Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
104. TBL. 87. ÁRG.
ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Mótmæli
í Peking
BANDARÍSKUR hermaður kann-
ar skemmdir á byggingu banda-
ríska sendiráðsins í Peking í
Kína. Mótmælaaðgerðir kínversks
almennings hafa staðið undan-
farna daga vegna loftárásar
NATO á Belgrad þar sem sendi-
ráð Kína var eyðilagt.
Árásin hefur valdið mikilli reiði
í Kína og hafa kínverskir náms-
menn og ahnenningur kastað
grjóti að sendiráðsbyggingum,
brotið glugga, brennt fána og
ráðist að vestrænum fréttamönn-
um. Að sögn bandarískra embætt-
ismanna í gær virtist þó heldur
hafa dregið úr mótmælunum.
Stjórnvöld í Belgrad segjast ætla að draga hluta hersveita sinna frá Kosovo-héraði
NATO tekur yfírlýs-
ingum með varúð
Belgrad, Moskvu, Brussel, Washington, Peking. Reuters, AP, AFP.
YFIRSTJÓRN júgóslavneska hersins tilkynnti í gær að hún hefði skipað
hluta hersveita sinna í Kosovo að yfirgefa héraðið og að frekar yrði dregið úr
fjölda hermanna þegar samkomulag lægi fyrir um að senda friðargæslusveit-
ir á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) inn í héraðið. Var ástæðan sögð sú að
vopnaðri andstöðu Frelsishers Kosovo (UCK) í héraðinu hefði verið hætt. I
yfirlýsingunni kom þó ekki fram hversu margar hersveitir hefðu verið kallað-
ar frá Kosovo, hve margar yrðu eftir í héraðinu eða hvort og hvenær Kosovo-
Albanar gætu snúið til heimkynna sinna.
Reuters
Talsmenn Atlantshafsbandalagsins
(NATO) og leiðtogar NATO-ríkja
lýstu því yfir í gær að þótt brottfor
júgóslavneskra hersveita frá Kosovo
væri ein af forsendum þess að hægt
væri að koma á friði á Balkanskaga
gengi yfirlýsing Júgóslavíuhers alls
ekki nógu langt. Loftárásum yrði
fram haldið ims Slobodan Milosevic
Júgóslavíuforseti sættist á öll skilyrði
NATO, þ.á.m. að allar vopnaðar sveit-
ir Serba hyrfu frá Kosovo.
Jamie Shea, talsmaður NATO,
sagði á blaðamannafundi í höfuð-
stöðvum bandalagsins í Brussel í
gær: „Ef það reynist rétt að Milos-
evic hafi fyrirskipað brottflutning
hermanna frá Kosovo þá er hið sama
sönnun þess að áhrifa loftárásanna
gætir.“ Sagði hann NATO vera að
kanna réttmæti yfirlýsinganna og
lagði áherslu á að brottflutninginn
yrði að vera hægt að sanna. Joe
Lockhart, talsmaður Bandaríkjafor-
seta, sagði í gær að ekki væru nein
merki um að Serbar hafi hafið brotf>
flutning hersveita sinna.
Robin Cook, utanríkisráðherra
Bretlands, sagði afar mikilvægt að
halda núverandi hemaðaraðgerðum
til streitu. Ef Milosevic fyndi að
NATO væri að slaka á tauginni
minnkuðu líkumar á að hann féllist á
skilyrði NATO. Þá sagði Madeleine
Albright, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, að yfirlýsingin jafnaðist á
við „hálfgildings loforð“.
Rússnesk stjómvöld fógnuðu hins
vegar yfirlýsingu Júgóslaviuhers og
sögðu hana mikilvæga forsendu þess
Stefnir í
verkfall í
Færeyjum
Þdrshöfn. Morgunblaðið.
FLEST benti í gærkvöldi til að verk-
fall myndi skella á í Færeyjum þrátt
fyrir að náðst hafi aðfaranótt laugar-
dags að koma í veg fyrir allsherjar-
verkfall er fulltrúar þriggja stærstu
verkalýðsfélaga í Færeyjum náðu í
gegn kröfu sinni um 9,25% launa-
hækkun.
