Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 69 það í fyrsta skipti ábyrg fyi'ir sömu skrifum. Kveðja okkar er þökk fyrir geng- inn veg. Kristín Bngeskov, Björn Sigurðsson. Kunnur hestamaður og hrossa- ræktarbóndi, Jón Sigurðsson í Skollagróf, hefur kvatt sitt jarðlíf. Við fráfall hans koma margar minn- ingar upp í hugann þar sem ég þekkti Jón allt frá því er ég var á unga aldri. Það sem leiddi okkur þó saman meira en marga aðra sveit- unga mína var sama áhugamálið, hestamennska og hrossarækt. Jón var fæddur að Stekk við Hafnarfjörð, einn 15 systkina. Þar var ekki auður í garði á uppvaxtar- árum hans fremur en svo víða þá þeim árum. Barnafjöldi sem þufti að fæða og skæða, að auki sótti hvíti dauðinn að fjölskyldunni með mikl- um veikindum og var Jón þar ekki undanskilinn. Yngsti bróðirinn Hjalti dó úr berklum aðeins 16 ára gamall og Guðmundur, bróðir Jóns, þá bóndi á Kluftum, dó einnig af völdum berkla 38 ára gamall. Snemma hneigðist hugur Jóns að skepnum sem hann hafði mikið yndi af enda foreldrar hans orðlagt bú- fólk. Jón átti mörg sporin í nágrenni Hafnarfjarðar í smalamennsku og öðru kindastússi. Hann gjörþekkti þessa sérstöku og fögru umgjörð sem liggur um Hafnarfjörð þar sem hann átti sín æsku- spor. Jón hafði ánægju af því að ræða um þessar æskustöðvar sínar, sem honum þótti einkar vænt um, við mig, þar sem hann vissi að ég er þar nokkuð kunnugur og hef mætur á þessum fagra stað. Hugur hans snerist snemma til búskapar og varð úr að hann hóf búskap að Skollagróf hér í sveitinni aðeins tvítugur að aldri. Hann var ættaður héðan að austan og hafði dvalið allnokkur sumur að Berghyl hjá systur sinni svo að hann þekkti sig vel hér eystra. En það er í mörg horn að líta og lífið ekki alltaf dans á rósum hjá einyrkjabændum þó að ræktun jarðar og búfjár gefl sálinni mikið. Veraldarauður er enda af- stætt hugtak og ekki allt fengið með honum, en þessi sérstæði maður, sem Jón var, hafði ekki mikið af honum að segja. Heilsa hans var oft heldur ekki sem skyldi, einkum er leið á ævina, að auki sem hann fékk berkla á unga aldri sem fyrr sagði. Jón var kunnur fyrir hrossarækt sína og náði því mikla takmarki í ræktunarstarfi sínu að eiga efsta stóðhest með afkvæmum á lands- mótinu í Skógarhólum árið 1970 og hljóta Sleipnisbikarinn, eftir- sóttasta verðlaunagrip sem Bænda- samtökin veita. Auk margra ann- arra verðlauna fyrir gæðinga sína. Gullmerki Landssambands hesta- mannafélaga hlaut hann fyrir rækt- unarárangur sinn. Stóðhesturinn Neisti, sá er bikarinn hlaut, var son- ur hryssunnar Hremsu sem hann eignaðist sama vorið og hann fór að búa. Hryssan sem þá var aðeins þriggja vetra reyndist honum mikil ættmóðir í hrossarækt hans. Eru öll hrossin í Skollagróf að einhverju leyti komin út af henni. Eg sé fyrir mér þennan árrisula og reglusama mann leggja hnakk á þessa fríðu, hvítu hryssu, með dimmblá augu, í morgunljómanum og njóta góðgangsins sem hún hafði nægan. Fáum lánað hjá Einari Ben. úr Fákum: Maður og hestur, þeir eru eitt fyrir utan hinn skammsýna, markaða baug. Þar finnst, hvernig æðum alls fjörs er veitt úr farvegi einum, frá sömu taug. Þeir eru báðir með eilífum sálum, þó andann þeir lofi á tveimur málum, - og saman þeir teyga loftsins laug lífdrykk af morgunsins gullroðnu skálum. Ferðin er á enda, oft kom ég að Skollagróf. Einnig voru margar stundirnar sem við áttum saman á hestum. Þakka ber fyrir að hafa fengið að koma á bak nokkrum af þínum góðu hrossum sem eru mér minnisstæð til æviloka. Fjölskyldunni votta ég innilega samúð. Sigurður