Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 17.04.1999, Blaðsíða 78
78 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF FRIKIRKJAN í Hafnarfirði. Safnaðarstarf Barnakór Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði Á MORGUN, sunnudaginn 18. apríl, verður guðsþjónusta í Fríkirkjunni í Hafnarfirði sem hefst kl. 14. Að þessu sinni mun bamakór kirkjunnar leiða safnaðarsönginn en jafnframt syngja nokkur lög sem þau hafa sér- staklega æft. Barnakórinn hefur æft af miklum krafti í allan vetur og verður áhugavert að hlýða á söng kórsins á morgun. Stjórnandi kórsins er Sigríður Ása Sigurðardóttir. Kirkjukaffi verður í safnaðarheimil- inu að lokinni guðsþjónustunni. Tónlistarguðs- þjónusta í Hvera- gerðiskirkju KIRKJUKÓR Hveragerðis-og Kot- strandarsókna og Kór Fjölbrauta- skóla Suðurlands munu syngja í Hveragerðiskirkju á sunnudags- kvöld 18. apríl kl. 20. Kórarnir eru báðir á leið til Þýskalands um miðjan júní, til að endurgjalda heimsókn frá Neugereut/Hofen-söfnuðum í Stutt- gart vorið 1997 og til að taka þátt í Kirkjudögum mótmælendakirkna 16.-20. júní. Trúar- og kirkjuleg söngskrá kóranna er að hluta til sameiginleg og verður hún flutt á sunnudagskvöldið ásamt fleira efni. Stjómandi Kirkjukórs Hveragerð- is- og Kotstrandarsókna er Jörg E. Sondermann en Jón Ingi Sigur- mundsson stjómar Kór Fjölbrauta- skólans. Messa og Kirkjukaffí Isfírðinga- félagsins HIN árlega messa og kirkjukaffi fé- lagsins fer fram sunnudaginn 18. apríl nk. kl. 14 í Áskirkju við Vestur- brún, Reykjavík. Séra Ami Bergur Sigurbjörnsson þjónar fyrir altari en Sveinbjörn Bjarnason guðíræðingur, prédikar. Kór brottfluttra ísfirðinga syngur. Allir Isfirðingar að fomu og nýju era hvattir til að koma og taka með sér gesti. Æðruleysismessa í Dómkirkjunni ÆÐRULEYSISMESSA verður i Dómkirkjunni kl. 21 sunnudags- kvöld. Hún er ætluð þeim sem leita bata eftir tólfsporaleiðinni. Fram- kvæði að þeim hefur hópur fólks sem metur þann bata sem það hefur náð mikils og vill leggja áherlsu á gildi trúarinnar í sporunum ásamt nokkram prestum. í hópi þeirra era sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, dóm- kirkjuprestur sem leiðir þessa sam- komu, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, prestur í Grafarvogi sem prédikar og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, mið- bæjarprestur sem leiða mun bæna- gjörð. Reynslusaga úr baráttunni fyrir bata verður sögð og létt trúar- leg tónlist flutt. Anna Sigríður Helgadóttir, söngkona og bræðumir Birgir og Hörður Bragasynir munu sjá um tónlistarflutninginn auk sam- komugestanna sem venjulega eru margir. Biblían, dauðinn og eilífðin I MAI verður haldið þriggja kvölda námskeið á vegum Hafnrafjarðar- kirkju þar sem kenningar Biblíunnar um dauðann og eilífðina verða skoð- aðar. Fyrsta kvöldið verður fjallað um mótunarsögu Bibh'unnar, þ.e. hvemig rit hennar urðu til og kannað verður hvaða þættir höfðu áhrif á mótun hugmynda hennar um dauð- ann. Annað kvöld verður rakin þróun dauðahugmynda gyðinga innan Gamla testamentisins og allt fram að sögum Jesú. Síðasta kvöldið er helg- að kenningu Jesú um dauðann og ei- lífðina og því hvernig lærisveinar hans túlkuðu þá kenningu. Stendur námskeiðið frá kl. 20.30-22 og skiptist í tvennt, annars- vegar kynningu á efninu og hinsveg- ar umræður. Leiðbeinandi á þessu námskeiði er sr. Þórhallur Heimis- son, prestur við Hafnarfjarðarkirkju, en hann hefur stundað framhalds- nám í trúarbragðafræðum og sér- hæft sig í sögulegri þróun tiúarhug- mynda. Námskeiðið er ókeypis og öllum opið. Skráning fer fram í Hafnar- fjarðarkirkju á viðtalstíma sr. Þór- halls og veitir hann þá allar nánari upplýsingar. Neskirkja. Bibh'ulestur kl. 10.30. Lesið úr Matteusarguðspjalli. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórs- son. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir unglinga kl. 21. Seljakirkja. Vorferðalag bama- starfsins. