Morgunblaðið - 17.04.1999, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 17.04.1999, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 53 UMRÆÐAN Heilbrigðisályktun Sjálf- stæðisflokks og sjúkraliðar Sjúkraliðafélag ís- lands var stofnað 21. nóvember 1966 eða 6 mánuðum eftir að fyrstu sjúkraliðarnir voru brautskráðir en það var á Akureyri. Einnig höfðu skömmu áður út> skrifast fyrstu sjúkralið- amir í Reykjavík, nánar tiltekið frá St. Jósefs- spítala, Landakoti. Ingi- björg R. Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur lagði tii að hin nýja stétt fengi nafnið sjúkraliðar og fyrsti formaður fé- lagsins var karlmaður, Þórhallur Bjarnason, en Ragnheiður Guðmunds- dóttir augnlæknir varð hins vegar fyrst til að vekja athygli á þöi-finni fyrir menntun sjúkraliða árið 1964. Fyrir þann tíma stai-faði aðstoðai-fólk við aðhlynningu sjúkra á hinum ýmsu sjúkrahúsum, undir stjórn hjúkrun- arkvenna en mikill skortur var á þeim á þessum tíma eins og reyndar er á hjúkrunarfræðingum enn í dag. A ár- unum 1966-1976 fór nám sjúkraliða fram á deildarskiptum sjúkrahúsum eða þar til Sjúkraliðaskóli Islands var stofnaður þ. 1. jan. 1976 og starfaði til ársins 1990 er hann var lagður niður. Árið 1975 hóf Fjölbrautaskólinn í Breiðholti kennslu fyrir sjúkraliða á heilsugæslubrautinni og stendur námið með mikiurn blóma, skólanum til sóma og fylgt er ýtrustu kröfum menntamálaráðuneytisins. Frá árinu 1975 til dagsins í dag hefur skólinn útski-ifað hátt í 500 sjúkraliða og í ár bætast væntanlega rúmlega 40 nýir sjúkra- liðar í hópinn. Fjölbrautaskólinn við Armúla gegnir einnig mikilvægu hlutverki fyrir sjúkraliða, því auk þess að útskrifa sjúkra- liða hefur hann haft ár- lega kennslu sem tekur 4V4 mánuð fyrir þá sjúkraliða sem vilja endurmennta sig. Einnig hefur skólinn staðið fyrir margskonai- vikulöngum og daglöngum námskeið- um í hinum ýmsu greinum hjúkrunar. Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur úrskrifað marga dugandi sjúkraliða og hef ég tekið eftir því, við að fletta Sjúkraliðatal- inu, að all margir þeirra fara í há- skolann á Akureyri og ljúka þaðan BS prófi í hjúkrunarfræðum. I sem stystu máli tekur nám sjúkraliða í dag 3 ár (sex annir) sem skiptist í 104 einingar bóklegt nám og 16 einingar verklegt nám. I dag eru menntunarmál sjúkraliða í góð- um farvegi, námið hnitmiðað og hag- kvæmt um leið. Mig langar aðeins að koma með frá eigin brjósti að vegna þess að nám sjúkraliða hefur ekki verið í nógu föstu formi á fyrstu ár- unum og þar sem mér finnst ráða- menn í dag ekki meta sjúkraliða al- veg að verðleikum, finnst mér vel koma til greina að sjúkraliðar gang- ist undir hæfnispróf, sem og aðrar heilbrigðisstéttir, þegar ráða skal í Heilbrigðisþjónusta Sjúkraliða, segir Ragn- heiður Asgeirsdóttir, skortir jafnrétti og valfrelsi. ábyi'gðarstöður sem ég vona að falli í hlut sjúkraliða, alveg eins og ann- an'a heilbrigðisstarfsmanna. Réttur sjúkraliða til starfa innan greinarinnar er hins vegar stórlega skertur. Sjúkraliðar starfa í dag samkvæmt lögum um sjúkraliða, sem sett voru árið 1984 og eru núm- er 58. Að vísu var reynt að fá þeim breytt 1995 á vorþingi en málið „dagaði uppi“ vegna ágreinings í endurskoðunamefndinni um 5. grein laganna, þar sem meiri hluti hennai' (4) vildi bæta inn í málsgreinina: „Sjúkraliði starfar á lækningasviði skv. fyrirmælum, undirhandleiðslu og á ábyi'gð læknis eða sérfræðings, að svo miklu leyti sem slík störf eru ekki falin öðrum með lögum eða reglugerðum.