Signiundsson. Jón Sigurðsson bóndi í Skollagróf var um margt sérstæður maður. Hann var ekki hávaðasamur eða að- sópsmikill á mannamótum, en hafði þó með verkum sínum og skoðunum meiri áhrif en almennt gerist. Það var einkum á sviði hrossaræktar, en þar voru markmið hans að sumu leyti önnur en þau sem mest hafa tíðkast. Jón var svo að segja samgróinn stóði sínu í um hálfa öld. Hann fylgdist grannt með hreyfingum ný- fæddu folaldanna og allt þar til skólagöngu þeirra lauk. Hann hafði því aflað sér gífurlegrar þekkingar og reynslu á flestu því sem við kem- ur hrossarækt og tamningum. Jón hafði mjög gott minni og skarpa at- hyglisgáfu og því er ekki að undra að þarna hafi myndast dýrmætur þekkingarsjóður sem ýmsir vina hans hafa notið góðs af, en á þó eftir að verða meira metinn síðar. Jón hafði mjög ákveðnar skoðanir á því hvemig hestur þyrfti að vera til þess að geta talist gæðingar, og stefndi hann ótrauður að ræktun slíkra hrossa. Glæsilega frambygg- ingu og fótlyftu taldi hann aukaat- riði, sem raunar þyrftu ekki að vera umfram það að hesturinn færi vel í beisli og hreyfði sig í jafnvægi. En mikilvægara væri að hesturinn væri vel byggður að aftan, því að það ákvarðaði hvemig sporið væri. Var hann mjög kröfuharður og næmur á að töltið væri ekki aðeins tölt, held- ur þyrfti að búa í því þetta yndis- lega spor sem erfitt er að lýsa, en verður að finna. Vegna þess hve litla áherslu Jón lagði á hálslengd hesta og því um líkt í ræktun sinni, hafa Skollagróf- arhestar stundum átt erfitt upp- dráttar á sýningum, þar sem grófur og hár framfótaburður grípur frek- ar augu áhorfandans en sporið ynd- islega. En um allt land, upp til sveita og fjalla, era hestar af kyni Jóns í Skollagróf að veita eigendum sínum innsýn í dýrð hestamennsk- unnar, þar sem meira skiptir að finna einn með hesti sínum fjörið, kraftinn og yndisleik sporsins, held- ur en klapp áhorfandans. Jón var snjall reiðmaður og af- burða tamningamaður. Manni fannst oft þessi rósemisbóndi skipta um ham þegar hann var sestur í hnakkinn. Glampi kom í augun og viðbrögð öll kvikari. Eg held, eink- um á seinni árum, að hesturinn hafi betur hæft og hlýtt síkvikum huga hans en vinnulúinn líkami bóndans. Eg hitti Jón síðast fyrir nokkrum vikum á sjúkrahúsi í Hafnarfirði er hann lá banaleguna. Hann var lík- amlega illa haldinn og vissi ná- kvæmlega hvert stefndi. Hann ræddi um afkomendur sína af stolti og þakklæti eins og hann hafði oft áður gert. Hann talaði einnig af mikilli visku, rósemi og glettni um það sem framundan væri hjá sér. Hugsunin var skýr og skipulögð eins og alltaf áður. Þótt hann færi um víðan völl í hugrenningum sín- um þá tapaði hann aldrei þræðin- um, það var samhengi í öllu og hver hugsun hafði sinn stað í heildar- myndinni. Það hafa ófáir gæðingarnir beðið Jóns við Gjallarbrúna. Ekki er ólík- legt hann hafi lagt á Hremmsu gömlu, en hinir klárarnir fylgt með, eins og húsbóndi þeirra hafði fyrir löngu kennt þeim. Sigurður G. Thoroddsen. „Eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur era jafnlangir." Þetta virtust vera einkunnarorð Jóns í Gróf, sem kvaddi sviðið 11. apríl kl. 8 árdegis. Það hefði verið líkt honum að gera það að gamni sínu að þrauka með viðskilnaðinn til kl. 11, þar sem það var hans uppá- haldstala, en vísast hefur hann átt óhægt með að fylgjast með klukk- unni, fársjúkur. Það hefur bæði verið eðlislægt og ráðist af fjölskylduástæðum að Jón fór ungur að treysta mest á sjálfan sig, án viðmiðunar við aðra. Stund- um var þetta kallað þrjóska og varð honum bæði til gagns og ógagns, eins og gengur, en ógjarnan guggn- aði hann, þó á móti blési. Hann bjó langa starfsævi í Skollagróf, glögg- ur og snjall á skepnur og hermdi ekki eftir öðram við búverkin. Það var umtalaður háttur hans, sem að hluta hefur stafað af knöppum hey- feng, að beita kúnum að vetrinum, svo þær kröfsuðu snjóinn eins og hross. En mjólkurinnleggið var furðu mikið, heilsufar gott og kýrn- ar langlífar. Eitt sinn hafði sveit.