Morgunblaðið - 17.04.1999, Síða 12

Morgunblaðið - 17.04.1999, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Foreldrar og skólar undirbúa forvarnir vegna prófloka Ævintýra- legar hóp- ferðir í boði MÖRG foreldrafélög og grunnskól- ar í Reykjavík skipuleggja skemmtiferðalög og dagskrár þriðjudaginn 27. apríl en þann dag lýkur samræmdum prófum í grunn- skólum landsins. Tilgangurinn er að draga úr því að ungmennin safn- ist saman í miðborginni eins og mörg undanfarin ár. Anna Sigríður Pétursdóttir, að- stoðarskólastjóri Breiðholtsskóla sagði góðan undirbúning í gangi fyrir sinn skóla. Þríhliða samstarf væri milli félagsmiðstöðvar hverfis- ins, foreldrafélagsins og skólans, einnig kæmi bekkjarráð að verk- efninu. Skólastjórnendur gerðu sér grein fyrir aðsteðjandi vanda og á liðnu ári var gerð tilraun með að bjóða 9. bekkingum ásamt foreldr- um og forráðamönnum í helgarferð út á land. Þetta tókst vel og nú verður í boði ákveðin dagskrá fyrir 10. bekk. Um hádegið, að afloknu síðasta prófinu sem er enskupróf, er hópn- um boðið í ferð með hópferðabif- reiðum austur að Hvítá í Biskups- tungum. Þar verður boðið upp á siglingu á gúmmíbátum en vin- sældir þess eru vaxandi hér á landi. Um kvöldið verður farið í kvöldverð á veitingahúsi í borginni og síðan verður hópnum skilað síðla kvölds. Kostnaður nemenda verður um 5000 krónur á mann, en fjáröflun hefur verið til styrktar ferðasjóði. Björn Gíslason hjá Bátafólkinu segir að pantað sé fyrir 300-400 ungmenni þessa daga úr nágranna- sveitarfélögum og Reykjavík. Boðið er upp á siglingu á Hvítá og einnig þyrluflug á Þingvöllum. Hreiðar Sigtryggsson deildar- stjóri unglingadeildar í Foldaskóla sagði að 10. bekkingum yrði boðin ævintýra- og skemmtiferð eftir há- degi síðasta prófdags. Argangur 10. bekkjar er 96 nemendur. Efnt verður til hópferðar, með pizzu- veislu, heimsókn í Bláa lónið, grill- veislu og gistingu í skála með kvöldvöku. Heimkoma verður upp úr hádegi daginn eftir. í för verða umsjónarmenn frá skóla og for- eldrafélagi skólans. Kostnaður hvers þátttakanda verður kr. 2000, en skólinn tekur verulegan þátt ferðinni. Umbun er til þátttak- enda, því þeir fá frí í skólanum daginn eftir. Hreiðar sagði góða reynslu af slíkri starfsemi. Að sjálfsögðu næði svona tilboð ekki áhuga allra nemenda en þó vænti hann þess að þátttakan yrði mjög góð. Hestaferð og sveitaball I Hagaskóla er mjög öflugt for- eldrastarf og fyrir svörum varð Tryggvi Agnarsson fráfarandi for- maður félagsins. Hann sagði for- eldrafélagið standa fyrir ævintýra- ferð í samvinnu við félagsmiðstöð- ina Frostaskjól í vesturbænum. Farið verður með hópferðabílum frá Hagaskóla kl. 14. Boðið verður upp á tvenns konar valkosti, skíða- ferð, og hestaferð fyrir austan fjall. Um kvöldið hittast hóparnir í Út- hlíð í Biskupstungum. Þar verður sund- og grillveisla og síðan slegið upp sveitaballi. Hópnum verður síðan ekið í bæinn og foreldrar sækja sín ungmenni, samkvæmt venju. Kostaður á nemanda er kr. 3500, en skólinn tekur þátt í