Samningaviðræður deiluaðila hóf-
ust í gær og fyrir liggur verkfalls-
boðun sem taka átti gildi á miðnætti.
Ef sáttasemjurum tekst ekki að
leysa úr ágreiningi milli verkalýðs-
hreyfingarinnar og samtaka fær-
eyskra atvinnurekenda, leggur m.a.
fiskvinnslufólk niður vinnu. Tals-
menn Föroya Arbeiðarafelag hafa
sagt að þrátt fyrir að fulltrúar verka-
lýðsfélaganna þriggja í Þórshöfn og
Klakksvík hafi náð samningum um
hækkun tímakaups um sem svarar
70 ísl. krónum, þá standi þeir fast við
kröfu sína um 100 kr. hækkun.
Vilhelm M. Johannesen, fram-
kvæmdastjóri færeysku vinnuveit-
endasamtakanna, lýsti því yfir eftir
að samkomulagið náðist á laugardag
að hann hefði áhyggjur af áhrifunum
sem hækkunin kynni að hafa á fær-
eyskt efnahagslíf.
Barak styrkir stöðu sína fyrir kosningarnar í fsrael
Aróður Net-
anyahus hefur
öfug áhrif
Jerúsalem. Reuters.
EHUD Barak, frambjóðandi Verkamannaflokksins í Isra-
el, hefur aukið nokkuð forskot sitt á Benjamin Netanyahu
forsætisráðherra og leiðtoga Likudflokksins. Kosninga-
barátta Netanyahus verður æ örvæntingarfyllri og hefur
hann gripið til þess, sem ísraelar kalla „dómsdagsáróður".
Flest bendir til, að það vinni fremur gegn honum en með.
Reuters
STUND milli stríða í kosningabaráttunni í Israel.
Benjamin Netanyahu forsætisráðherra og Natan
Sharansky, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að tafli.
Samkvæmt könnun, sem ísraelsk
sjónvarpsstöð birti í gær, fær Barak
45% atkvæða en Netanyahu 37% í
fyrri umferð kosninganna nk. mánu-
dag og mun sigra hann örugglega í
síðari umferðinni 1. júní með 52% á
móti 40%. Umferðimar verða tvær ef
enginn frambjóðenda fær meira en
50% atkvæða í þeirri fyrri. Þá kom
líka fram, að drægju tveir aðrir fram-
bjóðendur sig í hlé, þeir Yitzhak Mor-
dechai og arabinn Azmi Bishara,
myndi Barak sigra Netanyahu auð-
veldlega í fyrri umferðinni.
Netanyahu hefur gripið til svokall-
aðs „dómsdagsáróðurs“ í kosninga-
baráttu sinni en þá er m.a. átt við
sjónvarpsauglýsingar þar sem notað-
ar eru myndir af palestínskum
hermdarverkamönnum og samning-
um ísraela og Palestínumanna lfkt
við samningana i Munchen við nasista
í Þýskalandi. Með þessum áróðri von-
aðist Netanyahu til að ná til lausa-
fylgisins, einkum innflytjenda frá
Rússlandi, en það virðist alveg hafa
mistekist. Skoðanakönnun 23. apríl sl.
sýndi, að Netanyahu hafði þá heldur
meira fylgi meðal þessa hóps, 36% á
móti 34% hjá Barak, en síðan hefur
þetta snúist við.
Kosningabaráttan að þessu sinni
hefur leitt í ljós sem aldrei fyrr þá
gjá, sem er á milli Israela eftir því
hvaðan þeir komu. í kosningunum
1996 voru það einkum tveir hópar,
sem tryggðu Netanyahu sigur, svo-
kallaðir sefardar, gyðingar frá Mið-
jarðarhafs- og Miðausturlöndum, og
innflytjendur. Að þessu sinni hefur
Netanyahu fyrst og fremst hampað
sefördum og það hefur ekki fallið í
góðan jarðveg hjá rússneskum
innflytjendum.
