Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Verð hlutabréfa mun lækka VIÐSKIPTI MARKAÐURINN/Kaupþing óttast að gengið hafi risið örar en framleiðni- og framlegðaraukning réttlætir ÞRÁTT fyrir að ekki sé búist við samdrætti í íslensku efnahagslífi, þá er ýmislegt sem bendir til Jjess að hagsveiflan sé að nálgast toppinn. I ársfjórðungsskýrslu Kaupþings kemur fram að vísbendingar þess efnis megi finna bæði á framboðs- og eftirspurnarhiið hagkerfisins. Talsvert hefur hægt á vexti innflutnings og er það visbending um minni vöxt þjóðarútgjalda. Vöxtur peningamagns hefur ennfremur minnkað nokkuð síðustu mánuði eftir mikinn vöxt allt síðasta ár. Kaupþing gerir ráð fyrir að enn frekar hægi á vexti peningamagns á komandi mán- uðum. Mikill þrýstingur er þó enn á vinnu- markaði og telur félagið líklegt að atvinnu- leysi geti farið niður í 2% á þessu ári, en það mældist 2,8% í fyrra. Niðurstöður úr at- vinnukönnunum Þjóðhagsstofnunar sýna að enn er vaxandi eftirspurn eftir vinnuafli og því líklegt að launaskrið muni aukast á árinu. Von á yfirtökum og samruna í sjávarútvegi í umfjöllun sinni um horfur fyrirtækja á hlutabréfamarkaði óttast Kaupþing að gengi bréfa hafi risið örar en framleiðni- og fram- legðaraukning réttlætir. Þeir telja t.a.m. verð flestra sjávarútvegsfyrirtækja orðið of hátt þar sem stærri félögin, líkt og Grandi og Sam- herji, eigi helst möguleika á að standa undir núverandi gengi. Að mati skýrsluhöfunda bendir margt til þess að töluvert verði um samruna og yfirtök- ur í sjávarútvegi á næstunni m.a. í ijósi þess að starfsskilyrðin sem kvótakerfið hefur búið greininni eru það ný af nálinni að hún er að mörgu leyti ung og því enn í leit af hagkvæm- ustu stærðargráðu. Annar þáttur er að mörg hinna smærri og óhagkvæmari fyrirtækja eiga orðið mikið uppsafnað skattalegt tap sem ekki er útlit íyrir að þau geti nýtt sér. Því ættu fyrirtækin að vera meira virði í samruna við stærri og arðsamari fyrirtæki. Það sem helst virðist geta komið í veg fyrir samruna sjávarútvegsfyrirtækja eru lög um hámarkseign einstakra fyrirtækja á kvóta og síðan almenn óvissa í greininni vegna ósáttar um kvótakerfið. Er litið er til fjármála- fyrirtækjanna gerir Kaupþing ráð íyrir að nokkuð muni draga úr stækkun efnahagsreikninga bankanna og að vaxtamunur muni halda áfram að minnka. Þeir segja að hátt verð innlendra banka í samanburði við erlenda banka virðist aðallega byggjast á hagræðingarmöguleikum og nýj- ungum í fjármálaþjónustu fremur en í mikilli aukningu útlána. Bæði Islandsbanki og Bún- aðarbanki náðu að lækka rekstrarkostnað i hlutfalli af hreinum rekstrartekjum á síðasta ári en hlutfallslegur rekstrarkostnaður jókst hins vegar hjá Landsbankanum. Kaupþing ráðleggur fjárfestum frekar að líta til rekstrarkostnaðar bankanna en um- svifa við fjárfestingarákvarðanir. Ef gert er ráð íyrir að hluti kostnaðar bankanna sé fast- ur verður enn erfiðara um vik fyrir bankana að lækka hlutfallslegan rekstrarkostnað með minnkandi þenslu í hagkerfinu. Gengi Flugleiða hátt Afkoma íyrirtækja í flutningastarfsemi var ekki góð í fyrra þrátt fyrir mikinn vöxt í hag- kerfinu og lágt eldsneytisverð. Rekstrarnið- urstaða Flugleiða og