óft brot á mannréttindum. „Flestir hafa verið rændir á leiðinni og koma alls- lausir yfír landamærin, einungis í fötunum sem þeir eru klæddir. Þegar lögreglan rak fólk burt var tækifærið notað til að láta greipar sópa um híbýlin, að sögn flótta- manna. Við heyi'um frásagnir af barsmíðum, ránum og morðum en það virðist hins vegar vera ljóst að frásagnir í síðustu viku um að búið væri að myrða alla mennta- og stjórn- málamenn í röðum Kosovo-Albana hafa ver- ið orðum auknar. Sífellt fleiri af þessum mönnum eru að koma fram og hafa gert vart við sig. Þessi morðalda sem menn óttuðust virðist ekki hafa orðið að veruleika. Það er ekki þar með sagt að enginn hafi verið drep- inn. Það era alls ekki allir komnir fram og samkvæmt upplýsingum Flóttamannahjálp- arinnar eru raðirnar af fólki sem bíður eftir að komast yfír landamærin tuga kílómetra langar. Margt fólk hefur beðið í viku og við óttumst að margir séu orðnir matarlausir. Þetta er í raun stóra áhyggjuefnið þessa stundina, fólkið sem ennþá er inni í Kosovo og bíður við landamærin." Urður Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.