Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.04.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Háhyrningurínn keikó var í essinu sínu þegar hinar glæsilegu Fordstúlkur sóttu hann heim í klettsvíkina á laugardag. MIKIÐ var, ég var orðinn hundleiður á þessum dekkjum. Frjálslyndi flokkurinn Norðurlandi eystra Halldór Her- mannsson í efsta sæti HALLDÓR Hermannsson, skip- stjóri á Isafirði, skipar efsta sæti á lista Frjálslynda flokksins á Norð- urlandi eystra í alþingiskosningun- um 8. maí í vor. Listinn fer hér á eftir: 1. Halldór Hermannsson, skip- stjóri, ísafirði, 2. Hermann B. Har- aldsson, sjómaður, Akureyri, 3. Bára Siguróladóttir, fjárbóndi, Framnesi, Kelduhverfi, 4. Asgeir Yngvason, framleiðslustjóri, Akur- eyri, 5. Jóhannes Björnsson, sjó- maður, Raufarhöfn, 6. Helgi Sigfús- son, búfræðingur, Hrísey, 7. Jón Einar Haraldsson, kennari, Mý- vatnssveit, 8. Kristinn Sig. Yngva- son, sauðfjárbóndi, Kelduhverfi, 9. Stefán Óskarsson, verkamaður, Raufarhöfn, 10. Haraldur Þórarins- son, verkstæðisformaður, Kvistási, Kelduhverfi, 11. Þuríður Her- mannsdóttir, húsmóðir, Húsavík, og 12. Haraldur Bessason, fyrrverandi háskólarektor, Akureyri. Reynir Jónsson tryggingayfírtannlæknir Óbreyttar for- varmr á „FORVARNIR meðal fatlaðra og þroskaheftra hafa ekki breyst frá ár- inu 1996 og það er því misskilningur hjá Gunnari Þormar tannlækni að skerða eigi þjónustu við böm á Lyngási," segir Reynir Jónsson tryggingayfirtannlæknir í viðtali við Morgunblaðið í gær. Fram kom í blaðinu síðastliðinn laugardag að Gunnar Þormar hefði tilkynnt foreldrum bama á Lyngási að hann sé neyddur til að hætta þjón- ustu við bömin þar vegna nýrrar reglugerðar um þátttöku Trygginga- stofnunar ríkisins um tannlækna- kostnað sjúkratryggðra bama sem skerði mjög forvamir þar. Reynir Jónsson segir að ríkið greiði áfram kostnað við forvarnir og tannlækningar þroskaheftra og fatl- aðra, barna sem annarra. Engin breyting hafi orðið á reglum sem snúi að þessum hópum. „Um tann- lækningar vegna meðfæddra galla, Lyngasi slysa og sjúkdóma fer eftir reglum nr. 29/1999 en ekki reglugerð 28/1999 eins og tannlæknirinn held- ur fram,“ segir í orðsendingu frá Reyni og segir hann þetta hafa verið margsinnis skýrt út fyrir tannlækn- inum og fullyrðingar hans séu því vísvitandi rangar. Segir Reynir það óeðlilegt hjá honum að vekja ótta að ástæðulausu hjá foreldrum bama á Lyngási. í orðsendingu Reynis segir einnig: „í reglunum eru ekki takmarkanir á þjónustu sem almannatryggingar taka þátt í að greiða vegna fatlaðra barna. Eina skilyrðið sem þar er sett er að sækja þarf um greiðsluþátt- töku þegar kostnaður vegna einstak- lings fer yfir 30.000 kr. á ári. Þannig áskilur Tryggingastofnun sér rétt til að skoða sérstaklega þá meðferð sem einstaklingur fær ef kostnaður vegna hennar fer yfir 30.000 kr. á ári.“ Full búð af nýjum vörum Tilbúnir eldhústaukappar frá kr. 650 metrinn. Falleg stofuefni frá kr. 980 metrinn. Tilbúnir felldir stofutaukappar frá kr. 1.790 metrinn. Z-brautir & gluggatjöld, Faxafeni 14, símar 533 5333/533 5334. ísland án eiturlyfja Þarf hugarfars- breytingu gagn- vart vímuefnum Valgarður Jónsson vegum átaksins Island án eiturlyfja hafa verið haldnar ráðstefnur um land allt. Við getum betur er yfirskrift ráðstefnu sem verð- ur að þessu sinni haldin á Patreksfirði á morgun, fimmtudaginn 8. apríl. Val- garður Jónsson er í áhuga- mannahópi á Patreksfirði sem stóð fyrir því að fá ráðstefn- unaþangað. „Astandið hjá okkur hérna á Patreksfirði er hvorki betra né verra en gengur og gerist á landinu. Staðii- eins og Pat- reksfjörður, sem liggur að sjó, búa við að efni geta borist með bátum. Ef slíkt hefúr komið fyrir era efnin fljótt komin í umferð. Þess á milli held ég að við séum tiltölulega laus við þessi efni og það era þá frekar heimatilbúin vímuefni eins og landi sem þarf að hafa áhyggjur af.