- ungi hans orð á því að æmar skildu ekki mikið eftir af gjöfinni. Jón sagði að þeir gæfu nú „ekki mikið fyrir moðið í sláturhúsinu“. Einu sinni, að hausti til, birtist Jón í fjósinu hjá nágrönnum sínum í Haukholtum á kvöldmjöltunum og spurði almæltra tíðinda. Þá bræður grunaði að eitthvað fleira en forvitni hefði knúið hann til bæjaflakks á mjaltatímanum. Enda kom í ljós að hann hafði grafið geil í heystæðuna í fjóshlöðunni, til að ná niður hitan- um sem í henni var, eftir rysjótt sumar. Vandamálið var svo það að þegar súrefnið komst að hitanum þá glórði upp eldur, svo Jón varð hönd- um seinni að fergja þetta með ein- hverju drasli, áður en allt stæði í björtu báli. Nú vildi hann biðja þá að hjálpa sér að fást við þetta og binda út úr hlöðunni það hey sem grunsamlegt væri. Hann þyrði ekki að kalla til sökkvilið, því þá yrði vís- ast sprautað vatni yfir alltsaman og síðan jafnvel skóflað í því með vél- um, svo mestallt yrði ónýtt. Hann var bara ekki svo vel heyjaður að hann mætti við þessu. Það vora hröð handtök í Haukholtum að bregðast við og allt fór vel. Jón var gjam á að sýna svona klókindi og það var athyglisverð til- trú að ómenntaður alþýðubóndinn skyldi vera skikkaður formaður skólanefndar, en það starf rækti hann af trúmennsku um langt skeið. Hann réð til dæmis aldrei nýjan skólastjóra nema heimsækja við- komandi fyrst, þó um langan veg væri að fara og kynnast honum per- sónulega. En svo vora hlutir sem reyndu meira á þolrifin í Jóni. Konan hefur sjálfsagt fengið nóg af stífninni í honum, svo hún axlaði sín skinn. Heyskapurinn gekk heldur brösótt um árabil og heyfengur knappur, sem kom einkum niður á hrossun- um, svo tryppin þóttu heldur sein- þroska. Þetta kom sér verr fyrir það að hann hafði tekið það í sig að selja ekki folöld, heldur aðeins upp- komin og eitthvað tamin hross. Hann sagði það aldrei hafa þótt bú- mennska að éta útsæðið. Heilsan gerði honum mjög erfitt fyrir á seinustu búskaparáranum. Mjaðmirnar og hnén voru í ólagi og sjónin mjög þverrandi. Af þessu varð honum svo stirt um verk að sólarhringurinn mátti ekki skemmri vera til að hann næði einhverjum svefni, þó hann héldi því gjarnast fram að hann lifði hinu mesta hóg- lífi. Það var endurnýjun lífdaganna þegar um hægðist, svo hann gat lát- ið gera við þessi líkamsmein. En þar með var ekki sagan öll. Fyrir nokkram árum komu upp í honum berklar, svo hann stóð við dauðans dyr um tíma og annað lungað ónýtt á eftir. Það var einnig óvænt þegar að síðustu greindist krabbamein í hinu lunganu og varð ekki við því gert. í öllu þessu mótlæti vora það fyi'st og fremst hrossin sem veittu honum lífsfyllingu. Hann var sleip- ur reiðmaður og metnaðarfullur og landsþekktur sem hrossaræktandi. Seinustu árin var honum ánægju- efni að fylgjast með vaxandi búsæld í Skollagróf, sem vitnaði um að ekki hefði verið til einskis þraukað með búskapinn, meðan erfiðast var. Hugurinn var tengdur jörðinni og meðfylgjandi áhöfn, sem hann hafði átt svo langa samleið með. Það var að vonum að hann skyldi kjósa að dvelja þar til síðustu stundar. Eiga Siggi og Fjóla heiðm- og þökk