Morgunblaðið - 17.04.1999, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 17.04.1999, Qupperneq 62
62 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ AGUSTA KRISTIN BASS + Ágústa Kristín Bass, fæddist á Akranesi 21. maí 1945. Hún lést á heimili sínu 7. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðrún Ingólfsdótt- ir og Roy Lee Bass. Kristín kom fimm daga gömul í fóstur til fósturforeldra sinna, Gísla Magn- ússonar, f. 16. mars 1905, d. 2. apríl 1998, og Guðmundu Gisladóttur, f. 26. nóvember 1900, d. 3. apríl 1986. Þau voru ábúendur á Brekku á Hvalfjarðarströnd. Barn Guð- mundu var Guðrún Ágústsdótt- ir, f. 25. sept. 1926, d. 20. okt. 1993, gift Gunnari Nikulássyni. Böm þeirra em: Guðmundur Ágúst, Guðbjörg og Gísli Rúnar Már. Dætur Guðrúnar, Helga og Margét Gísladætur, ólust upp samtíða Krist- ínu á Brekku. Hinn 29. apríl 1967 giftist Kristín Ólafi Gylfa Hauks- syni, f. 28. desem- ber 1946. Þau skildu. Sambýlis- maður Kristínar var Erlingur Ein- arsson, f. 28. maí 1945. Kristín ólst upp á Brekku við almenn sveitastörf og tók þar við búi ásamt Erlingi Ein- arssyni af fósturfor- eldrum sínum. Kristín stundaði nám við hús- mæðraskólann á Varmalandi og vann ýmis störf en frá 1968 vann hún við afgreiðslu í veit- ingaskálanum í Ferstiklu til dánardags. Utför Kristínar fer fram frá Hallgrímskirkju í Saurbæ í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Undir háu hamrabelti, höfði drúpir h'til rós, 0^ þráir lífsins vængjavíddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn, rósin mín, er kristalstærir daggardropar dijúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, kijúpa niður, kyssa blómið, hversu dýrðlegt finnst mér það. Finna hjá þér ást og unað, yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Hallgr.) Elsku vina, þakka tímann sem við áttum saman. Erlingur. Elsku Stína mín. Nú hittist allt sama fólkið og miklu fleira, aðeins ári eftir að hann afí á Brekku dó og nú er það önnur persóna sem fólk er komið til að kveðja og það ert þú, Stína mín. Nú ertu farin burtu frá okkur og kemur aldrei aftur. Þú hef- ur verið kvödd til æðri starfa annars staðar. Ég hugga mig yfir því að hitta þig einhvern tímann seinna. Allir voru harmi slegnir yfir fráfalli Jl þínu enda þekktu þig svo ótal marg- ir. Þetta dauðsfall kom öllum að óvörum og enginn tími vannst ítil að kveðja. Mikið verður af tárum í dag því það er víst að allir eiga eftir að sakna þín sárt en ég á eftir að sakna þín miklu meira. Ég var í skólanum þegar ég frétti að þú værir dáin. Ég á alltaf eftir að muna þennan dag því það var vont veður, rok og rigning en veðrið varð enn verra þegar ieið á daginn. Kannski voru veðurguðirnir að syrgja þig líka. Allir sem þekktu þig vita hversu góð persóna þú varst og ekki fór það fram hjá neinum að ég var í uppá- haldi hjá þér. Þú varst alltaf hlý og ^ góð og tilbúin að hlusta á mig. Þegar þú hringdir heim talaðirðu oft við mig í korter til tuttugu mínútur áður en þú talaðir við mömmu. Þá viidirðu fá allt það sem var nýjast í fréttum m.a. hvað var að frétta af mér og vinkonum mínum sem þú þekktir. Lífsgleði þín, kraftur og einstaki hláturinn sem maður þekkti um leið og maður heyrði smitaði út frá sér. Alltaf þegar við komum að Brekku byrjuðum við á því að fara út í gamla bæ. svo eftir u.