Eimskipafélagsins verð- ur því að teljast nokkur vonbrigði, að mati Kaupþings. Þeir segja að búast megi við að kröfur fjárfesta um að Flugleiðir losi sig úr annarri starfsemi og einbeiti sér að rekstrin- um fari að verða háværari og benda í því sam- bandi á bílaleigu, ferðaskrifstofu og innan- landsflugið sem hefur valdið félaginu mjög miklum búsifjum. Hagnaður Flugleiða undan- farin ár hefur að mestu verið tilkominn vegna sölu á flugvélum sem félagið hefur að stærst- um hluta endurleigt. Þetta dregur úr fjár- bindingu í rekstri en félagið hefur þó aldrei upplýst að fullu hve mikill efnahagslegur ávinningur hefur verið af þessum viðskiptum fyrir fyrirtækið. Kaupþing telur því óvarlegt að taka mikið tillit til slíks hagnaðar í mati á verði Flugleiða enda er þar ekki um regluleg- ar tekjur að ræða. Það er mat Kaupþings að verð bréfa Flugleiða sé hátt. Þá telja Kaupþingsmenn verð Eimskipafé- lagsins í hærri kantinum en þó ekki fjarri lagi. Þar að auki er mjög skilvirkur markaður með bréf félagsins og bréfin því traustur fjárfest- ingarkostur. Breytinga þörf hjá ÍS Rekstur íslenskra sjávarafurða gekk mjög illa í fyrra. Þrátt fyrir hlutafjárútboð á árinu var eigið fé félagsins minna í árslok en tap af reglulegri starfsemi á árinu. Að mati Kaup- þings ættu allir almennir fjárfestar að halda sig frá bréfum félagsins. Ljóst er að IS þarf að fara í gegnum mikla fjárhags- og rekstr- arlega endurskipulagningu og hentar því fremur litlum og samhentum hópi hluthafa með ítök í rekstrinum en almennum fjárfest- um. Kaupþing spáir að verð hlutabréfa muni al- mennt lækka í vor og snemma sumars. Félag- ið hvetur þó fjárfesta til að halda ró sinni þó undan halli, því horfur á markaðinum til lengri tíma litið eru góðar haldist núverandi stöðugleiki í efnahagsmálum og ef ríkið held- ur áfram einkavæðingaráformum sínum. Forstöðumaður peningamálasviðs Seólabanka íslands Ekki dregið úr veltu á millibankamarkaði REGLUR Seðlabanka íslands um laust fé hafa ekki eyðilagt banka- víxlamarkaðinn, millibankamai-kað með krónur né dregið úr viðskiptum á gjaldeyrismarkaði líkt og fram kemur í greiningarskýrslu Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins og Morg- unblaðið greindi frá í síðustu viku, segir Yngvi Örn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri peningamálasviðs Seðlabanka íslands. Að sögn Yngva hefur vaxtamunur milli inn- og útlánstilboða vaxið á millibankamarkaði með krónur frá því að reglurnar tóku gildi en ekki hafi dregið verulega úr veltu. „Við áttum alveg eins von á því að við- skiptin myndu dragast eitthvað saman á markaðnum fyrst eftir að reglurnar tóku gildi á meðan lána- stofnanir eru að leita sér að auknu lausafé. Áður en reglurnar voru settar var algengt að lánastofnanir útveguðu sér fé með endurhverfum viðskiptum hjá Seðlabankanum og oft tóku þær meira fé en þær þurftu í raun á að halda og lánuðu það inn á millibankamarkaðinn. Eftir að regl- umar tóku gildi hefur dregið úr þessu, enda bætir þetta ekki lausa- fjárstöðuna.