Morgunblaðið - 11.05.1999, Page 15

Morgunblaðið - 11.05.1999, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 15 PAVÍÐ ODDSSON Vel rökstuddur úrskurður DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra segist hafa fengið úrskurð Kjara- dóms í hendur sl. sunnudag og telji eftir að hafa kynnt sér forsendur hans að um vel rökstuddan dóm sé að ræða. Kjaradómur færi m.a rök fyrir því að laun ráðherra og þingmanna hækki um nálægt 18% umfram hækkanir annarra sem undir dóminn heyra til að vega á móti því að ráð- herrum og þingmönnum hefur ekki verið úrskurðuð föst yfírvinna líkt og dómurinn hefur úrskurðað embættis- mönnum. „Þeir hafa 40 tima eða svo í ómælda yfirvinnu sem ráðherrar og þingmenn hafa ekki en flestir viður- kenna nú að það er ekki líklegra að starfsmennimir í ráðuneytunum, ráðuneytistjórarnir, séu að vinna lengri vinnudag en ráðherrarnir. Ég held að ráðherrarnir vinni almennt lengri vinnudag vegna þess að það bætast til dæmis við hjá þeim skyldu- ferðir og að sitja fyrir svörum á fund- um og í ijölmiðlum og að vera yfir- leitt til taks hvenær sem er.“ Davíð sagðist ekki vilja fella dóm yfir þessum úrskurði enda væri það ekki hans hlutverk. „Þetta er stjóm- sýsludómur og það er ráð fyrir því gert að við höfum ekkert um þetta að segja,“ sagði hann. Aðspurður hvort hann teldi að úr- skurður Kjaradóms myndi valda ólgu og deilum í þjóðfélaginu sagðist Da- víð ekki telja að svo verði. „Mér finnst á fólld að það sé skilningur á því að til dæmis ráðherrar eigi ekki að vera númer þrjú eða fjögur í sínu ráðuneyti og það sé óeðlilegt.“ HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Erfitt að hreyfa sig í svona máli HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði í gær að birting úr- skurðar Kjaradóms um að laun ráð- herra, þingmanna og annarra emb- ættismanna skuli hækka um 30% beri vitni sjálfstæði dómsins. Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Samfylk- ingarinnar, sagði að hún hefði viljað sjá aðra hópa fá kjarabætur á undan þingmönnum, en þeir hefðu engu að síður á vissan hátt dregist aftur úr. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra og formaður Framsóknar- flokksins, sagði að hann hefði ekki vitað af úrskurði Kjaradóms, sem féll á laugardag og var birtur á sunnu- dag: „Hann kom mér alveg í opna skjöldu og ég vissi ekkert um hann,“ sagði Halldór um úrskurðinn. „Mér finnst Kjaradómur vera að undir- strika sjálfstæði sitt með því að senda úrskurðinn frá sér daginn eftir kosn- ingar. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að við þurfum að viðhalda sem mestum launajöfriuði í okkar samfélagi og ekki síst þess vegna voru öll völd tekin af stjómmála- mönnum í þessu máli þannig að þeir verði ekki ótrúverðugir í því. Það eina, sem við höfum getað gert í þeirri stöðu, er að grípa inn í með lög- gjöf. Þá má segja að við séum farnir að úrskurða okkar eigin kjör. Það er mjög erfitt að hreyfa sig í svona máli.“ Halldór sagði að kjör stjórnmála- manna væru og yrðu alltaf viðkvæm, en það væri alrangt að stjómmála- leiðtogar hefðu vitað af úrskurði Kjaradóms fyrirfram. Hæpið að vísa til dóms og hnekkja siðan úrskurði Margrét Frímannsdóttir, talsmað- ur Samiylkingarinnar, sagði að hún hefði ekki einu sinni vitað að til stæði að Kjaradómur legði fram úrskurð um laun stjómmála- og embættis- manna. „Hins vegar er það alveg Ijóst að þingmenn hafa á vissan hátt dregist aftur úr ef hægt er að tala um einhvem samanburð í þeim efnum, sem alltaf er erfitt því að þing- mennskan er um margt mjög sér- stök,“ sagði hún. „En Ijóst er að mið- að við þá ábyrgð sem fylgir starfinu hafa þingmenn dregist aftur úr.“ Margrét sagði að uppi væri sú krafa í þjóðfélaginu að þar sem nú væri góðæri og stöðugleiki í eftia- hagsmálum ætti að bæta Iqörin og benti á kjaramálaumræðu kennara. „En það em margir hópar sem ég hefði viljað sjá að fengju kjarabætur á undan okkur.