Morgunblaðið - 17.04.1999, Page 60
60 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
+ Ásta Laufey
Gunnarsdóttir
fæddist í Reykjavík
1. september 1914.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur 9.
aprfl síðastliðinn.
Foreldrar liennar
voru Ingibjörg
Gísladóttir, f. 20.12.
1891, d. 12.3. 1993,
og Gunnar Gíslason,
f. 14.8. 1886, d.
25.10. 1917. Stjúp-
faðir Ástu var Zoph-
arn'as Friðrik Sveins-
son, f. 2.9. 1886, d.
12.9. 1963. Systkini Ástu eru:
Soffía Friðrika Zophaníasdóttir,
f. 1919, d. 1985; Sigurður Zoph-
aníasson, f. 1922; Ingvi M. Zoph-
aníasson, f. 1924; Kjaitíin Reynir
Zophaníasson, f. 1930; og Svein-
björg Zophaníasdóttir, f. 1931.
^ Hinn 14. mars 1937 giftist
Ásta Sigurþóri Óskari _ Sæ-
mundssyni, f. á Bakka í Ölfusi
25.10. 1915. Foreldrar hans
voru Guðbjörg Sigurðardóttir,
Mágkona mín Ásta Laufey er lát-
in. Hún gekkst undir mikla skurð-
aðgerð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur
nokkrum dögum áður en hún lést.
Mig langar að minnast hennar og
f. 1887, d. 1963, og
Sæmundur Jónsson,
f. 1884, d. 1971. Þau
eignuðust fimm
börn. Þau eru:
Gunnar Friðberg, f.
21.8. 1936, sambýl-
iskona Sigurdís
Baldursdóttir; Sig-
urður, f. 8.8. 1937,
kvæntur Helgu
Baldursdóttur, þau
eiga sex börn og 11
barnabörn; Ingi-
björg, f. 19.3. 1939,
gift Ágústi Inga
Eyjólfssyni, þau
eiga þrjú börn og sex barna-
börn; Sæmundur, f. 1.5. 1943,
kvæntur Maríu Einarsdóttur;
og Guðbjörg, f. 2.10. 1955, maki
I Jóhannes Ingólfur Jónsson,
þau eiga tvö börn, þau skildu;
maki II Jóhann Baldursson, þau
eiga tvö börn.
titför Ástu Laufeyjar fer
fram frá Hlíðarendakirkju í
Fljótshlíð í dag og hefst atliöfn-
in klukkan 11.
festa nokkrar línur á biað, enda seg-
ir meira en 30 ára vinátta til sín,
þegar góð og kærleiksrík mann-
eskja á í hlut.
Aðeins þriggja ára gömul missti
MINNINGAR
Ásta föður sinn, árið 1917. Móðir
hennar, Ingibjörg Gísladóttir, hin
mætasta kona, háði þá harða lífs-
baráttu eins og á stóð, til þess að
halda barninu hjá sér, sem henni
tókst giftusamlega. Ingibjörg gift-
ist síðan Zóphoníasi Sveinssyni,
húsasmiði árið 1919, þá var Ásta
orðin fimm ára. Ásta hefur sagt
mér að Zóphonías hafi ávallt reynst
sér hinn besti faðir, meðan hans
naut við.
Eftirlifandi eiginmanni sínum,
Sigurþóri Sæmundssyni, bónda og
síðar trésmiði, giftist Ásta hinn 14.
mars 1937. Þau bjuggu fyrst á
Reyðarvatni og Þorleifsstöðum á
Rangái’vöilum, en í Heklugosi 1947
fór bær þeirra í eyði. Það var þeim
mikill missir og lífsreynsla að lenda
í slíkum ósköpum. Næst fluttust
þau að Þórunúpi í Hvolhreppi og
bjuggu þar í meira en áratug, en
fluttu síðan til Reykjavíkur og
bjuggu þar í 18 ár, þar til þau
keyptu húsið Litlagerði 14 á Hvols-
velli. I næstu götu við þau bjuggum
við Denna, í Stóragerði 17, og var
því mikill samgangur á milli heimila
okkar. Þá kynntist ég Ástu mæta-
vel. Hún var mikil gæðakona, bæði
greind og vel verki farin, mjög víð-
lesin og hafði ákveðnar lífsskoðanir.
Eg naut þess að ræða við hana um
menn og málefni.
Er syrti að, hvað heilsu og aldur
snerti, fluttust þau Ásta og Sigur-
þór í dvalarheimilið Kirkjuhvol á
Hvolsvelli og bjuggu þar síðustu tvö
til þrjú árin og undu hag sínum
mætavel.