fyrir að gera það kleift. Það verður söknuður hjá krökk- unum að hafa ekki lengur afa til að rökræða við. Seinna verður þeim og öðram niðjum Jóns farsælt vegar- nesti að hafa fylgst með hans æðra- lausa lokaáfanga lífsgöngunnar. Valur Lýðsson, Gýgjarhóli. Þótt mér væri fullkunnugt um al- varleg veikindi Jóns vinar míns, bónda í Skollagróf, var mér bragðið þegar mér barst fregnin af andláti hans. Vinátta okkar varð ekki löng í árum talin en vináttuböndin þeim mun traustari. Fyrstu kynni okkar urðu í Hrís- holti í Biskupstungum á hesta- mannamóti í ágúst 1985. Ég hafði eignast minn fyrsta hest þá um vor- ið og þar með hafði ræst langþráður æskudraumur. Hesturinn var und- an Neista frá Skollagróf. Þessi við- skipti urðu upphaf vináttu sem aldrei bar skugga á. Við Jón sprettum oft úr spori saman en minnisstæðastar era mér þó tvær ferðir í félagsskap Jóns. Ónnur var farin norður og suður fyrir Langjökul en hin í Þórsmörk. Jón setti mér eitt skilyrði áður en lagt var upp en það var að ég yrði sérlegur hestasveinn hans. Að því var fúslega gengið. Jóni í Skollagróf, eins og hann var oftast nefndur, var afar létt um að yrkja tækifærisvísur og í áður- nefndri ferð orti hann m.a.: Aldrei bað í vörn um vægð veld þó sjaldan stóru. Lifi nú helst á fomri frægð og fórnarlund hjá Þóru. (Jón Sig.) Jón var ákaflega skemmtilegur félagi og fóðraði samferðafólk sitt á sögum bæði um menn og hesta þeg- ar svo bar undir. Hann hafði óþrjót- andi þekkingu á kyni hrossa, ekki bara sinna eigin heldur líka hrossa víðs vegar um landið. Hið sama mátti segja um ættir fjölda fólks hvort sem hann var kunnugur því eða ekki. Frá fyrstu kynnum varð ég áþreifanlega vör við að Jón fór sínu fram þótt hægt færi. Ósjaldan nefndi hann að talan 11 hefði löng- um reynst sér happadrjúg. Allar mikilvægustu ákvarðanir sem hann tók vora tengdar þeirri tölu á einn eða annan veg. Hann skildi við þessa jarðvist klukkan 11 mínútur gengin í níu hinn 11. apríl ‘99, 77 ára gamall. Veri hann kært kvaddur. Þóra Ólafsdóttir. Þeir kveðja nú hver af öðrum hestamennimir og hrossaræktend- umir sem hæst hefur borið á síðari hluta þessarar aldar. Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa bjargað ís- lenska reiðhestinum og hafið hann til vegs og virðingar. Jón Sigurðsson fyllir hóp þessara höfðingja enda löngu landsþekktur fyrir sína rækt- un. Jón var mikill ræktunarmaður í eðli sínu og hafði glöggt auga fyrir gæðum hrossanna enda voru hross- in frá Skollagróf áratugum saman með þekktustu hrossum landsins. En hann var sjálfstæður í skoðunum og fór ekki alltaf almanna veg. Af hrossum hans ber hæst stóðhestinn Neista frá Skollagróf en hann mun nú vera forfaðir flestra ef ekki allra hrossa á þeim bæ. Þessi hestur hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og markaði djúp spor í hrossarækt, ekki síst á Norður- og Austurlandi. Þá vöktu mikla athygli margar hryssur úr ræktun Jóns ekki síst fyrir afburða ganghæfni og vilja. Má þar minna á formóðurina Hremsu svo og Nótt og Snilld frá Skollagróf. En Jón lét sér ekki nægja að skila góðum hrossum. Hann tók vii'kan þátt í félagsmálum hestamanna og sótti fleiri ársþing Landsambands hestamanna en ég hygg að nokkur annar hafi gert. Hann kom þangað af einskæram áhuga en ekki sem þingfulltrúi. Þar hófust kynni okkar sem fljótlega þróuðust upp í vin- skap. Jón var prýðilega hagoi'ður og margar fei-skeytlur hans komu fram á landsþingunum og vora oft nokkuð beinskeyttar en bráðskemmtilegar enda maðuinnn málsnjall. Mörg og löng samtöl áttum við um hrossa- rækt