Morgunblaðið - 17.04.1999, Síða 23

Morgunblaðið - 17.04.1999, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 23 VIÐSKIPTI Gagnrýni á ársfundi Investors Kaupmannahöfn. Morgunblaðiö. „VIÐ tökum gagnrýnina til okkar,“ sagði Percy Barnevik stjórnarfor- maður Investors, eignarhaldsfélags Wallenbergfjölskyldunnar, er hann ávarpaði ársfund félagsins á mið- vikudaginn, þar sem um 3.800 hlut- hafar mættu. Oánægjan beinist að lágii ávöxtun af fjárfestingum fé- lagsins og háum forstjóralaunum og stjórnunarkostnaði. Hinn 43 ára Marcus Wallenberg, sem tók form- lega við á fundinum sem forstjóri Investors, lofaði lægri stjórnunar- kostnaði, aukinni áherslu á nýjar fjárfestingar og meiri samvinnu með öðrum fjárfestum. Claes Dahlbáck, sem nú víkur fyrir Wallenberg, hef- ur sextán milljónir sænski-a króna í árslaun og bónus, um 160 milljónir íslenskra ki’óna. Heildarávöxtun Investor undan- farið ár er neikvæð um tólf prósent, miðað við að meðalávöxtun í sænsku kauphöllinni var eitt prósent. Verð- mæti Investors undanfarna þrjá mánuði hafa aukist um fimmtán pró- sent, meðan meðaltalið í kauphöll- inni jókst um sex prósent. Investor á ráðandi hlut í fyrirtækjum, sem að verðmætum nema um 40 prósentum sænska verðbréfamarkaðarins. Hluthafar óþolinmóðir við Barnevik Með inngangsorðum sínum af- vopnaði Barnevik að nokkru leyti gagnrýnendurna, sem hafa látið mikið til sín heyra undanfarið. Bar- nevik tók við sem stjórnarformaður fyrir tveimur árum og miklar vonir voru bundnar við þennan hávaxna og þrekna Svía, sem hefur á sér al- þjóðlegt orð fyrir viðskiptavit og stjórnunarhæfileika. Nú eru hlut- hafar Investors orðnir óþolinmóðir eftir að sjá árangurinn í beinhörðum arði. Sjálfur hefur Barnevik sagt að sér þyki gagnrýnin að hluta órétt- mæt og ótímabær og bent á að mikið hafl gerst í fjárfestingum félagsins, sem enn hafi ekki skilað sér sem skyldi. Því verður þó ekki á móti mælt að kassinn í Investor er tómur um þessar mundir sökum hlutafjár- kaupa í gömlum Wallenberg-fyrir- tækjum eins og ABB, Astra og Eric- son upp á 5,1 milljarð sænskra króna. A undanförnum ársfjórðungi hafa þó hlutabréf í ABB hækkað um 18 prósent og Astra um 14 prósent, auk þess sem hlutabréf í öðrum In- vestor-fyrirtækjum eins og Scania og hafa hækkað um 50 prósent. En stjórnunarkostnaður fyrstu þrjá mánuði ársins var 174 milljónir sænskra króna miðað við 158 millj- ónir á sama tíma í fyrra. Stjórnunar- kostnaðurinn er nú 0,8 prósent af verðmæti fyrirtækisins, en stefnt er á að hann nemi 0,5 prósentum. Ný stefna Silicon Valley og upplýsingatækni er hluti af nýrri fjárfestingarstefnu Investors, sem Wallenberg kynnti. Fjárfestingar í nýjum fyrirtækjum nema nú aðeins um 5 prósentum af virði Investors, en stefnt er að því að þær nemi 15 prósentum. Wallen- berg lagði áherslu á að fyrirtækið hyggðist ekki láta tryggð við gömul Investor-fyrirtæki hindra sýn á ný svið. Afrakstur af nýjum fjárfesting- um hefur ekki látið á sér standa og nam 16 prósentum fyrstu þrjá mán- uði ársins. Auk upplýsingatækni benti Wallenberg á heilsugeirann og eignaumsýslu sem