“ Margrét sagði, þeg- ar hún var spurð hvort hún teldi að niðurstaða Kjaradóms ætti að standa, að það væri hæpið að vísa kjaramál- um alþingismanna í ákveðinn dóm og taka síðan af úrskurð hans. „Það er náttúrlega hreinn og klár skrípaleikur og ekkert annað," sagði hún. „Menn verða að fara að finna þessu ákveðinn farveg." GRÉTAR ÞORSTEINSSON Afdráttarlaus leiobein- ing við gerð næstu kjarasamninga GRÉTAR Þorsteinsson, forseti Al- al annars á því hvað hefur verið að þýðusambands Islands, segir að úr- gerast í samningum hjá ríkinu, skurður Kjaradóms um launahækkun til handa æðstu fulltrúum ríkisvalds- ins sé mjög afdráttarlaus leiðbeining iyrir Alþýðusambandið hvað varði gerð næstu kjarasamninga. Grétar sagði einnig að sér fyndist tímasetning þessa úrskurðar afar undarleg, þ.e. að ákvörðun um þetta væri tekin á kjördag og alþjóð til- kynnt um það daginn eftir kjördag. „Síðan lít ég svo á að þetta sé mjög afdráttarlaus leiðbeining fyrir okkur hvað varðar næstu Iqarasamnings- gerð,“ sagði Grétar. Hann sagði aðspurður að það færi ekkert á milli mála að með þessum úrskurði væri kúrsinn settur hvað varðaði kröfugerð í næstu kjarasamn- ingum. „Ég hef nú ekki ennþá séð greinargerðina með þessari ákvörð- un, en ég held ég muni það rétt að ég hafi heyrt það í fréttum í gær [fyrra- dag] að þessi niðurstaða byggist með- þ.e.a.s. gagnvart hluta af sínum starfsmönnum. Það á ekki við um þá starfsmenn sem eru í röðum Alþýðu- sambandsfélaganna, núna á síðustu misserum. Þetta er svona punkturinn yfir i-ið í því ferli,“ sagði Grétar. Hann sagði að það væri ekkert hægt að misskilja þetta, enda ef launaþróun félaga innan Alþýðusam- bandsins ætti ekki að vera í takt við þetta þá væri að gliðna verulega í sundur með hópum á vinnumarkaði hér á landi. Spurður hvort hann teldi að at- vinnulífið gæti borið viðlíka launa- hækkanir eins sagði hann að viðhorf ríkisins virtist vera augljóst í þessum efnum og rétt að taka mark á því. „Það er að mínu viti alveg deginum Ijósara að félögin innan Alþýðusam- bandsins og landssamböndin hafa fengið þama gott veganesti,“ sagði Grétar ennfremur. FRÉTTIR Gífurlegur hiti og reykur frá logandi hjólbörðum SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur var kallað að fjölbýlis- húsi við Reyrengi í Grafarvogi um klukkan 13 í gær vegna elds, sem kviknað hafði í hjólbörðum í opinni bfiageymslu undir húsinu. Átta til tíu hjól- barðar voru geymdir í bflageymslunni og var að- koman ófögur þegar slökkvilið bar að. Gífurlegur hiti hafði myndast vegna eldsins og steig sótsvart- ur reykur upp með húsinu og fór inn í a.m.k. tvær íbúðir, sem skemmdust þó ekki að öðru Ieyti. Ein bifreið var í geymslunni og skemmdist fram- endi hennar vegna hitans frá logandi hjólbörðun- um. Einangrun í lofti geymslunnar var byijuð að brenna þegar slökkvistarf hófst og eyðlögðust við það raf- og frárennslislagnir frá íbúðum, sem lágu uppi í lofti geymslunnar. Slökkvistarf tók klukkustund og að sögn Frið- riks Þorsteinssonar varðstjóra hjá Slökkviliði Reykjavíkur urðu mikil óþægindi fyrir nærliggj- andi íbúðir, vegna sóts og reyks sem af eldinum hlaust. Orsakir eldsins eru ókunnar, en tæknideild lög- reglunnar í Reykjavík rannsakar eldsupptökin. Nýjar námsleiðir hjá Háskóla fslands í nokkrum greinum Starfstengt þriggja missera nám HÁSKÓLI íslands býður næsta haust uppá nýjar námsleiðir, 45 ein- inga nám, í nokkrum greinum á BS eða BA stigi. Námið er ætlað þeim sem vilja bæta við þekk- ingu. sína á ein- hverju sviði án þess kannski að leggja í fullt BA eða BS nám sem er 90 einingar. Námið er að nokkru leyti starfstengt og lýkur með diplóm-prófi. Viðskipta- og hagfræðideild stend- ur á miðvikudaginn fyrir kynningar- fundi um þær fimm námsleiðir sem deildin