Morgunblaðið - 17.04.1999, Page 1

Morgunblaðið - 17.04.1999, Page 1
86. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Búist við eitt hundrað þúsund flóttamönnum til viðbótar til Makedóníu Þorri íbúa Kosovo hefur verið flæmdur á brott Þjóðernishreinsanir ná hámarki Reuters ALBANSKUR tollgæslumaður skráir nöfn flóttamanna frá Kosovo- héraði í landamærastöðinni í Morína í Albaníu í gær. Um sjö þúsund aðframkomnir flóttamenn streymdu inn í Albaníu í gærdag. frá stjómvöldum í Belgrad sagði að fundarmenn hefðu verið sammála um að loftárásum þyrfti að linna áð- ur en hægt værí að komast að póli- tísku samkomulagi um lausn deil- unnar í Kosovo. ■ Sjá umQöllun/32-33/46-47 Rússar komi að mál um á Balkanskaga Brussel, Kukes. Reuters. STRAUMUR flóttafólks frá Kosovo jókst aftur í gær. Að sögn Kris Janowski, formælanda Flótta- mannafjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), flúðu a.m.k. 12.000 manns frá Kosovo til nágrannaland- anna Albaníu, Makedóníu og Svart- fjallalands á einum sólarhring frá fimmtudegi til föstudags. Um 7.000 manns flúðu yfir landamærin til Al- baníu og aðrir 3.000 til Makedóníu og þurftu að feta sig yfir jarð- sprengjusvæði til þess að komast á leiðarenda. Janowski sagði hinn aukna straum benda til þess að þjóðemishreinsanir væru nú stund- aðar aftur af fullum krafti í hérað- inu. Flóttamannahjálpin telur að um 100.000 Kosovo-Albanar séu á leiðinni til Makedóníu. „Fyrir rúmum tveimur mánuðum hefði það þótt óhugsandi meðal sið- aðra þjóða að Serbum tækist að reka á brott alla íbúa heils héraðs, eins og nú virðist hafa gerst,“ sagði Janowski í gær og bætti við að brottrekstur fólks færi nú fram af meiri hörku og hraða en áður. Frakkar hyggjast varpa hjálp- argögnum úr lofti til bágstaddra á jörðu niðri í Kosovo í von um að lyf og matur komist til skila til þeirra Albana sem enn eru innan- héraðs. Stöðugar loftárásir á Júgóslavíu Herþotur NATO gerðu árásir á u.þ.b. 25 skotmörk í nágrenni Prist- ina, höfuðstaðar Kosovo, í gær- kvöldi, að því er Tanjug-fréttastof- an greindi frá. Meðal skotmarka var flugvöllurinn í Slatina og bærinn Lipljane í nágrenni hans. I íyrrinótt vörpuðu herþotur NATO sprengj- um á olíuhreinsunarstöð og efna- verksmiðjur í Paneevo, úthverfi Belgrad. Serbneskar hersveitir og albanski herinn skiptust á skotum á landamærum landanna tveggja í nokkrar klukkustundir í gær. Jamie Shea, formælandi Atlants- hafsbandalagsins, vildi ekki tjá sig KARLMAÐUR les flugrit sem dreift var úr flugvélum NATO yfír Belgrad í Júgóslavíu til þess að skýra frá voðaverkum serbneskra hersveita í Kosovo. frekar um loftárás á bílalest flótta- fólks á miðvikudag, sem varð rúm- lega sjötíu flóttamönnum að bana, en sagði að rannsókn stæði yfir á tildrögum árásarinnar, sem hefur verið harðlega gagnrýnd. George Robertson, varnarmála- ráðherra Bretlands, sagðist í gær ekki vilja útiloka að NATO þyrfti að grípa til landhemaðar gegn Serbum til þess að hafa fullan sigur í stríð- inu við stjórnvöld í Belgrad. 400 þorp rústir einar James Rubin, formælandi utan- ríkisráðuneytis Bandaríkjanna, seg- ir ráðuneytið hafa undir höndum sannanir um fjöldamorð og eyði- leggingu rúmlega 400 þorpa, þ.s. hersveitir Serba hafa farið um. Sagt var frá því í þýsku dagblaði að Ibrahim Rugova, pólitískur leið- togi Kosovo-Albana, sem er í stofu- fangelsi í Pristina, hefði verið færð- ur til Belgrad í gær til fundar við forseta Serbíu og aðstoðarforsætis- ráðherra Júgóslavíu. I yfirlýsingu Togaran- um Gaul var ekki sökkt EKKERT bendir til þess að sovéski flotinn hafi sökkt tog- aranum Gaul frá Hull, sem fórst undan ströndum Norður- Noregs árið 1974 með allri áhöfninni, 36 mönnum. Niður- stöður djúpsjávarrannsókna sem gerðar voru við flak tog- arans sl. sumar sýna að sum lestarop hans voru opin og merki um þrýstingsskemmdir em á stefni hans, að því er fram kom hjá BBC í gær. Talið er að nokkur brot hafi riðið yfir togarann, sjór flætt inn um lestarop