Morgunblaðið - 17.04.1999, Síða 26

Morgunblaðið - 17.04.1999, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Úthafskarfakvótinn 1999 Aflamarkið miðast við afla upp úr sjó og tímabilið 1. janúar 1999 til 31. desember 1999 Úthlutað aflamark Hlutdeild 1 Málmey SK 1 2 Haraldur Kristjánsson HF 2 3 Höfrungur IIIAK 250 4 Baldvin Þorsteinsson EA10 5 Snorri Sturluson RE 219 6 Þerney RE101 7 Örfirisey RE 4 8 Venus HF 519 9 Ýmir HF 343 10 Kieifaberg ÓF 2 11 Vigri RE 71 12 Víðir EA 910 13 Vestmannaey VE 54 14 Guðbjörg ÍS 46 15 Rán HF 42 16 Mánaberg ÓF 42 17 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 18 Ottó N. Þorláksson RE 203 19 Sléttbakur EA 304 20 Akureyrin EA110 21 Sturlaugur H. Böðvarss AK10 22 GnúpurGK 11 23 Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 24 Breki VE 61 25 Harðbakur EA 303 26 Freri RE 73 27 Hringur SH 535 28 Haukur GK 25 29 Kaldbakur EA 301 30 Heiðrún GK 505 31 BessiíS410 32 Arnar HU 1 33 Danski Pétur VE 423 34 Sigurbjörg ÓF1 35 Hólmadrangur STg 36 Margrét EA 710 37 Múlaberg ÓF 32 38 Barði NK 120 39 Jón Kjartansson SU 111 3701.4 tonn 3384,9 tonn 3067,0 tonn 2925,6 tonn 2800.2 tonn 2531,8tonn 2478.5 tonn 2246,0 tonn 2182.2 tonn 2105,0 tonn 1681,3tonn 1663.6 tonn 1467.5 tonn 1289.1 tonn 1265.2 tonn 1201,8tonn 1179,5tonn 1088.5 tonn 1082.7 tonn 902.3 tonn 899,0 tonn 668.5 tonn 593.7 tonn 450,0 tonn 371.7 tonn 361.6 tonn 296,1 tonn 275.4 tonn 256,0 tonn 229.4 tonn 105,0 tonn 72.1 tonn 70.5 tonn 41.1 tonn 36.2 tonn 12.5 tonn 8,9 tonn 7,6 tonn 0,6 tonn 8,23% 7,52% 6,82% 6,50% 6,22% 5,63% 5,51% 4,99% 4,85% 4,68% 3,74% 3,70% 3,26% 2,86% 2,81% 2,67% 2,62% 2,42% 2,41% 2,01% 2,00% 1,49% 1,32% 1,00% 0,83% 0,80% 0,66% 0,61% 0,57% 0,51% 0,23% 0,16% 0,16% 0,09% 0,08% 0,03% 0,02% 0,02% 0,001% SAMTALS: 45.000,0 tonn 100,00 % 30 ára reynsla Hljóðeinangrunargler GLERVERKSMIÐJAN Samverk Eyjasandur 2 • 850 Hella ® 487 5888 • Fax 487 5907 ÚR VERINU Uthafskarfaveiðar á Reykjaneshryggnum fara rólega af stað Ekki er ástæða til annars en bjartsýni „ÞETTA var þokkalegt í vikubyrjun en hefur verið með rýrara móti síð- asta sólarhringinn," sagði Ægir Franzson, stýrimaður á Snorra St- urlusyni RE og afleysingaskipstjóri, spurður um veiðamar á úthafskarf- anum á Reykjaneshryggnum í gær. Hann var kominn með rúmlega 400 tonn upp úr sjó og áætlar að landa í Reykjavík á mánudag eftir vikutúr. Islensku skipunum á svæðinu fer fjölgandi en um 10 íslensk skip hafa verið á svæðinu yst í landhelginni undanfarnar tvær vikur auk þess sem nokkur erlend skip hafa verið rétt utan línu. „Fyrstu tveir dagamir í úthafinu voru ágætir en síðan hefur dregið úr þessu,“ sagði Ægir. „Við toguðum á milli tinda á litlum bletti alveg við fjallgarðinn, uppi í Reykja- neshryggnum. Undanfarin ár hefur þetta oft byrjað á þessum slóðum og síðan færst norðm- eftir. Byrjunin er ósköp hefðbundin og eðlileg; menn hafa verið að leita fyrir sér og síðan hefur þetta byrjað með krafti upp úr miðjum apríl.“ Ægir sagði að þó gengið hefði á með éljum hefði verið þokkalegt veð- ur nema hvað bræla hefði verið í fyrradag og sérstaklega gott veður í gær. „Menn byrjuðu fyrst á smá bletti miklu norðai' og urðu aðeins varir. Um síðustu helgi fannst svo þessi blettur við fjallgarðinn og fyrstu tveir dagarnir vom góðir, en þetta virðist vera að verða búið á honum núna.“ Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði- nefndin samþykkti að hámarksaflinn úr stofninum yi’ði 153.000 tonn í ár eins og í fyrra og fær Island áfram 43.000 tonn, Danmörk fyrir hönd Færeyja og Grænlands 40.000 tonn, Evrópusambandið 23.000 tonn, Nor- egur 6.000 tonn, Pólland 1.000 tonn, Rússland 36.000 tonn og aðrar sam- starfsþjóðir NEAFC 2.000 tonn. Snorri Sturluson er með 2.800 tonna kvóta en Grandi hf., sem gerir skipið út, á um 9.000 tonna kvóta. „Menn eru bjartsýnir á að veiðin verði svipuð og áður og enn er ekki ástæða til að ætla annað,“ sagði Ægir. Frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson EA sviptur vinnsluleyfí Braut reglur um full- vinnslu botnfiskafla FRYSTITOGARI Samherja hf. á Akureyri, Baldvin Þorsteinsson EA, hefur verið sviptur vinnsluleyfi fyrir að skera fiskflök í bita án