Morgunblaðið - 17.04.1999, Qupperneq 50
50 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Prozac eða
Plató?
Sú skoðun, að heimspeki sé fyrst og
fremst kjaftæði, á sér sennilega rætur
í peirri hugmynd að heimspeki sé á
engan hátt nytsamleg, pað er að segja,
hún verði ekki í askana látin og að
„verkleg heimspeki“sé álíka mikil
pversögn og „kvæntur piparsveinn
Eftir
Kristján G.
Amgrímsson
Æi,“ sagði hún
pirruð, „ég
nenni ekki að
hlusta á eitt-
hvert heim-
spekikjaftæði." Önnur kona sem
ég þekki sagði einu sinni að
maður ætti aldrei að tala við
heimspeking um hamingjuna.
Sú skoðun, að heimspeki sé
fyrst og fremst kjaftæði, á sér
sennilega rætur í þeirri hug-
mynd að heimspeki sé á engan
hátt nytsamleg, það er að segja,
hún verði ekki í askana látin og
að „verkleg
VIÐHORF heimspeki“ sé
álíka mikil
þversögn og
„kvæntur pip-
arsveinn".
Þess vegna hljómar það und-
arlega þegar talað er um heim-
spekiráðgjöf, svona svipað
kannski og sálfræðiráðgjöf - eða
öllu heldur, í staðinn fyrir sál-
fræðiráðgjöf. En meðal skóla-
heimspekinga hefur nú risið
hreyfing - um 200 manns - sem
leggur stund á heimspekiráðgjöf
fyrir almenning. Fæstir hafa þó
lifibrauð sitt af þessu. Hreyfmg-
in á sér ekkert opinbert slagorð,
en er The London Times fjallaði
um hana fyrir tæpum tveim ár-
um var fyrirsögnin ágætlega
grípandi: Plató, ekki Prozac (og
vísaði þar til hins vinsæla
geðjöfnunarlyfs, prozac).
Það fyrsta sem manni dettur í
hug þegar heimspekiráðgjöf ber
á góma er að þar sé um að ræða
rétt eina nýaldaríirruna úr ein-
hverjum bullukollinum í Kali-
fomíu - hvergi nema í Banda-
ríkjunum geti svona lagað orðið
til. En heimspekiráðgjöf á ujip-
tök sín í Evrópu, nánar tiltekið í
Köln í Þýskalandi, þar sem Gerd
Achenbach opnaði fyrstur
manna skrifstofu fyrir svona
starfsemi. Síðan hefur útbreiðsla
„fagsins“ verið nokkur, ef marka
má fjölmiðla, ekki síst í Hollandi.
Og auðvitað líka í Bandaríkj-
unum. Dr. Louis Marinoff
starfar við heimspekiráðgjöf í
New York, og hann tjáði The
Times að í mörgum tilfellum eigi
fólk, sem leiti til sálfræðinga eða
geðlækna, í raun við að etja
vandamál sem ekki verði leyst
með læknisfræðilegum hætti.
Fyrir þetta fólk geti verið mun
árangursríkara að ræða við
heimspeking en að gangast und-
ir sálgreiningu eða taka geðlyf.
Vandamálin sem fólk leitar til
heimspekinga með eru af ýms-
um toga, allt frá því að finnast
lífið sjálft tilgangslaust, eða sín
eigin tilvera marklaus, yfir í óá-
nægju á vinnustað. En það eru
alls ekki allir ánægðir með þessa
starfsemi, og sumir segja hana
bara plat. Fjölmiðlar hafa farið
varlega í umfjöllunum sínum um
heimspekiráðgjöf, og virðast
ekki alveg vita hvort beri að
taka hana alvarlega. Fyrrver-
andi formaður Samtaka banda-
rískra sálfræðinga hefur gengið
svo langt að segja heimspekiráð-
gjafa vera „hættulega".