og lúgur, og togarinn sokkið á svipstundu. John Preseott, aðstoðarfor- sætisráðherra Bretlands, til- kynnti í gær að niðurstöður bresku sjóslysanefndarinnar gæfu tilefni til þess að komast til botns í því hvers vegna eng- in leit hefði verið gerð að Gaul en neyðarkall barst ekki frá skipinu áður en það sökk. Yfir- lýsingu Prescotts var fagnað af ættingjum mannanna sem fórust með Gaul. Örlög togarans hafa valdið íbúum Hull heilabrotum í ald- arfjórðung. Niðurstöður fyrstu rannsóknarinnar sem fram fór á tildrögum slyssins leiddu í ljós að togaranum hefði hvolft í vondu veðri, en ættingja áhafn- arinnar granaði að aðrar ástæður lægju að baki skip- skaðanum. Ymsar tilgátur voru hafðar uppi. Ein var sú að Sov- étmenn hefðu sökkt togaran- um vegna þess að um borð í honum hefðu verið stundaðar njósnir og önnur að Gaul hefði orðið fyrir tundúrskeyti her- skips á leynilegri æfingu á veg- um Atlantshafsbandalagsins. Milo Djukanovic, forseti Svartfjallalands, áhyggjufullur Átökin illviðráðanleg Podgorica. Reuters. MILO Djukanovic, forseti Svart- ijallalands, sagði í gær að átök Atl- antshafsbandalagsins (NATO) og Júgóslavíusljórnar væru orðin ill- viðráðanleg og að þau gætu vel breiðst út til annarra landa á Balkanskaga. Djukanovic, sem hef- ur leitast við að gæta hlutleysis í af- stöðu sinni, reyndi að slá á áhyggj- ur þeirra sem óttast að Júgóslavíu- her ræni völdum í Svartfjallalandi en sagði yfirmönnum hersins engu að síður að hætta að skipta sér af innanríkismálum Svartfjallalands. Á fréttamannafundi í Podgorica, höfuðborg Svart- fjallalands, sak- aði Djukanovic bæði vesturveld- hi og Slobodan Milosevie, forseta Júgóslavíu, sam- bandsríkis Serbíu og Svartfjalla- lands, um herfi- leg mistök í mál- um Kosovo. Hann ítrekaði jafn- framt óskir sínar um að stríðinu yrði hætt nú þegar enda væri hætta á því að átökin breiddust út. Sagði hami að ef borgarastríð brytist út í heimalandi sínu yrði það „meiri og verri harmleikur en sést hefði áður í þessum heimshluta". Samskipti Djukanovics við sam- bandsstjórnina í Belgrad hafa verið allt annað en vinsamleg upp á síðkastið og sagði Djukanovic í gær að stjórn Milosevics hefði „gróflega brotið" stjórnarskrá sambandsrík- isins. NATO hefur reynt að hlífa Svartfjallalandi við hörðum árásum í því skyni að veikja ekki stöðu Djukanovics enn frekar gagnvart stjórninni í Belgrad. GREGORY Schulte, æðsti ráðgjafi Þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna í málefnum Kosovo, sagðist í við- tali við Morgunblaðið í gær vera þess fullviss að átökin á Balkanskaga hefðu ekki víðtæk áhrif á samskipti Rússlands og Bandaríkjanna. Taldi hann jafn- framt þátttöku Rússa í lausn á átökunum vera mikilvæga. „Það er von okkar að Rússar muni, með uppbyggilegum hætti, aðstoða okkur við að finna lausn á stöðunni. Madeleine Albright, ut- anríkisráðherra, er í stöðugu sam- bandi við ígor Ivanov, utanríkis- ráðherra Rússlands, og Viktor Tsjernómýrdín, sérlegan sendi- mann Rússa í deilunni. Sama er að segja um Clinton forseta sem hefur oftsinnis rætt við Borís Jeltsín, Rússlandsforseta, auk annarra,“ sagði Schulte. „Hingað til, hafa Rússar verið að tala máli stjórnvalda í Belgrad. Þeir báðu okkur um að samþykkja gervitillögur Milosevics, sem var alveg útilokað, en ég held að Rúss- ar hafi mikilvægu hlutverki að gegna við að koma stjórnvöldum í Belgrad í skilning um að þau verða að fallast á skilyrði NATO, ef þau vilja Júgóslavíu ekki það hlutskipti að verða „útlagaríki“ næsta ára- tugar,“ sagði Schulte enn fremur. „Við höfum að sjálfsögðu áhyggjur af samskiptum okkar við Rússa og eram að reyna að minnka þau skaðlegu áhrif sem af átökunum hafa skapast. Við eram þess full- vissir, eftir yfirlýsingar rássneskra ráðamanna - á opinberum vett- vangi sem og í einkaviðtölum - að átökin á Balkanskaga hafa ekki víðtæk áhrif á samskipti Rússa og Vesturlanda “ ■ Verðum að skapa/46

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.