ÁSTA LAUFEY
GUNNARSDÓTTIR
Hér hefur verið stiklað á stóru í
lífshlaupi Ástu og Sigurþórs. Alla
tíð fylgdist Ásta vel með okkur
Dennu og börnunum og var hún
ávallt fyrst að hringja á afmælis- og
tyllidögum og óska okkur til ham-
ingju.
Hver stund sem við lifum er í
raun og veru merk timamót. Þau
mikilsverðustu lærum við stundum
ekki að meta fyrr en eftir á. Hugur
okkar Dennu er hjá eiginmannin-
um, sem mest hefur misst og send-
um við honum, bömum hans og öðr-
um ástvinum einlægar samúðar-
kveðjur. Brottferð Ástu til sólar-
landa eilífðarinnar er heillaför, þar
sem ástvinir biðu í varpa og tóku á
móti henni. Þangað liggur leið okk-
ar allra.
Eg þakka allt frá okkar fyrstu kynnum.
Pað yrði margt, ef telja skyldi það.
I lífsins bók það lifir samt í minnum,
er letrað skýrt á eitthvert hennar blað.
Eg fann í þínu heita stóra hjarta
þá helgu tryggð og vináttunnar Ijós
er gerir jafnvel dimma daga bjarta,
' úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(M.J.)
Sveinn Elíasson.
Jesús, láttu mig eignast þinn frið.
Unn þú mér í þínum friði að sofa,
í þínum friði að deyja,
í þínum friði upp að rísa
og í þínum friði eilíflega að gleðjast.
Amma, áttu mola? eða amma,
áttu kex? voru spurningar sem
amma var vön að heyra, ekki aðeins
frá barnabörnum og barnabarna-
börnum heldur líka frá krökkunum
í Litlagerðinu. Amma lumaði alltaf
á kexi eða mola og var ekki spör á
að láta okkur fá þegar við stóðum
og horfðum á hana með biðjandi
augum.
Þegar ég kom í heimsókn til
ömmu og afa frá Eyjum átti ég
alltaf von á litlum pakka með ein-
hverju dóti eða litabók og litum.
„Bara svo þér leiðist ekki hjá ömmu
gömlu,“ var amma vön að segja
þegar hún rétti mér dýrgripinn í
hvíta umbúðapappírnum. Nei, það
var ekki hægt að láta sér leiðast hjá
ömmu, maður hafði alltaf eitthvað
til að dunda sér við. Þær voru ekki
fáar stundirnar sem við krakkarnir
eyddum í skúrnum hans afa og töl-
uðum við hestana eða sátum og
kúrðum hjá ömmu og horfðum á
sjónvarpið eða lásum í bók.
Það fyrsta sem ég man eftir þeg-
ar ég hugsa um ömmu var hlýjan í
fanginu hennar og ég held að sú
hlýja sé það sem ég eigi eftir að
sakna mest af öllu.
Hvíldu í friði, elsku amma, og
láttu Guð og englana finna hlýjuna
sem þú gafst okkur í svo mörg ár.
Elsku afi, ég elska þig og vona að
góður Guð hjálpi þér og styrki í
sorginni.
Þín dótturdóttir
Marsibil Anna Jóhannsdóttir.
Elsku amma, nú ertu farin héðan
og ég veit að þú ert komin í annan
og betri heim þar sem þér líður vel.
Q jfV JjCJ I I
SINGAR
Gleðilegt sumar í orlofshúsum
og tjaldvögnum VR
VR auglýsir eftir umsóknum um dvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum félagsins sumarið
1999. VR hefur tekið á leigu nokkur hús yfir hásumarið og hefur nú yfir að ráða 46 húsum
auk þess sem 28 tjaldvagnar eru til útleigu.
Orlofshúsin eru á eftirtöldum stöðum:
Einarsstöðum á Völlum, S-Múlasýslu • Flúðum, Hrunamannahreppi • Akureyri • Bakka í Vatnsdal
Húsafelli í Borgarfirði • Ölfusborgum við Hveragerði • lllugastöðum í Fnjóskadal • Miðhúsaskógi
í Biskupstungum • Stykkishólmi • Kirkjubæjarklaustri • Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi
Tjaldvagnar
Einnig geta félagsmenn leigt tjaldvagna til 6 eða 13 daga. Tjaldvagnarnir eru leigðir frá miðvikudegi
til þriðjudags.
