Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ljósmynd/Ingvar Helgason GLUGGAVEGGIR Bauhaus-byggingarinnar í Dessau þykja minna meira á svífandi glertjöld en burðarveggi, Bauhaus: Uppsprettan að ásýnd mítímans Nútíma útlit í stáli og einföldum línum varð til í Bauhaus-hugmyndaverk- smiðjunni þýsku. Eftir heimsókn á Bauhaus-slóðir í Weimar og Dessau rifjar Sigrún Davíðsdóttir upp að Bauhaus- yfírlýsingin er áttræð um þessar mundir. EINN meistaranna hannaði kufl líkan munkakufli handa kennurum og nemend- um, en hann var þó aldrei tekinn í notkun. I matsaln- um var aðeins grænmetisfæði á borðum. Á skólaskemmtunum var flutt tónlist eftir Hindemith og Schönberg, því hið nútímalega var í hávegum haft. Hugmyndir um að hugsa fyrir þörfum alþýðunnar, ekki munaði handa yfírstéttunum, annars vegar og að sameina list og tækni hins vegar tókust á. Þetta er hluti af því sem sveif yfir vötnun- um í Bauhaus-skólanum í Weimar og síðar í Dessau og Berlín, fyrst hönnunarskólanum í nútímaskiln- ingi. Skólinn var suðupottur rót- tækra hugmynda samtímans, en einnig leiksoppur ólgunnar í Þýskalandi á millistríðsárunum. Hann starfaði stutt og einkenndist af stöðugum deilum innan hans um stefnu og strauma og út á við um að fá fé og aðstöðu. Þar kom að margir kennarar og nemendur skólans flýðu ógnarstjórn nasista og þannig sáu nasistamh- til þess að hugmyndafræðin, sem þeir voru mótfallnir, breiddist um Evrópu og Bandaríkin. Um leið varð ásýnd Bauhaus hin áþreifanlega og sýni- lega ásýnd nútímans í formi hönn- unar og byggingarlistar. „List og tækni - ný eining“ „Takmark allra myndrænna gerða er byggingin! Að skreyta hana var áður æðsta verkefni myndlista, sem voru óafmáanlegur hluti hinnar miklu byggingarlist- ar ... Arkitektar, málarar og myndhöggvarar verða aftur að átta sig á og læra að skilja fjölliða eðli bygginarinnar í heild og í einstök- um þáttum. Þá munu verk þeirra af sjálfu sér fyllast anda bygging- arlistarinnar, sem hefur glatast í stofulistinni . . . Arkitektar, myndhöggvarar og málai'ar, við verðum allir að snúa aftur til hand- verksins! . . . Það er enginn eðlis- munur á listamanninum og hand- verksmanninum... Saman skulum við vilja, hugsa og skapa byggingu framtíðarinnar, sem verður allt í einu eðli: Byggingarlist, högg- myndalist og málverk, sem frá milljónum handa handverksmann- anna mun teygja sig til himna sem kristölluð hugarmynd nýrrar og komandi trúar.“ Hið innblásna ávai-p arkitektsins Walter Gropius frá því í apríl 1919 var stefnuskráin, sem Bauhaus- skólinn átti að starfa eftir. Belgíski arkitektinn Henry van de Velde hafði leitt skóla þar 1902-1915, því yfirvöld í Weimar höfðu áhuga á að gera veg bæjarins sem mestan og þá meðal annars með góðum lista- skóla. En van de Velde átti þó í stöðugum útistöðum við bæjaiyfir- völd um skólann. Ekki bætti úr skák að van de Velde var útlend- ingur og að lokum flýði hann til Sviss. Verk van de Veldes voru meðal annars sprottin úr jarðvegi „Art and Crafts“-hreyfingarinnar bresku og þýska „Jugend“-stílsins og í þeim var undanfari einfaldleik- Ljósmynd/Sigrún Davíðs WASSILY-stólI Marcel Breuer stendur víða á göngum Bauhaus- byggingarinnar í Dessau. ans, sem átti eftir að setja svip á Bauhaus. Það var engin tilviljun að þegar van de Velde sagði af sér 1915 benti hann á Gropius sem eft- irmann