Fréttaskýrendur telja, að Netanya-
hu þurfi að fá 60% atkvæða rúss-
nesku innflytjendanna til að koma í
veg fyrir sigur Baraks, sem hafði ekki
nema 20% fylgi í þeirra röðum þegar
kosningabaráttan hófst. Talið er, að
stuðningurinn sé nú kominn í 40%.
að hægt væri að finna friðsamlega
lausn á átökunum á Balkanskaga.
Kínverjar krelja Clinton um
formlega afsökunarbeiðni
Bill Clinton Bandaríkjaforseti bað
kínversk stjórnvöld afsökunar á loft-
árás NATO á Belgrad sl. fóstudag
þar sem sprengjur féllu á byggingu
kínverska sendiráðsins og urðu þrem-
ur Kínveijum að bana. Lagði hann þó
áherslu á að hemaðaraðgerðir banda-
lagsins myndu halda áfram þrátt fyr-
ir atvikið. „Eg tel mjög mikilvægt að
draga skýra linu miíli sorglegra mis-
taka og þjóðemishreinsana að yfir-
lögðu ráði,“ sagði Clinton. „Ég hef
þegar beðið Jiang forseta og kín-
versku þjóðina afsökunar.“ I bréfi
sínu til forseta Kína mun Clinton hafa
tjáð honum ástæður hemaðaraðgerð-
anna í Júgóslavíu og lýst yfir áhyggj-
um sínum vegna öryggis bandarískra
sendiráðsstarfsmanna.
Tang Jiaxuan, utanríkisráðherra
Kína, la-afðist þess í gær að Banda-
ríkjastjóm bæðist opinberlega afsök-
unar á atvikinu og að nákvæm rann-
sókn færi fram á tildrögum árásar-
innar á sendiráðið, sem NATO hefur
sagt að hafi komið til vegna rangra
upplýsinga.
Richard Shelby, formaður upplýs-
inganefndar Bandaríkjaþings, sagði í
viðtali við Reuters í gær að úreltar
upplýsingar bandarísku leyniþjónust-
unnar (CLA) væm ástæða þess að
ráðist hefði verið á sendiráðið fyrir
slysni. „Mistöldn liggja í gagnagrann-
inum,“ sagði Shelby. „Upplýsingam-
ar voru úreltar. Ég held að kort frá
árinu 1992 hafi verið notað í stað
nýrra korta.“ William Cohen, vamar-
málaráðherra Bandaríkjanna, stað-
festi á blaðamannafundi í Washington
að árásin hafi verið gerð með hliðsjón
af gömlum kortum af Belgrad.
Arásin var tekin fyrir á sérstökum
fundi öryggisráðs SÞ í gæmótt að
kröfu Kínveija. Haft var eftir fulltrú-
um öryggisráðsins eftir fundinn að
ekki hafi náðst samstaða um þá harð-
orðu yfirlýsingu sem Kínveijar höfðu
farið fram á.
Friðarviðræður halda áfram
Viktor Tsjémómýrdín, sérlegur
sendifulltrúi Rússa í Kosovo-deilunni,
hélt í gær til Peking til viðræðna við
kínverska ráðamenn. Talið er að
Tsjérnómýrdín, sem hefur undanfarið
rætt við leiðtoga þeirra ríkja sem að
stríðinu á Balkanskaga standa, hafi
haldið til Kína í þeirri viðleitni að sefa
reiði þarlendra stjómvalda vegna
árásarinnar á sendiráðið í Belgrad.
Að sögn Yasushi Akashi, fyi-rver-
andi erindreka SÞ í Júgóslavíu, virð-
ast nú einhverjár líkur á að Milosevic
sé reiðubúinn að senya um framtíð
Kosovo-héraðs á granni friðartillagna
sjö helstu iðnríkja heims auk Rúss-
lands frá þvi í sl. viku. Akashi, sem
átti fund með Milosevic í Belgrad í
gær, sagði þó að Milosevic hefði gert
það að skilyrði að hugsanlegt friðar-
gæslulið í Kosovo yrði léttvopnað og
starfaði undir merkjum SÞ.
■ Harðlínuöfl í Kína/bls. 28