Morgunblaðið - 17.04.1999, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Nýjung í framkvæmd opinberra verkefna kynnt á ráðstefnu íslandsbanka í gær
Gerir einka-
framkvæmd-
in betur
TILFÆRSLA verkefna frá hinu
opinbera til einkaaðila var í
brennidepli á ráðstefnunni „Einka-
framkvæmd opinberra verkefna" í
Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs, í
gær, en það var íslandsbanki sem
að ráðstefnunni stóð.
Fyrsta verkefni sem boðið var út
hér á landi sem einkaframkvæmd
var nýbygging og rekstur Iðnskól-
ans í Hafnarfirði til 25 ára, en Nýsir
hf., Istak og Islandsbanki stóðu að
þeim samningi.
I máli Geirs H. Haarde fjármála-
ráðherra á ráðstefnunni kom fram
að áætlað er að hreinn spamaður
ríkisins við það að leita til einka-
markaðarins við byggingu og rekst-
ur skólans, muni nema um 300 millj-
ónum króna sé tekið til alls samn-
ingstímabilsins.
Annað verkefni sem nú þegar er í
útboði til einkaframkvæmda er
bygging og rekstur hjúkrunarheim-
ilis í Reykjavík i 25 ár. Þar á að vera
um heildarlausn að ræða þar sem
leitað er m.a. eftir þjónustu við um-
önnun þeirra sem þai’ munu búa.
Geir sagði að árangur af einka-
framkvæmd hér á landi hingað til
gæfí góð fyrirheit. „Stefna okkar er
að hlutverk ríkisins gangi æ meir út
á það að skilgreina umfang og gæði
þjónustunnar fremur en að standa
sjálft í rekstri sem einstaklingar og
frjáls félög hafa alla burði til að
annast," sagði Geir H. Haarde.
Allir hagnast
Sigfús Jónsson framkvæmda-
stjóri ráðgjafafyrirtækisins Nýsis
hf. sagði í erindi sínu á ráðstefnunni
að ef vel tækist til eigi allir hlutað-
eigandi að geta hagnast á einka-
framkvæmd eða með öðrum aðferð-
um þar sem rekstrarleg ábyrgð er
færð frá hinu opinbera til einkaað-
ila.
Sigfús benti á mikilvægi góðs
undirbúnings framkvæmdarinnar
og góðra útboðsgagna, en þau
gegna lykilhlutverki að hans mati.
„Einungis á að skilgreina rammann
utan um verkefnið og gefa leiðbein-
andi forsagnir, en alls ekki gefa ná-
kvæm fyrirmæli um fermetrastærð-
ir, byggingarefni, innréttingar, hús-
búnað, kaffistofu, vinnufyrirkomu-
lag o.þ.h. Nákvæmar forsagnir
koma í veg fyrir að útsjónarsemi
bjóðenda fái að njóta sín í nýjum og
hagkvæmum lausnum," sagði Sig-
fús og í sama streng tóku aðrir
ræðumenn.
Sigfús segir að einkaframkvæmd
njóti sín vel á ýmsum sviðum og
nefndi hann í því tilliti vegi, brýr og
jarðgöng, flugvelli, ílugstöðvar,
hafnir, veitur, orkuíyrirtæki og fjar-
skiptaíyrirtæki, fangelsi, söfn, skóla
og sjúkrahús.
Spurningarmerki
við hagkvæmni
Borgarstjóri Reykjavíkur, Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, ræddi um
kosti og galla einkaframkvæmda
opinberra verkefna út frá sjónarhóli
borgarinnar.
Reykjavík er meðal stærstu
framkvæmdaaðila á íslenskum
markaði en ætla má að fram-
kvæmdakostnaður borgarinnar
brúttó, ef með eru talin holræsa- og
gatnagerðargjöld, nemi tæpum 5
milljörðum á ári, næstu árin, að því
er fram kom í máli borgarstjóra.
„I yfírskrift ráðstefnunnar segir
að einkaframkvæmd opinberra
verkefna sé „ný leið til hagkvæmrar
uppbyggingar". Ég hefði fremur
kosið að hafa spurningarmerki á
eftir þeirri staðhæfíngu því enn er
svo mörgum spumingum ósvarað,
reynslan lítil og þekking okkar er
þarafleiðandi takmörkuð. Það
breytir ekki því að okkur ber að
kanna þennan kost og þá reynslu
sem fengist hefur annars staðar
með hliðsjón af aðstæðum hér á
landi,“ sagði Ingibjörg Sólrún.