Kanadíski heimspekingurinn
David Jopling, sem fengist hefur
við ráðgjöf, segir hana ekki
koma öllum til góða. Fara verði
varlega og gæta þess að valda
ekki skaða. Hann segir ástæðu
þess að heimspekingar hafi farið
út í ráðgjafarstarfsemi meðal
annars vera þá, að geðlækningar
og sálgreining eigi oft engin
svör við vandamálum fólks, og
ennfremur að þeir séu sann-
færðir um að heimspeki geti
beinlínis komið að notum með
þessum hætti. Þá hefur það
einnig hvatt þá til dáða að þeim
þykir skólaheimspekin, eins og
hún er nú stunduð innan aka-
demíunnar, vera orðin líflaus og
án nokkurra tengsla við veru-
leikann utan háskólanna.
En hvernig starfa heimspeki-
ráðgjafar? Svo mikið er víst að
þeir vísa ekki á lyf, og ekki fást
þeir við sálgreiningu eða leita að
duldum hvötum eða ungdóms-
áraáfóllum hjá skjólstæðingum
sínum. Heimspekiráðgjafar virð-
ast sækja starfslýsingu sína til
Forngrikkjans Sókratesar, sem
beitti þeirri aðferð - ef aðferð
má kalla - að spyrja nemendur
sína spurninga sem ögruðu
gefnum hugmyndum, veittu fá
svör og vöktu fremur enn fleiri
spurningar.
Þannig sagði bandaríski rit-
höfundurinn Laura Wexler ný-
verið frá því í tímaritinu Utne
Reader er hún leitaði til dr.
Kenneths Cust, heimspekings
sem fæst við ráðgjöf. Vandi
hennar var sá, að henni fannst
hún ekki geta ákveðið hvað hún
ætti að gera við líf sitt - henni
fannst hún ekki nógu hamingju-
söm. Öfugt við sálfræðingana
sem hún hafði leitað til hvatti
Cust hana til að velta fyrir sér
heimspekilegum spurningum er
miðuðu að því að finna út hvaða
gildi lægju að baki þeim ákvörð-
unum sem hún tæki. Þetta gerði
hann með því að leggja fyrir
hana fræðileg vandamál sem
siðfræðingar fást við.
Það er megineinkenni á þess-
um vandamálum að það eru ekki
til nein hlutlæg, rétt svör við
þeim (það er að segja, svör sem
byggjast á staðreyndum), eins
og er reyndar svo oft tilfellið í
lífinu sjálfu, og að öll leit að slík-
um svörum er því fyrirfram til-
gangslaus. Maður verður ein-
faldlega að ákveða sig á forsend-
um þeirra gilda sem eru manns
eigin. Þá skiptir eðlilega miklu
að vita hver þessi gildi eru; af
hverju maður telur eitthvað
vera til góðs og eitthvað vera
rétt. Hinn praktíski vandi við
þetta er kannski sá helstur, að
það er með öllu óhugsandi að
nokkur annar en maður sjálfur
geti vitað svörin við þessum
spurningum.
Þegar Cust kenndi heimspeki
vid Háskólann í British Col-
umbia í Kanada hringdi ein-
hverju sinni maður í heimspeki-
deildina og bað um að fá að tala
við heimspeking. Hann fékk
samband við Cust. „Mig vantar
upplýsingar um hver sé tilgang-
ur lífsins,“ sagði maðurinn. Cust
svaraði: ,Af hverju heldurðu að
hann sé einhver?“
99
Ossur og uppgjörið
ÞAÐ er sennilega til
of mikils mælst að
Össur Skarphéðinsson
setji sig almennilega
inn í ríkisfjármál á
þeim fáu vikum sem
eftir lifa til kosninga.
Hann hefur að undan-
fömu verið að gera
það tortryggilegt að
uppgjöri síðasta árs á
hinum nýja rekstrar-
gmnni skuli ekki lokið.