“ Ekki hægt að skella skuldinní á Seðlabankann Að sögn Yngva er enn of snemmt að fella dóm um áhrif reglnanna á gjaldeyrismarkaðinn. „í mars voru viðskipti fyrir 25 milljarða á gjald- eyrismarkaði, sem er um 7 milljörð- um minna en í mánuðinum á undan. Á sama tímabili í fyrra voru mun meiri viðskipti, en aðrar aðstæður ríktu þá. Má þar nefna mikið gjald- eyrisinnstreymi vegna stóriðju- framkvæmda, byggingu Hval- fjarðaganganna og meira inn- streymi vegna utanríkisviðskipta. Viðskiptin á gjaldeyrismarkaði eru alltaf mjög sveiflukennd frá einum tíma til annars." Yngvi segir það rétt sem fram kemui’ í skýrslu FBA að minni við- skipti hafi átt sér stað_ með banka- víxla á Verðbréfaþingi íslands. Ekki sé þó hægt að skella skuldinni alfarið á reglur Seðlabankans um laust fé.“Vöxtur millibankamarkaðanns hefur smám saman verið að draga úr viðskiptum með bankavíxla. í fyrra- sumar voru settar nýjar reglur um millibankamarkaðinn í krónum en hann er miklu þægilegi-i í notkun en bankavíxlamir. Við sjáum ekki að bankavíxlaformið sé að hverfa heldur hafa viðskipti með þá minnkað á VÞÍ en lánastofnanir munu áfram selja þá til annarra aðila en lánastofnana til að auka ráðstöfunarfé sitt.“ Of mikið um erlendar skammtímaskuldir Yngvi segir að reglunum hafi ver- ið meðal annars ætlað að fá fjár- málastofnanir til þess að bæta lausa- fjárstöðuna og leita nýrra leiða til þess að afla lausafjár. „Hluti af vandanum sem við vor- um að reyna að takast á við var mik- il skammtímaskuldsetning erlendis. Lánastofnanir eru bundnar af regl- um um gjaldeyrisjöfnuð. Þannig að ef lækka þarf stuttar erlendar skuldir þá verða þær annaðhvort að losa sig við einhverjar gjaldeyris- tengdar eignir hér heima eða er- lendis, eða að leita að nýju erlendu lánsfé sem ekki myndi flokkast sem skammtímaskuldir. Mun meiri vöxtur útlána en innlána Einn þáttur sem Seðlabankinn hefur séð undanfarin misseri er að lánastofnanir hafa lánað á innan- landsmarkaði gengistryggð lán til 3-5 ára sem hafa verið eftirsótt vegna hagstæðra kjara. í stað þess að fjármagna þessi lán jafnóðum með löngum erlendum lánum hafa þau verið fjármögnuð með erlendum skammtímalánum sem stefnt hefur verið að að breyta í langtímalán við tækifæri. Þetta telur bankinn vera áhættusamt. Það kom berlega í ljós í október og nóvember á síðasta ári þegar fjármálateppa myndaðist er- lendis og erlendar fjármálastofnanir urðu varkárar í lánveitingum. Regl- unum er meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að lánastofnanir myndi neikvæða lausafjárstöðu af þessum sökum.“ Hann bendir á að meðal ráða sem myndu bæta lausafjárstöðuna væri að gefa út innlend verðbréf eða afla nýrra innlána, en þau flokkast ekki sem skammtímaskuldir. Eins að gefa út bankavíxla sem seldir eru öðrum aðilum en lánastofnunum eða þá stofnunum sem eru með lausafjárstöðuna í lagi. Þá sé hægt að hægja á útlánastarfseminni. „Vöxtur innlána hefur verið um 15% en vöxtur útlána um 30% á ársgrundvelli. Með því að draga út- lánin niður fyrir þann vöxt fer inn- lánavöxturinn að skila sér í bættri lausafjárstöðu," segir Yngvi. Lánastofnanir hafa að undan- fömu þróað viðskipti þar sem stofn- anafjárfestum s.s. lífeyrissjóðum eru seld löng skuldabréf framvirkt. Að sögn Yngva fara viðskiptin þannig fram að sjóðirnir hafa gert samning við viðkomandi lánastofnun um kaup á langtímabréfum til af- hendingar