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 10. Ferðinni er heitið til Akraness. Þar verður tekið þátt í bamaguðs- þjónustu. Bamakór Seljakirkju syngur í guðsþjónustunni. Hádegis- hressing í Félagsheimili KFUM og K á Akranesi. Áætluð heimkoma um kl. 14.30. Fríkirkjan í Reykjavík. Aðalsafnað- arfundur Fríkirkjunnar verður hald- inn fimmtudaginn 29. apríl kl. 20. Fundurinn hefst í kirkjunni með helgistund en færist síðan yfir í sal safnaðarheimilisins. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf og laga- breytingar. Hafnarfjarðarkirkja. Ki. 11-12.30 opið hús í Strandbergi. Trú og mann- líf, biblíulestur og samræður. Leið- beinendur sr. Gunnþór Ingason og Ragnhild Hansen. KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Al- menn samkoma kl. 14. Ræðumaður Helga R. Armannsdóttir. Allir hjart- anlega velkomnir. Akraneskirkja. Kirkjuskóli yngri bama (6 ára og yngri) kl. 11. TTT- starf í safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 13. Krossinn. Unglingasamkoma kl. 20.30 að Hh'ðasmára 5. Allir vel- komnir. Holtavegur 28. Kl. 20.30 Maður tryggir ekki eftir á. Torbjöm Lied spyr hvort þú sért viss. Hvers vegna í ósköpunum Afríka? Guðlaugur og Valgerður kristniboðar svara á óvenjulegan og myndrænan hátt. Erla og Rannveig Káradætur syngja. Friðrik Jensen Karlsson kveður sér hjjóðs. Á morgun gæti það verið Seillt Hringdu Stanislas Bohic • Landslagsarkitekt • ( 898 4332 í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Laun leikskóla- kennara ENN eina ferðina er verið að ráðast á kvennastéttina. Leikskólakennarar í Kópa- vogi ætla að segja upp störfum sinum vegna lé- legra launakjara. Hvers vegna er ekki hægt að gera sérsamninga við þá líkt og í öðrum nágranna- sveitarfélögum? Getur verið að t.d. í Garðabæ séu leikskóla- kennarar með 20.000 kr. hærri laun en leikskóla- kennarar í Kópavogi? Getur verið að það séu greidd hærri laun við að hugsa um svínin í ákveðn- um dýragarði í höfuðborg- inni! Er greitt meira fyrir að hugsa um svínið en barnið mitt? Hvers vegna er ekki hægt að svara bréfaskrift- um leikskólakennara til bæjaryfirvalda í Kópa- vogi? Barnið mitt er í leik- skóla í Kópavogi og hef ég verið mjög ánægð með starfsfólkið þar. En þvi miður er það svo að starfs- fólk helst ekki lengi við í þessu starfi og bitnar það allajafna á börnunum. Börnin mynda tengsl og þau tengsl er sífellt verið að rífa vegna tíðra manna- breytinga. Hefur það ekki áhrif á bömin? Mikið er spurt en framundan eru kosningar. Mér er ekki sama hver kennir barninu mínu. Eg kýs það sem er best fyrir bamið mitt. Foreldri í Kópavogi. Fyrirspurn til forsætisráðherra DAVÍÐ Oddsson forsætis- ráðherra sagði m.a. á flokksþingi Sjálfstæðis- flokksins að öryrkjar á Is- landi hefðu það betra held- ur en á hinum Norðurlönd- unum, fyrir utan Dan- mörk. Hann minntist ekki á að þetta dæmi hafi mið- ast við að einstaklingur hafi unnið frá 20 ára til 50 ára fyrir jafnvirði 150 þús. króna á mánuði, og þar af leiðandi borgað í verka- lýðssjóð, en orðið öryrki fimmtugur. Mér þætti gaman að vita hvað ein- stæð móðir með eitt barn sem er öryrki fær á mán- uði á hinum Norðurlönd- unum? Hérna fær hún rúmlega 76 þús. á mánuði með meðlagi og öllu fyrir utan barnabætur en þær eru ca. 160 þús. á ári. Hildur E. Ragnheiðardóttir. Tapað/fundið Silfurkross týndist SILFURKROSS með víravirki, frekar stór, týndist á leiðinni niður Grettisgötu, Laugaveg, Lækjargötu og að Tjörn- inni 29. mars. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 893 1354. Kettlingur í óskilum LÆÐA, ca. 6 mánaða, er í óskilum. Hún er svört með hvíta bringu og höku og hvíta sokka. ef einhver kannast við lýsinguna þá vinsamlega hafið samband í síma 587 0232. Fress fæst gefins 9 MÁNAÐA fress fæst gefins. Hann er steingrár, geltur og vel upp alinn. Upplýsingar í síma 551 8019. SKÁK llm.vjðn Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á árlega Melody Amber mótinu í Mónakó þar sem tefld er at- skák og blindskák. Ljubom- ir Ljubojevic (2.570), Jú- góslavíu, var með hvitt, en Boris Gelfand (2.690), Hvíta— Rússlandi, hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 14. Hal-dl? sem gaf kost á snarpri at- lögu: 14. - Rxf2! 