vaxtarsvið. Hlutafjárkaup í norska fyrirtæk- inu Jobshop, sem sérhæfir sig í ráðningum um Netið, er gott dæmi um þessa nýju stefnu, líka af því þar er Investor í samstarfi við aðra fjár- festa. Jobshop var stofnað 1994, hef- ur höfuðstöðvar í Osló, en starfar einnig í Sviþjóð, Danmörku, Þýska- landi og Bretlandi. Fyrirtækið spáir því að eftir þrjú ár fari 35 prósent af öllum mannaráðningum í Evrópu um Netið, en vikulega fær Jobshop 1,6 milljónir heimsókna á heimasíðu sína. Wallenberg á enn eftir_ að sýna stjórnunarhæfileika sína. í Dagens Industri var talað um að ræða hans hefði greinilega verið vel æfð. Wal- lenberg hefur í kringum sig sjö manna stjórnunarhóp, þar af þrjár konur. Yerð á Bordeaux- víni lækkar París. Reuters. FULLTRÚAR víniðnaðarins í Bor- deaux hafa fagnað lækkandi vín- verði eftir hækkanir í þrjú ár, en látið í ljós áhyggjur af vaxandi magni af Chile-víni á markaðnum í Japan. Starfsmenn vínráðsins í Bor- deaux staðfestu að núverandi verð væri 5-25% lægra en hæsta verð í fyrra, en sögðu það æskiiegt og ekki þurfa að koma á óvart vegna óeðli- legra markaðsaðstæðna í fyrra. Tölur sýna að eftir samfelldar hækkanir í þrjú ár hefur verð á frönskum vínum lækkað síðan 1 árs- byrjun 1999 vegna Asíukreppunnar, minnkandi eftirspurnar í Japan og vaxandi samkeppni í Nýja heimin- um. Jean-Louis Trocard, varaforseti vínráðsins í Bordeaux, spáir því að verðið muni ná jafnvægi og verða álíka hátt og í árslok 1997. Skýring- in á þessu séu breytingar á fram- boði og eftirspurn, en ekki ágirnd vínræktarbænda eins og haldið hafi verið fram. Minna til Japans Starfsmenn vínráðsins viður- kenna líka að útflutningur til Japans virðist hafa dalað á fyrstu þremur mánuðum þessa árs eftir 100% aukningu í fyrra. En þeir segja að árið í fyrra hafi verið svo gott að þeir finni ekki fyrir áhrifum af minni sölu til Tókýó. Hins vegar hafa þeir áhyggjur af auknu magni af ódýiu Chile-víni á Japansmarkaði og segja að afleiðing- in geti orðið verðlækkun á frönsku víni, ef markaðsstaðan versnar. Óselt vín af 1997-árgangi veldur líka áhyggjum. Að sögn franskra embættismanna hefur sá árgangur fengið slæmt orð á sig vegna þess að uppskeran var misgóð eftir byggðarlögum og jafnvel vínekrum Vínræktarmenn óttast verðhrun á árganginum, ef eftirspum eftir honum heldur áfram að minnka. Gert hefur verið átak til að bjóða 1997-árganginn á hagstæðara verði. V) O £1 i SAMVINNU- HÁSKÓLINN Háskólanám í rekstrarfrœðum tencfsíns fLstærstu sbH9* er k°nh — fara CCT03Jr. Línuskauti. Tilvalinn fyrir þá sem eru að byrja. Einfaldar smellur og mjúkur innri skór. Ytra byrði með góðri öndun. Bremsur, 64x24mm/85A hjól og 6087 legur. St. 30-38 Intersporter 1 árs 18 apríl. Við þökkum frábærar viðtökur þetta fyrsta ár og munum halda áfram að leggja okkur fram um að bjóða ávallt mesta úrvalið og hagstæð verð. Intersport er stærsta sportvöruverslunarkeðja í heimi og telur ca. 4600 verslanir um allan heim. Uildsholó.i 20 • 117 Uoykjjvik • 510 8020 • www.iolcrsport.is. Opiö i d.iy 10-16, nytt kort.ttiumbíl
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.