“ Minni hluti nefndaiTnanna (2) lagði hins vegar til að verksvið sjúki-aliða yrði óbreytt frá núgild- andi lögum, þ.e. sjúkraliðar starfi á hjúki'unarsviði eingöngu, undir stjórn hjúki'unarfi-æðinga. Því miður er of langt mál að birta lögin í heild, ásamt með breytingunum sem ekki náðu fram að ganga, en áhugamenn geta nálgast þau auðveldlega. Það er ekki ráðamönnum þjóðar- innar að þakka að enn skuli ungt og efnilegt fólk vilja hefja sjúkraliða- nám, við slíkan réttindaskort, heldur ber að þakka kjark þeirra sjálfra og trá á gildi námsins og óbilandi bjart- sýni á að úr rætist og það á næstunni. En á hvern hátt snertir heilbrigð- ismálaályktun Sjálfstæðisflokksins mál sjúkraliða? I drögum að stjórn- málaályktun Sj.fl., kaflanum um heil- brigðismál segir: „Framlög til heil- brigðisþjónustu hafa verið stóraukin á undanfórnum árum og íslensk heil- brigðisþjónusta er í fremstu röð. Ha- græðing í heiibrigðisþjónustunni og endurskoðun á einstökum þáttum hennar er hins vegar jafnan mikil- vægt viðfangsefni og hún þarf ávallt að standast miklar kröfur um gæði. Sjálfstæðisflokkurinn mun stuðla að áframhaldandi uppbyggingu heil- brigðisþjónustunnar og leggja sér- staka áherslu á nýjar leiðir til þess að nýta framtak einstaklinga, fyrii'- tækja og félagasamtaka, þannig að unnt verði að bjóða fram betri þjón- ustu fyrir lægri kostnað. Sjálfstæðis- flokkurinn telur að aðskilja þurfi betur hlutverk ríkisins sem kaup- anda og rekstraraðiia í heilbrigðis- þjónustunni í þeim tilgangi að efla kostnaðai'vitund og aðhald. Sjálf- stæðisflokkurinn vill nýta þá mögu- leika sem sjálfstæð rannsókna- og vísindastarfsemi í tengslum við heil- brigðisþjónustu gefur til nýrrar at- vinnustarfsemi í landinu og aukinna tækifæra fyrir háskólamenntað fólk.“ Sjúkraliðar hafa barist fyrii- aukn- um rétti síðan 1994. Sjúki’aliða skortir jafnrétti, valfrelsi og aukin Ragnheiður Asgeirsdóttir tækifæri. Sjálfstæðisflokkurinn boð- ar slíkt en það gera fleiri flokkar einnig. Heilbrigðisráðherrar Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og nú síðast Framsóknarflokks hafa því miður daufheyrst við réttlætiskröfum sjúkraliða og Sjálfstæðisflokkurinn hefur engan áhuga sýnt enn sem komið er, á málefnum þeirra. Hins vegar hafa sjálfstæðismenn lýst sig fúsa til að taka að sér stjóm heil- brigðismála, með sjálfstæðismann sem heilbrigðisráðheiTa. Undirrituð tók þátt í störfum heil- brigðismálanefndar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á dögunum og varð stórhrifin af ályktuninni sem þar varð til. Þá kviknaði sú von í brjósti sjúkraliðans að nú væri kannske saman kominn nógu stór hópur til að skynja og viðurkenna þörfina fyrir einmitt störf sjúkraliða en þeir geta boðið upp á, fái þeir til þess leyfi löggjafans: Góða frum- þjónustu í hjúkrun á stóru sjúkra- húsunum (aðhlynning, mötun, vökva- skráning, lyfjagjöf, legusáravamir, andlegur stuðningur o.s.fi’v.). Mikilvæg störf í þágu aldraðra og aldraðra, sjúkra á hjúkrunarheimil- um, langlegustofnunum og við heimahjúkrun. Aðstoð við lækna, tannlækna, sjúkraþjálfara, sérfræðinga og á læknamiðstöðvum, heilsugæslustöðv- um og víðar, og er fátt eitt nefnt. Til þessara starfa þurfa sjúkraliðar enga viðbótarmenntun. Eg sá Jóhann Heiðar Jóhannsson, lækni og lands- fundarfulltráa, á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins um daginn og hef les- ið báðar greinamar eftir hann