Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 72
72 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ .) i AÐALPÓSTHÚS Reykjavíkur frá 1915 til 1984. • • Orlög íslenzkra frímerkja í einka væðingunni FRIMERKl SVÖR MEÐ OG MÓTI í SÍÐASTA þætti var rætt um viðbrögð forstjóra íslandspósts hf. við spurningu DV um það, hvers vegna Pósturinn sjálfur hættir að nota frímerki. Rúmsins vegna var ekki unnt að birta um leið viðbrögð Magna R. Magnús- sonar. Nú skal hins vegar litið á ýmislegt í mótmælum hans og viðbrögðum við þessari óheilla- stefnu Póstsins gagnvart frí- merkjasöfnun almennt. Magna finnst þessi ákvörðun Islandspósts hf. „í meira lagi undarleg". Hann bendir réttilega á, að „Islandspóstur selur frí- merkjasölum, bæði hérlendis og erlendis, frímerki fyrir tugi millj- óna á ári hverju“. Þá bendir Magni á, að yfirmaður Islands- pósts hf. hafi komið fram í út- varpi og sagt, „að 12 þúsund safnarar ættu von á bréfi vegna nýrrar frímerkjaútgáfu“. Magni tekur eðlilega undir þann tví- skinnung í frímerkjasteftiu Póstsins, sem bent hefur verið á, og segir orðrétt: „Það er nánast óskiljanlegt að á sama tíma hyggst fyrirtækið hætta að frí- merkja sinn póst og nota stimpla í staðinn. Á sama tíma telur ís- landspóstur að það sé bæði þroskandi og skemmtilegt að safna frímerkjum, sem það og er.“ Er nema von menn undrist þessa stefnu? Já, „frímerkið er einungis burðargjald fyrir okkur“, segir forstjórinn. Víst var frímerkið í upphafi fundið upp sem kvittun póststjóma fyrir greitt burðar- gjald. En menn fóru fljótlega að safna þessum „kvittunum", sem nefndust frímerki, og þannig hófst frímerkjasöfnunin. Hafa menn nú í næstum 160 ár haldið frímerkjum til haga og þau oft veitt þeim ómælda ánægju og gleði, ekki sízt á löngum vetrar- kvöldum áður fyrr, þegar engir fjölmiðlar nema fáein blöð og hóf- legur fjöldi bóka var til að stytta mönnum stundir. Nú er öldin vissulega önnur, enda á frí- merkjasöfnun víða í vök að verj- ast, jafnt meðal ungra sem gam- alla, sem eiga völ á alls konar af- þreyingarefni, sem þeir meta meir en sitja yfir frímerkjum. Þess vegna er þeim mun brýnni ástæða til að hlúa að vexti hennar en beint og óbeint kyrkja hana. Frímerkið hefur gegnt ákveðnu hlutverki í lífi margra kynslóða sem afþreyingar- og skemmti- efni. Þetta skyldi forstjóri Pósts- ins íhuga, þegar hann segir með nokkru steigurlæti, að frímerkið sé einungis burðargjald fyrir póstinn og verkfæri hans. Það er nefnilega ekki nema hálfur sann- leikurinn og tæplega það, því að það er um leið og ekki síður safn- gripur og skemmtiefni fyrir safn- arana. Hér talar því maður, sem virðist ekkert skynbragð hafa á frímerkinu nema sem kvittun fyr- ir burðargjaldi til fyrirtækis síns. Segja má, að hér sé einkavæðing- in í algleymingi og fremur leiðin- legri mynd. Hugsunin er einungis að græða sem mest og á sem ódýrastan hátt á viðskiptavinum Póstsins. Áhugi þeirra á „verk- færurn" Póstsins skiptir stjórn- endur hans í raun og veru engu öðru máli en selja þjónustu sína á sem ódýrastan hátt fyrir stofnun- ina. Því er ekki nema eðlilegt, að forstjórinn stæri sig af því, að honum hefur tekizt að skila hús- bændum sínum í Stjómarráðinu 36 milljón króna hreinum hagn- aði á liðnu ári og þannig tekizt „að snúa áralöngum taprekstri póstþjónustunnar á íslandi", eins og lesa má á vefsíðu Póstsins. Því ber að sjálfsögðu að fagna, en trúlega eru þeir peningar, sem þeir fá frá frímerkjasöfnurum án þess að þurfa að láta í té aðra þjónustu til þeirra en afhenda frí- merkin „yfir diskinn“ í nýju verzluninni á Vesturgötunni - að- eins lítilræði í allri veltunni. Er nema von, að forstjórinn líti fremur smáum augum á tóm- stundaiðju okkar og fínnist hún ekki veigamikil, þegar öllu er á