Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 61
I
I
I
I
I
I
I
Núna getur þú haldið áfram að
fondra og prufa nýja hluti.
Það var alltaf svo gott að tala við
þig um allt. Vandamálin minnkuðu
um helming bara við að segja þér
þau og gleðin varð helmingi meiri
við að segja þér gleðifréttir og ég
veit að þú fylgist ennþá með og tek-
ur þátt í gleði og sorg með mér.
Eg mun líka alltaf muna eftir
stoltinu í augunum á þér þegar við
vorum að telja upp afkomendur
ykkar afa, fimm böm, þrettán
bamaböm og sautján bamabama-
böm. Afí var höfuð fjölskyldunnar
og þú varst aldursforsetinn.
Það var líka ótrúlegt hvað þú
varst dugleg að muna afmælisdaga
allra í þessari stóm fjölskyldu. Eg
gat alltaf bókað það að þú hringdir í
mig á afmælisdögum allra á mínu
heimili og yfirleitt sagðir þú. „Eg
sendi þér einhverja ómynd, fyrir-
gefðu Inga mín.“ Það var alltaf eitt-
hvað sem þú prjónaðir eða málaðir
og engin ómynd. Bestu vettlingar
og ullarsokkar stelpnanna em frá
langömmu á Hvolsvelli. Þetta vom
skemmtilegustu pakkamir, að sjá
hvað amma væri að gera núna.
Eg mun heldur aldrei gleyma
stundunum sem við sátum við eld-
húsborðið í Litlagerðinu og töluðum
um heima og geima og hlógum eins
og vitleysingar. Þetta voru þær
skemmtilegustu eldhúsdagsumræð-
ur, eins og við kölluðum þessar
stundir, sem nokkur hefði getað
komist í.
Amma mín, ég kveð þig með
miklum söknuði en hugga mig við
það að þú ferð samt aldrei úr hjört-
um okkar. Guð geymi þig, amma
mín.
Elsku afi minn, við höfum öll
misst mikið, en þú mest. Við skulum
öll standa saman og biðja guð um að
hjálpa okkur að takast á við þennan
mikla missi.
Inga Maren Ágústsdóttir.
Elsku amma, nú er þitt lífsins ljós
brostið og himnaljósið þér birtist. I
huga okkar varst þú amman sem
yrði 100 ára eins og langamma en
undir það síðata voru veikindi þín
þér sár og erfið.
Við systkinin viljum þakka þér
lífsgöngu þína með okkur. Börnin
okkar þakka ylinn og kærleikann
sem þau fengu í vöggugjöf með
handunnu teppunum þínum. Við
þökkum fyrir þína fallegu hluti,
heklið, ísauminn, handmáluðu dúk-
ana og postulínið, allt lék í höndum
þínum. Ætíð var heimili ykkar afa
okkur opið og við eigum margar
góðar minningar þaðan, t.d. gleym-
ist seint kandísinn og skyrhræring-
urinn.
Elsku amma, nú ert þú laus við
þjáningamar og við erum Guði
þakklát fyrir það. Við munum sakna
þín en geymum minninguna um þig
í hjarta okkar.
Guð blessi þig, kæra amma. Elsku
afi, Guð styrki þig um ókomin ár.
Systkinin Þórunúpi og
fjölskyldur.
Elsku amma. Langri ferð þinni
sem þú hófst fyrir rúmum áttatíu og
fjómm ámm er lokið. Ekki er hægt
að hugsa sér fallegri eða betri
áfangastað en himnaríki. Nú ferðast
þú á nýrri grund, nýtt ævintýri er
hafið. Þegar komið er að kveðju-
stund lítum við um öxl og fram
streyma minningar úr öllum áttum,
allt frá bamæsku þar til nú fyrir ör-
fáum dögum. Það var alltaf jafn
gott að koma í heimsókn til ykkar
afa, því við vissum að við vomm
ávallt velkomin og vel það.
Minningar okkar systkinanna em
margar, bæði góðar og ánægjuleg-
ar. Þótt erfitt sé að ímynda sér til-
vemna án þín, getum við huggað
okkur við það að nú líður þér vel og
ert laus við allar þær hömlur og
höft sem líkaminn setur okkur. Ég
sé þig fyrir mér brosandi, hrausta
og ánægða þar sem þú stendur við
hlið mömmu þinnar, pabba, og
systra ásamt fleiri vinum og ætt-
ingjum sem famir vora á undan
þér. Ég veit þú fylgist með okkur
áfram, þó við sjáum þig ekki lengur.