Hefur hann annars
vegar gefið í skyn að
ég leyni upplýsingum
um þessi mál, en hins
vegar undrast að ég
skuli ekki vita niður-
stöður uppgjörsins!
Um þetta er eftirfarandi að
segja: Ríkissjóður skilaði rúmlega
7,7 milljarða króna afgangi á
greiðslugrunni árið 1998. Þetta fé
hefur farið í að greiða upp lán inn-
anlands og utan. Greiðsluuppgjörið
hefur legið fyrir alllengi, m.a. í
GeirH.
Haarde
Hagtölum mánaðarins.
Því hefði Össur getað
slegið þar upp ef hann
hefði kært sig um.
Uppgjörið á rekstr-
argrunninum nýja er
hins vegar ekki tilbúið
þar sem það er flókn-
ara en venjulega. Arið
1998 er fyrsta árið sem
gert er upp á þessum
gmnni í samræmi við
ákvæði laga frá 1997
um fjárreiður ríkisins.
Inn í það dæmi kemur
vandasamt mat á ýms-
um skuldbindingum
ríkissjóðs m.a. lífeyris-
skuldbindingum. Ljóst
hefur verið alla tíð að mikill halli
yrði á uppgjöri ársins 1998 þegar
þessum aðferðum er beitt.
Þetta útskýrði ég skilmerkilega í
sjónvarpsþætti með Össuri Skarp-
héðinssyni á Stöð 2 sl. sunnudag.
Hann sagðist þá taka þessar skýr-
ingar gildar. Samt heldur hann
Ríkisfjármál
Ég hef bent á, segir
Geir H. Haarde, að
vöruskiptaj öfnuðurinn
fyrstu tvo mánuði árs-
ins í ár er hagstæðari
en í fyrra og að horfur
séu á hagstæðari við-
skiptajöfnuði á árinu í
heild en í fyrra.
áfram að klifa á ásökunum sínum
um þetta efni í blöðum. Hvers
vegna? Vegna þess að hann hefur
engan áhuga á því hver sannleikur-
inn er í málinu. Hann hefði getað
komist að hinu sanna með einu
símtali, t.d. til ríkisbókara. En
hann vill frekar bera fram ásakanir
Valdið til
fólksins
SU NYJA lífssýn,
sem Samfylkingin viU
gefa almenningi, felst í
meiri trúnaði mílli
þegnanna og fulltrúa
þeirra í opinberum
störfum. Við ætlum að
auka lýðræðið með
margvíslegum hætti
og tryggja betur
möguleika einstak-
linga til að hafa áhrif á
samfélag sitt og veita
stjórnvöldum meira
aðhald.
Opnar rannsóknar-
nefndir Alþingis
Mikilvægt er að eft-
irlitshlutverk Alþingis sé virkt og
að stjórnkerfið sé opið og gegn-
sætt. Nauðsynlegt er að auka eftir-
lits- og aðhaldshlutverk Alþingis
gagnvai-t framkvæmdavaldinu og
fela fastanefndum þingsins víðtækt
umboð og rannsóknarvald á ein-
Jóhanna
Sigurðardóttir
stökum málum.
Þingnefndir eiga að
geta tekið til sér-
stakra rannsókna mál
er varða framkvæmd
laga og meðferð opin-
berra fjármuna og
önnur mikilvæg mál
er almenning varða.
Slíkar rannsóknar-
nefndir eiga að geta
starfað fyrir opnum
tjöldum. Rannsóknar-
nefndir með slíkt vald
þekkjast víða erlendis.
Allt þetta kjörtímabil
höfum við í Samfylk-
ingunni reynt að ná
þessu máli gegnum
Stefna
Samfylkingin, segir
Jóhanna Signrðar-
dóttir, vill auka aðhald,
valddreifíngu og lýð-
ræði í þjóðfélaginu.
Alþingi, en enn sem komið er án
árangurs.