“ - Hafa verið gerðar athuganir á því hversu útbreidd notkun vímuefna er meðal unglinga á Patreks&rði? „Nei, ekki hafa verið gerðar formlegar kannanir á því. Það er svona meira tilfinning okkar að því miður séu það alltof ungir krakkar sem séu að fikta við að prófa áfengi og tóbak eða böm niður í tólf til þrettán ára.“ Valgaður segir að margir standi í þeirri meiningu að allt sé miklu heilbrigðara og hreinna í sjávarplássum úti á landi en í höfuðborginni en hann segir að því fari fjarri. „Við þurfum að hafa allt eins miklar áhyggjur og foreldrarnir á höfuðborgarsvæð- inu.“ - Hvernig er staða ungs fólks í Vesturbyggð? „Hún mætti vera betri. Mér finnst þurfa hugarfarsbreyt- ingu gagnvart vímuefnum hér á Patreksfirði. Mörgum foreldr- um finnst þeir ekki geta gert neitt við því að 14 til 15 ára gamlir unglingar séu farnir að bragða áfengi. Ég hef heyrt for- eldra segja að þeir vilji frekar kaupa áfengi fyrir börnin sín heldur en að hætta á að þau kaupi sér landa eða spíra. Það er vissulega skiljanlegt að for- eldrar hafi áhyggjur af börnun- um sínum en ég á erfitt með að taka undir það sjónarmið að börnum sé frekar treystandi með nokkra bjóra heldur en það veganesti að þau eigi að láta áfengi ósnert. Með því að kaupa áfengi fyrir börnin sín eru for- eldrar að samþykkja vímuefna- neyslu þeirra." Valgarður segir að unglingar á Patreksfirði séu mjög samheldn- ir og það þurfi ekki nema einn ungling sem detti í hug að prófa til að all- ir séu komnir í sömu spor. - Hafíð þið verið með öflugt forvarna- starf á Patreksfírði? „Því miður hefur verið allt of lítið um forvarnastarf hjá okkur. En við þurfum auðvitað að taka til hjá okkur eins og aðrir og þetta er fyrsta skrefið í þá átt, að halda þessa ráðstefnu. Henni er ætlað að vekja fólk til vitundar um þessi mál og koma af stað umræðu um vímuvarnir í Vestur- byggð. ►Valgarður Jónsson er fæddur á Akranesi árið 1972. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands árið 1992 og B.ed. prófi frá Kenn- araháskóla íslands árið 1996. Valgarður var kennari við Patreksskóla á Patreksfírði frá 1996-1997 og hefur verið að- stoðarskólastjóri þar frá árinu 1997. Eiginkona hans er íris Guð- rún Sigurðardóttir, leiðbein- andi í Ieikskólakennaranámi, og eiga þau tvö börn sem heita Hh'n Guðný og Jón Hjörvar. Þegar hefur ráðstefna sem þessi verið haldin á ísafirði en okkur fannst ekki veita af að halda hana víðar á Vestfjörð- um.“ Valgarður segir að áhuga- mannahópurinn sem stóð fyrir því að fá ráðstefnuna vestur ætli ekki að láta staðar numið með þessari ráðstefnu heldur halda áfram á þessari braut. Þá segir hann að félagsmálanefndir sveit- arfélaga hafi verið að vakna til vitundar og muni hvetja fólk til að vinna í þessum málum. Val- garður er þess fullviss að ráð- stefnan verður vel sótt enda snertir efnið foreldra allra barna. -Hverjh■ halda fyrírlestra á ráðstefnunni? „Ráðstefnustjóri verður séra Sveinn Valgeirsson á Tálkna- firði. Þá mun Jón Gunnar Stef- ánsson, bæjarstjóri Vestur- byggðar, ávarpa ráðstefnuna svo og Snjólaug G. Stefánsdóttir, verkefnisstjóri áætlunarinnar ís- land án eiturlyfja. Sálfræðingur- inn Einar Gylfi Jónsson flytur erindi um vímuefnaneyslu og áhrifaþætti í lífi unglinga. Edda Sóley Óskarsdóttir ræðir hlut- verk foreldra í forvörnum. Hún er framkvæmdastjóri landssam- takanna Heimili og skóli.“ Að lokum mun Valgarður hugleiða stöðu ungs fólks í Vesturbyggð. Hann segir að stefna þeirra sem að ráðstefnunni standa sé að hafa fyrirlestrahald í lágmarki en einblína frekar á öfluga vinnu í vinnuhópum og málstofum. „Við verðum með þrjár málstofur. Sú íyrsta snýr að forvömum í Vesturbyggð, þá er önnur um samstarf foreldra og skóla og sú þriðja um ung- linga og forvarnir, þ.e. hvað sé til ráða.“ Alltof ungir krakkar eru að fikta við áfengi og tóbak
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.