Morgunblaðið - 07.04.1999, Side 32

Morgunblaðið - 07.04.1999, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÁRÁS NATÓ Á JÚGÓSLAVÍU TUGÞÚSUNDIR íbúa Kosovo hafast við í tjöldum við landamærin og bíða þar eftir því að komast til Makedóníu. Reuters Þjóðir heims kappkosta að koma flóttafólkinu frá Kosovo til hjálpar Rúm milljón Kosovo- búa hrakin á flótta KOSOVO-ALBÖNSK flóttakona rekur upp óp eftir að ættingjum hennar var meinað að fara úr flótta- mannabúðum í Blace við landamæri Serbíu og Makedóníu. matvæla og húsaskjóls í marga daga. 25 km löng biðröð flótta- manna var við landamærin að Ma- kedóníu og 22 km við landamærin að Albaníu. Talsmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna sagði um 50.000 manns kynnu að fara yfir landamærin til Makedóníu á næstu dögum. Clare Short, þróunarmála- ráðherra Bretlands, sem fór til landsins í vikunni, sagði að algjör glundroði væri við landamærin og ástandið hrikalegt. Margir flótta- mannanna gætu dáið ef töf yrði á þvi að þeir kæmust yfir landamær- in. „Við verðum að tryggja að þeir verði ekki fyrir fleiri hindrunum ... annars blossa sjúkdómar upp og hætta er á að mikill fjöldi manna deyi.“ Flóttamannabúðir reistar Sú aðstoð, sem berst frá íslandi á vegum Hjálparstofnunar kirkjunn- ar til flóttamanna í Albaníu, er dreift í gegnum alþjóðahjálparstarf kristinna kirkna (ACT), en Tenny Deligiannis, yfmnaður hjálparstofn- unar grísk-kaþólsku rétttrúnaðar- kirkjunnar í Albaníu (Diaconia Agapis), hefur yfirumsjón með þessu starfi í Albaníu. Deligiannis sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að á vegum samtakanna væri verið að reisa búðir fyrir fióttamenn við landa- mærin að Kosovo. Yfír páskahelg- ina hefði yfir 30 rúmlestum af mat- vöru verið dreift til flóttamannanna, sem væru samkvæmt nýjustu tölum Talið er að um 1,1 milljón af 1,9 milljónum íbúa Kosovo-héraðs hafi flúið heimili sín vegna ofsókna serbneskra öryggis- sveita. Ríki heims leggja nú mikið kapp á að koma flóttamönnun- um til hjálpar og ráð- gert er að flytja þús- undir þeirra til vest- rænna ríkja í því skyni að létta undir með ná- grannaríkjum Serbíu. FLOTTAFOLKIÐ FLÓTTAMANNAHJÁLP Samein- uðu þjóðanna sagði í gær að rúm- lega 400.000 Kosovo-Albanar hefðu flúið til nágrannalanda Serbíu frá því loftárásir Atlantshafsbandalags- ins hófust 24. mars. Breskir emb- ættismenn sögðu að Serbar hefðu hrakið alls 1,1 milljón af 1,9 milljón- um íbúa héraðsins frá heimilum sín- um. Þar af væru nú 135.000 flótta- menn í Makedóníu og 270.000 í Al- baníu. Auk þess væri um 65.000 Kosovo-Albönum haldið í landamærabænum Blace í Ma- kedoníu og um 100.000 flóttamenn til viðbótar væru í Pristina, höfuð- stað Kosovo, og nágrenni. Óttast að flóttafólkið hrynji niður Tugþúsundir Kosovo-Albana bíða enn eftir því að komast til Maked- óníu og margir þeirra hafa verið án FLOTTAFOLKIÐ FRÁ KOSOVO Rúmlega 400.000 manns hafa flúið frá Kosovo á aðeins hálfum mánuðl og mörg ríki hafa boðist til að taka við flóttafólkinu til bráðabirgða. RIKI SEM VILJA TAKA VIÐ FLOTTAFOLKI Þýskaland 40.000 V )— Bandar. 