þ.b. hálftíma heyrði maður í klossunum þínum á mölinni, hurðinni hrint upp og þrammað var * ) niður í eldhús: „Hæææ,“ og hlátra- sköllin byrjuðu strax og ómuðu um ailt eldhús. Hlýjan streymdi frá þér og fyrr en varði varstu búin að kyssa og knúsa alla sem voru komnir í heimsókn. Svo spjallaðirðu við fólkið um hvað var í fréttum. Svo hvarfstu upp á loft en ekki leið á löngu þar til alltaf var kallað: „Eva Björk, komdu,“ og ég kom upp til þín. „Komdu, ég ætla að sýna þér.“ Og við röltum yfir til þín. Þú sýndir mér allt það nýjasta sem þú varst að gera. Þú varst að sauma sængurgjöf handa þessum og þessum. Þessi og þessi var búinn að panta hjá þér þetta og hitt. Aðrir voru aftur á móti búnir að panta eitthvað sem þú varst búin að gera. Að gera úr tré var það nýjasta hjá þér og voru komin ósköpin öll af því upp á vegg hjá þér. Langur tími leið á milli þess sem ég kom inn á Brekku og alltaf hafðirðu nóg til að sýna og segja mér. Þegar sýningin var búin endaði hún mjög oft á: „Langar þig í svona?“ og „hver er best?“ Stundum máttirðu ekkert vera að því að bíða eftir svari og hélst áfram að tala. Því þú vissir ávallt svarið. Ollum finnst gott og gaman að koma á Brekku en ég á eftir að sakna fjörsins og látanna í þér næst þegar ég kem. Ég held ég hafi verið sjö eða átta ára þegar ég byrjaði að koma á Brekku til að vera í sauðburðinum og kom ég á hverju sumri þangað til ég var um tólf ára. Ég fékk strax mína kind og nokkrum sumrum síð- ar voru þær orðnar þrjár. Ég man þegar þú hringdir í mig eitt vorið til að segja mér að ég hefði eignast lambadrottninguna það vor. Við krakkarnir voru látnir dútla við ým- islegt og þegar fjórhjólið kom feng- um við einstöku sinnum að fara á því að gá að kindunum. Ég man hvað ég var alltaf stolt þegar þið Elli hrósuð- uð mér. Þegar ég var í sveitinni vor- um við stundum eins og mæðgur því að svo nánar vorum við og gátum bara spjallað um hitt og þetta. Þið voruð alltaf svo góð við mig og var ég dekruð í bak og fyrir. Alltaf var ég að fá hinar og þessar gjafir, stór- ar og litlar. Ég var fimm ára þegar þið gáfuð mér rauða brio-dúkku- vagninn í afmælisgjöf og alltaf komstu með stærstu og flottustu kökurnar í afmælið mitt þegar ég vai- yngri. Alltaf beið ég spennt eftir því að sjá þína köku því alltaf voru þær fallega skreyttar með hinu og þessu og hlaðnar alls konar sælgæti. Þegar ég var hjá ykkur í sauð- burðinum fyrstu árin varstu alltaf að segja að ég væri sælgætissjúk en þú gafst mér nú samt mest af því öllu. Alltaf komstu með eitthvert slikkerí í hvert skipti sem þú komst úr Stiklunni. Svo var það tímabilið sem körfuboltamyndir voru í tísku, þá varstu alltaf að lauma að mér einum og einum pakka sem voru á endan- um svo margir að Elli þurfti að kaupa möppu og plast undir allan flotann og ég var voðalega stolt af þessu. Enda átti ég orðið fleiri myndir en margii- strákar. Stundum komstu örþreytt heim úr vinnunni og þá baðstu mig alltaf um að nudda á þér axlirnar sem ég gerði. Svo lagðirðu þig stundum, annaðhvort áður eða eftir að þú komst úr vinn- unni og þá man ég að ég læddist eins og mús til að vekja þig ekki. Ég gleymi aldrei sögunum sem þú sagðir mér þegar þú, mamma og Helga voruð litlar, eins og sagan um það þegar þið voruð uppi á höfða að leika ykkur og hermennirnir komu. Þið urðuð alveg lafhræddar, en amma Munda hafði fylgst með ykkur og kom þá askvaðandi og hermenn- irnir voru fljótir að láta sig hverfa. Þú sagðir mér líka ýmsar sögur frá því þegar ég sjálf var lítil. Eins