býður. Verður hann haldinn í stofu 101 í Odda og hefst klukkan 17.30. Námsleiðirnar í viðskipta- og hagfræðideildinni eru hagfræði, markaðs- og útflutningsfræði, rekstrarstjórnun, rekstur fyrirtækja og tölvunotkun og sú síðasta er við- skiptatungumál. Nýjar námskeiðir í öðrum deildum eru rekstur tölvu- kerfa, rekstur sjávarútvegsfyrir- tækja, ferðamálafræði, hagnýtt nám í nokkrum tungumálum, upplýsinga- stjómun og menntun leiðbeinenda í uppeldis- og kennslufræðum. Gylfi Magnússon, dósent í við- skipta- og hagfræðideildinni, segh- að ljúka megi náminu á þremur misserum en þeir sem kjósi að vinna með námi verði trúlega að taka það á fjórum misserum eða jafnvel lengri tíma. Nemendur sækja almenn nám- skeið í deildunum samkvæmt venju- legri stundaskrá og segir Gylfi það því krefjast sveigjanlegs vinnutíma hjá þeim sem vilja vinna með nám- inu. Þörf fyrir nám af þessum toga „Við rennum svolítið blint í sjóinn með aðsókn en teljum tvímælalaust þörf fyrir nám af þessum toga og það hefur verið mikið spurt. Mér heyrist þama verða á ferðinni ívið eldra fólk en það sem sækir nú nám í viðskipta- fræðinni, fólk sem búið er að koma sér fyrir í vinnu en vill skipta um starfsvettvang eða færa sig til, afla sér meiri þekkingar en er ekki tilbú- ið í fullt háskólanám," segir Gylfi. Hann segir fólk eiga að geta unnið störf sem krefjist nokkurrar sér- þekkingar og telur fulla þörf víða í atvinnulífinu fyrir fólk með slíkan bakgrunn. Innritun hefst 20. maí. Innritunargjald er 25 þúsund eins og hjá öðrum háskólanemum. Munurinn á þessum nýju náms- leiðum og t.d. námi hjá Endurmennt- unarstofnun er m.a. sá að hér sitja nemendur með öðrum háskólanem- um og taka sömu próf en Gylfi segir námskröfur aðrar í Endurmenntun og að hún bjóði ekki síst kennslu á kvöldin sem henti þeim sem vilja taka nám sitt meðfram vinnu. Gylfi Magnússon Lögreglan á Snæfellsnesi upplýsir íkveikju Ólafsvfk. Moigunblaðid. ÞAÐ var venju fremur annasamt hjá lögreglunni á Snæfellsnesi um helgina, en auk fastra starfa við ut- ankjörstaðakosningu, akstur og frágang kjörgagna upplýsti hún íkveikju að Búlandshöfða í Eyrar- sveit, þrjú innbrot í mannlaus hús, sem framin voru í vetur, tók 15 ökumenn fyrir of hraðan akstur og tvo grunaða um ölvunarakstur. Að sögn Eðvarðs Árnasonar, yf- irlögregluþjóns í Stykkishólmi, hef- ur lögreglan komist á snoðir um og upplýst að kyeikt var í að Höfða í Eyrarsveit hinn 20. febrúar sl. en þar brunnu inni skepnur og ný- stofnsett saumafyrirtæki og útihús ábúandans á Búlandshöfða, Jónínu Gestsdóttur, og varð þar tjón sem skipti milljónum. I upphafi var ekk- ert sem benti til íkveikju, enda allt brunnið sem brunnið gat, en sakir þekkingar á staðháttum og vegna náins samstarfs milli vaktsvæða tókst lögreglunni að upplýsa þetta mál nú um helgina. Nokkur innnbrot upplýst Þá voru um helgina upplýst nokkur innbrot, m.a. í aðstöðu Nes- vikurs á Breið, í sumarhús á Kirkjuhóli í Staðai-sveit og í Hótel Búðir, en í þessum innbrotum var m.a. stohð sjónvarps- og hljóm- flutningstækjum, tölvubúnaði, verkfærum og fleiri verðmætum og eru þá ótaldar talsverðar skemmdir sem alltaf verða er innbrotsþjófar eru á ferð. Enn er verið að rann- saka brunann að Mýrarholti 1 í Ólafsvík. Jafnframt þessum málum sem unnið var við að upplýsa um helg- ina voru 15 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur og tveir grunaðir um ölvunarakstur, þannig að verulega annasamt hefur verið hjá löggæslu- mönnum á Snæfellsnesi um helg- ina. Lögreglumenn, sem rætt var við, sögðu talsvert minna hafa verið að gera vegna atkvæðagreiðslna utan kjörfundar núna heldur en fyrir fjórum árum en með aukinni samvinnu og samstarfi milli vakt- svæðanna hefur náðst meiri sam- staða og árangur í störfum lögregl- unnar á Snæfellsnesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.