Morgunblaðið - 17.04.1999, Síða 79

Morgunblaðið - 17.04.1999, Síða 79
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 79 I DAG BRIDS llinsjón (>ni)iiiiiniliir l’áll Arnarsnn Sveitir Strengs og íslands- meistara Samvinnuferða áttust við í töfluleik í næst- síðustu umferð MasterC- ard-mótsins. Samvinnuferð- ir voru vel yfir í hálfleik, svo það var mikilvægt fyrir Strengjasveitina að nýta færin vel í þeim síðari. En það getur brugðið til beggja vona þegar hart er spilað: Suður gefur; NS á hættu. Norður A 1084 V D6 ♦ D865 ♦ ÁK105 Vestur Austur * DG72 A K6 * Á10432 V - * 92 ♦ G10743 *98 * DG7432 Suður AÁ953 V KG9875 ♦ ÁK A 6 í opna salnum voru Uðs- menn Strengs, Júlíus Sigm- jónsson og Hrannar Erl- ingsson, í AV á móti Guð- mundi Sv. Hermannssyni og Helga Jóhannssyni. Sagnir gengu: lúlíus Guðm. Ilrannar Helgi - - lhjarta Pass 1 grand 2 grönd* 3 hjörtn Pass 4 hjörtu Pass Pass Dobl Allii* pass Með innákomunni á tveimur gröndum kom Hrannar lágUtunum á fram- faeri, en það kom ekki í veg fyrir að Helgi og Guðmund- ur fyndu sitt rökrétta hjartageim. Með fimmlitinn í hjarta var freistandi fyrh' Júlíus að dobla og reyna að ná í feita töiu. Flestir fóru niður á fjór- um hjörtum eftir minna upplýsandi sagnir, en Helgi nýtti sér vel þær upplýsing- ar sem hann hafði. Júlíus spilaði út laufníu og Helgi tók strax tvo slagi á lauf og henti spaða. Hann tók næst AK í tígli og spilaði svo hjartafimmunni að D6. Smátt hjarta frá Júlíusi og sexan úr borðinu! Það blasir ekki alveg við strax, en við nákvæma skoðun kemur í ljós að þessi svíning er lyk- illinn að því að vinna spilið. Helgi spilaði nú tíguldrottn- ingu og henti öðrum spaða heima. Júlíus trompaði og spilaði smáum spaða upp á kóng Hrannars og ás Helga. Næst kom hjarta og drottn- ing blinds átti slaginn. Helgi varð nú að spila spaða úr borði í þeirri von að vestur ætti litlu hjónin, því ef aust- ur kemst inn spilar hann láglit og upphefui' tromptí- una. Þegai' Júlíus þurfti að taka spaðaslaginn var samningui'inn unninn; vörn- in fékk aðeins tvo slagi á tromp og einn á spaða. Á hinu borðinu fóru liðs- menn Strengs einn niður á þremur gi'öndum. Ast er... að segja honum að hann verði bráðum pabbi. TM Roq. U.S. Pat. Oft. — atl rights reserved (c) 1995 Los Angelos Times Syndicate Arnað heilla Q/A ÁRA afmæli. Næst- OU komandi mánudag, 19. apríl, verður áttræð Guðrún Ólöf Þór. Hún mun taka á móti gestum í Fé- lagsheimili Kópavogs milli kl. 16-18 á morgun, sunnu- daginn 18. apríl. HA ÁRA afmæli. Á I U morgun, sunnudag- inn 18. apríl, verðui- sjötug Sigrún Sturludóttir, Espi- gerði 4. Hún og eiginmaður hennar, Þórhallur Hall- dórsson, taka á móti ætt- ingjum og vinum í safnaðar- heimili Bústaðakirkju sunnudaginn 18. apríl kl. 16-19. Einnig eiga þau hjón 50 ára brúðkaupsafmæli. r7f\ ÁRA afmæli. í dag, I U laugardaginn 17. apríl, verður sjötugur Arn- ljótur Guðmundsson, húsa- smíðameistari og formaður meistarafólags húsasmiða, Beykihlíð 4, Reykjavík. Eiginkona hans er Hrefna Magnúsdóttir. í dag eru þau stödd á æskuslóðum hans í Austur-Húnavatns- sýslu. 7» A ÁRA afmæli. í dag, OU laugardaginn 17. apríl, verðm' sextugur Hallberg Kristinsson, Iðufelli 2, Reykjavík. Með morgunkaffinu ÞU hefur tekið hárrétta ákvörðun, sérstaklega varðandi líftrygging- una, sem þú keyptir í síðustu viku. ÞETTA er á mjög góðu verði, 12.500 krónur og innifalinn er verðmiði sem á stendur 28.800 krónur. COSPER STJÖRIVUSPA eftir Franees llrake HRUTUR Afmælisbarn dagsins: Þú ert framtakssamur og átt auðvelt með að skipuleggja starf þitt. Þú ert fagurkeri. