Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 UMRÆÐAN Stöðvum tóbakssölu til barna og unglinga í MORGUNBLAÐINU 27. aprfl sl. birtist grein um könnun á vegum íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkur á sölu tóbaks til 14 og 15 ára unglinga í Reykjavík. Könnunin leiddi í ljós að 85 verslanir af 125 seldu unglingum tóbak. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slík könnun er gerð. Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfj arðarbæj ar stóð fyrir könnun árið 1996 og kom þá í Ijós að 95% verslana þar seldu unglingum tóbak. Síðan hafa verið gerðar einar 5-6 kannanir í Hafn- arfjarðarbæ. Hlutfall þeirra sem selja unglingum þar tóbak er komið niður fyrir 60% en í lok hverrar könnunar er birtur listi yfir brot- legar verslanir. Bannað er með lþgum að selja unglingum tóbak. A meðan ung- lingar geta keypt tóbak í flestum verslunum á Stór-Reykjavíkur- svæðinu er til lítils fyrir skóla og aðra sem láta sig málið varða að vinna að forvömum. Tæplega 8% unglinga á aldrinum 12-16 ára T*"reykja daglega. Núna reykja drengir í fyrsta skipti meira en stúlkur. Ekki virðist heldur hafa dregið úr reykingum þrátt fyrir að miklum peningum sé varið í forvarnir. I fyrrnefndri frétt segir Þorgrímur Þráinsson, framkvæmdastjóri tó- baksvamarnefndar, að Ijóst sé að eftirlit með lögunum sé í molum og því sé erfitt að reka forvarnir. Unglingar em mjög áhrifagjamir og það er skylda fullorðinna að koma í veg fyrir að þeir byrji að reykja. Reykingar fylgja því unga fólki sem ánetj- ast tóbaki oftast alla ævi og kosta þjóðfélag- ið stórfé. I sjónvarpsviðtali 23. aprfl sl. sagði Þorsteinn Blöndal lungnasér- fræðingur að nýlegar bandarískar kannanir sýndu að því fyrr sem unglingar byrji að reykja þeim mun meiri hætta sé á heilsutjóni síðar á ævinni. Einnig kom fram í viðtalinu að laskað erfðaefni sé í mun meira magni í fólki sem hefur bytjað snemma að reykja og sé það sjálf- stæður áhættuþáttur. Greinilegt er að mörgum verslunareig- endum er ekki treystandi fyrir því að selja tóbak. Vandinn er einnig sá að í fjölda verslana vinna ung- lingar með námi við það að selja öðmm unglingum tóbak. Það verður að úti- loka aðgengi unglinga að tóbaki. Einn mögu- leikinn er sá að gefin verði út tóbakssölu- leyfi. Þær verslanir sem staðnar verða að því að selja unglingum tóbak ættu að missa leyfið eða sæta háum fjársektum. Núverandi yfirmaður Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar, Gro Harlem Brundtland, leggur til að einungis eigi að selja tóbak í lyfja- verslunum. Allir vilja stöðva reykingar unglinga Læknafélag íslands hefur mikl- ar áhyggjur af tóbaksreykingum. Foreldrar vilja ekki að börn þeirra Pétur Orri Þórðarson Toppi til táar~rrátfiskeið, framhald af TTl eða fyrir þær sem þurfa að léjttast minna. FUNDIR MÆLING MATARÆÐI Skráning fiafin í síma 581 3730 Staðfesta þaitf pantanir fyrir 20. maí. jsb -góður staður fyrir konur r | SiTT • * .") 11 rruiT J ___L j 31. maí 5 vikur hefðbundið Toppi til táar námsskeið I og II, að auki 8 vikna sumarkort sem gildir allt sumarið. Má leggja inn. FRÁ TOPPITIL TÁAR I Toppi til táar námskeið fyrir þær sem eru að byija. Eitt viðurkenndasta námskeið sinnar tegundar fyrir þær sem þurfa að léttast um 15 kg. og Reykingar Unglingar ná of auðveldlega 1 tóbak, segir Pétur Orri Þórð- arson, og meðan svo er verður ekki breyt- ing til batnaðar. reyki. Félagsmálaráðuneytið, heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytið, Reykjavíkurborg og Reykjavíkurdeild Rauða kross Is- lands standa saman að forvarnar- verkefni í grunnskólum Reykjavík- urborgar gegn vímuefnaneyslu nemenda undir slagorðinu Island án eiturlyfja árið 2002. Krabba- meinsfélagið eyðir stórfé í forvarn- ir á hverju ári bæði í námsefni og fyrirlestra. Það sem vantar er að ráðist sé að rótum vandans. Ung- lingar ná of auðveldlega í tóbak og meðan svo er verður ekki breyting til batnaðar. Ráðamenn þjóðarinnar verða að taka á málinu tafarlaust og sjá til þess að ungt fólk undir 18 ára aldri geti ekki keypt tóbak. Þannig forða þeir mörgum unglingnum frá því að byrja að reykja og neyta annarra vímuefna. Kannanir sýna að miklar líkur eru á að unglingar sem reykja leiðist út í notkun sterkari vímu- gjafa. Ef við viljum að Island verði án eiturlyfja árið 2002 þarf að byrja á því að útiloka aðgang