Aukin ábyrgð í
stjórnsýslunni
Aiþingi hefur nú samþykkt til-
lögu sem undirrituð flutti ásamt
nokkrum öðrum þingmönnum
stjómarandstöðunnar um bætt sið-
ferði í stjómsýslunni. Efni tillög-
unnar er að að auka ábyrgð í
stjómsýslunni og skýra betur þær
siðferðisreglur sem þar eiga að
gilda.
Réttur til þjóðaratkvæða-
greiðslu
Til að auka lýðræðislegan rétt
fólks er líka nauðsynlegt að Alþingi
samþykki fmmvarp sem heimili
rétt kjósenda til að láta fara fram
þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðin
málefni. Margsinnis hafa fulltrúar
Samfylkingarinnar á Alþingi flutt
slíkt þingmál, en þar er mælt fyrir
um að fimmtungur kosningabærra
manna í landinu geti krafist þess
að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram
um lagaframvarp sem Alþingi hef-
ur samþykkt.
Fiskveiðistj órn
- úrbætur
Kvótinn
Staðreyndin er sú,
segir Jón fsberg, að
kerfínu þarf að breyta.
ÉG VAR að hlusta á
frambjóðendur til
væntanlegra þing-
kosninga nýlega. Sá,
sem síðast talaði, kvað
flokk sinn vilja breyt-
ingar og skoraði á
menn að koma með til-
lögur. Eg vil verða við
áskoraninni og kem
hér með mínum tillög-
um á framfæri.
1. Ríkisvaldið hafi,
ef þess gerist þörf
vegna hættu á ofveiði,
skýlausan rétt til þess
að takmarka veiðar úr
fiskistofnun í efnahags-
lögsögu landsins. Það
Jón
ísberg
sama á við um aðrar sjávarnytjar.
2. Allan afla skal koma með til
hafnar og nýta eftir því sem hægt
er. Veita má skipi varanlegan
aukakvóta fyrir vel nýttan afla. Fái
skip of mikinn afla skal hann flutt-
ur til hafnar og seldur. Hagnaður-
inn gangi til slysavarna á sjó.
3. Veiðar smábáta með handfæri
verði frjálsar öllum íslendingum
og þeim, sem búa og
búið hafa á landinu sl.
3 ár.
4. Allur kvóti er
bundinn við skip og er
óframselj anlegur.
5. Öll skip og bátar
skulu halda núverandi
kvóta sínum, þ.e. með-
alkvóta sl. 5 ár.
6. Þegar ný skip
bætast í flotann, skulu
þau fá kvóta, sem
svarar til meðalkvóta
skipa af sömu stærð
enda leyfi ástand fiski-
stofna stækkun flot-
ans.
7. Verði kvóti skips
ekki nýttur má ríkisvaldið selja
hann hæstbjóðanda. Þau kaup
gilda aðeins fyrir líðandi fiskveiðiár
og veita ekki rétt til varanlegs
kvóta. Ef kvóti verður þannig seld-
ur frá skipi, hefir það ekki áhrif á
kvótaúthlutun til viðkomandi skips
í framtíðinni. Hagnaðurinn gangi
til hafrannsókna.
8. Ríkisvaldið geti að tilhlutan
sveitarfélaga og í samráði við þau
veitt heimamönnum einkarétt til
veiða í næsta nágrenni byggðar-
lagsins.
Eg færi engin rök fyrir þessum
grannreglum. Þau geta allir fund-
ið. Staðreyndin er sú, að kerfinu
þarf að breyta og misgáfulegar til-
lögur settar fram. Kosturinn við
þessar reglur er, að í raun missir
enginn neitt, en allir græða (!) og
þó þjóðin og „fiskistofnarnir“ mest.
Höfundur er fv. sýslumaður.
flerra-
undirföt
v\l//
KRINGLUNNI '\C3<5!*~W
SÍMI 553 7355