og frá því þegar erfisdrykkjan var hjá ömmu Mundu og ég var fjögurra ára gömul. Þá labbaði ég á eftir grá- hærðri konu og kallaði hana ömmu Mundu eða þegar ég var tveggja til þriggja ára og var fyrir utan Brekku að leika mér með Evu. Svo eftir há- degismatinn fóru pabbi og Elli niður í hval og fyrr en varði var ég og hundurinn horfinn líka. Þegar þið fóruð út að gá að okkur var ég komin niður að veg og hundurinn hélt i peysuna hjá mér og dró mig frá veg- inum. Það eru bara þú og Helga sem segið mér einhverjar sögur síðan þið voruð yngri og mér fannst alltaf svo gaman að hlusta á þær. Þú varst alltaf handlagin og þá sérstaklega við eitthvað sem tengd- ist saumaskap. En svo fékkstu líka undrasaumavélina sem gat næstum allt og þá vaktirðu langt fram eftir við að sauma eitthvað nýtt, alveg rosalega smart. Þessi saumavél átti huga þinn allan næstu vikumar því hún gat gert ýmislegt og þú varst al- veg svakalega montin. Ut frá áhuga þínum á þessari saumavél fórstu að dunda þér við ýmislegt fleira, eins og að mála á tré, því alltaf hafðirðu eitthvað að gera. Þú varst m.a. snill- ingur í því að tala í símann og í eitt skipti þegar þú varst búin að tala í símann í hátt á annan klukkutíma bað Elli mig að fara fyrir sig inn í eldhús og segja sér hvað tölumar yrðu á skjánum þegar þú værir búin í símanum. En þú varst nú nógu sniðug að skella á þegar ég sá ekki til og aldrei fékk Elli að vita ná- kvæmlega hvað þú talaðir lengi í símann í það skipti. Þú lést mig stundum fara með Ella í bæinn og þá fannst mér skemmtilegast að fara í sölu varnarliðseigna. Einu sinni keypti Elli handa mér hundrað Bat- mansleikjóa, mér, sem var sælgætis- sjúk. Þér fannst það ansi sniðugt en þú hlóst nú manna mest þegar ég sagði að besti klósettpappírinn væri bleikur og blár og fengist bara í sölu varnarliðseigna. Seinna meir fór ég svo að draga mömmu og pabba með mér þangað. Sjaldan hef ég verið jafn ánægð og þegar þú sagðir mér að ég mætti fara með Ella að kíkja á boxerana meðan þeir voru enn úti í Hrísey. Ekkert varð af því í það skipti en Elli tók mig svo upp í á Hvamms- tanga í leiðinni heim þegar hann var búinn að sækja þá og var að fara með þá heim á Brekku. Ég man hvað þú elskaðir garðinn þinn og naust þess að dúlla þér í honum á sumrin. Alltaf var grillað nokkrum sinnum á sumrin og borðað í garðinum. Það var í eitt skipti sem þú grillaðir læri og gleymdir þér við eitthvað. Lærið brann og varð alveg mauksoðið en mér fannst það samt gott. Enginn gat gert eins gott salat með hvítri dressingu og þú en það var bara eins og kjötsúpan hennar ömmu á Má. Þegar sauðburðurinn var svo á enda gáfuð þið Elli mér alltaf pen- inga til að kaupa mér eitthvað þó þið hefðuð öll, þú, Elli, afi og Jóa, dekrað við mig eins og litla prinsessu allan tímann sem sauð- burðurinn stóð. Eftir að ég varð þrettán ára fór ég að koma miklu sjaldnar á Brekku, en alltaf var snúist jafn mikið í kringum mig þegar ég kom. Svo fermdist ég og þá fékk ég æðardúnssængina sem við vorum búin að safna í úr hreiðr- unum í höfðanum og mýrunum. Ég man hvað þú varst alltaf að segja við fólk og ég heiti því, Stína mín, að ég mun hafa það hugfast í framtíðinni. Minning þín lifir og ég mun alltaf muna þig hlæjandi, kraft- mikla og ekki síst muna alla hlýjuna sem þú gafst mér. Allt þetta ein- kenndi þig síðast þegar ég talaði við þig. Þá komstu strunsandi til mín í bakaríið til að