í Mbl. 25. mai-s sl. og 9. aprá og líkað vel. Persóna hans, trá hans á stefnu flokksins síns og greinarnar hans tvær gerðu einhvema hluta vegna út- slagið á að ég freistaðist til að vekja enn athygli á réttindamálum sjúkra- liða. Kannske gerir flokkurinn „okk- ar“ gæfumuninn. Höfundur er sjúkraliði á öldrunar- lækningadeild SHR. Menntun - for- senda framfara ÞAÐ ER almennt viðurkennd staðreynd að menntun er ein helsta forsenda hag- vaxtar. Það er líka staðreynd að íslensk stjómvöld verja litlu til menntamála saman- borið við þær þjóðir sem við helst beram okkur saman við. A meðan nági-annaþjóðir okkar verja 7 til 9% af þjóðarframleiðslu til menntamála er þetta hlutfall 5% hjá okkur. Því þarf að breyta. Ást menntamála ráðherra á skóla- gjöldum Mikilvægi þess að menntun standi öllum til boða án tillits til efnahags verður aldrei of oft ítrek- að. Jafnrétti til náms er forsenda þess að velmegun ríki á Islandi á 21. öldinni. Viljum við búa í samfé- lagi þai' sem fyrsta flokks menntun telst til forréttinda þeirra sem eiga ríka foreldra? Slíkt leiðir ekki til hagkvæmustu niðurstöðu fyrir samfélagið í heild, þar sem hæfi- leikar til náms og starfs ráðast ekki af efnahag foreldra, heldur öðrum þáttum. Af þeirri ástæðu era hugmyndir menntamálaráð- herra, sem hann hefur reifað á heimasíðu sinni á Netinu, um skólagjöld á háskólastigi, fráleitar. Svikin loforð stjórnarflokkanna Síðustu Alþingiskosningar sner- ust að talsverðu leyti um mennta- mál. Þjóðarsátt ríkti um það hjá stjórnmálaflokkunum sem þá buðu fram að brýnt væri að að for- gangsraða í þágu menntunar við skiptingu ríkisút- gjalda. En orð eru til einskis nýt nema þeim sé fylgt eftir í verki og því miður hafa rík- isstj órnarflokkar nir ekki staðið við gefin loforð. Þetta sinnu- leysi Sjálfstæðis- flokks og Framsókn- arflokks gæti haft al- varlegar afleiðingar á framtíðarmöguleika þeirrar kynslóðar sem nú vex úr grasi. Svo getur farið að menntastefna ríkis- stjórnar Davíðs Odds- sonar afvopni Islend- inga í keppni þjóðanna, þar sem menntun og mannauður hafa úr- Nám Mikilvægi þess að menntun standi öllum til boða án tillits til efnahags, segir Yil- hjálmur H. Vilhjálms- son, verður aldrei of oft ítrekað. slitaáhrif á það hvernig þjóðum vegnar. Háskóli íslands hefur verið í fjársvelti í stjórnartíð ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Kennarar á mikilvægum sviðum, eins og tölv- unarfræði, hafa hrökklast frá vegna lágra launa og tölvukostur skólans getur á engan hátt talist viðunandi. í dag eru 50 nemendur um hverja tölvu í háskólanum, en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson erlendis er talið höfuðatriði að ekki séu fleiri en 20 nemendur um hverja tölvu, svo að aðgangur námsmanna að upplýsingahrað- brautinni sé tryggður. Bókasafn háskólans er að auki ekki samboðið neinum háskóla sem vill láta taka sig alvarlega. Það er Islandi til skammar að þessi mikla bókmenntaþjóð, sem ól af sér helstu fræðimenn Norður-Evrópu á miðöldum, fræðimenn sem skrif- uðu hrygglengju allra almenni- legra bókmennta þess tíma, skuli ekki eiga bókasafn á borð við með- alstóran bandarískan háskóla. LIN og framhaldsskólar Lánasjóður íslenskra náms- manna hefur og verið rekinn við landamæri almenns velsæmis í tíð þessarar ríkisstjómar. Grannfram- færsla er undir fátæktarmörkum, hana þarf að hækka myndarlega sem og frítekjumarkið. Það þarf að lækka endurgreiðslubyrði náms- lána og koma á samtímagreiðslum