Leigugjald
Vikan í Miðhúsaskógi og á Flúðum kr. 11.000,-
Vikan annars staðar kr. 9.500,-
Tjaldvagn 6 dagar kr. 7.500,-
Tjaldvagn 13 dagar kr. 15.000,-
Úthlutunarreglur
Réttur til úthlutunar fer eftir félagsaldri í VR að frádregnum fyrri úthlutunum orlofshúsa.
Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur eru á skrifstofu VR, í VR blaðinu og á vefnum, www.vr.is.
Umsóknareyðublöð
Hægt er að sækja um á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu félagsins í Húsi
verslunarinnar, 1. hæð eða senda umsókn úr VR blaðinu bréfleiðis eða í myndrita, 510 17 27.
Einnig er hægt að sækja um á vefnum, www.vr.is. Ekki er tekið á móti umsóknum símleiðis.
Umsóknarfrestur er til föstudagsins 23. apríl. nk.
Svör verða send umsækjendum bréfleiðis 4. maí.
Starf okkar
eflir
þitt starf
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Aðalfundur Iðju
Aðalfundur Iðju, félags verk-
smiðjufólks verður haldinn
á Grand Hóteli Reykjavík,
Hvammi, mánudaginn
26. apríl 1999 kl. 17.00.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Sameining við Eflingu: Tillaga um skoðanakönnun meðal félags-
manna um sameiningu við Eflingu verður borin fram á fundinum.
3. Önnur mál.
Reikningar Iðju fyrir árið 1998 liggja frammi á skrifstofu félagsins.
Kaffiveitingar í boði félagsins.
Iðjufélagar eru hvattirtil að mæta á fundinn.
GAR
FELAGSUF
Dalvegi 24,
Kópavogi.
Almenn samkoma kl. 14.00.
Ræðumaður Helga R. Ármanns-
dóttir.
Allir hjartanlega velkomnir.
FERÐAFELAG
ISLANDS
MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533
Sunnudagsferðir 18. apríl
Kl. 10.30 Kalmanstjörn —
Staðarhverfi. Um 5—6 klst.
gönguferð um Prestastíg, gömlu
þjóðleiðina úr Höfnum til Grinda-
vikur. Verð 1.500 kr. Brottför
frá BSÍ, austanmegin og
Mörkinni 6. Einnig stansað
við kirkjug. Hafnarfirði og á
Njarðvíkurfitjum.
Kl. 13 Gengið í Fornasel. Um
3 klst. ganga frá Krisuvíkurvegin-
um að Fornaseli, forvitnilegum
stað sem fáir þekkja. Gengin
verður hluti af Hrauntungustíg
og komið við í gamalli fjárborg.
Fróðleg og skemmtileg ferð
undir leiðsögn Jónatans
Garðarssonar frá Umhverfis-
og útivistarfélagi Hafnarfjarðar.
Verö 1.000 kr., frítt f. börn m. fuli-
orðnum. Brottför frá BSÍ,
austanmegin, Mörkinni 6 kl.
13 og frá kirkjug. Hafnarfirði
kl. 13.20.
Afmælis- og jarðfræðiferð á
Reykjanes á sumardaginn
fyrsta kl. 11. Nánar kynnt eft-
ir helgi.
... i SAMBAND fSŒNZKRA
■%&(>■ KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Aðalstöðvar KFUM og KFUK,
Holtavegi 28.
Tilboðsdagar
Samkoma á Holtavegi 28 kl.
20.30. Maður tryggir ekki eftir
á: Torbjörn Lied spyr hvort þú
sért viss? Hvers vegna í ósköpun-
um Afrika? Guðlaugur og Vai-
gerður kristniboðar svara á
óvenjulegan og myndrænan hátt.
Erla og Rannveig Káradætur
syngja. Friðrik Jensen Karlsson
kveður sér hljóðs. Kaffi verður
selt eftir samkomuna.
</t
Hflllvcignrstig 1 • simi 561 4330
Dagsferðir sunnud. 18. apríl
Frá BSI kl. 10.30 Svínaskarðs-
leið, hin forna þjóðleið austan
Esju gengin. Verð 1.400/1.600 kr.
Frá BSÍ kl. 10.30 Esjuganga á
skíðum. Verð 1.200/1.400 kr.
Ferðaáætlun 1999
fæst á skrifstofu félagsins á
Hallveigarstíg. Hægt er að panta
eintak í síma 561 4330.
Skálavörður óskast
Útivist óskar eftir að ráða skála-
vörð i Fimmvörðuskála til skála-
vörslu frá miðjum júní og út
ágúst. Til greina kemur að ráða
hluta timans. Upplýsingar veitir
skrifstofa Útivistar.
Heimasíða: centrum.is/utivist.