unglinga að tóbaki og áfengi. Sinnuleysi í þess- um málum er okkur öllum til skammar og ótrúlegt að þetta ástand sé látið viðgangast þegar upplýsingar um skaðsemi tóbaks á mannslíkamann eru öllum kunnar. Höfundur er skólastjóri í Hvassaleitisskóla. Senn rennur 17. júní upp ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN n.k. verða 55 ár liðin frá stofnun lýð- veldis á Islandi. Þá var kjörinn fyrsti Forseti Islands, eitt hejsta sjálfstæðis- tákn Islendinga. Þrí- skiptu valdi, löggjafar- , dóms- og fram- kvæmdavaldi var falið að standa vörð um lýð- ræðið í landinu f.h. þjóðarinnar, ásamt Forseta Islands. Lýðræðið og hvern- ig því skuli háttað hef- ur mikið verið til um- ræðu í þjóðfélaginu og hefur magnast veru- lega eftir samþykkt laga um gagnagrunn á heflbrigðissviði. Sið- fræðistofnun Háskóla Islands hefur m.a. ákveðið að gang- ast íyrir borgarafundum í mars og aprfl um lýðræðið og opinbera um- ræðu á Islandi þar sem ætlunin er Gagnagrunnur Lögin eru mesta atlag- an að lýðræðinu frá lýðveldisstofnun, segir Bjarki Már Magnús- son, sem hvetur til úr- sagna úr gagnagrunn- inum fyrir 17. júní. að ræða um einkenni ákvarðana- töku hér á landi. Þá hefur rektor Háskóla Islands frá því í október boðað tfl málþinga um þjóðfélagsmál. I inngangsorð- um sínum að nýafstöðnu málþingi sagði rektor að málefnanleg og uppbyggileg gagnrýni sé lífæð vís- inda og fræða og líka kjölfestan í lýðræðisþjóðfélagi þar sem virðing- in fyrir hinu sanna og rétta er lögð til grundvallar og tillit tekið til ólíkra sjónarmiða og hagsmuna. Þá sagði hann að án málefnanlegrar og gagnrýninnar umræðu sé tómt mál að tala um lýðræði. Þá ríki sérhags- munabarátta sem miðar að því að kveða aðra í kútinn - án þess að hugað sé að skynsamlegum rökum. Eg fylgdist grannt með umræð- um um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði á liðnu ári. Meirihluti heilbrigðis- nefndar Alþingis neitaði þar m.a. hagsmunasamtökum um að funda með nefndinni um frumvarpið og hafnaði óskum minnihlutans um að fá álit erlendra sérfræðinga um frumvarpið svo dæmi séu tekin. Það var greinilegt að rök máttu sín lítils og lýðræðisleg umfjöllun mátti lúta í lægra haldi fyrir und- arlegum hvötum um að ljúka um- ræðum og atkvæðagreiðslu um frumvarpið áður en jólaleyfí þingmanna hæfist. Síðan þá hefur verið fjallað um þessi ein- stöku lög um allan heim. Stærstu fjölmiðl- ar heims, Evrópuráðið, Norræni heilbrigðishá- skólinn, Norræna læknaráðið, Alþjóða- samtök lækna, svo ein- hverjir séu nefndir, hafa undrast hvemig gengið hefur verið á persónufrelsi einstak- lingsins hér á landi með lagasetningunni og það fyrir erlent hlutafélag, hlutafélag sem enginn fær eða má vita hver á. Forseti Islands hafði reyndar varað Alþingi við að fara of geyst í lagasetningu um gagnagrunninn. Sú áminning Forsetans varð þó ekki til að auka gæði vinnubragð- anna, því miður. Lögin um gagnagrunn á heil- brigðissviði og hvernig að sam- þykkt þeirra var staðið er að mínu mati mesta atlagan að lýðræðinu í landinu frá stofnun lýðveldis á Is- landi og er ég ekki einn um þá skoðun. Þannig hafa fjölmargir læknar ákveðið að freista þess að standa vörð um gögn sín og koma í veg fyrir að þau fari í gagnagrunn Islenskrar erfðagreiningar ehf. enda telja þeir sig ekki hafa leyfí til að afhenda óviðkomandi aðila þær trúnaðarupplýsingar sem þeir hafa aflað vegna starfa sinna. Þá þykir mér rétt að minna á að fyrrv. Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir sem situr í nefnd á vegum UNESCO er fjallar um sið- fræði í vísindum og tækni ákvað nú um áramótin að ganga úr stjórn fyrirtækisins íslenskrar erfða- greiningar ehf. Frá og með 17. júní n.k., 6 mán- uðum eftir samþykkt frumvarpsins, hefur íslensk erfðagreining ehf. heimild Alþingis Islendinga til að setja sjúkragögn um alla, sem ekki hafa þá hafnað aðild sinni skriflega, í gagnagrunn fyrirtækisins. Þau gögn munu aldrei verða þaðan tek- in aftur þó Landlæknisembættið hafi lýst því yfir að slíkt sé mögu- legt. Þjóðin verður að hafna þeim vinnubrögðum sem viðhöfð hafa verið í ofangreindu máli. Slíkt verð- ur aðeins gert með því að hafna þátttöku í gagnagrunni Islenskrar erfðagreiningar ehf. og það áður en þjóðhátíðardagurinn rennur upp. Höfundur er nemi og féiagi í Mannvernd. Bjarki Már Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.