heild- arkostnaði. Rikislögreglustjóri hefur útgáfu nýrra vegabréfa 1. júní Upphaf Ynglingasögu Heimskringlu á saurblaði VIÐ hönnun á nýja íslenska vegabréfínu er leitast við að túlka heimsmynd Islendinga með hliðsjón af tímum landa- fundanna. Ríkislögreglustjóri byrjar að gefa út vegabréfin 1. júní. Vegabréfið er hannað af Kristúm Þorkelsdóttur og Herði Daníelssyni hjá hönnunarstof- unni Aukningu ehf. Vegabréfið er prentað í Kanada og með fjöl- mörgum öryggisatriðum sem koma eiga í veg fyrir fólsun, þau hafa skjaldarmerki Islands sem vatnsmerki á hverri síðu og seg- ulrönd á persónusíðu. Kristín segir að við hönnunina hafi verið leitast við að túlka heimsmynd okkar í dag með hliðsjón af tímum landafund- anna. Á saurblöðum vegabréfs- ins er upphafsstafur Ynglinga- sögu Heimskringlu og fyrsta setningin úr þeirri sögu sem lýs- ir kringlu þeirri er mannfólkið byggir. I samræmi við hugmynd- ir og áherslur tengdar árinu 2000 um komu norrænna manna til Vínlands/Ameríku er lögð áhersla á að túlka nánast allan vettvang þeirrar sögu, lönd og siglingaleiðir. Fugl, fiskur, víkingaskip og flugvél Kristín segir að áhersla sé lögð á landafundina og hnatt- stöðu Islands, miðsvæðis á milli Evrópu og Ameríku. Lega lands- ins hafi haft mjög mótandi áhrif á sérstöðu okkar sem þjóðar, ekki síst í þeim gjörbreytta heimi sem tæknin er að skapa. Fugl, fiskur, víkingaskip og flugvél eru þemu sem notuð eru til að tákna iðuna í umhverfinu og stöðu okkar í landinu og er pólstjarnan í grunninum sem tákn leiðarljóss eða áttavita. Gegnumgangandi þema er hnattstaðan og straumlínur, sem vísa til þeirra margvíslegu strauma sem eru í umhverfi ís- lendinga, af náttúrulegum og menningarlegum toga. Kolbeinn Arnason, formaður nefndar um útgáfu vegabréfa, segir að fólk sem sæki um ný vegabréf eigi ekki eftir að taka eftir breytingum á ferli um- sókna að öðru leyti en því að biðtími lengist upp í tíu daga. Svæði, 5.300 ferm.,» ^ í Reykjavík til afnota fyrir HK *. «. , Snælands- d •l ~ * reykjavík 1 Svæði HK KÓPAVOGUR fossvogsdalur Svæði, 9.000 ferm., í Kópavogi tii afnota 200 m fyrir Víking KJARRyMMJL Neysla harðra fíkniefna færist til yngri aldurshópa Fjórtán ára börn sprauta sig með amfetammi Víkingar bæta við knatt- spyrnuvelli í Fossvogi FORRÁÐAMENN Knattspyrnufé- lagsins Víkings hyggjast hefjast handa á næstunni við gerð nýs knattspyrnuvallar í Fossvogsdal. Þeir eru ánægðir með það sam- komulag sem bæjaryfirvöld í Kópa- vogi og Reykjavíkurborg hafa náð um aukið land fyrir félagið í Foss- vogi. Forráðamenn Handknatt- leiksfélags Kópavogs telja hins veg- ar að framtíðarlausn sé ekki fundin á landrými fyrir félagið. Borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn í Kópavogi hafa und- irritað samkomulag um að Víkingur fái um 9 þúsund fermetra land Kópavogsmegin í Fossvogi, en HK fær tæplega 5.300 fermetra í landi Reykjavíkur í Fossvogsdalnum. Spildumar eru leigðar samkvæmt sérstökum samningi án endurgjalds. Að sögn Birgis H. Sigurðssonar hjá bæjarskipulagi