Við eram þér ævinlega þakklát
fyrir alla þá ást og blíðu sem þú hef-
ur gefið okkur í gegnum tíðina.
Amma mín, við kveðjum þig með
söknuði og trega í hjörtum okkar
um leið og við biðjum góðan guð að
geyma þig.
Elsku afi, missir þinn er mestur,
við reynum okkar besta til að styðja
þig og styrkja. Ömmu líður vel.
Ásta Laufey og Sigurþór Óskar.
Mig langar í fáeinum línum að
minnast móðursystur minnar sem
kvaddi þennan heim föstudaginn 9.
apríl sl.
Þegar hringt var í mig og mér til-
kynnt um fráfall Diddu á Þóranúpi
eins og ég kallaði hana alltaf bregð-
ur manni, þó svo að þetta sé eitt af
því fáa sem maður veit að allir þurfa
að ganga í gegnum, þ.e. dauðann, en
ég sat hjá frænku minni daginn áð-
ur en kallið kom. Það var frekar lít-
ið talað enda Didda mjög veik, en ég
er þakklátur Guði fyrir þann tíma
sem við áttum saman þetta fimmtu-
dagskvöld.
Didda var gift frænda mínum
Sigurþóri Sæmundssyni frá Þor-
leifsstöðum á Rangárvöllum og hóf
hún þar búskap. Þau eignuðust 5
böm, þ.e. Gunnar Friðberg, Sigurð,
Ingibjörgu, Sæmund og Guðbjörgu.
Það vill þannig til að faðir minn og
Sigurþór voru systkinabörn, ættað-
ir frá Tungu í Fljótshlíð, og senni-
lega hafa foreldrai’ mínir kynnst á
Þorleifsstöðum. Þóri og Didda flutt-
ust síðar að Þóranúpi í Hvolhreppi.
Ég var víst rétt tveggja mánaða er
ég fór fyrst til Diddu og Þóra og þar
lærði ég víst að ganga. Ég var s /o í
sveit hjá Diddu og Þóra á hverju
sumri til 15 ára aldurs og kom alltaf
við þar til þau hættu búskap og
fluttu til Reykjavíkur, en þá gisti ég
oftast hjá þeim er ég var í Reykja-
vik. Didda og Þóri fluttust síðan á
Hvolsvöll og bjuggu að Litlagerði
12 þangað til þau seldu og fluttu á
Dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvols-
velli. Didda frænka átti mikinn kær-
leika sem ég fékk að njóta, og oft
hljóp ég sem lítill drengur ef eitt-
hvað var að hjá mér til Diddu og
hélt mér fast í pilsfaldinn hennar og
hún þerraði tárin, en hún vildi líka
að maður gegndi sér. Ég held að
Didda og Þóri hafi komið næst for-
eldram mínum í væntumþykju.
Það var nú einhvemveginn
þannig þó maður sé sjálfur kominn
á sextugs aldur og fer í gegnum ár-
in sem ég var á Þóranúpi, hvað
maður man ótrúlega skýrt eftir öllu,
og það er notaleg tilfinning að leyfa
baminu í sjálfum sér aðeins að
koma fram í minningunni. Eitt sinn
sagði frænka mín mér það að hún
segði nú aldrei að böm væra ófríð,
en þú Friðrik minn varst sérstak-
lega ófrítt barn, en ég verð að segja
að þú hefur lagast með áranum! Svo
hló hún við. Ég er líka viss um að
það væri hægt að skrifa heila bók
um Diddu því hún var ákaflega vel
gefin kona, víðlesin og fróð um flest.
Kæri Þóri, böm og aðrir ættingj-
ar, ég veit að söknuður ykkar er
mikill en við vitum að Guð er góður
og miskunn hans varir að eilífu.
Didda frænka var góð kona sem ég
mun geyma vel í minningunni.
Elsku frænka, ég kveð þig nú en
við hittumst seinna, og ég veit að þú
ert leidd að vötnunum þar sem þú
munt næðis njóta í dýrð drottins.
Friðrik Ingi Óskarsson.
Formáli minningargreina
ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um
hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá-
inn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar
komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun-
um sjálfum.