þess að eft- irlitsmaður Fiskistofu væri um borð. Forstjóri Samherja hf. segh' kostnað við að hafa eftirlitsmann um borð of mikinn til að stunda slíka vinnslu. Baldvin Þorsteinsson EA er full- vinnsluskip. Til að ganga úr skugga um að nýting sé í samræmi við vinnslu um borð í skipunum era gerð- ar nýtingarmælingar og tekin sýni í vinnslunni um borð. Þessum mæling- um er haldið til haga og Fiskistofa hefur eftirlit með þeim og ber saman framleiðsluna og umrædd sýni. Á síðustu árum hefur aukist áhugi útgerðarmanna á að hefja svokallaða bitavinnslu um borð í frystiskipum, þ.e. að bita niður fiskflök í frekari vinnslu. Það gerir eftfrlit með nýt- ingu mun flóknara. í reglugerð um þessi efni kveður á um að skip megi ekki fara til slíkrar vinnslu nema að tekinn sé upp viðurkenndur búnaður til innvigtunar í vinnsluna um borð. Utgerðum er ennfremur gefinn kost- ur á að hafa eftirlitsmann um borð á meðan verið er að þróa slíkan búnað. Samkvæmt upplýsingum frá sjáv- arútvegsráðuneytinu hafði útgerð Baldvins Þorsteinssonar EA óskað eftir eftirlitsmanni um borð vegna bitavinnslu. Við því var orðið og gaf eftirlitsmaðurinn vinnslunni góðan vitnisburð. Skipinu var hinsvegar óheimilt að stunda slíka vinnslu nema með eftirlitsmann frá Fiskistofu um borð eða með viðurkennda innvigtun. Útgerðin virti það að vettugi og braut þar með reglugerð um fullvinnslu botnfiskafla um borð í vinnsluskipi. Samkvæmt ákvæðum laga þai' að lút> andi vai- skipið svipt leyfi til vinnslu í 6 vikur, eða frá 6. apríl til 18. maí. Tökum fulla ábyrgð á brotinu Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja hf., segir fyrirtækið hafa lengi haft áhuga á að þróa vinnsluna um borð og meðal annars fest kaup á sérstakri flakaskm-ðarvél frá Marel. Um borð hafi minni flök verið skorin í tvennt, stundum í þrennt. Eftirlitsmenn hafi verið um borð í skipinu tvær veiðiferðir meðan þessi vinnsla fór fram og skilað mjög jákvæðum skýrslum um umgengni um hráefni um borð í skipinu, nýtingu o.s.frv. „Við veltum því síðan fyrir okkur hvernig mætti túlka reglugerð- ina um fullvinnslu botnfiskafla, hvort það að skera flakið í tvennt væri meiri vinnsla eða ekki. Við leyfðum okkur því að skera fisk án þess að hafa eftir- litsmann um borð. En það er sagt brjóta gegn umræddri reglugerð og við tökum að sjálfsögðu fulla ábyrgð á því,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir spennandi þróun- armöguleika felast í því að haga vinnslunni um borð með þessum hætti. Fiskinum hafi verið pakkað í neytendaumbúðir í landi, enda hafi náðst hagstæðir sölusamningar inn á verslunarkeðjur. Hann segir að séu flökin skorin frosin í landi verði nýt- ingin lélegri. Pakkningin hafi auk þess skapað töluverða vinnu á Akur- eyri. Eftirlitsmaður kostar 600 þúsund Þorsteinn segir að á meðan eftir- litsmanns sé krafist um borð á með- an þessi vinnsla fari fram borgi sig ekki að halda henni áfram. Hann segir að kostnaður við að hafa eftfr- litsmann um borð í einn mánuð sé um 600 þúsund krónur. Séu þannig unnin 60 tonn af bitaflökum nemi kostnaður vegna eftirlitsmanns um 10 krónum á framleitt kíló. „Það er að sjálfsögðu alltof dýrt. Okkur þyk- ir það miður að missa vinnsluleyfíð, því við höfum unnið lengi að þessu verkefni og það farið að skila mjög góðum árangri. Við teljum að auð- veldlega megi fylgjast með því að all- ur aflinn komi í land, bæði með því að gera athuganir með reglulegu millibili eða hreinlega setja upp eft- irlitsmyndavélar um borð sem ætti að vera tiltölulega einfalt með nú- tímatækni. Það er sömuleiðis einfalt að ganga úr skugga um það að allt flakið skili sér í land,“ segii' Þor- steinn. Þosteinn segir Baldvin Þorsteins- son EA hafa farið á grálúðuveiðar eftir að skipið var svipt vinnsluleyfi og síðan sé stefnt á að fara á karfa- veiðar á Reykjaneshrygg. Fáðu frambjóðendur á fund Alþingiskosningar 1999 Ef þú vilt fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fund á vinnustaðinn, í skóla eða til félagasamtaka hafðu þá samband í síma 5151700 og við mætum á staðinn. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins II AHANGUR/lrá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.