Morgunblaðið - 17.04.1999, Side 8

Morgunblaðið - 17.04.1999, Side 8
8 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Magga skorar á hólm Það er stuö fi Möggu Frínmnns þessa dagana. ^fGMÖAlO- Á ÉG ekki að biðja Dóra að hringja í Madeleine Albright hr. Davíð? Stríðið virðist vera að breiðast út. Ágreiningur SÍB og banka um reglugerð nýs styrktarsjóðs Spurning hvaða íþrótt- ir eigi að styrkja „FRAMTÍÐ Styrktarsjóðs SÍB, sem samið var um í síðustu kjarasamn- ingum, er í uppnámi vegna túlkunar samninganefndar bankanna á hlut- verki sjóðsins," segir í frétt í SÍB- blaðinu, málgagni Sambands ís- lenskra bankamanna. Friðbert Traustason, formaður SÍB, sagði í samtali við Morgunblaðið að samn- inganefnd bankanna vildi ætla sjóðn- um stærra hlutverk en bankamenn vildu sætta sig við. Þegar gengið var frá síðustu kjarasamningum bankamanna í apríl 1997 var samþykkt bókun um að stofna Styrktarsjóð SÍB 1. júní 1998 Láttu þér batna með S .SÍA 1 SÉÉÉI rS ***** ” Og nú íæst likti Otrivin nientliol - prófaðu ptió! og að bankamir skyldu greiða í hann 0,35% af grunnlaunum bankastarfs- manna. Friðbert segir þetta hafa gengið eftir en ekki hafi tekist að ganga frá reglugerð um sjóðinn eins og bókunin gerir ráð fyrir. Hugmynd bankamanna hafí verið sú að sjóður- inn yrði svipaður sjúkrasjóðum ann- arra stéttarfélaga, þ.e. að hann styrkti félagsmenn, maka þeirra og böm vegna langvarandi veikinda. Einnig að greiða styrki vegna sjúkraþjálfunar og sjúkranudds, krabbameins- og hjartaskoðana og útfararstyrki. Á ekki að styrkja almenna leikfimi Friðbert segir bankamenn einnig hafa lagt til að sjóðurinn gæti veitt styrki til fyrirbyggjandi aðgerða, svo sem íþróttaiðkunar eða heilsuræktar samkvæmt læknisráði en það væri ekki hugmynd SÍB að sjóðurinn styrkti almenna leikfimi. Það væri hins vegar vilji samninganefndar bankanna. Sumir bankar hafa styrkt starfsmannafélög sín vegna íþrótta- iðkunar og kvaðst Friðbert óttast að sá styrkur gæti lagst af ef Styrktar- sjóðnum yrði áskilið að taka þann þátt upp á sína arma. Enginn fundur hefur verið boðað- ur um málið en Friðbert kvað SÍB leggja áherslu á að ganga frá þessu máli áður en viðræður hefjast um næsta kjarasamning sem er laus 1. febrúar. Kröfugerð er í undirbúningi en SIB þarf að leggja fram kröfur þremur mánuðum áður en kjara- samningur rennur út. T II O R A ft 1 N S Lv N I Y vörulistinn Ármúla 17a, sími 588 1980. _________ Nýjungar í bráðaþjónustu á SHR Lengi haft fag- lega forystu IERINDI sem Jón Baldursson yfírlæknir hélt fyrir skömmu kom fram að hlutverk Sjúkrahúss Reykjavíkur í bráðaþjónustu er mjög víðtækt. Sjúkrahúsið veit- ir viðtæka þjónustu innan veggja sjúkrahússins og utan þess. Það tekur þátt í menntun, fræðslustarf- semi, rannsóknum og for- vörnum í slysa- og bráða- læknisfræði. Morgunblað- ið spurði Jón-Baldursson hvort hlutverk bráðaþjón- ustu væri orðið viðameira í nútíma þjóðfélagi. „Jú, það er óhætt að segja það. Við höfum unn- ,ið að því hérna að efla sér- hæfíngu á þessu sviði og erum, að ég tel, framar- lega í slysa- og bráða- lækningum, miðað við Evrópu- búa almennt. Þörfin fyrir sér- hæfingu er fyrir hendi eins og í öllum öðrum greinum læknis- fræðinnar. Til þess að menn verði sem færastir á ákveðnu sviði þurfa þeir að helga sig því. Sjúkrahúsið hér hefur lengi lagt mikla áherslu á slysa- og bráða- þjónustu og hér hafa verið frum- kvöðlar á því sviði í marga ára- tugi. Hjúkrunarfræðingar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hafa unnið mikið við bráðaþjónustu og tveir þeirra hafa farið í sér- nám í Bandaríkjunum. Læknar og hjúkrunarfræðingar hér hafa sannarlega lagt mjög þung lóð á vogarskálarnar með faglegu frumkvæði og brautryðjenda- starfi