Morgunblaðið - 11.05.1999, Side 42

Morgunblaðið - 11.05.1999, Side 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. URSLIT KOSNINGANNA URSLIT alþingiskosninganna verða ekki skilin á annan veg en þann, að þjóðin sé hlynnt áframhaldandi samstarfi Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks á nýju kjörtímabili. Saman- lagt fengu stjórnarflokkarnir 59,1% atkvæða eða einungis 1,3 prósentustigum minna en í kosningunum fyrir fjórum árum. Það hefur ekki gerzt frá því á Viðreisnarárunum, að við blasi fram- hald á samstarfi sömu flokka og á fyrra kjörtímabili. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn bæti nú við sig 3,6 prósentustigum frá kosningunum 1995 en Framsóknarflokkurinn tapi 4,9 pró- sentustigum breytir það ekki heildarstöðu stjórnarflokkanna meðal kjósenda. I þingkosningunum 1967 tapaði Sjálfstæðis- flokkurinn 3,9 prósentustigum frá þingkosningunum 1963 en Al- þýðuflokkurinn, sem þá hafði verið í stjórnarsamstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn í tvö kjörtímabil bætti við sig 1,5 prósentustig- um. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins á þeim tíma voru þungir yfir atkvæðatapinu en þeir sáu, að það var í þágu lands og þjóð- ar að vel heppnuðu stjórnarsamstarfi yrði haldið áfram þriðja kjörtímabilið í röð. I áratugi litu bæði Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn svo á, að samstarf þessara tveggja flokka væri lakasti kosturinn, sem fyrir hendi væri í íslenzkum stjórnmálum og undir það tóku margir aðrir. Þó er staðreyndin sú, að samstarf flokkanna á ár- unum 1974-1978 undir forsæti Geirs Hallgrímssonar var vel við- unandi fyrir báða aðila. Geir Hallgrímsson átti svo mestan þátt í að ný ríkisstjórn þessara tveggja flokka var mynduð 1983 undir forsæti Steingríms Hermannssonar og sat út kjörtímabilið til 1987. Samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í báðum þeim ríkisstjórnum gekk mun betur en samstarf flokkanna á ár- unum eftir lýðveldisstofnun enda má segja, að þá hafi það ein- kennzt að nokkru leyti af persónulegi'i togstreitu milli forystu- manna flokkanna. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks var mynduð á ný vorið 1991 bundu margir stuðningsmenn Viðreisn- arstjórnarinnar vonir við jafn vel heppnaða samvinnu þessara tveggja flokka og þá og var Morgunblaðið í þeim hópi. Því miður rættust þær vonir ekki að fullu, þótt sú ríkisstjórn hafi markað djúp spor. Hins vegar hefur það áreiðanlega komið mörgum á óvart hversu farsælt samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks hefur verið í fráfarandi ríkisstjórn. Þar ræður mestu, að traust hefur ríkt á milli forystumanna flokkanna. Þegar á þetta er litið fer vart á milli mála, að áframhald stjórnarsamstarfs flokkanna tveggja er í samræmi við kosninga- úrslit og í þágu þjóðarhagsmuna. Þótt Framsóknarflokkurinn hafí orðið fyrir nokkru fylgistapi í kosningunum nú eins og Sjálfstæðisflokkurinn varð fyrir í kosningunum 1967 vegur það fylgistap minna en þeir hagsmunir lands og þjóðar, sem tengj- ast áframhaldandi samstarfi flokkanna. Með því eru landsmenn nokkuð öruggir um að haldið verður áfram á þeirri braut, sem vel hefur gefizt á síðustu fjórum árum. Þess vegna er þess að vænta, að niðurstaðan af samningaviðræðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á næstunni verði jákvæð og að ný ríkis- stjórn þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Asgrímssonar verði mynduð innan skamms. STAÐA STJÓRNAR- ANDSTÖÐUFLOKKANNA SAMFYLKINGIN náði svipuðum árangri í kosningunum og skoðanakannanir höfðu gefíð til kynna. Það er rétt, sem Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, hefur ítrekað sagt að undanförnu, að sú staðreynd, að Samfylkingin er orðin til, er umtalsverð pólitísk tíðindi. Hins vegar er árangur hinnnar sameinuðu fylkingar í kosningunum sjálfum töluvert langt frá því, sem forystumenn hennar og hugmyndasmiðir höfðu vænzt. í því felst, að framundan er fjögurra ára vinna jafnaðarmanna