Morgunblaðið - 11.05.1999, Side 16

Morgunblaðið - 11.05.1999, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Borgar- kórinn söng í Grímsey BORGARKÓRINN undir sijórn Sigvalda Snæs Kaldalóns skemniti Grímseyingum í félagsheimilinu Múla á laugardagskvöld. Anna Margrét Kaldalóns söng einsöng. Efnisskráni var að drjúgum hluta tileinkuð Sigvalda Kaldalóns, en samanstóð að öðru leyti af hefð- bundinni kórtónlist. Kórnum var vel fagnað af eyjaskeggjum og var nær húsfyllir á tónleikunum. Þetta er fyrsta tónleikaför Borgarkórs- ins til Grímseyjar. Kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri óánægðir með kjaramálin Hafna tilboði kjaranefndar KENNARAR við Tónlistarskólann á Akureyri höfnuðu á fundi fyrir helgi „algjörlega því smán- arlega tilboði sem kjaranefnd Akureyrarbæjar hefur lagt fram,“ eins og það er orðað í ályktun fundarins. Tilboð kjaranefndar felst i því að þeir kennar- ar tónlistarskólans sem starfa úti í grunnskólum bæjarins fái aukagreiðslu fyrir, en það samsvar- ar til tveggja tíma á mánuði í 9 mánuði. Um helmingur kennara skólans starfar jafnframt við tónlistarkennslu í granskólunum. Þá yrðu samkvæmt tilboðinu lögð fjárhæð í sameiginleg- an pott, eða 8,5 tímar á mánuði að meðaltali fyr- ir hvern kennara og er skólastjóra ætlað að deila út pottinum í samræmi við framlag hvers kennara. Hannes Þ. Guðrúnarson trúnaðarmaður í Félagi tónlistarskólakennara sagði að tilboðið skilaði rúmlega 10 þúsund króna hækkun á mánuði ef miðað væri við 9 mánaða tímabil, en 7.650 krónur ef miðað væri við allt árið. Um 30 kennarar starfa við Tónlistarskólann á Akureyri og hafa þó nokkrir sagt upp störf- um vegna óánægju með launakjör að sögn Hannesar. Hann sagði betri kjör bjóðast við tónlistarskóla m.a. á Húsavík, Seltjarnarnesi og Hafnarfirði þar sem nýlega var samið við kennara. í ályktun kennarar kemur fram að þeir telji engin rök hafa komið fram sem réttlæti það að tónlistarkennarar á Akureyri njóti ekki sömu kjara og aðrir í kennarastétt. „Við viljum bera okkur saman við aðra kennara hjá Akureyrar- bæ og teljum okkur eiga að fá sambærileg laun og þeir,“ sagði Hannes. Hornsteinn í tónlistar- lífi bæjarins Benda kennarar við tónlistarskólann á að hann sé tvímælalaust hornsteinn í tónlistarlífi bæjarins, nægi þar að benda á setningu Kristnitökuhátíðar og Sinfóníuhlómsveit Norð- urlands þar sem kennarar og nemendur tón- listarskólans eru uppistaðan. „Sé fótunum kippt undan skólanum blasir við áframhaldandi flótti tónlistarfólks og fjöl- skyldna þeirra frá Akureyri,“ segir í ályktun- inni. Morgunblaðið/Margit E. Einarsdóttir Skemmdir í félagsheimili Þdrs Talið að kveikt hafí verið í Minningarsjóður Þor- gerðar S. Eiríksdóttur Styrkir til efnilegra nemenda FRESTUR til að sækja um styrk úr Minningarsjóði Þor- gerðar S. Eiríksdóttur rennur út 15. maí næstkomandi. Nem- endur sem stundað hafa nám við Tónlistarskólann á Akur- eyri og hyggja á eða hafa þeg- ar hafið háskólanám í tónlist geta sótt um styrk úr sjóðnum. Þorgerður lauk burtfarar- prófi úr Tónlistarskólanum á Akureyri og þótti efnilegur