Hún sagði að borgaryfirvöld hafí
á síðustu árum lagt mikla vinnu í að
endurskoða stjómun og vinnubrögð
í rekstri borgarinnar og talaði þar
um rammafjárveitingar þar sem
forstöðumönnum í einstökum mála-
flokkum er fengið svigrúm til
ákvarðanatöku á grundvelli skil-
greindra leikreglna. Líkti hún vinnu
sem fram færi við gerð og fram-
kvæmd rammaáætlana við ferli
einkaframkvæmda. „í báðum tilvik-
um er leitast við að ná fram hag-
kvæmni í rekstri með því að fela
þeim aðilum sem gerst til þekkja
meira svigrúm til ákvarðana en áð-
ur tíðkaðist.“
Möguleiki á samstarfi
um rekstur tónlistarhúss
Ingibjörg sagði að í borgar-
rekstrinum megi fínna verkefni sem
vel henti til einkaframkvæmda. I
því samhengi nefndi Ingibjörg að
kostir samstarfs einkaaðila og opin-
berra aðila um fjármögnun og
rekstur tónlistarhúss, ráðstefnu-
miðstöðvar og hótels í miðborginni
verði kannaðir til hlítar, sem og
gerð 50 metra yfirbyggðrar sund-
laugar í Laugardal og líkamsrækt-
arstöðvar, m.a.
Greindi Ingibjörg einnig frá því
að borgin hefði í samvinnu við
Vegagerðina fengið Hagfræðistofn-
un Háskóla Islands til að vinna
skýrslu um fjármögnun fyrirhug-
aðrar Sundabrautar. „Helstu niður-
stöður skýrslunnar voru þær, að
æskilegt virtist að afla fjár til
greiðslu stofnkostnaðar Sunda-
brautar með skattheimtu á allöngu
tímabili, fremur en að greiða hann
með svokölluðum Skuggagjöldum,"
sagði Ingibjörg en til glöggvunar er
rétt að benda á að skuggagjöld eru
það þegar opinberi aðilinn greiðir
rekstraraðila framkvæmdarinnar
gjöld fyrir notkun, eins og vegtoll til
dæmis, sem notendur myndu ann-
ars greiða.
Ingibjörg sagði að ekki hefði ver-
ið tekin ákvörðun um hvemig staðið
yrði að gerð Sundabrautar en
ákvörðun þyrfti að taka á næstu
vikum og mánuðum. Ekki væri úti-
lokað að um einkaframkvæmd yrði
að ræða.
Innviðirnir til einkaaðilanna
Jón Sigurðsson aðalbankastjóri
Norræna fjárfestingarbankans
greindi á ráðstefnunni frá nýjum
leiðum í fjármögnun og fjárhags-
legu skipulagi samgöngumann-
virkja sem Norræni fjárfestingar-
bankinn hefur tekið þátt í að fjár-
magna á síðustu árum. Samgöngu-
mannvirki eru, ásamt fjarskipta-
kerfum, orkuvinnslu og orkudreif-
ingu m.a., svokölluð innviðakerfí en
ræða Jóns bar yfirskriftina nýjar
leiðir í fjármögnun innviða.
Ofangreind innviðakerfi sagði
Jón að hefðu hingað til verið reist
og rekin af opinberum aðilum en
veruleg breyting hafi orðið þar á á
síðustu tveimur áratugum.
Einkaframkvæmdaverkefnin sem
bankinn tekur þátt í að fjármagna
eru Arlanda-brautin, sem liggur á
Morgunblaðið/Sverrir
Sigfús Jónsson: Ekki á að gefa nákvæm fyrirmæli um fermetrastærðir,
byggingarefni, innréttingar, húsbúnað, kaffistofu, vinnufyrirkomulag
o.þ.li. í útboðslýsingu fyrir einkaframkvæmd.
Ferli við einkaframkvæmd
Undirbúningsferli
Skilgreining markmiða
------------i------------
Greining markaðar
h
i Val og
Meginþættir _ þátttJa
viðskiptaaætlunar mótaðir | ráögjafa
Stefna ákvörðuð
--------!--------
I
Stofnun verkefnishóps
Utboðsferli
Tilkynning
um útboð Skilereinir e á kröfum 1
1 Þátttakendur í útboói valdir hins opinbera
Gerð og útsending
útboðslýsingar
Mat á tilboðum
------------!------------
Endanleg gerð
samningsskilmála
------------1------------
Samningar undirritaðir
Gerð
endanlegrar
viðskipta-
áætlunar
Eftirlitsferli
Stjórnun og eftirlit
með samningi
Endurskoðun samnings
Helmiló: ISIAMSBAHKI
Ráðstefnan skiptist í þrjá hluta. Jón Sigurðsson aðalbankastjóri Norræna fjárfestingarbankans, Geir H. Haarde
fjármálaráðherra og Tryggvi Pálsson framkvæmdastjóri íslandsbanka töluðu í fyrsta hlutanum.
Einkaframkvæmd
Einkaframkvæmd má flokka í
mismunandi stig eftir eðii og
gerð samninga, að því er
fram kom í máli Sigfúsar
Jónssonar framkvæmdastjóra
Nýsis hf.
