Morgunblaðið - 08.04.1999, Síða 59

Morgunblaðið - 08.04.1999, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 59 FRÉTTIR FRÁ opnun skrifstofunnar í Mjddd. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Annar borgarafundur Siðfræðistofnunar Rætt um fjölmiðla, lýð- ræði og opinbera umræðu ANNAR umræðufundur Sið- fræðistofnunar, í röð fjögurra funda, undir heitinu Borgara- fundir Siðfræðistofnunar um lýð- ræði og opinbera umræðu á ís- landi verður haldinn laugardag- inn 10. apríl í Odda, stofu 101, kl. 12-14. Að þessu sinni munu þau Asgeir Friðgeirsson blaðamaður og Hanna Katrín Friðriksen blaðamaður ræða um íslenska fjölmiðla í ljósi lýðræðis og mál- efnalegrar umræðu. Þau munu meðal annars fjalla um þátt fjölmiðla í virku lýðræði og skyldur þeirra í lýðræðislegu þjóðfélagi. Einnig munu þau ræða um möguleika íslenskra fjölmiðla til að fjalla um mikil- væg þjóðmál á vandaðan og gagnrýninn hátt og forsendur þess að efla megi málefnalega opinbera umræðu í íslenskum fjölmiðlum, segir í fréttatilkynn- ingu. Vinnumiðl- un höfuð- borgar- svæðisins Á VEGUM Vinnumiðlunar höfuð- borgarsvæðisins hefur verið opn- uð þjónustuskrifstofa á Þöngla- bakka 1, 2. hæð í Mjódd. I kjölfar laga um vinnumark- aðsaðgerðir sem tóku gildi 1. júlí 1997 var öll vinnumiðlun og þjón- usta við atvinnulausa flutt frá sveitarfélögunum til ríkisins en hverju sveitarfélagi var áður skylt að annast atvinnuleysisskráningu. Svæðisvinnumiðlarnir eru nú í öll- um kjördæmum landsins og starfa þær undir stjórn Vinnumálastofn- unar. Vinnumiðlun höfuðborgarsvæð- isins annast vinnumiðlun, ráðgjöf og atvinnuleysisskráningu á svæði sem nær frá Kjós til Hafnarfjarð- ar og er skrifstofunni í Mjódd einkum ætlað að þjóna atvinnu- leitendum sem búa í Mosfellsbæ, Grafarvogi, Ái'bæ, Breiðholti og Kópavogi. Auk þjónustuskrifstof- unnar í Mjódd og aðalskrifstof- unnar í Engjateigi 11, Reykjavík, er atvinnuleysisskráning í Hafnar- firði. Miðað við þann fjölda sem er á atvinnuleysisskrá á höfuðborgar- svæðinu í dag, um 2.400 einstak- lingar, má gera ráð fyrir að 800 til 1.000 kjósi að nýta sér þjónustu þessarar nýju skrifstofu, miðað við búsetu. Á þjónustuskrifstofunni í Mjódd verður boðið upp á aðstöðu fyrir atvinnuleitendur til að skrifa at- vinnuumsóknir á tölvu, sími er til afnota, dagblöð liggja frammi og á upplýsingatöflum eru tilkynningar um laus störf og úrræði í boði. Með samtengingu tölvubúnaðar í Mjódd, Engjateigi og Hafnarfirði geta nú atvinnulausir staðfest at- vinnuleysi sitt á þeim skráningar- stað sem best hentar hverju sinni. Þjónustuskrifstofa Vinnumiðl- unar höfuðborgarsvæðisins í Mjódd verður opin alla virka daga frá kl. 9-16. --------------- GPS-námskeið fyrir almenning BJÖRGUNARSKÓLI Lands- bjargar og Slysavarnafélag Is- lands stendur fyrir námskeiði í notkun GPS-gervihnattastaðsetn- ingartækja fyrir almenning í Reykjavík, dagana 19. og 20. apríl nk. Námskeiðið verður haldið í húsnæði skólans að Stangarhyl 1, Reykjavík. Námskeiðsgjald er 2000 krónur og eru námskeiðsgögn innifalin. Væntanlegir þátttakendur til- kynni þátttöku eigi síðar en fyrir hádegi föstudaginn 16. apríl. Segðu í einu orði Aðgangur að fréttum og greinum Morgunblaðsins frá 1987 fram á þennan dag ÓKEYPtS AÐGANGUR ftÐ GftGNASAFWNU l ^PR—' fn á mbUs Leitaðu upplýsinga um það sem þér er hugleikið í Gagnasafni Morgunblaðsins. crnelltu á Gagnasai Með einu eða fleiri leitarorðum getur þú fundið greinar, fréttir, viðtöl eða umfjöllun um viðfangsefnið. Gagnasafnið getur því nýst öllum sem þurfa að afla heimilda og fróðleiks í leik, starfi og námi. Prófaðu að leita í Gagnasafninu og sjáðu möguleikana. Gagnasafnið er á mbl.is. GAGNASAFN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.