á þessu sviði. Það starf nær lengra aftur en menn átta sig á, það má segja að það nái alla leið aftur að miðri þessari öld þegar Slysavarðstofan tók til starfa. Síðan þegar Borgarspítal- inn var opnaður á sjöunda ára- tugnum, byggðist öll starfssemi spítalans strax mikið í kringum slysa- og bráðamóttöku. Segja má að hinar ýmsu deildir sjúkra- hússins, bæði skurðlækninga- og lyflækningadeildir, hafi lagt áherslu á að veita góða bráða- þjónustu. - Hverjar eru helstu nýjungar á þessu sviði? „Ein helsta nýjungin er sú við- urkenning sem slysa- og bráða- þjónusta hefur öðlast sem sér- grein innan læknisfræðinnar. Við erum eitt af fyrstu Evrópu- iöndunum sem viðurkennir þessa sérgrein og það hefur vakið tölu- verða athygli á meginlandinu. Við höfum verið beðin nokkrum sinnum að senda fulltrúa héðan til að gera grein fyrir þróuninni hér almennt í þessum efnum. Nefna má, þótt það sé ekki nýj- ung, að verulega athygli hefur vakið erlendis sá ár- angur sem við á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur höfum náð í endur- lífgun sjúklinga eftir hjartastopp utan sjúkrahúsanna. Aðra ____________ nýjung er rétt að ” nefna, það er tölvuskráning upp- lýsinga um slysa- og bráðatilfelli. Við höfðum að vísu skráningar- kerfi sem hefur verið í notkun allt frá árinu 1974, en gerðum á því talsverðar endurbætur fyrir tveimur árum. Nú eru skráðar mjög ítarlegar upplýsingar um alla þá sem slasast, þetta kemur að góðu gagni í slysavörnum. Þessi skráning er gerð eftir nor- rænu ski’áningarkerfi sem er kallað NOMESKO. Við erum Jón Baldursson ►Jón Baldursson er fæddur 28 okt. 1956 í Reykjavík. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð 1975 og lauk læknaprófí frá Háskóla íslands 1984. Sérfræðinámi í bráðalækn- ingum lauk hann í Bandaríkj- unum 1991. Hann hefur starf- að við slysa- og bráðamót- töku Sjúkrahúss Reykjavíkur síðan og sem yfirlæknir frá 1994. Hann er kvæntur Krist- jönu Guðrúnu Eyþórsdóttur jarðfræðingi og þau eiga Ijögur börn. Huga þyrfti að nýbyggingu fyrir aðal slysa- og bráðamóttöku fyrst í heiminum til þess að taka upp þess konar slö'áningu og hún er gerð jafnóðum og talað er við sjúklinginn - ekki eftir á. - Hvernig er starfsaðstaða bráðadeildar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur? „Þótt slysa- og bráðamóttaka sé í húsnæði sem ekki er nema 20 ára gamalt, uppfyllir það að ýmsu leyti ekki þarfir starfsem- innar. Bæði er það vegna þess að húsrýmið er of lítið og herbergin til að annast sjúklingana eru of fá og svo hitt að í raun og veru er grundvallarhugmynd byggingar- innar byggð á hugmyndum um göngudeild en ekki bráðamót- töku eins og hún er rekin í dag. Eitt af þvi sem ætti alvarlega að huga að í byggingarmálum sjúkrahúsa væri nýbygging fyrir aðal slysa- og bráðamóttöku landsins. Hingað koma árlega um 40 þúsund manns sem er tala sem fær erlenda starfsbræður mína til að lyfta brúnum. -Hver er staða Sjúkrahúss Reykjavíkur í bráðaþjónustu á íslandi þegar á heildina er litið? „Þetta sjúkrahús hefur lengi haft ótvíræða faglega forystu í slysa- og bráðaþjónustu. Þjón- ustan nær í dag langt út fyrir veggi stofnun- arinnar. Auk neyðar- bflsins manna læknar héðan vaktir fynr þyrlu Landhelgisgæsl- unnar og sjúkrahúsið tekur virkan þátt í hópslysaviðbúnaði og getui- sent af stað fimm manna greiningar- sveit með skömmum fyrirvara. Þess má geta að nú standa yfir Rannsóknardagar við Sjúkrahús Reykjavíkur. Þeir eru haldnir að tilhlutan Vísindaráðs sjúki’a- hússins og hér er til sýnis tals- vert af veggspjöldum þar sem læknar, hjúkrunarfærðingar og fleiri kynna rannsóknarniður- stöður og ýmsar merkar nýjung- ar í starfseminni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.