MAGNÚS HOFDAL
SIGURÐSSON
+ Magnús Hofdal
Sigurðsson
fæddist í Ytri-Hof-
dölum í Skagafirði
6. október 1916.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Skagfirðinga
11. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Þóranna
Magnúsdóttir, f.
19.8. 1895, d. 30.7.
1968, og Sigurður
G. Jósafatsson, f.
15.4. 1893, d. 5.8.
1969. Systkini
Magnúsar eru Jósa-
fat, f. 1917, Guðrún Ólöf, f.
1919, Iátin, Guðrún Bergs, f.
1921, Iátin, Hólmsteinn, f. 1924,
Lilja Ólöf, f. 1926, látin, Sigur-
berg Magnús, f. 1931, og Ósk, f.
1933.
Hinn 3. janúar 1943 kvæntist
Magnús Unni Guðmundsdóttir,
f. á Lýtingsstöðum í Skagafirði
hinn 7. ágúst 1917. Foreldrar
hennar voru Guðmundur Stef-
ánsson, f. 26.8. 1879, d. 5.4.
1959, og Þórunn Baldvinsdóttir,
f. 8.10. 1870, d. 24.10. 1937.
Unnur lést hinn 30. sept. 1994.
Dóttir þeirra er
Sigurlaug, f. 5. sept.
1949. Hennar mað-
ur er Guðmundur
Guðmundsson, f. 23.
des. 1949. Þau eru
búsett á Sauðár-
króki. Þeirra börn
eru: a) Unnur Elfa,
f. 3. des. 1970, í
sambúð með Jóni
Viðari Magnússyni,
f. 15. sept. 1968.
Þeirra dóttir er Sig-
urlaug Rún, f. 10.
júní 1997. b) Alfa
Lára, f. 26. maí
1978. c) Guðmundur Víðir, f. 2.
júní 1982.
Magnús ólst upp í Skagafirði
og á yngri árum vann hann ým-
is störf til sjós og lands. Árið
1947 settust þau hjón að á Sauð-
árkróki og bjuggu þar síðan.
Magnús lærði húsasmíði og
starfaði við iðn sína, lengst af
hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og
veitti um árabil forstöðu tré-
smíðaverkstæði kaupfélagsins.
Utför Magnúsar fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 11.
Elsku afi. Nú ert þú farinn í
ferðalag. Ferðalag sem í raun kom
okkur ekki á óvart en samt voram
við ekki alveg tilbúin og fylltumst
trega og söknuði.
Þú varst aldrei mikið fyrir ferða-
lögin nema þá helst á hestunum þín-
um. Þér fannst skemmtilegt að
þeysa um fjöll og grænar grundir í
góðra vina hópi. Þú varst alltaf með
hesta og nokkrar kindur sem vora
þín áhugamál. Það vora nú ófáar
ferðirnar sem við keyrðum upp á
nafimar til að huga að búskapnum
og horfa yfir fjörðinn. Við systkinin
eram þakklát fyrir það að hafa
kynnst sauðburði, heyskap, haust-
verkum og ekki síst vetrarverkum
þótt við værum misdugleg að fara
með þér í húsin og sinna þeim. Þú
kenndir okkur fljótlega að keyra bíl
þótt við hefðum ekki aldur til því
þér þótti gott að hafa einhvem með
þér við að reka kindumar frá rétt-
inni út kindastíginn og inn á tún. Þá
var gott að hafa einhvem til að
keyra bílinn þar sem þú varst ýmist
gangandi eða á hesti.
Eins langt og við munum varst þú
á verkstæðinu og komum við oft til
þín og dunduðum okkur þar. I ófá
skiptin fengum við að fara í búðina
til Bjarna Har. sem var í næsta húsi
og kaupa okkur nammi. Við lærðum
á verkstæðinu að halda á hamri og
lögðum undir okkur neðstu skúff-
una í gamla skrifborðinu hjá ykkur
ömmu á Hólmagrandinni við smíð-
ar. Árin liðu og skúffan varð ónýt og
þá færðist smíðavinnan í bílskúrinn.
Þar var oft handagangur í öskjunni,
mikið var af verkfæran að ógleymd-
um rennibekknum þar sem mörg
meistarastykkin urðu til. Jólagjafa-
vinnsla hófst á haustin í stóram stíl
en alltaf varst þú nú samt yfirsmið-
urinn.
