Morgunblaðið - 07.04.1999, Page 18

Morgunblaðið - 07.04.1999, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson STARFSMENN loftskeytastöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Frá vinstri: Kjartan Bergsteinsson, Bergþór Atlason, Asgeir Karlsson, Björgólfur Helgi Ingason. Endurnjrjuð loft- skeytastöð í Eyjum Vestmannaeyjum - Afgreiðsluað- staða loftskeytastöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur verið end- urnýjuð og stöðin verið hliðtengd við fjarskiptastöðina í Gufunesi. Þessi tenging gerir það að verkum að afgreiðslumennirnir í Eyjum og í Reykjavík geta unnið jafnt með flest þau radíótæki sem þjóna skipaflotanum frá syðri hluta Vest- fjarða suður um og að Langanesi. Með þessari tengingu er nýtt nýjasta tækni í fjarskiptum og með henni komið á fót fjarvinnu. Loftskeytastöðvum og starfs- mönnum stöðvanna hefur fækkað á undanfómum árum vegna nýrrar tækni í fjarskiptum við skip og aukinnar sjálfvirkni í öryggis- og neyðarfjarskiptum. Vegna þessa hefur skeytum, sem hefðbundnar strandstöðvar afgreiða, fækkað mjög. Fækkunin hefur kallað á aukna samvinnu stöðvanna. Samtenging afgreiðslusvæðanna er liður í að tryggja að öryggis- og neyðarþjón- usta loftskeytastöðvanna verði ekki skert. Akveðið hefur verið að lyrst í stað muni starfsmenn stöðv- arinnar í Eyjum sinna svæðinu austur að Langanesi. Þeir hafa kynnt sér sjó- og landkort af svæð- unum og þau viðmið sem sjómenn nota gjaman. Astæða þess að afgreiðsluað- staðan í Eyjum er endurnýjuð, á sama tíma og starfsmönnum fækk- ar á öðrum strandstöðvum og tækjum stöðvanna er fjarstýrt, er að samningur hefur náðst við rekstraraðila CANTAT3-sæ- strengsins um að loftskeytamenn- irnir séu til taks í neyðartilvikum sem komið geta upp vegna rekst- urs strengsins. Loftskeytamenn- irnir í Eyjum hafa verið þjálfaðir í að koma strengnum aftur í rekstur í neyðartilvikum og afgreiðsluborð stöðvarinnar hefur verið fært í námunda við endabúnað sæ- strengsins. Árshátíð grunnskóla- nemenda á Tálknafírði Tálknafirði - Grunnskólanemend- ur á Tálknafirði héldu árshátíð sína nýverið. Ágóði af aðgangseyri rennur í ferðasjóð nemenda. Að venju var dagskráin fjöl- breytt og metnaðarfull. Allh- nem- endur skólans tóku, á einn eða annan hátt, þátt í skemmtiatrið- um. Sýnd voru nokkur stutt leikrit sem nemendur sjálfir sömdu öll. M.a. var sýnd sápuóperan „Kæst- ar vonir“ í fimm þáttum, þá var fluttur sniglasöngur og atriði úr frægustu diskómynd allra tíma, „Grease“, kom á sviðið. Stutt- myndin „Oheppni Friðjóns“ var sýnd, en nemendur 8. og 9. bekkj- ar framleiddu, klipptu og hljóð- settu hana. Skemmtidagskráin endaði svo á því að hljómsveitin Equal, lék og söng nokkur lög við mikinn fögnuð viðstaddra og þá sérstaklega Upplestrarkeppni grunnsköla á Vesturlandi Eyja- og Miklaholtshreppi - Upp- lestrarkeppni grunnskóla á Vestur- landi var haldin í Borgarneskirkju miðvikudaginn 24. mars. Upplestrar- keppnin var samstarfsverkefni Skólaskrifstofu og Skólastjórafélags- ins, en Flemmig Jessen, skólastjóri á Varmalandi, sá um framkvæmd. Keppnin var ætluð nemendum í 6. og 8. bekk og alls komu 25 fulltrúar frá 10 grunnskólum, sem áður höfðu verið valdir innan hvers skóla. Þátttakendur reyndu með sér í upplestri og lásu upp úr smásögum eftir Þórarin Eldjárn og síðan ljóð að eigin vali. Snorri Þorsteinsson, for- stöðumaður skólaskrifstofu Vestur-. lands, setti athöfnina og hafði orð á að ánægjulegt væri að nemendur hefðu tækifæri á að keppa I fleiru en íþróttagreinum. Dómnefndin var skipuð þeim Baldri Sigurðssyni frá Kennarahá- skóla íslands, Finni Torfa Hjörleifs- syni, Borgarnesi, Guðbjörgu Árna- dóttur, Akranesi, og Unni Halldórs- dóttur, fyrrverandi formanni Heim- ils og skóla. Sigurvegarar voru Guðni Benediktsson í 6. bekk Varmalandsskóla og Birta Sigurðar- dóttir í 8. bekk Kleppjárnsreykja- skóla. Búnaðarbanki íslands í Borgar- nesi gaf peningaverðlaun fyiir fyrstu Hvalaskoðunarfyrirtæki funda á Húsavik Hvalaskoðun og