bæði einstaka ræktunargripi svo og stefnuna í hrossaræktinni. Þá vora okkur báðum ofarlega í huga breytingar á félagsskap hestamanna en Jón bar hag Landssambandsins mjög fyi'ir bi'jósti. Jón ritaði magar gi'einar um mál- efni hestamennskunnar og hrossa- ræktai'innar. Þar hafði hann af miklu að taka sem var löng reynsla og mikil þekking á íslenska gæð- ingnum. Mér var kunnugt um að hann hafði í smíðum bók eða öllu heldur bækur um þessi efni. Sú fyrri átti að fjalla um reynslu hans af hrossai'ækt og sú síðari um hesta- mennsku og þróun hennar. En heilsuleysi kom í veg fyrir að honum auðnaðist að ljúka þessu verki. Handritið af fyrri bókinni mun þó hafa verið tilbúið. Þannig var hugur hans bundinn við þetta áhugamál til hinstu stundar. Tvítugur að aldri keypti Jón Skollagróf í Hrunamannahreppi og var kenndur við þann bæ æ síðan. Einstaka bæir og byggðir era stimplaðar inn hjá hestamönnum fyrir sérstakt framlag til hrossa- ræktar. Yfir þeim nöfnum hvílir sér- stök heiðríkja. Þannig var Skolla- gróf um áratugi í huga okkar sem fylgdumst með hi'ossai'æktinni í landinu. Ég vil með þessum fáu línum færa Jóni Sigurðssyni sérstakar þakkir fyrir framlag hans til verndunar þeim einstaka náttúradýrgrip sem íslenski hesturinn er. Um leið þakka ég vináttu til margra ára og mun sakna símhringinganna. Aðstandendum hans færi ég inni- legar samúðarkveðjur. Kári Arnórsson. Fallinn er í valinn góður búþegn og lipur hagyrðingur, tæplega átt- ræður að aldri. Nú eru þau, sem fæddust á stríðsárunum fyrri og að þeim loknum að enda skeiðið. „Óllu ér afmörkuð stund, og sérhver hlut- ur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma,“ segir predik- arinn, já, allt hefur sinn tíma. Jón Sigurðsson, bóndi í Skollagróf í Hranamannahreppi, er látinn, að mér finnst um aldur fram, því ég er viss um, að hefði honum enst aldur nokkru lengur, hefði hann ort marg- ar snjallai' stökur. Þakka ber, að hann skyldi skila framtíðinni fleh-u en afrakstri bústritsins, þótt það skuli annars ekki lastað á neinn hátt. Jón á vísur í tveimur af þremur vísna- og ljóðasöfnum mínum „I fjórum línum“. Hann var iðinn við að senda mér vísur eftir sig, bæði bréf- lega og í gegnum Landssímann. Ég las tvívegis eftir hann í útvarpið. Og nýlega las Jón mér eftirfarandi vís- ur gegnum símann, til birtingar í næsta bindi „I fjórum línum“. Læt ég hér tvær af þeim flakka, en þar segir Jón ævisögu sína í stuttu máli: Bjástrað hef við brauðstritið, búinn stakki þröngum. Við bamafræðslu og brjóstvitið bjargaðist ég löngum. Hamingjan er sem geislaglit, gott með henni að vera, en elta hana undir strit enginn skyldi gera. Jón var hestamaður og átti jafn- an góða hesta, sem hann orti um, þegai- vel lá á honum: Ég var að telja töpin mín; tregann læt ég bíða, af því ég á eitthvert grín og ötulan hest að ríða. Jón fór margar ferðir vítt um landið, og hafði þá mai'ga hesta í togi. í einni af þessum ferðum kom hann við á eyðijörðinni Refsstöðum á Laxárdal í Austur-Húnavatns- sýslu. Urðu honum þá meðal ann- arra eftirfarandi vísur á munni: Refsstaða við rústirnar rifjast upp sagnastálið. Það er eins og þústirnar þessar hafi málið. Aflaði heyja ólatur, ýmsan beygði hrappinn. Áðurbjóhérorðhvatur Elivoga-kappinn. Jón í Skollagróf var eftirminni- legur maður. Vísuniar hans munu lengst halda minningu hans á loft. Afkomendum vottast samúð við brottfór hans. Auðunu Bragi Sveinsson frá Refsstöðum. • Flciri minnmgargrcinar um Jón Sigurðsson bi'ða birtingar og niunu hirtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.