Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Lögreg’lu- menn ánægðir AKUREYRI Fólk skemmti sér vel 1 veðurblíðunni um páskana Metaðsókn á skíðasvæðin Morgunblaðið/Björn Gíslason MIKILL fjöldi fólks var saman kominn í Hlíiiarfjalli um páskana og skemmti sér vel. Sumir höfðu sólstólana með í för og aðrir voru líka með grillið og elduðu páskasteikina á staðnum. METAÐSÓKN var á skíðasvæðin á Akureyri, Dalvík og Ólafsfírði um páskana og voru starfsmenn þeirra sammála um að gestir hafí skemmt sér hið besta í frábæru veðri og að óhöpp hafí verið með allra minnsta móti. Utanbæjar- fólk var mjög áberandi í skíða- brekkunum og voru margir komnir langt að. Haukur Stefánsson, forstöðu- maður Skíðastaða í Hlíðarljalli, sagði að annar eins mannfjöldi hafi ekki sést í fjaliinu í langan tíma. Hann sagði að rúmlega 3000 manns hefðu verið á skíðum á skírdag og laugardag, rúmlega 5000 manns á föstudaginn langa og rúmlega 4000 manns á páska- dag. Heldur færri voru í fjallinu annan í páskum, enda gestir farnir til síns heima. „Þetta var alveg frábær páska- helgi og það sem mestu máli skiptir er að helgin var stórslysa- laus, þrátt fyrir allan þennan mannljölda og sjúkrabíll kom aldrei hingað,“ sagði Haukur. „Veðrið var frábært og fólkið sammála um það að njóta veður- blíðunnar og skemmta sér á skíð- um. Hér í fjallinu grillaði fólk sínar páskasteikur í stórum stfl, enda mikið af utanbæjarfólki á ferðinni,“ sagði Haukur. Fólkið til fyrirmyndar Einar Hjörleifsson, forstöðu- maður skíðasvæðisins í Böggvis- staðafjalli, sagði að aldrei áður hafi verið jafn mikið af fólki á skíðasvæðinu og um páskahelg- ina. Flestir voru á svæðinu á föstudaginn langa, eða um 800 manns en á milli 500 og 600 manns hina dagana og var utan- bæjarfólk í miklum meirihluta. Einar sagði fólk hafa gert mikið af því að gista á Akureyri en koma til Dalvíkur á skíði og í sund. „Þetta var alveg meiriháttar helgi og fólkið sem hingað kom var alveg til fyrirmyndar. Það var svo skemmtilegt og um- gengni þess svo góð,“ sagði Ein- ar. Helgin var að mestu áfalla- laus en þó sagði Einar að lítil stúlka hefði viðbeinsbrotnað á skírdag en verið mætt galvösk í fjallið aftur á laugardag. Slysalaus helgi Björgvin Hjörleifsson, skíða- þjálfari í Ólafsfírði, sagði að mik- iil Ijöldi fólks hefði verið á skíð- um á skíðasvæðinu í Tindaöxl, eða frá 100-300 manns yfir hátíð- isdagana og auk þess liafí margir verið á gönguskíðum á göngu- brautum. „Heimamenn voru hér í miklum meirihluta en þó var töluvert af aðkomufólki á skíða- svæðinu. Veðrið Iék við okkur og hér var sól og blíða alla dagana. Boðið var upp á skipulagða dag- skrá sem gekk vel og fólk skemmti sér greinilega mjög vel,“ sagði Björgvin. Hann sagði að helgin hafi jafnframt verið nánast slysalaus, eins og annars staðar í Eyjafirði. LÖGREGLUMENN í Eyjafirði eru ánægðir eftir páskahelgina og segja að hún hafi í heild farið mjög vel fram. Gunnar Jóhannsson, varðstjóri á Akureyi'i, sagði að lög- reglumenn hefðu haft í ýmsu að snúast, enda margt fólk í bænum en að helgin hefði verið slysalaus. Nokkuð var um umferðarlaga- brot og sagði Gunnar að 44 öku- menn hefðu verið teknir fyrir of hraðan akstur í bænum og næsta nágrenni undanfarna sex daga, 5 voru grunaðir um ölvun við akstur og þá urðu nokkur smávægileg umferðaróhöpp. Fjölmennt var á veitingahúsum bæjarins en Gunnar sagði útköll á veitingahúsin hafa verið sái-afá. Allt fór vel fram Sævar Ingason, lögreglumaður í Dalvíkurbyggð, sagði allt hafa farið vel fram á sínu svæði, jafnt í fjall- inu sem í umferðinni og hann var hinn ánægðasti með hvernig til tókst. Guðni Aðalsteinsson, lög- reglumaður í Ólafsfirði, tók í sama streng og hann var því bæði kátur og hress eftir helgina. Kristinn fylgist með æfíngum Ólafsfírði. ÓLAFSFIRÐINGURINN og skíðakappinn Kristinn Björnsson dvaldi á heimaslóðum um pásk- ana og heiðraði bæjarbúa með nærveru sinni í stuttu fríi eftir skíðalandsmótið á ísafírði. Hann tók m.a. þátt í Ólafsljarðarmót- inu í stórsvigj og fór þar með sig- ur af hólmi. I gær var Kristinn á skíðasvæðinu í Tindaöxl og fylgdist