pí- anóleikari. Hún lést af slysför- um í Lundúnum árið 1972 þeg- ar hún var þar við framhalds- nám. Aðstandendur hennar stofnuðu minningarsjóð ásamt Tónlistarfélagi Akureyrar, Tónlistarskólanum og kennur- um við skólann en markmið hans er að styrkja efnilega nemendur sem lokið hafa burt- fararprófi frá Tónlistarskólan- um á Akureyri til framhalds- náms. Kaupland gjaldþrota KAUPLAND, sem er verslun með raftæki, gluggatjöld, málningu og málningarvörur, var úrskurðað gjaldþrota hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra i síðustu viku. Verslun- inni hefur verið lokað. Hún hefur verið starfandi á Akur- eyri um nokkurra ára skeið, en með aukinni samkeppni á raf- tækjamarkaði brast grandvöll- ur fyrir rekstrinum. FULLVÍST er talið að kveikt hafi verið i geymslu í kjallara í Hamri, félagsheimili Þórs við Skarðshlíð, aðfaranótt sunnudags. Rannsóknar- deild lögreglunnar á Akureyri fer með rannsókn málsins, en málið var óupplýst síðdegis í gær. Að sögn Tómasar Búa Böðvarssonar slökkviliðsstjóra mátti ekki miklu muna að eldurinn næði að komast upp á efri hæð hússins. Tveir íbúar í íbúð í risi félags- heimilisins urðu varir við reyk og létu Neyðarlínuna vita sem aftur kom skilaboðum til Slökkviliðs Akureyrar. „Þegar við komum á staðinn var ljóst að ekkert fólk var inni í húsinu. Það stóð mikill reykur út um dyr á austurhlið kjallarans, úr loftræsikerfi á húsinu vestan- verðu og þá logaði eldur út um glugga á hurð í kjallaranum," sagði slökkviliðsstjóri um aðkomuna. Kjallarinn illa farinn Strax var ráðist til atlögu við eld og reyk um glugga og dyr og gekk það vel að sögn Tómasar Búa. Eld- urinn var í geymslu í kjallara Hamars, en þar inni var mikið magn salernispappírs sem deildir félagsins hafa verið að selja til fjár- öflunar. Kjallarinn er illa farinn, en reykur og óhreinindi komust um hann allan. Þar era búningsklefar fyrir íþróttafólk, geymslur og lager. Eldvarnarhurð í kjallara vamaði því að eldur næði að breiðast út og upp á efri hæðir. Þó sagði hann að göt hefðu verið milli hæða, sem ekki vora nægilega vel lokuð, þau héldu en litlu munaði. Morgunblaðið/Kristján MIKINN reyk lagði út um glugga og dyr í Hamri, félagsheimili Þórs, þegar slökkvilið kom á staðinn aðfaranótt sunnudags. Safnasafnið á Svalbarðsströnd Átta sýning- ar opnaðar ÁTTA sýningar á alþýðulist, handverki og fjölbreyttri mynd- sköpun sem tekur mið af alþýð- legum gildum voru opnaðar í Safnasafninu á Svalbarðsströnd í Eyjafirði á laugardag, 8. maí. Á hlaði eru fjórar steinsteyptar höggmyndir eftir Ragnar Bjarna- son frá Öndverðarnesi í Gríms- nesi, í miðrými eru 400 brúður sem Magnhildur Sigurðardóttir hefur safnað undanfarin 5 ár, í vestursal eru fjögur járnverk eft- ir Gunnar Árnason; Willys-jeppi, gamla Þjórsárbrúin, skurðgrafa og veghefill. I suðursal er safn- sýning á 115 leirverkum og 24 vatnslitamyndum eftir Svövu Skúladóttur. í glerbyggingu er einkasýning á 39 skúlptúrum og málverkum eftir Þór Vigfússon. I aðalsal er minningarsýning á 50 lágmyndum eftir Óskar Beck, sem ekkja hans og börn gáfu Safnasafninu. Þar er