við að festa Samfylkinguna í sessi. Það verður ekki einfalt verk, þegar horft er til þess árangurs, sem vinstri grænir náðu. Sá árangur er nægilega mikill til þess, að því verður ekki haldið fram með rökum, að jafnaðarmönnum hafi tekizt að mynda pólitískt afl, sem ógni stöðu Sjálfstæðisflokksins í ís- lenzkum stjórnmálum. Og raunar virðist styrkur vinstri grænna í þessum kosningum benda til, að það verði nánast óframkvæm- anlegt fyrir Samfylkinguna að ná því marki nema henni takist að laða vinstri græna til samstarfs við sig. Miðað við yfirlýsing- ar talsmanna vinstri grænna og stefnumið þess flokks er ósenni- legt, að slíkt gerist í náinni framtíð. Það hefur legið fyrir um skeið, að möguleikar Frjálslynda flokksins byggðust á því að fá þingmann kjörinn á Vestfjörðum. Sú varð raunin og þar með hafði flokkurinn tryggt sér tvo þing- menn á Alþingi. Ekki skal dregið í efa, að rödd Frjálslynda flokksins heyrist á Alþingi á nýju kjörtímabili, en framtíð flokksins er harla óviss, ef saga annarra nýrra flokka er höfð til hliðsjónar. 47 flóttamenn frá Kosovo dvelja í Héraös: KONURNAR í hópnum vilja ólmar hjálpa til í eldhúsinu, við uppvaskið og í raun við hvað sem til fellur. Þær Nafíje Tora og Zymrie Beciri létu sitt ekki eftir Iiggja eftir kaffitíma eftirmiðdagsins. ÓSKAR Jónsson, i gær. f kringuin hi og eru þau hressu Þegar Morgunblaðsmenn renndu í hlað hjá Héraðsskól- anum á Eiðum í gær buðu Kosovo-Albanarnir sem þar voru þeim góðan daginn á ís- lensku. Hópurinn kom til lands- ins sl. laugardag og er þegar farinn að læra íslensku af mikl- um móð. Fólkið bar sig vel þeg- ar Ragna Sara Jónsdóttir blaðamaður og Sverrir Vil- helmsson ljósmyndari hittu það á Eiðum í gær. „Erum þakl íslensku þjóð ífefeSvS® :i J. ALBANARNIR 47 frá Kosovo komu með flugvél íslandsflugs til Egils- staða síðdegis á laugardaginn. Hóp- urinn dvelur í Héraðsskólanum á Eiðum fyrst um sinn en er síðan ætluð bú- seta á Dalvík og á Reyðarfirði. Á Eiðum var nóg um að vera í gærmorgun þegar Morg- unblaðsmenn bar að garði. Um 25 börn eru í hópnum, það yngsta sjö mánaða en hin á öll- um aldri, og því var kannski ekki furða að á hlaðinu var fjöldi barna, sem þeystu um á reiðhjólum. Síðar fréttu blaðamenn að þau hressustu væru komin út klukkan sjö á morgnana til þess að ná örugglega einu reiðhjóli fyrir sig. Flóttamannahópurinn fer þessa dagana í gegnum hefðbundið ferli sem útlendingar fara í gegnum við komuna til landsins. Börn- in fóru öll í læknisskoðun á heilbrigðisstofn- un Egilsstaða í gær og að sögn Þórólfs Guðnasonar barnalæknis Ieit út fyrir að heilsufar þeirra væri almennt gott. í dag verða svo allir fullorðnir í hópnum skoðaðir. Helgin var í léttum dúr, farið var með hóp- inn í skoðunarferð um Egilsstaði og ná- grenni, stoppað í Hallormsstaðarskógi og fleira. Að sögn Óskars Jónssonar, svæðis- fulltrúa Rauða kross fslands, er stefnt að því að kenna hópnum íslensku eins fljótt og unnt er, og hefst skipulögð kennsla vonandi á næstu dögum. Ymislegt annað er á döfínni að sögn Óskars og er verið að skipuleggja ferð til Seyðisfjarðar á næstunni. Þá er þeg- ar farið að útbúa íbúðir á Reyðarfirði þar sem fyrirhugað er að helmingur hópsins búi. Allir fúsir að vinna Óskar segir að Rauði krossinn reyni að virkja fólkið til sem flestra starfa, enda sé það ekki erfitt, það sé allt mjög fúst til að hjálpa og vinna. Hann segir að bráðum geti konumar í hópnum farið að sjá um elda- mennskuna og eldað mat eftir sínum hefðum og karlmeunirnir geta tekið þátt í öðrum störfum. Óskar er vart búinn að sleppa orð- inu þegar Osman Beciri kemur askvaðandi og spyr starfsmenn Rauða krossins hvort þeir eigi strákúst svo hann geti sópað stétt- ina fyrir utan. Og fyrr en varir era Beciri- bræðurnir og nokkrir synir þeirra og frænd- ISMETE Krasniqi kom liingað til lands ásamt fimm börnum sínum fjórtán ára, en ekki er vitað hvar eiginmaður hennar er. Hér borðai sjö ára syni sfnum Gezim.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.