Þú varst alltaf eftirlátur við okk-
ur og við komumst upp með ýmis-
legt hjá þér en amma var fastari
fyrir og reyndi að hafa reglu á hlut-
unum og siða okkur aðeins tíl. Allir
dagar voru nammidagar hjá afa og
var nammikannan alltaf á sínum
stað með brúnum töggum og öðru
góðgæti.
Oll aðfangadagskvöld vorum við
saman, þá komum við til ykkar með
fullan bfl af jólapökkum og ekki
minnkaði farangurinn á heimleið-
inni. Við sögðum stundum að þetta
væru flutningarnir miklu, en við
þurftum þó ekki að fara langt því
við bjuggum í næstu götu.
Þér fannst sjálfsagt að keyra
okkur hvert sem við vildum. Meira
að segja á milli húsa þegar við vor-
um að bera út blöð hvort sem eitt-
hvað var að veðri eða ekki en samt
áttum við snjógalla og góða skó því
þegar þú varst bam og unglingur
vora ekki til slík kuldafót né bflar
og þú varst í sendiferðum á milli
bæja með hesta og ýmsan varning í
vonskuveðram.
Þó að leið okkar lægi að heiman í
skóla, vinnu eða í frí þá vildir þú
alltaf fylgjast með okkur og eftir að
Sigurlaug Rún langafastelpa fædd-
ist fylgdist þú líka með þroska
hennar, ekki síst málþroska og
hafðir þú stundum á orði að það
kæmi þér ekki á óvart hvað hún fór
snemma að tala því við mæðgumar
tölum allar hátt og mikið.
Þú varst mjög fljóthuga og það
sem þér datt í hug að gera hefði
verið gott ef það hefði getað gerst í
gær. Þér fannst nú litla flugvélin
sem við komum stundum á norður
nú ekki mjög traustvekjandi og
kallaðir það „h'tið horn“ en þegar
Jón bauð þér í flugtúr yfir Skaga-
fjörðinn eitt sumarið varstu fljótur
að þiggja það og hafðir á orði að þú
gætir nú ekki annað en séð Fjörð-
inn úr lofti svona fyrst það væri
tækifæri til.
Eftir að amma dó breyttust að-
stæður þínar og heilsan og lífslöng-
unin minnkaði. Þú naust góðrar um-
mönnunar og hafðir góðan félags-
skap af stelpunum þínum á dvalar-
heimilinu. Við viljum ásamt mömmu
og pabba þakka öllu því góða starfs-
fólki sem starfar á Heilbrigðisstofn-
un Skagafjarðar góða umhugsum
og velvilja um árabil.
Elsku afi, nú erað þið amma sam-
an á ný. Minningin um ykkur lifir í
hjarta okkar.
Unnur, Alfa og Vi'ðir.
Kæri Magnús. Ég kveð þig nú
með söknuði. Við vissum nú senni-
lega báðir hvert stefndi, núna ert þú
kominn í fang þinnar kæra Unnar.
Þegar ég lít til baka og hugsa um
þig þá sé ég þennan glettna stríðn-
issvip á þér. Já, þú áttir ekkert sér-
lega erfitt með að finna spaugilegar
hliðar á hinum ýmsu málum og svo
varstu líka stríðinn með eindæmum
og gast æst fólk upp með þínu ró-
lega yfirbragði, og röltir svo rólega í
burtu þegar þér fannst nóg komið.
Þú áttir hestana sem þitt áhugamál,
ég hafði flugið sem mitt og man ég
vel þegar þú fórst í þína einu flug-
ferð með mér. Þú lést þig sennilega
bara hafa það til að gera mér til
geðs. Þú sagðir eftir flugið að þér
líkaði nú betur á jörðinni. Seinna
þetta sama ár komst þú hingað til
Reykjavíkur með Fokker-flugvél og
fyrstu orð þín við mig vora þau að
þetta væri nú betri ferðamáti en
þessar litlu flugvélar.
Þegar ég dvaldi hjá þér og Unni
var oft mjög gott að setjast með þér
og spjalla við þig um heima og
geima. Þú hafðir gaman að tala um
hestana þína og kindur. Þú hafðir
mig einu sinni með til að tína upp
heybagga af túninu og Unnur Elfa
var búin að segja mér svo oft að þú
hefðir sagt við hana að hún yrði að
ná sér í mann sem hægt væri að
nota í heyskap. Ég held ég hafi
staðið mig ágætlega, allavega gafst
þú ekkert annað í skyn. Það var
gott að kynnast þér og fá að njóta
samvista með þér.