botninn hvolft? I þeim umræðum, sem orðið hafa meðal frímerkjasafnara í sambandi við frímerkjastefnu Póstsins og þá óánægju, sem þeir hafa látið í ljós við mig og fleiri, undrar mig mjög, að stjórnir Landssambands ís- lenzkra frímerkjasafnara og Fé- lags frímerkjasafnara hafa ekki enn séð ástæðu til að minnast opinberlega á þetta grafalvar- lega mál fyrir frímerkjasöfnun í landinu. Á næstu dögum heldur LIF landsþing sitt. Á ég ekki von á öðru en stjórn sambands- ins geri þar grein fyrir afstöðu sinni í þessu veigamikla máli fyr- ir frímerkjasöfnun okkar. Vissu- lega er þakkarvert, eins og fram hefur komið, að Pósturinn skuli vilja nota lítinn hluta af gróða einkavæðingarinnar til þess að styrkja samtök frímerkjasafnara við að endurreisa blaðaútgáfu þeirra, sem hefur allt of lengi legið í dái. Hins vegar má það aldrei verða til þess, að menn hliðri sér e.t.v. hjá að láta uppi aðrar skoðanir en forráðamenn Póstsins hafa í frímerkjamálum okkar. Ekki get ég svo að því gert, að mér finnst heldur mikill holhljómur í rödd Póstsins í þessum málum öllum, þegar stefna hans er höfð í huga, svo sem greint hefur verið frá í þátt- um mínum og blasir við öllum þeim, sem láta sig málið eitthvað varða. Jón Aðalsteinn Jónsson í DAG VELVAKAJ\DI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Um samgöngur ogjarðgöng LENGI hafa verið hug- myndir um gerð hafnar við hina löngu, sendnu og hafn- lausu strönd Suðurlands, en svo verið talið illmögu- iegt vegna breytinga á ströndinni til og frá, og einnig vegna gífurlega kostnaðar. Skammt undan ströndinni eða um 10-12 kílómetra er góð, örugg og fullkomin höfn og hefur jú verið um langa tíð, en nú er sá möguleiki fyrir hendi að hægt er að tengja þessa höfn við meginlandið með jarðgöngum og þá er vand- inn leystur með höfn úti fyrir suðurströndinni. Það sýndi sig núna síðast með göngin undir Hval- fjörð að þau fóru fram úr björtustu vonum manna hvað varðaði tímasetningu og gerð, það er að segja skemmri tíma en áætlað var og góðan framgang að öllu leyti, en nú er í könnun botnlagið milli lands og Eyja. Mikið er rætt um flutninga fólks utan af landi til suðvesturhoms landsins og hvaða ráð sé til að snúa þeirri þróun við. Þar vanti land undir byggð og sterk- ar raddir eru uppi um að taka flugvöllinn undir hús- byggingar. Við tengingu Vestmanna- eyjahafnar myndi myndast byggðakjarni meginlands- megin og stuðla þannig að jafnvægi í byggð landsins. Þar er nóg landrými og gott fyrir hinar blómlegu sveitir þar að fá góða út- og inn- flutningshöfn, en það virðist yfirleitt vera nauðsyn til þess að byggð dafni. Auk þess sem farið hefur verið inn á er rétt að nefna hversu mikil hagræðing þetta yrði fyrir Vestmanna- eyjakaupstað. Þá yrðu Herjólfsferðir lagðar niður eins og gert var við Akra- borgina þegar Hvalfgjarð- argöngin komu. Svo mætti einnig nefna að þetta myndi auka tekjur af ferðafólki því skemmtiferðaskip kæmu hér oftar við og um 10 mín- útur tekur að keyra upp á meginland gegnum göngin. Fólk spyr hver á að borga (sérstaklega hefur maður orðið var við það ef eitthvað er viðvikjandi Vestmanna- eyjum), en nær væri að spyrja: Mun þetta borga sig og hversu fijótt mun það skapa hagvöxt og auka á hagsæld í landinu? Allir vita að ávallt er tekið lán fyrir stórframkvæmdum og væri það ekkert nýtt með þetta. Eru nú í athugun jarðlögin milii lands og Eyja sem er undanfari og nauðsyn þess að framkvæmdir geti hafist. Hilmar Sigurðsson, Boðaslóð 21, Vestm. Vel lesnir Passíu- sálmar SIGRÍÐUR hafði samband við Velvakanda og vildi hún koma á framfæri þakkiæti sínu til Þorsteins frá Hamri fyrir einstaklega vel lesna Passíusálma í Útvarpinu. Segir hún að þeir hafi aldrei verið svona vel lesnir. Hunang í Salnum Tónlistarunnendur! Á