einnig safn- sýningin Handverk í Húnaþingi vestra með 135 gripum eftir Önnu Ágústsdóttur, Ágúst Jó- hannsson, Friðrik Hansen, Jón Ágústsson og Sigurð Þór Ágústs- son á Hvammstanga, Helga Bjömsson í Huppahlíð í Miðfirði, Oddnýju Jósepsdóttur í Sporði í Vesturhópi og Halldóru Kristins- dóttur frá Anastöðum á Vatns- nesi. Þessar sýningar standa yfir í allt sumar. Síðar í sumar verða opnaðar í Hornstofu einkasýningar á verk- um eftir Ragnheiði Ragnarsdótt- ur í Reykjavík, Hannes Lárusson í Reykjavík og Magnús Pálsson í Lundúnum. Utisýning verður á verkum eftir Hálfdán Björnsson í Hlégarði í Aðaldal. í bókhlöðu eru um 700 bækur, tímarit og kynn- ingarefni. Safnasafnið er opið alla daga frá kl. 10 til 18 fram til 29. ágúst næstkomandi. Hægt er að panta skoðunarferðir um safnið utan þessa auglýsta tíma. Aðgangseyr- ir er 300 krónur, en ókeypis fyrir börn innan fermningar. Rækjuverksmiðja FH á Kópaskeri Vinnslan verður tryggð fram í júní VINNSLA í rækjuverksmiðju Fisk- iðjusamlags Húsavíkur hefur verið tryggð fram í næsta mánuð, en til stóð að loka verksmiðjunni milli ver- tíða, frá maí og þar tO vetrarvertíð hefst að nýju í október. Það sem gerði að verkum að hægt er að halda vinnslunni áfram að minnsta kosti einn mánuð til viðbót- ar er að Öxarfjarðarhreppur felldi niðui' aukavatnsskatt fyrirtækisins, en upphæðin nemur nokkram millj- ónum að sögn Steindórs Sigurðsson- ar sveitarstjóra. Hráefni til vinnsl- unnar hefur einnig verið tryggt. Að- eins er unnið á einni vakt í stað tveggja yfir vetrartímann, en yfir- leitt er unnið á einni vakt að sumar- lagi. Heimamenn ræða hugsanleg kaup „Rækjuvinnslan verður í gangi fram eftir júnímánuði og þá taka við sumarfrí, en eftir að þeim er lokið verður byrjað að vinna á sláturhús- inu, þannig að þessi lokun verk- smiðjunnar verður ekki eins mikið áfall og leit út í fyrstu,“ sagði Stein- dór. Hann sagði heimamenn farna að ræða saman um hugsanleg kaup á verksmiðjunni og væra menn að skoða rekstrargrundvöllinn. Stein- dór sagði að ef af yrði myndi hrepp- urinn eflaust leggja fram fé til kaupanna. „Það er bjart yfir okkur, þetta virðist ætla að fara betur en á horfðist síðla vetrar þegar lokunin var tilkynnt. Það vantar þó nokkuð af starfsfólki, hér er mikil vinna og það væri vel hægt að bæta við starfsfólki í sláturhúsið, hjá Silfur- stjörnunni og þá vantar trésmiði,“ sagði Steindór. * Arsskýrsl- unni dreift ÁRSSKÝRSLA Akureyrarbæjar fyrir árið 1998 er komin út. Að venju er hefðbundið efni að finna í skýrslunni auk margra litmynda úr fjölskrúðugu plöntulífi íslands. Skýrslan hefur að geyma yfirlit yfir starfsemi stofnana og deilda Akureyrarbæjar á síðasta ári auk ársreiknings sveitarfélagsins. Þá gefur að líta þær breytingar sem gerðai- hafa verið á stjórnkerfi bæjarins og nýjar nafngiftir á ýmsum sviðum. Þá er í skýrslunni að finna myndir sem teknar hafa verið í Lystigarðinum á Akureyri, af hinum ýmsu plöntutegundum úr flóru Islands. Ársskýrslan er prentuð í 6.000 eintökum og hefur henni verið dreift á öll heimili á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.