veið- ar eiga ekki samleið Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason FRÁ fundi hvalaskoðunarfyrirtækja. Húsavík - Síðustu helgi marsmán- aðar var haldinn fundur á Hóteli Húsavík á vegum Hvalamiðstöðvar- innar á Húsavík en forstöðumaður hennar og ráðstefnustjóri var Ás- bjöm Björgvinsson. Er þetta fyrsti sameiginlegi fundur allra hvala- skoðunarfyrirtækja á íslandi. Að fundarhaldinu stóðu m.a. Húsavík- urbær, Hafrannsóknastofnun, Nátt- úrufræðistofnun, samgönguráðu- neytið, ferðamálayfirvöld og Intemational Fund for Animal Welfare. Fundargestir vom 26 frá 15 fyrir- tækjum og stofnunum auk fyrirles- ara, m.a. Gísli Vigfússon frá Hafró, Ævar Petersen frá Náttúmfræði- stofnun og Englendingarnir Vassili Papastavrou, Russell Leaper og Janinen Booth. Á fundinum var rætt um flest það sem tengist rekstri hvalaskoðunar- fyrirtækja ásamt öryggi farþega og ekki síst hvalanna sjálfra. Farið var yfir stöðu hvalaskoðunar í öðram Íöndum og framtíð hennar hér á landi. Það var álit fundarmanna að þessi fyrsti sameiginlegi fundur myndi stuðla að enn betri fram- kvæmd þessarar ferðaþjónustu ásamt því að skapa fyrirtækjunum jákvæðari ímynd með samvinnu þeirra og tengslum við rannsóknar- verkefni á hvölum í samvinnu við Hafrannsóknastofnun. Á fundinum var mikið rætt um hvalveiðimálin og kom berlega I ljós hjá fundarmönnum að þeir töldu að hvalaskoðun og hvalveiðar gætu engan veginn átt samleið. Ekki þótti ástæða til að fundurinn sendi frá sér sérstaka ályktun um hval- veiðimálið enda engin ákvörðun ver- ið tekin um að hvalveiðar verði hafnar hér við land. Fundurinn samþykkti að skipa þriggja manna undirbúningshóp til að vinna að ýmsum sameiginlegum hagsmunamálum hvalaskoðunarfyr- irtækjanna svo sem tryggingamál- um, öryggis- og reglugerðarmálum vegna framkvæmdar hvalaskoðun- arferða og fleira. Þá var ákveðið að hópurinn undirbyggi stofnun félags- skapar fyrirtækja sem stunda ferðamannasiglingar á sjó með það að markmiði að auka samstarf og samvinnu þessara fyrirtækja. Morgunblaðið/Finnur Pétursson NEMENDUR 4. og 5. bekkjar fluttu söngatriði úr Grease. yngri kynslóðarinnar. Má ljóst vera af framgöngu nemenda að margir upprennandi listamenn em meðal barna og unglinga á Tálknafirði. Því má svo bæta við að í lok apríl gefa nemendur út skólablað- ið „Smugan". Blaðið birtir smá- sögur og Ijóð eftir nemendur 3 sætin í hvorum flokki, en allir þátt- takendur fengu áritaða bók Lilju eft- ir Eystein munk, en gefendur voru Vaka-Helgafell, Skólaskrifstofa Vesturlands og Skólastjórafélag Vesturlands. ásamt þjóðlegum fróðleik, en í blaðinu hafa birst brot úr sögu Tálknafjarðar, allt frá því fyrsti landnámsmaðurinn settist hér að. Nemendur selja blaðið til styrktar ferðasjóði sínum. Einnig er hluta af ágóðanum varið til vorskemmt- unar hjá yngstu nemendum skól- ans. Eftir keppnina var þátttakendum og hlustendum boðið í kaffi sem Mjólkursamlag Búðardals, Geira- bakarí Borgarnesi og Varmalands- skóli buðu til í felagsmiðstöðinni Óð- ali. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir LIÐSMENN Hamars hampa bikarnum fyrir sigur í 1. deild. Hamar í Urvals- deildina í körfu Hveragerði - Körfuknattleikslið Hamars í Hveragerði tryggði sér sæti í Úrvalsdeildinni með sigri á ÍR á mánudagskvöldið, 90-73. Leikurinn á mánudag var oddaleikur en Hvergerðing- ar höfðu áður lagt að velli lið Þórs, Þorlákshöfn, í 4 liða úr- slitum um sæti í Úrvalsdeild. Er þetta í fyrsta sinn sem lið frá Suðurlandi ávinnur sér rétt til þátttöku í Úrvalsdeildinni. Gríðarleg stemmning hefur myndast í Hveragerði í kjölfar- ið á góðu gengi liðsins og stór hluti bæjarbúa hefur mætt á alla úrslitaleikina. MiIIi 500 og 600 Hvergerðingar fylgdu lið- inu til Reykjavíkur á mánu- dagskvöldið og átti öflugur stuðningur þeirra stóran þátt í glæstum sigri Hvergerðinga. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir ÞÁTTTAKENDUR í upplestrarkeppni grunnskólanna á Vesturlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.