með æfingum allra flokka alpagreina og gáfu nokkr- ir af framtíðarskíðamönnum bæj- arins sér tíma til að sitja fyrir á rnynd með kappanum. Morgunblaðið/Guðmundur Þór Rafveituhúsið til sölu á 100 m.kr. AKUREYRARBÆR hefur svarað kauptilboði Ako-Plastos í húsnæði Rafveitu Akureyrar með gagntil- boði. Ako-Plastos bauð 70 milljónir króna í húsnæðið en gagntilboð bæjarins hljóðar upp á 100 milljónir ki'óna, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins og því þarf að svara iyrir 14. apríl nkv Daníel Ái-nason, framkvæmda- stjóri Ako-Plastos, sagði að næstu skref væru að fara yfir stöðuna og ákveða svo framhaldið. Húsnæði Rafveitunnar er samtals 1.800 fer- metrar og skiptist í birgðahús, tækjageymslu og skrifstofur. Brunabótamat eignarinnar er um 136 milljónir króna. Eftir að eigendur Ako-plast eign- uðust rúmlega 75% hlut í Plastos umbúðum í Garðabæ, var stefnan sett á að flytja framleiðsluþátt fyi'ir- tækisins frá Garðabæ til Akureyrar. Við flutninginn myndi starfsfólki norðan heiða fjölga um 50 og verða um 65 talsins. Húsnæði Ako-plasts við Tryggvabraut rúmar ekki aukin umsvif og möguleiki til stækkunar er ekki fyrir hendi. Því var gert til- boð í húsnæði Raíveitunnar, þar sem einnig er gott byggingaland fyrir frekari stækkun. PENTAX Snjóþyngslin koma við pyngjuna hjá sveitarfélögunum FERMINGARTILBOÐ PENTAX ESPIO 738G Aðdráttarlinsa 38-70mm Sjálfvirkur fókus Sjálvirkt Ijósop og hraði Einföld filmuþræðing Vörn gegn rauðum augum Dagsetning 3 stk. FUJIFILM SUPERIA filmur fylgja Verð aðeins kr.14.990 Skipholti 31, Sími 568 0450 Kaupvangsstræti 1, s. 461 2850 Háskólinn á Akureyri Opinn fyrirlestur HÁSKÓLINN ______ ________________________________ ÁAKUREYRI Tengsl heilsufars og þjóöfélagsstööu með sérstöku tilliti til barna Fyrirlesari: Matthías Halldórsson, aöstoöarlandlæknir. Tími: Fimmtudagur 8. apríl kl. 16.30. Staður: Háskólinn á Akureyri, Þíngvallastræti, stofa 14. Fyrirlesturinn er öilum opinn Snj ómoksturspen- ingar að klárast Morgunblaðið/Kristján SNJÓRUÐNINGSTÆKI hafa verið keyrð á fullum afköstum í vetur enda snjóþyngsli verið mikil. SNJÓÞYNGSLI í Eyjafirði hafa komið við pyngjuna hjá sveitarfé- lögum á svæðinu og þá ekki síst í Dalvíkurbyggð og Ólafsfirði. Kostn- aður við snjómokstur í Dalvíkur- byggð frá áramótum er kominn í um sex milljónir króna en á fjár- hagsáætlun voru áætlaðar 6,5 millj- ónir króna í snjómokstur á árinu. Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, sagð- ist lifa í þeirri von að skaparinn myndi nú stilla sig til vors, alla vega væri ekki þörf á meiri snjó í sveitar- félagið. „Það er mikill snjór í bæn- um og þótt búið sé að keyra mikinn snjó í burtu á eftir að laga mikið til.“ Rögnvaldur Skíði sagðist miða snjóþungann við snúrustaurinn við heimili sitt. Hann væri á kafi nú og það hefði ekki gerst nema einu sinni áður frá því hann flutti á Sunnu- brautina árið 1992. Kostnaður við snjómokstur er mjög sveiflukenndur milli ára, árið 1996 var kostnaðurinn á Dalvík tæpar tvær milljónir króna og árið eftir var hann 3,2 milljónir króna. A síðasta ári var kostnaðurinn hins vegar tæpar 9 milljónir króna en inni í þeirri tölu er einnig mokstur í Svarfaðardal og á Árskógsströnd, eftir sameiningu sveitarfélaganna. Rögnvaldur Skíði sagði það líka hafa komið fyrir að ekki væri um neinn snjómokstur að ræða seinni hluta ársins. Óvenju snjóþungur vétur Hálfdán Kristjánsson, bæjar- stjóri í Olafsfirði, sagði að veturinn hefði verið óvenju snjóþungur. „Snjómoksturinn er dýrari þar sem nú er meira um aðkeypta þjónustu en venjulega og við höfum þurft að tjalda öllu sem til er. Það eru miklir snjóruðningar í bænum og því mikil vinna framundan við keyra snjóinn í burtu,“ sagði Hálfdán. Á fjárhagsáætlun fara 6 milljónir króna í snjómokstur, sem er sama upphæð og snjómoksturinn kostaði á síðasta ári. Hálfdán sagðist gera ráð fyrir að klára þá fjárhæð fyrir vorið, enda hefði kostnaðurinn fyrstu tvo mánuði ársins numið tæpum þremur milljónum króna. Hann vonast því til að síðari hluti ársins verði snjólaus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.