síðar. Til þess að geta tryggt sjóðunum bréfin hafa stofn- anirnar keypt bréfin strax og fjár- magnað þau kaup með lánum á pen- ingamarkaði. „Þessi viðskipti hafa neikvæð áhrif á lausafjárstöðu lána- stofnunarinnar á tímabilinu þar sem langtímabréfin teljast ekki til lauss fjár. Á meðan lánastofnanir uppfylla ekki lausafjárskylduna hafa þær ekki bolmagn til þess að stunda þessi viðskipti sem skiluðu þeim nokkrum hagnaði fyrir setningu reglnanna. Þetta kann að vera ein af ástæðunum fyrir neikvæðum við- brögðum bankanna við setningu reglnanna. Þá hafa reglurnar að minnsta kosti tímabundið hækkað vexti í langtímabréfum og veldur það geng- istapi íyrir lánastofnanir sem keypt hafa slík bréf í talsverðum mæli að undanförnu. Viðbrögð bankanna eru þau að hækka vexti og virðast þær breytingar auka vaxtamun inn- og útlána. Það er hins vegar ekki rétt hjá FBA að setning reglnanna hafi haft þau áhrif að viðskipti á millibanka- markaði hafi minnkað og eins er það úr lausu lofti gripið í greiningar- skýrslunni að Seðlabankinn hafi misst yfirsýn yfir vexti á millibanka- markaði," segir Yngvi Örn Kristins- son. Morgunblaðiö/Kristinn Yngvi Örn Kristinsson: tír lausu lofti gripið að Seðlabankinn hafi misst yfirsýn yfir vexti á millibankamarkaði, eins og fram kom hjá FBA. Asda- keðjan í Bretlandi gerir út 4 togara London. Reuters. • ASDA stórmarkaðakeðjan í Bretlandi hefúr komið sér upp fjórum togurum til að geta boðið viðskiptavinum sínum ferskan fisk að staðaldri. Fjórir fiskibátar verða gerðir út frá Grimsby og munu veiða eingöngu fyrir Asda búðirnar. Þegar grynnka fer á þorsk- birgðum í verzlunum Asda er hringt í áhafnimar um gervi- hnött og skipin sigla til hafnar með afla sinn til að landa. Samningurinn við Asda er eig- endum og áhöfnum skipanna einnar og hálfrar milljónar punda virði og tryggir sjómönn- unum öruggar tekjur. „Samkomulagið tryggir að við getum selt ferskasta fiskinn og eflt brezkan sjávarútveg," sagði talsmaður Asda. „Samningurinn tiyggir okkur stöðugleika og sveigjanlegan löndunartíma," sagði fram- kvæmdastjóri útgerðarinnar. Samanlagður starfsaldur skip- stjóranna er 116 ár. Gert er ráð fýrir að hver bátur landi 200 tonnum á ári. Stærsta keðja brezkra verzlana í fæðingu London. Reuters. • BREZKA verzlunarkeðjan Kingfisher Plc segir að hún eigi í viðræðum um samruna hennar og stórmarkaðakeðj- unnar Asda plc samkvæmt samningi, þar sem Asda er met- in á um sex milljarða punda. Með samningnum yrði komið á fót stærstu verzlunarkeðju Bretlands, sem yrði 18 milljarð- ar punda að markaðsvirði. Hún yrði um leið ein af 10 stærstu verzlunarkeðjum heims. „Þetta er tilraun til að gera Kingfisher að Wal-Mart,“ sagði ráðgjafi Deloitte Touche; Wal- Mart, hin nafnkunna banda- ríska verzlunarkeðja, er 216 milljarða dollara virði og þrátt fyrir yfirtöku Asda yrði King- fisher eins og dvergur við hlið- ina á henni. Ymsir sérfræðingar telja að Kingfisher hafi látið til skarar skríða vegna orðróms um að bandaríski Wal-Mart risinn væri að því kominn að bjóða í Asda. Samkvæmt fyrirhuguðum samningi munu hluthafar King- fisher eiga 66% eignarhlut í hinu nýja fyrirtæki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.