þriðjudagskvöld 11. maí verður semi-óperan Arthúr konungur flutt í síðara sinni í Salnum í Kópavogi. Frumflutningur óperunnar hérlendis 8.1. sunnudagskvöld var sann- kölluð tónlistarveisla, ljúf, lífleg og m.a.s. húmorísk barokktónlist eins og best gerist undir agaðri stjórn Gunnsteins Ólafssonar sem tekst ákaflega vel að draga fram sérstaka hrynjandi þessarar tónlist- ar. Áð öðrum ólöstuðum stendur söngur Mörtu uppúr og reyndar situr flutningur hennar á „Song Tune“ eftir í kollinum og vill ekki burt. Þetta lag hefði farið inn á hvaða topp tíu lista í dag ef Purcell hefði verið á róli 300 árum síðar. „Æðislegt" og „frábærir tónleikar" var meðal þess sem heyrðist þegar fólk gekk út úr salnum. Fyrir mér var þetta einfaldlega algjört hunang. Jón Baldur Þorbjörnsson, Fögrubrekku v/ Vatnsenda. SKAK [Jmsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á móti í Cutro á Ítalíu sem nú stendur yfir. Heima- maðurinn Pi- etro Pegor- ari (2.385) hafði hvítt og átti leik gegn búlgarska stórmeistar- anum Krum Georgiev (2.490). 29. Hxh7! - Dxe3+ (Svartur hef- ur treyst á að þessi vörn myndi duga, því 29. Kxh7 gengur aug- ljóslega ekki vegna 30. Hh4+ - Kh8 31. Hh8 mát) 30. Dxe3 - Hxe3 31. Hfh4! og svartur gafst upp, því hann á ekki við- unandi vörn við máthótun hvíts. og vinnur. HVÍTUR leikur HÖGNI HREKKVÍSI ý Fyrót& ðinn sem ’eq kern £ suona- útkcxLL!' Víkverji skrifar... ALÞINGISKOSNINGAR eru afstaðnar og er eflaust mörg- um létt, ekki síst frambjóðendum sem hafa undanfamar vikur unnið þrotlaust að framgangi síns fram- boðs. Að sjálfsögðu eru menn misá- nægðir með úrslit kosninganna en fátt kom á óvart þegar búið var að telja upp úr kjörkössunum. Fjölmiðlar hafa birt niðurstöður skoðanakannana á hverjum degi undanfama viku og em úrslit kosn- inganna mjög í samræmi við þær fyrir utan gengi Frjálslynda flokksins sem var mun betra held- ur en niðurstöður skoðanakannana bentu til. Víkverji hefur gmn um að fleiri en frambjóðendur séu fegnir að kosningum sé lokið. Undanfarið hefur efni fjölmiðla markast mjög mikið af kosningunum og eflaust margir orðnir þreyttir á að hlusta á og lesa um öll loforðin sem fram- boðin ætla að efna að loknum kosn- ingum ef þau hljóta kosningu. Fróðlegt verður að fylgjast með hvemig gengur að efna allt það sem lofað hefur verið að undan- fömu. x x x VIVERJI mælir með því að sem flestir sjái írsku kvikmyndina Waking Ned sem nú er sýnd í einu kvikmyndahúsa borgarinnar. Myndin er óborganlega fyndin og ólflc flestum þeim gamanmyndum sem hingað berast enda er þeim flestum ætlað að höfða til Banda- ríkjamanna. I myndinni er fjallað um lítið sveitaþorp á Irlandi og hvaða áhrif það hefur á líf fólks þar þegar tæp- lega 7 milljónir írskra punda, um 700 milljónir íslenskra króna, lottó- vinningur fellur einum íbúanum í skaut. XXX FLESTIR hafa mjög gaman af því að fara út að borða og er Víkverji þar engin undantekning. Nýverið var hann beðinn um að veita tólf manna hóp aðstoð við að finna góðan veitingastað í höfuð- borginni sem gæti auðveldlega tekið á móti gestum í hjólastól. Eins var gert að skilyrði að ekki væri um mjög dýran stað að ræða. Eftir að hafa rennt í hug- anum yfir veitingahúsaflóru borgarinnar varð fátt um svör og voru þeir staðir sem komu til greina teljandi á fingrum annarr- ar handar sem ekki voru of dýrir, voru á jarðhæð án þess að þurfa að klifra upp margar tröppur og að tólf manna hópur gæti farið út saman án þess að skipta liði milli borða. Niðurstaðan varð sú að hópurinn ákvað að borða frekar í heimahúsi og panta mat frá veitingahúsi. Með því væri tryggt að reikningurinn yrði ekki of hár og vel færi um alla gestina sama hvort þeir væru í hjólastól eða ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.