Morgunblaðið - 17.04.1999, Síða 32

Morgunblaðið - 17.04.1999, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ARAS NATO A JUGOSLAVIU Serbi segist hafa verið æskuást Albright Nicosia. Reuters. LJUTKO Popic sagði í samtali við blaðamann á grísku tímariti á Kýpur í vikunni að hann hefði verið æskuást Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Hann sagði tjölskyldu Albright, sem er af tékk- nesku bergi brotín, hafa fengið húsa- skjól á heimili foreldra hans í Júgó- slavíu í seinni heimsstyijöldinni, er þau voru á flótta undan nasistum. Máli sínu til stuðnings sýndi Popic blaðamanni á tímaritinu To Períodiko myndir af honum er hann var lítill með lítilli stúlku og héldu þau utan um hvort annað. Hann sagði myndina hafa verið tekna árið 1939 en þá hafi Albright verið fjög- urra ára gömul. Popic sagðist ekki skilja hvernig Albright gæti verið hlynnt loftárás- um Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Júgóslaviu, en hann sagði sprengjum hafa verið sleppt á þorp- ið hans, Vrinjetska Banja um 80 km frá Kraljevo. Þorpsbúar, minnugir um gest- risni fjölskyldu Popics, skrifuðu á sprengju sem lent hafði í þorpinu fyrir skömmu en ekki sprungið; „Þakka þér, Albright, fyrir gjöfina sem þú sendir okkur sem þökk við gestrisni okkar.“ I ávarpi Albright til serbnesks al- mennings í sjónvarpi fyrir réttum mánuði lagði hún áherslu á að Bandaríkjamenn lögðu ekki hatur á Serba. I ávarpinu minntist hún einnig æsku sinnar í Belgrad, þar sem hún hafði kynnst Serbum. Reuters Segðu í einu orði Aðgangur að fréttum og greinum Morgunblaðsins frá 1987 fram á þennan dag ÓKFYPIS aðgangur ftÐ GftGNASRFNINU I M*n~ Leitaðu upplýsinga um það sem þér er hugleikið í Gagnasafni Morgunblaðsins. 'SmeHtu á Gagnasafn á mt§, |L Með einu eða fleiri leitarorðum getur þú fundið greinar, fréttir, viðtöl eða umfjöllun um viðfangsefnið. Gagnasafnið getur því nýst öllum sem þurfa að afla heimilda og fróðleiks í leik, starfi og námi. Prófaðu að leita í Gagnasafninu og sjáðu möguleikana. Gagnasafnið er á mbl.is. GAGNASAFN Flugskeyti hæfa brú í Serbíu ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) hefur aukið loftárásir sínar á Júgóslavíu og segja tals- menn bandalagsins að það muni ekki gefa þær eftir fyrr en Slobodan Milosevic, forseti Jú- góslavíu, dregur hersveitir sín- ar til baka frá Kosovo og leyfir íbúum héraðsins að snúa aftur til síns heima. Að sögn tals- manna sambandsins eru her- mönnum gefin skýr tilmæli um að hæfa aðeins hernaðarlega mikilvæg skotmörk, en þrátt fyrir að ítrustu varkárni sé gætt, að þeirra sögn, hefúr töluvert mannfall orðið. Tvö flugskeyti lentu á brú yfir ánni Danube sem tengir Smederevo og Kovin í Serbíu á fimmtudag. Vilja Milosevic frá völdum Lundúnum. Reuters. RÁÐAMENN frá Króatíu og Búlgaríu hörmuðu þann skaða sem átökin í Kosovo hafa haft á lönd þeirra og kröfðust þess að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, yrði vikið úr embætti. Alexander Bozhkov, aðstoðarfor- sætisráðherra Búlgaríu, sagði á ráðstefnu um bankamál í Lundún- um að Búlgaría myndi að öllum lík- indum hljóta töluvert tjón af völd- um átakanna. Hann sagðist ekki bú- ast við að staðið yrði við helming af þeim erlendu fjárfestingum sem gert hefði verið ráð fyrir í upphafi árs. Bozhkov sagði ríkisstjórn Búlgar- íu ekki hafa verið hlynnta loft- árásum Atlantshafsbandalagsins (NATO), en jafnframt taldi hann engar vonir til að friður kæmist á á Balkansskaganum á meðan Milos- evic væri við völd. Borislav Skegro, aðstoðarforsæt- isráðherra Krótaíu, tók í svipaðan streng og Bozhkov og sagði nauð- synlegt að senda landher inní Kosovo til að flóttamennimir gætu snúið aftur heim til sin. Bozhkov og Skegro eru í Lundún- um þar sem þeir taka þátt í ráð- stefnu evrópskra banka um upp- byggingar- og þróunarstarf, sem hefur það að markmiði að ýta undir einkaframtak í Mið- og Austur-Evr- ópu. Bozhkov sagði það hafa verið ætl- an ríkisstjómar sinnar að hann ræddi hugsanlega inngöngu Búlgar- íu í Evrópusambandið (ESB) á ráð- stefnunni. Hins vegar hafi atburð- irnir undanfamar vikur komið í veg fyrir það, þar sem „stríðið [í Kosovo] hefði byrjað með samþykki ríkisstjórna Evrópuþjóðanna."
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.