• Fjárhagslega sjálfstæð
verkefni. Einkafyrirtæki tekur
að sér að annast tiltekna
þjónustu. Það hannar, byggir,
fjármagnar og veitir þjónustu
gegn notendagjöldum til að
standa undir rekstrarkostn-
aði og fjárfestingu. Opinber
afskipti eru takmörkuð við
það sem kalla mætti ytri skil-
yrði. Dæmi um þetta eru t.d.
brú eða jarðgöng þar sem
greiddur er vegtollur.
• Þjónusta seld hinu opin-
bera. Einkafyrirtæki tekur að
sér að annast þjónustu sem
hið opinbera er eitt kaupandi
að. Kostnaöi verktakans er
fyrst og fremst mætt með
endurgjaldi hins opinbera fyr-
ir veitta þjónustu. Dæmi er
bygging og rekstur skóla-
mannvirkis.
• Hlutaþátttaka hins opin-
bera. Einkafyrirtæki tekur að
sér að annast þjónustu sem
að hluta til er greidd af rík-
inu en að hluta með
sjálfsaflafé. Forræði verkefn-
isins er að öllu leyti hjá selj-
anda. Með þessu formi er
hægt að tryggja nauðsynlega
þjónustu sem er ekkí að
fullu markaðshæf. Dæmi er
íþróttamannvirki þar sem hið
opinbera leigir hluta af
tímunum en hinn hlutinn er
leigður á frjálsum markaði.
milli Stokkhólms og Arlanda-flug-
vallar, Eyrarsundsbrúin, á milli
Kaupmannahafnar og Málmeyjar,
hringvegur um Ósló og vegur milli
Helsingfors og Lahti í Finnlandi.
Bankinn hefur samþykkt að veita
brúarfyrirtækinu, sem reisir Eyrar-
sundsbrúna, lánaramma sem nemur
rúmum 11 milljörðum íslenskra
króna, en brúin, sem er 16 kíló-
metra löng og verður tekin í notkun
í júlí á næsta ári, verður fjármögn-
uð með veggjöldum.
Til fyrirtækisins A-Train AB,
sem reisir og rekur Arlanda-braut-
ina í 45 ár, en mun síðan afhenda
hana sænska ríkinu, lánar bankinn
um 4,5 milljarða íslenskra króna.
Gert er ráð fyrr að um 20% umferð-
ar milli Arlanda pg Stokkhólms
verði um Arlanda-brautina eða sem
nemur 4 milljónum farþega á ári.
Um fjármögnun samgöngumann-
virkja sagði Jón: „Menn skyldu þó
hafa hugfast að opinberar fjárveit-
ingar munu framvegis sem hingað
til standa undir bróðurpartinum af
allri gerð samgöngumannvirkja. Án
traustrar almennrar fjármála-
stjórnar og samgönguáætlunar
verður markaðsfjármögnun ein-
stakra framkvæmda ekki eftirsókn-
arverð, hvorki fyrir alþjóðlegar
fjármálastofnanir né almennan fjár-
magnsmarkað. Markaðsfjármögnun
má aldrei velja til þess að skjóta sér
undan aga fjárlaganna," sagði Jón í
lok ræðu sinnar.
Finnum illa við skatta
Til ráðstefnunnar voru einnig
mættir tveir erlendir gestir, þeir
Thorleif Haug forstjóri A/S
Fjellinjen í Noregi, en það fyrirtæki
byggir og rekur hringveginn um
Ósló, og Risto Autio, framkvæmda-
stjóri Leonia Bank í Finnlandi, sem
meðal annars annast ráðgjöf og
fjármögnun Lahti-vegarins í Finn-
landi.
Talaði Thorleif um reynslu síns
fyrirtækis af því að innheimta gjald
af þeim sem nota veginn, en allir
þeir sem eiga erindi inn í miðborg
Óslóar þurfa að fara um þennan veg
og þuifa því að borga toll. Hinsveg-
ar kostar ekkert að yfírgefa mið-
borgina.
I tali hans kom fram að vel geng-
ur að láta Norðmenn borga fyrir
veginn og munar þar mestu um að
þeir geta ekið um tollhlið án þess að
nema staðar. Þetta er hægt vegna
veglykla sem hægt er að kaupa og
setja í bíl sinn, en nálægt 90%
þeirra sem um veginn fara hafa
fjárfest í slíkum lykli. Um 110 ís-
lenskar krónur kostar að aka inn í
miðborgina.
Autio sagði hinsvegar frá því
meðal annars að í Finnlandi yrði
svokallað skuggagjald innheimt þar
sem Finnar væru lítið gefnir fyrir
að borga skatta og myndu líklegast
hundsa veginn þyrftu þeir að borga
toll fyrir að nota hann.
Til stendur að ljúka lagningu veg-
arins að fullu í desember á þessu
ári.