20.000 I A - i phbéhmmi ^-Tyrkland 20.000 (xsm'm)- Spánn 7-10.000 (4 )— Noregur 6.000 (*> - )- Danmörk 6.000 o (4. )— Rúmenía 6.000 i (4 ) Sviþjóð 5.500 co (4 ..)— Austunríki 5.000 Q yo 1ð (4, )— Kanada 5.000 c c to E {fe !,)— Grikkland 5.000 S ■o (4 ) Ástralía 4.000 u: .c § Portúgal 1.500 E í Bretland ótiltekinn fjöldi 4 frá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) 274.000 talsins í Albaníu. Daglega bærust fleiri hjálpargögn flugleiðis. Hraða og örugga dreifingu hjálp- argagnanna sagði Deligiannis tryggða með því að starfsfólk Di- aconia Agapis eru Albanar. Aðrar hjálparstofnanir þyrftu að byrja á að koma sér upp aðstöðu og átta sig á aðstæðum. „Eftir hjálparákall okkar hefur 1,7 milljón Bandaríkja- dollara safnast til þessa starfs,“ sagði Deligiannis. „Það er mjög góð byrjun. En meira þarf til að hna þann gífurlega skort sem við blasir." Bjóðast til að taka við flóttamönnum Fóttamannastraumurinn ft'á Kosovo virðist hafa komið NATO í opna skjöldu og bandalagið sagði á sunnudag að forgangsverkefni þess væri nú að koma flóttafólkinu til hjálpar. Herflugvélar voru notaðar til að flytja matvæli, lyf, tjöld og önnur hjálpargögn til flóttafólksins. Mörg aðildarríki NATO og nokkur önnur lönd hafa einnig boðist til að veita flóttafólkinu í Makedóníu hæli til bráðabirgða. Þýskaland hefur t.a.m. boðist til að taka við 40.000 flóttamönnum, Bandaríkin 20.000, Tyrkland 20.000, Noregur 6.000, Kanada 5.000 og Grikkland 5.000. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sagði að aðildarríki Evr- ópusambandsins hefðu ákveðið að grípa til þrenns konar aðgerða vegna flóttamannavandans, sem hann sagði hinn mesta í Evrópu frá dögum Hitlers og Stalíns. f íyrsta lagi yrði flestum þeirra komið til hjálpar á þeim stöðum sem þeir hafa flúið til. í öðru lagi yrði minni- hluti þeirra fluttur til vestrænna ríkja. Lokamarkmiðið væri síðan að neyða Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, til að leyfa fólkinu að snúa aftur til Kosovo. Rúmlega 1.000 örmagna flótta- menn voru fluttir með flugvélum frá Makedóníu til Tyrklands og Noregs í fyrradag. Margir þeirra sögðust þó ekki vilja fara þangað þar sem þeir óttuðust að geta aldrei snúið aftur til heimalandsins. Fréttaritari RBC-útvarpsins sagði að margir flóttamannanna hefðu ekki fengið að vita hvert þeir yrðu sendir. Nokkrir þeirra hefðu grátið og einn reynt að hlaupa frá flugvellinum en lögreglumenn hefðu stöðvað hann. Milosevic send „röng skilaboð" Breska stjórnin hefur boðist til að taka við þúsundum flóttamanna frá Kosovo en afstaða hennar í málinu virðist óljós þar sem Tony Blair for- sætisráðherra sagði í fyrradag að betra væri að fólkið yrði ekki flutt af svæðinu. Forsætisráðherrann lagði áherslu á mikilvægi þess að flótta- mönnunum yrði leyft að snúa aftur til Kosovo. Hann sagði að með því að dreifa flóttafólkinu út um alla Evrópu væru ríkin að senda Milos- evic „röng skilaboð" og í raun að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.