skila kjólnum mínum sem ég lánaði þér. Þá varstu þegar búin að fara niður á Hróa og leita að mér þar því þú vissir að ég var svo oft að vinna þar. Vonandi fannst þér eplabitinn góður því það var það síð- asta sem ég gat gefið þér í þessu lífi. Elsku Elli, Jóa, mamma, Helga og afi Gunnar. Guð og englarnir vaki yfir ykkur og veiti ykkur styrk. Drottinn er minn hirðir mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvílast. Leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dag óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafúr huggamig. W býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum þú smyr höfuð mitt með oh'u, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi drottins bý ég langa ævi. Amen. (23. Davíðssálmur.) Ég gæti skrifað um þig bók ef ég vildí en þetta er aðeins brot af minn- ingunum um þig. Ég veit að það taka margir góðir á móti þér. Amma Munda, afi á Brekku, amma á Má og Axel Ásþór sem fær loksins að kynn- ast þér. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna því að þú átt ekkert annað skilð en það allra besta. Farðu í friði. Ástarþakkir fyrir allt sem þú hef- ur gefið mér. Þín uppáhaldsfrænka Eva Björk. Stína á Brekku er dáin. Kraft- mikli, lífsglaði, hjartahlýi prakkar- inn hún Stína er dáin. Hvers vegna er slökkt svona snögglega á lífsljósi ungrar konu? Fallega ljósinu henn- ar, sem átti svo mörgu ólokið. Hér sit eg og spyr en hlýt engin svör og áfram sit ég, orðvana og harmi sleg- in og skil ekki tilganginn. Aðeins guð á himnum veit hann. Og nú ert þú hjá honum, elsku Stína. Ég þakka þér fyrir að vera mér frænka þegar ég kom inn í fjölskylduna. Ég þakka þér fyinr að vera mér vinkona þegar við fórum að kynnast. Ég þakka þér fyrir að vera „amma“ barnanna minna þegar þú umvafðii- Jiau með hlýju þinni og bamelsku. Eg þakka þér fyrir að vera mér hvatning í þau mörgu skipti sem þú sýndir mér alla fallegu hlutina sem þú hafðir svo mikla ánægju af að búa til og gefa frá þér. Ég þakka þér fyrir að vera skemmtilegur vinnufélagi. Ég þakka þér fyrir að vera mér ástvinur. Guð blessi þig. Ég kveð þig, elsku Stína, með þessum orðum: Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? hve öli sú gleði er fyr naut hugur minn er orðinn hljómlaus, utangátta og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm, já vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð ístundareih'fð eina sumarnótt. 0 alheimsljós, ó mynd sem hverfur skjótt. (H. Laxness.) Ása Birna. Hverfa vinir, frændur fold faðmi sínum vefur. Bernskuslóða mjúka mold Minning ljómann gefur. (Friðþjófur Gunnlaugsson.) I dag kveðjum við frænku okkar, Ágústu Kristínu Bass, eða Stínu á Brekku. Við þessi ótímabæru leiðar- lok drúpa vinir og frændur höfði og minnast og sakna. Okkur er efst í huga þakklæti fyrir áratuga vin- semd og hlýhug í okkar garð. Kæri Elli, Jóa og aðrir aðstandendur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hafið þökk fyrir allt og allt. Fjölskyldurnar frá Hrafna- björgum og Ytra-Hólmi. Stína, þú varst góð frænka. Þegar við komum í sjoppuna gafst þú okk- ur alltaf kinder-egg. Þú fórst með okkur í fjárhúsin og sýndir okkur alla ungana. Við fengum líka að gista þegar pabbi og mamma voru í út- löndum. Þá var gaman. Þú varst langbesta frænka og þegar þú komst í heimsókn þá var líka skemmtilegt. Þegar við fórum í réttirnar þá fengum við réttargraut með rjóma hjá ykkur Jóu. Þú