á nýjan leik. Jafnframt þarf að tryggja það að húsleigubætur dragist ekki frá lánunum og skerði þannig ráðstöfunartekjur. Einnig þarf að bæta tölvukost framhaldsskólanna og afnema fallskattinn alræmda, sem er eng- um til gagns. Hann hefur ekkert haft að segja í því að fyrirbyggja fall í framhaldsskólum og bitnar illa á þeim sem síst skyldi. Breytinga er þörf Breytinga er þörf. Það þarf að stórauka fjárframlög til mennta- mála því það kostar peninga að halda úti öflugu menntakerfi. Sam- fylkingin mun forgangsraða í þágu menntunar við skiptingu ríkisút- gjalda fái hún tækifæri. Framlögin til menntamála verða aukin jafnt og þétt eða um hálft prósent sem hlutfall af þjóðarframleiðslu á ári úr 5% í 7% á kjörtímabilinu. Því er mikilvægt að breyta rétt 8. maí og setja X við S. Höfundur er háskdlanemi og skipar 10. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavfk. Tvískinnungur Samfylkingar SAMFYLKINGIN fer mikinn þessa dag- ana við að kynna stefnu sína. Eitt af því sem hún hælir sér af er um- hverfismálin. Talsmenn hennar gagnrýna stjórnarflokkana fyrir stefnu þeirra í virkjun- armálum og halda því mjög á lofti að Sam- fylkingin sé umhverfis- vænn flokkur. Einn af þingmönnum fylking- arinnar, Ágúst Einars- son, gerði að tillögu sinni á Alþingi í vetur að ríkisstjórnin undir- ritaði Kyoto-bókunina og hið sama má heyra hjá ungliðanum Vilhjálmi H. Vil- hjálmssyni. Þetta er allt gott og Umhverfismál Yfírlýsingar Samfylk- ingarinnar, segir Kol- beinn Ottarsson Proppé, um stuðning við Kyoto-bókunina eru markleysa. blessað og það ber að fagna öllum þeim sem taka undh- þá sjálfsögðu kröfu að íslendingar staðfesti bók- unina hið fyrsta en undirritun er sem slík ekki á dagskrá lengur. Þversögn í málflutningi Einhvern veginn er holur hljómur í þessum málflutningi Samfylkingar- innar. Á síðustu dögum þingsins var lögfest frumvai'p iðnaðarráðherra um nýjar heimildir til virkjana í þágu stóriðju. í lögunum era veittar heimildir fyrir virkjunum við Vatns- fell, Búðarháls og í Bjamarflagi. Þessu frumvarpi ráðherra greiddu allir Samfylk- ingarþingmenn atkvæði sitt. Verði reistar þær málmbræðslur sem nýta eiga rafmagn frá þessum virkjunum þýð- ir það ekkert annað en það að við sprengjum þann ramma sem Kyoto-bókunin setur okkur. Allt tal Samfylk- ingarinnar um að undir- rita Kyoto-bókunina með þeim umframheim- ildum sem íslendingum standa til boða er því marklaust vegna þess að þingmenn hennai' hafa þegar samþykkt áætlanir um stóriðju sem þýða að Island fer langt út fyrir heimildir loftslagssamningsins. Samfylkingin í lið með ríkisstjórninni í atkvæðagreiðslunni sem fór fram hinn 11. mars síðastliðinn voru þingmenn óháðra einir á móti frum- varpinu um raforkuver. Það er þvi ljóst að Vinstrihreyfingin - grænt framboð er eini flokkurinn sem hafn- ar stóriðjuframkvæmdum og vill starfa innan þess ramma sem Kyoto- bókunin setur okkur. Yfirlýsingar Samfylkingarinnar um stuðning við Kyoto-bókunina era markleysa. Stjómmálamenn verða að sýna þá stefnu sem þeir aðhyllast í verki en ekki í orði. Samfylkingin hefur sýnt það að hún styður í raun stóriðju- stefnu Finns Ingólfssonar. Til við- bótar því sem að ofan greinir er Samfylkingin fylgjandi risaál- bræðslu á Austurlandi sem fullbyggð myndi þurfa meira rafmagn en nú er framleitt í landinu öllu. Höfundur er kosningastjóri U-listans í Reykjavfk. Kolbeinn Óttarsson Proppé
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.