15. Kxf2 - Rg4+ 16. Kgl - Rxe3 17. Dd2 - Bf4 18. Bd3 - Bg4 19. Rbd4 - Bxf3 20. Rxf3 - Db6 21. Ba5 - Rxdl+ 22. Bxb6 - Bxd2 og hvítur gafst upp. Anand sigraði í atskákk- eppninni, en þeir Kramnik, Shirov og Topalov urðu jafnir og efstir í blindskák- inni. Heildarúrslitin urðu þessi: 1. Kramnik 14'A v. af 22 mögulegum, 2.-3. Shirov og Topalov 14 v., 4.-5. Lautier og Anand lli4 v., 6. Karpov 11 v., 7.-9. ívant- sjúk, Nikolic og Ljubojevic 9'A v., 10.-12. Piket, Gelfand ogVanWely 9 v. SVARTUR á leik. HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar... KENNARASAMBAND íslands hefur oft verið gagnrýnt fyrir aðferðir sínar í baráttunni fyrir bættum kjcrum félagsmanna sinna. Ekki skal Víkverji dagsins leggja mat á þær deilur allar en kunningi hans vakti athygli á öðru sem kom fram í vikunni. Sambandið sendi í vikunni frá sér ályktun um fjölda svonefndra leiðbeinenda í grunnskólum lands- ins á yfirstandandi skólaári og þörfina fyrir kennara næstu árin og lýsti þungum áhyggjum af ástandinu. Var þar upplýst að um 19% þeirra sem ynnu við kennslu í skólunum væru leiðbeinendur, þ.e. ekki með kennaramenntun og hefði þetta hlutfall ekki verið hærra síðan 1991-1992. 158 af alls 707 leiðbeinendum hefðu fengið synjun frá undanþágunefnd grunnskóla en menntamálaráð- herra síðar samþykkt þá. Síðan segir: „Alvarlegast er að 19% þeirra sem ráðherra veitti undan- þágu til kennslu í grunnskólum eru einungis með landspróf, gagn- fræðapróf eða minni menntun og önnur 19% hafa á bak við sig nám í framhaldsskóla án lokaprófs. Þar af leiðandi eru tæp 40% þeirra sem ráðherra heimilar að sinni kennslustarfi í grunnskóium með iitlu meiri menntun en þeir nem- endur sem þeir kenna.“ [letur- breyting Mbl.j Svo mörg voru þau orð. Nú skal ekki tekið undir gamla tortryggni í garð menntunar og sífrað um að sitthvað sé bókvit og verksvit. En er þetta nú ekki fulllangt gengið? Margir af umræddum leiðbeinend- um, sem sambandið er að amast við, aðallega vegna þess að þeir hafa ekki formlegt próf úr Kenn- araháskólanum, eru fólk á miðjum aldri sem hefur jafnvel kennt ára- tugum saman og sumt við ágætan orðstír. Finnst Kennarasamband- inu að sú lífsreynsla og þekking sem venjulegt fólk viðar að sér á lífsleiðinni sé hvorttveggja svo ómeridlegt að fertugur eða fimm- tugur leiðbeinandi sé með „litlu meiri menntun" en venjulegur 15 ára unglingur? Séu svona dramb, þröngsýni og einfeldningsleg ofurtrú á prófgráð- ur ríkjandi hjá Kennarasamband- inu er ekki á góðu von og litlar lík- ur á að kennurum takist að vinna traust þeirra sem þeir era í vinnu hjá, nefnilega almenningi. xxx ANNAR kunningi Víkverja hef- ur stundað skíði í vetur og þá aðallega verið á gönguskíðum í Skálafelli. Hann er ekki sérlega ör- uggur skíðagöngumaður og segir að ekki megi mikið út af bregða til að hann fari út úr fórunum og detti þegar hann kemur á nokkurri ferð niður litla brekku. Akstur jeppa um göngusvæðið angraði kunningj- ann því veralega, þar sem djúp fór- in lágu víða yfir gönguslóðina. Þetta getur valdið slysum. Er ekki hægt að fara fram á að um- sjónarmenn skíðasvæðisins setji þá reglu að akstur bíla sé bannaður á göngusvæðinu? XXX VÍKVERJI hefur verið að skoða fasteignaauglýsingar í Morgunblaðinu að undanförnu og furðar sig á að sumir fasteignasal- ar þjónusti viðskiptavinina ekki betur en raun ber vitni. Höfuð- borgarsvæðið er orðið það stórt að erfitt er að fylgjast með nýjum hverfaheitum. Málið vandast enn frekar þegar sömu götuheitin eru bæði í Reykjavík og í Hafnarfirði, svo að dæmi séu tekin. Að þurfa að sitja með símaskrána í höndunum í hvert skipti sem fasteignablaðið er skoðað er ekki nokkur þjónusta, að mati Víkverja. Honum þætti til mikilla bóta ef fasteignasölurnar settu póstnúm- erin fyrir aftan götuheitin eða styttingu á sveitarfélaginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.