fórst með okkur að hitta Ella í turninum, baðst okkur að reka kindurnar, leyfðir okkur að horfa á hálfan bat- man og sjá Ella vera að hjálpa kind að fæða lamb. Svo þegar þú komst aftur í heim- sókn þá var Hrafn næstum lentur undir bfl og þú fórst út í sjoppu og keyptir bland í poka handa okkur þrem. Einu sinni fórst þú með okkur í heimsókn á næsta bæ, hann heitir Bjarteyjarsandur. Þegar við komum aftur á Brekku þá gafst þú okkur herkúles-karla. Bless, elsku Stína. Þínir litlu frændur Axel Birgir og Margeir Felix, Hvammstanga. Það er erfitt að trúa því að hún Stína vinkona mín, sem alltaf var svo lífsglöð og lifði lífinu af svo mikilli gleði, skuli vera fallin frá, langt um aldur fram. Ég kynntist Stínu fyrir tæpum tuttugu árum þegar ég flutti í hrepp- inn hennar og naut ég vináttu hennar upp frá því. Hún var sannur vinur vina sinna og alltaf tflbúin að leggja lið hvort sem eftir því var leitað eða hún þóttist sjá þörf á hennar liðsinni. Góðu stundirnar sem við hjónin höf- um átt með henni og Ella eru marg- ar, en þó of fáar því við áttum eftir að framkvæma svo margt sem við höfð- um rætt um að gera. Upp í hugann koma minningabrot frá því þegar við fórum í dansskóla, árlegar ferðir á Sögu hérna áður fyrr, ferðir í Hvera- gerði á vorin til plöntukaupa, ferðin í Grundarfjörð, ferðimar til Græn- lands og Irlands, svo eitthvað sé nefnt. Alltaf lék Stína á als oddi og naut sín til fullnustu. Stína var félagslynd og vinmörg. Þeir voru ófáir fastagestirnir í Fer- stiklu sem nutu umhyggju hennar og alúðar í gegnum tíðina. Það var engin lognmolla í kringum Stínu og iðulega hleypti hún fjöri í liðið með smástríðni eða saklausum hrekkjum. Ég man hvernig augu hennar ljóm- uðu þegar hún var að segja mér frá því hvernig hún hefði náð að stríða hinum eða þessum vini sínum, því það voru bara vinir hennar sem fengu að njóta stríðnispúkans sem blundaði alltaf innra með henni. Reyndi einhver að stríða henni fann hún yfirleitt leið til að launa það tvö- falt til baka. Svo hringdi hún í mig og við hlógum saman að því hversu vel hefði tekist tfl. Fjölskyldan var henni mikilvæg- ari en allt annað og þau voru alltaf ofarlega í huga hennar. Þau Elli önnuðust foreldra hennar í ellinni og Jóa föðursystir hennar hefur einnig notið umhyggju þeirra hin síðari ár. Þannig launaði Stína þeim fyrir ást- ríki sem hún naut hjá þeim, frá því að hún kom fyrst að Brekku nokk- urra daga gömul. Elli sambýlismað- ur hennar var hennar besti vinur og félagi og saman tókust þau á við veikindi þeirra beggja, gleði og sorg. Tvíburasysturnar Helga og Magga, dætur Gunnu systur hennar, áttu einnig sérstakan stað í hjarta henn- ar. Samband þeirra var náið og henni var mjög umhugað um velferð þeirra og fjölskyldna þeirra. Fyrir nokkrum árum greindist Stína með krabbamein og þau veik- indi voru henni mjög erfið. Hún, sem alla tíð hafði forðast lækna og sjúkrahús, þurfti nú að vera undir þeirra hendi. Utlitið var ekki gott í upphafi, en Stína vann sigur í bar- áttunni og fékk fyrir skömmu úr- skurð um að hún væri komin yfir meinið. Hún gladdist af heilum hug yfir þessum úrskm-ði og því hve allt virtist ganga þeim Ella í haginn. Þegar hún sagði mér þessar gleði- fréttir var ég alveg viss um að hún ætti eftir að verða allra kerlinga elst, því ekki hvarflaði að mér að hún Stína, orkuboltinn sjálfur, væri veil
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.