Takk fyrir allt, Magnús, og hvfl í
friði.
Jón Viðar.
Elsku langafí minn. Nú er ég
loksins búin að læra bænina sem þið
Lella amma kennduð mér þegar ég
var í heimsókn hjá ykkur um dag-
inn.
Ó, Jesú bróðir besti
og bamavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína,
á bamæskuna mína.
(P. Jónsson)
Bless, Maggi langafi.
Þín
Sigurlaug Rún.
Menn þeirrar kynslóðar, er áttu
sín manndómsár um miðja öldina,
sem nú er að ljúka, era einn eftir
annan að kveðja þennan heim. Fólk-
ið sem ólst upp í fátækt kreppuár-
anna, kom undir sig fótunum af eig-
in dugnaði og átti hlut að því, að
byggja grunninn að velferðarþjóð-
félagi dagsins í dag. Þeir sem nú
eru að taka við og era sífellt að
kvarta yfir bágum kjöram sínum
mættu hugleiða, hve stutt er síðan
lífskjörin vora hér allt önnur og lak-
ari en nú er.
Þessar hugrenningar fara um
huga þess, er þessar línur ritar, eft-
ir að fréttist lát Magnúsar Sigurðs-
sonar fv. verkstæðisformanns hjá
Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðár-
króki. Magnús var á áttugasta og
þriðja aldursári er hann lést.
Eiginkona Magnúsar var Unnur
Guðmundsdóttir frá Lýtingsstöð-
um. Þau eignuðust eina dóttir, Sig-
urlaugu, sem gift er Guðmundi Guð-
mundssyni framkvæmdastjóra á
Sauðárkróki. Magnús og Unnur
reistu sér hús að Hólavegi 7, og síð-
ar að Hólmagrund 13, á Sauðár-
króki og þar bjuggu þau sér fallegt
heimili. Unnur lést 30. sept. 1994.
Eftir lát Unnar bjó Magnús einn
meðan heilsan leyfði og naut um-
önnunar dóttur sinnar og tengda-
sonar, En þegar heilsan þvarr og
ekki var lengur talið fært að hann
væri einn í húsinu fluttist hann á
Dvalarheimili aldraðra á Sauðár-
kóki. Það lýsir Magnúsi vel, að þeg-
ar hann vegna vanheilsu gat ekki
búið einn lengur, vildi hann heldur
fara á Dvalarheimilið heldur en búa
hjá dóttir sinni og tengdasyni,
vegna þess að hann vildi ekki vera
til meiri byrði en nauðsynlegt var.
Leiðir okkar nafna míns lágu
saman þegar við báðir unnum hjá
Kaupfélaginu á Sauðárkróki, þar
sem Magnús vann við smíðar og síð-
ar sem formaður Trésmíðaverk-
stæðis Kaupfélagsins. Hann átti oft
leið í Byggingarvöradeildina vegna
starfs síns og sá er hér ritar kom
stundum við á Trésmíðaverkstæð-
inu. Oft var þar glatt á hjalla í kaffi-
tímum, einkum ef rætt var um
hesta og hestamennsku. Þar vora
þá líka Daddi Jónasar, Einar Sig-
ti’yggs, Mundi Gulla o.fl. Þeir vora
allir hestamenn eins og góðum
Skagfirðingum sæmir og áttu góða
hesta. Magnús hirti sjálfur sína
hesta, eins og hér tíðkast enn í dag
og fór oft á hestbak á kvöldin, þegar
voraði og ísa leysti. Utreiðar og
samvistir við hestana voru stór hluti
af lífi hans. Um helgar var stundum
farið í lengri ferðir, gjarnan margir
saman. Ekki var sá er hér ritar með
í slíkum ferðum, en fékk af því
fregnir, að oft væri glatt á hjalla.
Þar var tekið lagið, gefin laus taum-
ur og gammur látinn geisa.
Magnús Sigurðsson hefur haft
vistaskipti og hver veit nema enn
gefist kostur á góðum reiðtúr á víð-
um völlum í nýjum heimkynnum.
Við hjónin þökkum samfylgdina og
vottum aðstandendum samúð.
Magnús H. Sigurjúnsson.
<