Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Verðkönnun Samkeppnisstofnunar á 135 veitingahúsum Allt að 153% verð- munur á írsku kaffi ÞAÐ munaði allt að 153% á verði einfalds írsks kaffis og allt að 150% á 0,3 lítrum af Viking kranabjór. Þetta kemur fram í verðkönnun sem Samkeppnisstofnun gerði ný- lega á 135 veitingahúsum á höfuð- borgarsvæðinu. Mikill verðmunur er á drykkjarföngum milli veitinga- húsa. Sem dæmi má nefna að ódýrast var írskt kaffi á 340 krónur hjá Bamboo en það kostaði 860 krónur hjá Jónatani Livingstone Mávi. Þá kostaði tvöfaldur vodki í gosdrykk 500 krónur á Lille Put og 930 krón- ur á Broadway þar sem drykkurinn var dýrastur. Allt að 83% verðmunur á Tuborgflösku Allt að 83% verðmunur var á verði 33 cl flösku af Tuborg. Flask- an kostaði 300 krónur á Rauða ijón- inu en 550 krónur á Broadway, Rauðará og Sólon íslandus þar sem flaskan var dýrust. Allt að 71% verðmunur var á verði 33 cl flösku af Beck’s. Flaskan kostaði 350 krónur hjá Vitabar þar sem hún var ódýrust en 600 krónur á Bohem þar sem hún var dýrust. Að sögn Kristínar Færseth, deildarstjóra hjá Samkeppnisstofn- un, kostar t.d. glas af „víni hússins" 300 krónur þar sem það er ódýrast Deilsan hin ...KaiK Osteocmz Verðkönnun á drykkjum veitingahúsa Vörutegund Fj. veit.- húsa Lægsta verð Hæsta verð Mis- munur Meðalv. í apr.‘99 Tvöfaldur vodki í gosi 120 500 930 86% 773 Tvöfaldurgin í gosi 120 500 930 86% 773 Bristol Cream sérrý, 6 cl 105 250 460 84% 348 Martini Bianco, 6 cl 110 250 450 80% 327 Bailey's Irish Cream, einf. 123 200 400 100% 306 Grand Marnier, einfaldur 121 300 510 70% 381 Remi Martin VSOP, einf. 108 340 680 100% 496 Irish Coffee, einf. 116 340 860 153% 641 Beck's, 33 cl flaska 55 350 600 71% 461 Heineken, 33 cl flaska 52 350 550 57% 471 Egils gull, 33 cl flaska 45 350 550 57% 460 Tuborg, 33 cl flaska 44 300 550 83% 456 Viking, 33 cl flaska 30 350 550 57% 458 Viking, kranabjór 0,3 1 37 200 500 150% 374 Viking, kranabjór 0,51 37 300 600 100% 486 Tuborg, kranabjór0,3 1 25 250 500 100% 380 Tuborg, kranabjór 0,51 22 350 595 70% 489 Carlsberg, kranabjór 0,31 24 300 500 67% 394 Carlsberg, kranabjór 0,51 24 350 600 71% 508 Ostéöcare' CALCIUM Verið vandlót StíE Hver tafla inniheldur 400 mg. af kalki Ca++ (einnig til í vökvaformi) o VITABIOTICS - þar sem náttúran og vísindin vinna saman Fæst í flestum lyfjaverslunum og 750 krónur þar sem það er dýr- ast og er um sama magn að ræða. Hún segir að það sé eðlilegt að verðið sé mismunandi en nauðsyn- legt að neytendur geri sér grein fyrir verðlagi því það leiði m.a. til virkrar samkeppni. Hún bendir á að erfitt sé fyrir neytendur að bera saman verð ef veitingahúsin fara ekki eftir settum reglum um verð- upplýsingar. Helmingur með verðskrá á áberandi stað Samkvæmt reglum Samkeppnis- stofnunar um verðupplýsingar veit- ingahúsa ber þeim sem stunda veit- ingarekstur að hafa uppi verðskrá á áberandi stað fyrir framan inn- göngudyr. Einungis 50% veitinga- húsa hafa uppi slíka verðskrá. „Þá kom einnig í ijós að einungis 36% 'T / %, í aj _ I MqT r Leyfdu hjartanu ad ráða! 1 Sólblóma er hátt hlutfall fjölómett- aðrar fitu og lítíð af mettaðri. Með því að velja Sólblóma á brauðið dregur þú úr hættu á aukinni blóðfitu (kólesteróli). veitingahúsanna tilgreindu magn drykkjarfanga en samkvæmt ofan- greindum reglum ber að gefa upp magn á drykkjarföngum, hvort heldur er í flösku eða glasi, auk verðs. Það er fyrst og fremst gert til að viðskiptavinir geti áttað sig á og borið saman verð. Flest veitinga- hús bjóða glas af „víni hússins“ til sölu og það getur verið erfitt að átta sig á verði ef magns er ekki getið. í könnuninni var magnið frá 12-28 cl eftir veitingahúsum. Kristín segir að uppgefið verð sé hámarksverð en nokkur veitingahús eru með tilboðsverð fyrri hluta kvölds og á virkum dögum. Hún segir að vissir erfiðleikar fylgi því að bera saman verðlagningu