Kópavogs eru 6-7 ár síðan Víkingar leituðu til Kópavogsbæjar með beiðni um land. Bæjaryfirvöld tóku strax já- kvætt í málið, en af ýmsum ástæð- um hefur það tafist. Að sögn Þórs Símonar Ragnars- sonar, formanns Víkings, verður ráðist í framkvæmdir á árinu. Byggður verður nýr malarvöllur á spildunni sem fæst úr landi Kópa- vogs, en á gamla malarsvæðinu verður byggður grasvöllur. í áætl- un sem gerð var 1988 var reiknað með að kostnaður yrði um 30 millj- ónir króna. Hugmynd hefur komið fram um sameiningu Víkings og HK en hún hefur ekki komið til framkvæmda. „Félögin tvö í Fossvogsdalnum hafa haft góða samvinnu og senda til dæmis sameiginlegt lið í Islands- mótið í 3. flokki kvenna í knatt- spyrnu,“ sagði Þór Símon. Hann sagðist vera afskaplega ánægður með það að málið væri komið í höfn. Það hefði tekið langan tíma og kostað mikla vinnu. Óskar Elvar Óskarsson, fram- kvæmdastjóri HK, sagði að félagar í HK væru ekki sáttir. Víkingur fengi 9.000 fermetra en HK aðeins um 5.000 fermetra, en þörfin væri ekki minni hjá sínu félagi fyrir auknu landrými. NEYSLA unglinga á hörðum fíkni- efnum hefur aukist frá fyrri hluta síðasta árs samkvæmt upplýsingum Bamaverndarstofu. Neyslan hefur færst til yngri aldurshópa og eru dæmi um að unglingar niður í fjórtán ára aldur sprauti sig með am- fetamíni. Einnig virðist sem framboð harðra fíkniefna sé að aukast um þessar mundir. Að sögn Braga Guðbrandssonar, forstöðumanns Barnaivemdarstofu, gengur neysla þessara hörðu efna í nokkram sveiflum. Hann segir að ekki sé um kollsteypu að ræða nú, en jöfn og stöðug aukning virðist vera í neyslunni og neysla harðra efna að færast til yngri aldurshópa. Merkj- anleg aukning hefur verið á þessari neyslu frá fyrri hluta síðasta árs, og hefur hún orðið mest á seinni hluta síðasta árs og fyiri hluta þessa árs. Barnaverndarstofa hefur vitneskju um tíu böm niður að fjórtán ára aldri sem hafa verið að sprauta sig í æð með amfetamíni og er það nýtt ástand hvað börn varðar að sögn Braga. „Þetta hafa verið eitt til tvö tilfelli á ári sem við höfum haft vit- neskju um en ekki verið í svo ríkum mæli sem nú. Astandið er þess vegna alvarlegra en það hefur verið og var þó ekki á það bætandi,“ segir Bragi. Ýtir undir afbrot Að sögn Braga eru fráhvörf frá lyfinu mun verri og krakkarnir ánetjast hraðar þegar efninu er sprautað í æð en ef það er tekið í nös eða gleypt. Niðurbrot krakkanna er hraðara og þeir lenda strax í ógöng- um þegar þeir sprauta sig. Hann sagði að þetta neysluform skemmdi auk þess einstaklinginn mun hraðar. Sagði Bragi að þegar krakkarnir væru svona illa ánetjaðii- eiturlyfjum legðu þeir meira á sig til að komast yfir efnin. Það leiddi til tíðari af- brota, sem framin væru til að fjár- magna neysluna. Hann sagði að þeg- ar ki-akkarnh- væru að hætta að sprauta sig væri eitt fráhvarfsein- kennið að þau yrðu ofbeldishneigðari en ella og mun erfiðara væri að fást við þau í því ástandi þegar til með- ferðarinnar kæmi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.