sinn. En hugmyndir Gropi- usar voru umdeildar, auk þess sem heimstyrjöldin fyrri setti strik í reikninginn og það var ekki fyrr en 1919 að hann flutti til Weimar og tók við skólanum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Þegar eftir fyrstu nem- endasýninguna vorið 1919 var Gropius gagnrýndur, bæði fyrir listræna afstöðu og að kenningar hans væru bolsévískar og óþýskar. Samskipti skólans og yfírvalda ein- kenndust af stöðugum deilum, auk þess sem erfítt var að láta enda ná saman í óðaverðbólgunni upp úr 1920 og innanlandsátökum í Þýska- landi, falli keisardæmisins og átök- um lýðræðis- og einræðisafla. Auk átaka við yfirvöld var ákaft deilt innan skólaveggjanna. Gropi- us hélt brátt á lofti kenningum um nýja einingu listar og tækni. Áherslan átti að vera á handverkið, en hinn skapandi þáttur átti að verða til í samruna listar og tækni og um leið áttu hlutirnir að vera ódýrir og einfaldir í framleiðslu. En innan skólans voi-u til þeir, sem álitu hugmyndir skólastjórans stríða gegn skapandi og frjálsri hugsun. Heildarhugsun og handverkið Skólinn samanstóð af fjölda verkstæða, þar sem kennt var handverk eins og trésmíðar, járn- smíðar, vefnaður og önnur textíl- vinna. Hið síðastnefnda hafði með- al annars í för með sér að fjöldi stúlkna stundaði nám við skólann og konur kenndu þar og um tíma voru þar fleiri konur en karlar. Listamenn eins og Paul Klee og Wassily Kandinsky, sem voru með þar tii skólinn var leystur upp, kenndu lita- og formfræði. I hópn- um voru einnig menn sem aðhyllt- ust kenningar antrópósófsins Rud- olf Steiners og 1921 var sá háttur tekinn upp að í matsal skólans var aðeins borið fram grænmetisfæði. Hugmyndin var einnig að allir byggju saman, bæði kennarar og nemendur, sem kallaðir voru meistarar og lærlingar, en það eina sem var byggt var sjálft skólahús- ið, sem Gropius teiknaði og þar er nú Bauhaus-safnið. Hluti af heildarhugsun Bauhaus var áhugi á listgreinum eins og leiklist, dansi og tónlist. Kandinsky stakk upp á að Arnold Schönberg sem rektor tónlistarakademíunnar og á skólaskemmtunum var flutt tónlist hans, Paul Hindemiths, Ferrucio Busoni og annarra sam- tímatónskálda, auk þess sem nú- tíma dansi og leikritun var sinnt. Listrænar deilur °fí þjóðfélagsátök Innan veggja skólans geisuðu deilur um listræn efni, en utan hans var þjóðfélagið skekið af átök- um Weimarlýðveldisins. Til að losna undan duttlungum yfírvalda ákvað Gropius að einkavæða skól- ann 1924. Rekstrarféð átti þá að koma frá sölu hluta, sem skólinn framleiddi. En allt kom fyrir ekki og í árslok sagði Gropius af sér. Meistarnir gerðu hið sama. En hópurinn vildi halda áfram og fann Bauhaus nýjan stað, Dessau, norðaustm- af Weimar, því þar vildu borgaryfirvöld gjarnan hýsa þessa merku stofnun. Gropius samdi um að allt sem gert hafði verið í Bauhaus í Weimar fylgdi nýja skólanum. Undir stjórn Gropiusar vai- hafist handa við að byggja nýja skólabyggingu. Úr varð stór bygging, sem enn stend- ur. Þar er nú skóli og safn um Bauhaus. Skólinn var byggður á mettíma og við vígsluna 1926 voru 1500 manns viðstaddir. Síðan bættust við fleiri hús fyrir verkstæði og 316 raðhús fyrir meistara og lærlinga, svo úr varð sambýli í Bauhaus-and- anum. Líkt og áður var lögð áhersla á að flytja nútímatónlist,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.