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þér gengur flest í haginn í starfi. Þótt þig langi til að eignast nýja bandamenn gættu þess að ganga ekki of hart fram því það fælir bara frá. Naut (20. apríl - 20. maí) Það er þér í hag að fólk viti hvar þú stendur. Það er ekkert óeðlilegt að skipta um skoðun ef nýjar staðreyndir koma í ljós. Tvíburar (21. maí - 20. júní) An Þér finnst það ekki skipta neinu úr því sem komið er en reyndu samt að leggja mál þitt fyrir einu sinni enn áður en þú gefst upp. Krabbi (21. júní - 22. júlí) *“iTOÍ Það getur haft örlagaríkar afleiðingar að skipta sér af málum sem ekki eru á manns færi. Farðu þér hægt í nýjum kynnum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) ííí Þú hefur lagt þig fram um að starf þitt spilli í engu heildarárangrinum. Framlag þitt hefur ekki farið framhjá öðrum. Meyja (23. ágúst - 22. september) <&L Glíman við hið óþekkta ber alltaf árangur ef menn ekki gefast upp of snemma og stundum þarf að hafa verulega mikið fyrii' svörunum. Vog (23. sept. - 22. október) & 2 Það er eitt og annað sem þér finnst vera komið á skjön svo þú þarft að bretta upp ermarnar og ganga í það að koma lagi á hlutina. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) '“tR Hugurinn er takmarkalaus en vandinn er að koma sumum hugmyndum í verk. Þá reynir á útsjónarsemi þína. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) nO Þú getur sótt mikinn kraft í þinn innri mann en mundu að flestu eru takmörk sett sérstaklega því sem að snýr að öðrum en sjálfum þér. Steingeit (22. des. -19. janúar) Það getur verið erfitt að hafa augað stöðugt á framtíðinni en mundu að störf þín í dag leggja grunninn að morgundeginum. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Varkárni er dyggð en getur svo sem gengið of langt eins og allt annað. Þú þai'ft að finna hinn gullna meðalveg og þá mun allt ganga upp. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) >%■«> Einbeittu þér að hverju verkefni fyrir sig og leystu þau eitt af öðru. Aðeins þannig muntu ná þeim árangri sem þarf. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu íagi eru eklfi byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. FRETTIR Fjölgreind og þróun skólastarfs DANIEL Gray Wilson og Julie Vi- ens, sem bæði starfa í rannsóknar- hópi sem kallaður er Projeet Zero við Harvard-háskóla, flytja fyrir- lestur í boði íslensku kennai-afélag- anna (FÍL, HÍK og KÍ) og Rann- sóknarstofnunar Kennaraháskóla Islands mánudaginn 19. apríl kl. 16. Fyrirlesturinn nefnist: Fjöl- greind og þróun skólastarfs. I fyrirlestrinum munu þau Wil- son og Viens fjalla um skólaþróun út frá tveimur sjónarhornum. Ann- ars vegar ræða þau um leiðir til að skapa skólabrag sem laðar fram skoðun og mat á eigin aðstæðum og hugmyndum. Hins vegar fjalla þau um hvernig nýta má hugmynd- ir fjölgreindarkenningar Howards Gardner í kennslu. Project Zero er hópur sérfræð- inga sem hefur lagt stund á skóla- þróun og skólarannsóknir síðast- liðin 32 ár. Upphaflega beindi hann sjónum að listnámi, en nú lætur hann sig varða menntunar- rannsóknir á öllum sviðum. Þau Wilson og Viens hafa starfað und- anfarinn áratug í þessum hópi, m.a. með Howard Gardner og Da- vid Perkins, stjórnendum verkefn- isins. Wilson og Viens hafa stjórn- að eða tekið þátt í rannsóknar- verkefnum sem tengjast skólaþró- un af ýmsu tagi, nýjum námsmats- aðferðum, kennsluháttum sem taka mið af fjölgreindarkenning- unni og beitingu hennar í fullorð- insfræðslu og meðal minnihluta- hópa. Daniel Gray Wilson og Julie Vi- ens eru stödd hér á landi dagana 16.-22. apríl í tilefni af skólamála- þingi kennarafélaganna, sem hald- ið verður á Akureyri, um fjöl- greindarkenningar og framtíðar- hlutverk kennara. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku í stofu M-201 í aðalbyggingu Kennaraháskóla íslands við Stakkahlíð. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm lejrfír. Gömlu dansarnir í Hreyfilshúsinu í kvöld kl. 22.00. Félag harmonikuunnenda. UÝ)KK VÖKVK STDTTKK?VK ?KIUQKK ÚLPU KA\CKOKk?DK HXTTARv Opið laugardaga frá kl. 10-16 Þú liklega hvergi meira fyrir aurana v KOIAPORTIÐ Kynjakvistir í hverju horni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.