veit- ingahúsa því þjónustan sé mismun- andi og einnig innréttingar og um- hverfi. „Þessi atriði geta haft áhrif á verðlagninguna en í könnuninni er ekki lagt mat á þau heldur er ein- göngu um að ræða samanburð á verðlagi veitingahúsa." E-vítamín eflir varnir líkamans Uhellsuhúsið Skólavöröustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu 6, Akureyri Hjálmurinn er nauðsyn- legasti hluti hlífðarbúnað- Með engar olnbogahlífar ertu í vondum málum. Án úlnliðahlífa áttu frekar á hættu að úlnliðs- brjóta þig eða fá slæm sár. Án hnéhlífa hefur fólk lítið að gera á hjólabretti eða línu- skautum. Ef hnéskel- in brotnar líður lang- ur tími uns hægt er að „leika sér“ á ný. Skórnir mega ekki vera of lágir því þeir þurfa að verja ökkla. Olnboga- hlífar. Úlnliðahlífar. Hnéhlífar. Mjúkur, háir skór með flötum og óslitn- um gúmmisóla eru æskilegir þegar verið er á hjólabretti. Hjólabretti og línuskautar Nauðsynlegt að nota hlífðarbúnaðinn MEÐ hækkandi sól sjást krakkar í auknum mæli þjóta um á hjólabrett- um og línuskautum. Herdís Storgaard hjá verkefnisstjórn um Slysavamir bama segir að með aukinni notkun aukist slysatíðnin og ekki er óalgengt að böm olnboga- brjóti sig, úlnliðsbrotni eða hnéskel- in fari illa. Hún segir því afar mikil- vægt að forráðamenn bama sjái til þess að börnin noti nauðsynlegan hlífðarbúnað. „Foreldrar þurfa í raun að reikna þennan kostnað með í upphafi þegar fjárfest er í línu- skautum eða hjólabretti." Hægt að nota reiðhjólahjálma Herdís segir að til séu sérstakir hjálmar íyrir hjólabretti en hún bendir á að við hönnun nýjustu reið- hjólahjálma hafi verið tekið tillit til notkunar hjólabretta og línuskauta. En það er ekki nóg að vera með hjálm, böm og unglingar þurfa að nota úlnliðahlífar og þær verða að vera með CE-merkingu til að upp- fylla allar kröfur sem gerðar em til þessa búnaðar. „Það er algengt að þegar krakkar em búnir að finna jafnvægispunktinn þá detti þeir og lendi á úlnliðunum og brjóti sig. Þá eru olnbogahlífar einnig nauð- synlegur hlífðarbúnaður og Herdís segir að þetta eigi sérstaklega við krakka á aldrinum 5-13 ára en á því aldursskeiði em þau með mjög við- kvæma olnboga. „A þessu vaxtar- skeiði geta bömin hlotið alvarlegt olnbogabrot. „ Slysatíðnin jöfn hjá byrjendum og lengra komnum Herdís segir að þegar börnin séu að byrja á línuskautum og brettum missi þau oft jafnvægið og falli aftur fyrir sig. „Þau lenda þá gjarnan á olnbogunum eða höfðinu." Herdís segir að hættan sé ekki liðin hjá þó krakkamir séu orðnir leiknir á brettum og línuskautum. „Þegar þeir em famir að leika sér í tröpp- um og hoppa og stökkva af mikilli list þarf ekki mikið að fara úrskeiðis til að höggin geti orðið slæm. Slysa- tíðnin er svipuð hjá þeim sem em orðnir mjög leiknir og hjá þeim sem em að byrja.“ Herdís segir að allir þurfi að nota hnéhlífar sem koma í veg fyrir ljót sár og ekki síst geta vamað því að krakkar brjóti á sér hnéskeljarnar. Sinna þarf viðhaldi Það er ekki nóg að kaupa hlífðar- búnað og halda að allt sé í lagi því það er líka mjög mikilvæg forvörn að sinna viðhaldi. Endurnýja þarf með reglulegu millibili sandpappírs- plötur á hjólabrettum og hreinsa hjólabúnaðinn vel. Það á líka við um línuskautana að hjólabúnaði þarf að vera haldið við. Herdís segir að Norðmenn hafi kannað mjög ítar- lega slys af völdum hjólabretta- og línuskautanotkunar og komið hafi á daginn að töluverður hluti þessara slysa verður vegna lélegs viðhalds búnaðarins. Nýtt ■ JB ' • GÓLFEFNABÚÐIN Borgartúni 33 íjpæða flísar ^rilaparke, ffpoú verð i^jyóð þjónusta Svalakex KEXVERKSMIÐJAN Frón hefur hafið framleiðslu og sölu á Svala- kexi, sem er vanillukex með appel- sínukremi. Fyrirmyndin er ávaxta- drykkurinn Svali frá Sól-Víking hf. Fimm mismundandi Svala-fígúrur prýða kökumar, sem verður til sölu í öllum helstu matvöraverslunum á landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.