Morgunblaðið - 11.05.1999, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 11.05.1999, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 43 skólanum á Eiðum svæðisfulltrúi Rauða kross íslands á Egilsstöðum, hafði í nógu að snúast í inn má sjá börnin hjóla, en reiðhjólin njóta mikilla vinsælda meðal þeirra stu komin út klukkan sjö á morgnana til að missa örugglega ekki af einu. dát inni“ Morgunblaðið/Sverrir , sem eru frá tveggja til r hún hádegisverð ásamt ur farnir að sópa planið af miklum krafti. Þegar litið er inn í eldhúsið eru konurnar þar með plastsvuntur að þvo upp eftir há- degismatinn. Semsagt, þau vilja ólm vinna og hjálpa til. „Þetta fólk er svo þakklátt og það vill gera allt sem það getur til þess að borga fyrir þá gestrisni sem þeim hefur verið sýnd hér á landi,“ segir Keke Vocri túlkur frá Al- baníu. Hjónin Sulejman og Hasime taka und- ir með henni: „Okkur líður vel hér og við er- um snortin af þeirri gestrisni og þeim mót- tökum sem við höfum fengið. Allir virðast vilja hjálpa til og mig langar helst til að gráta yfír því hve vel er farið með börnin okkar hér, eins og til dæmis hér á spítalan- um. Það hefur enginn verið svona góður við börnin okkar,“ segir Hasime. Sulejman og Hasime eiga tvær dætur, 9 og 11 ára. Þau eru úr þorpinu Ferezoi sem þau yfirgáfu við upphaf loftárása Atlants- hafsbandalagsins. Þau voru einn mánuð í flóttamannabúðum í Makedóniu áður en þeim bauðst að fara til Islands. „Við skráð- um okkur í flóttamannabúðunum og á hveij- um degi fórum við til að athuga hvort við værum á lista yfir þá sem búið var að fínna samastað utan búðanna. Aldrei sáum við nöfnin okkar á listunum. Við báðum til Guðs um að kall kæmi að utan og svo kom það, frá íslandi," segir Hasime. Hjónin þekktu alls ekkert til Islands en tóku samt ákvörðun um að koma hingað. Þau spurðu að vonum mikið út í lífið hér á leiðinni hingað og sér- staklega hvernig heilbrigðiskerfið væri. Stundin þegar þau yfirgáfu Makedómú var tilfinningaþrungin að sögn Hasime og var erfitt að skilja við aðra fjölskyldumeðlimi, óviss um hvenær hún myndi sjá þá næst. Beciri-íjölskyldan sameinuð Ólíkt öðrum íjölskyldum sundraðist Beciri-fjölskyldan ekki við að fara til ís- lands, heldur sameinaðist. Yngsti bróðirinn af átta systkinum, Nazni Beciri, kom hingað til Iands fyrir mánuði. Hann bar íslandi vel söguna og þegar frændur hans hittu sendi- nefnd Islands í fióttamannabúðunum f Ma- kedóniú buðu þeir sig strax fram til að koma til íslands. Á sfðustu stundu bauðst fjöl- skyldunni að koma til Islands og eru nú þrfr bræður Nazni og ein systir hans komin hing- að ásamt fjölskyldum sínum, alls 24 manns. Fjölskyldan hefur enn ekki hitt Nazni hér á landi, þótt hún hafi talað við hann í síma, að sögn Selime Tora, systur Nazni. Líklega verða þó fagnaðarfundir um næstu helgi þegar Nazni, kona hans Ganimete og Qögur börn hans fljúga til Egilsstaða, í boði Is- landsflugs, og dvelja þar yfir helgina. Landsssíminn hefur einnig lagt flótta- mannahópnum lið, en að sögn Olafs Steph- ensen, forstöðumanns upplýsinga- og kynn- ingarmála Landssímans, var hverri fjöl- skyldu aflient sfmakort skömmu eftir kom- una til landsins. Með slíku korti geta þau hringt fyrir andvirði um 7.000 króna. „Mér skilst að það fyrsta sem þetta fólk hafi spurt um var hvar það gæti komist í sfma. Margir eru í óvissu um afdrif ættingja sinna og með þessu móti auðveldum við þeim að vera í sambandi við umheiminn að leita frétta af sfnum nánustu. Mér skilst það sé mikil ánægja með þetta, enda Ijölskylduböndin sterk hjá þessu fólki,“ segir Ólafur. Öldungadeildarþingmaður biður dómsmálaráðuneyti að áfrýja úrskurði um varnarliðsflutninga ROBERT Torricelli öldungadeildarþingmaður situr í dómsmálanefud öldungadeildarinnar. Hér er hann (t.h.) á blaðamannafundi ásamt demókratanum Byron Dorgan og Trent Lott, leiðtoga meirihluta repúblikana í öldunga- deildinni, eftir atkvæðagreiðsluna í vetur um það hvort svipta ætti Bill Clinton forseta embætti. Segir dóm gera ókleift að fylgja bandarískri utanríkisstefnu Morgunblaðið/Björn Blöndal SLY Fox, flutningaskip Atlantsskipa, við bryggju í Njarðvíkurhöfn í vetur. ROBERT Torricelli, öldunga- deildarþingmaður demókrata á Bandaríkjaþingi, hefur skrifað Janet Reno dóms- málaráðherra bréf þar sem hann lýsir yfir áhyggjum yfir dómi í máli Eim- skips og Van Ommeren vegna flutninga fyrii' varnarliðið í Keflavík. Segir Torricelli í bréfinu að standi þessi dóm- ur muni hann hafa mikil áhrif á stefnu Bandaríkjanna í utanríkis- og hernað- armálum. Forseti og utanríkisráðherra landsins geti ekki mótað utanríkis- stefnuna hafi alríkisdómarar rétt til þess að úrskurða um réttmæti hennar. Torricelli, sem verið hefur öldunga- deildarþingmaður fyrir New Jersey frá 1995 og hafði áður setið í 14 ár í fulltrúadeildinni, segir í bréfinu, sem dagsett er 15. mars, að hann skrifi það til að krefjast þess að bandaríska dómsmálaráðuneytið áfrýi úrskurði al- ríkisdómstólsins í Washington um að ákvörðun Bandaríkjahers um að ganga að tilboðum Transatlantic Lines- Iceland (TLI eða Atlantsskipum) í Garðabæ og bandaríska skipafélagsins TransAtlantic Lines LLC (TLL) hafi ekki samræmst lögum. Toiricelli rekur í bréfi sínu að venj- an sé sú að flutningaskip undir banda- rískum fána sjái um flutninga fyrir Bandaríkjaher. Hins vegar skuldbindi varnarsamningurinn milli Bandaríkj- anna og Islands og minnisblað um samkomulag þar að lútandi Banda- ríkjaher til að taka bæði tilboðum frá íslenskum skipafélögum og bandarísk- um um flutninga milli ríkjanna, auk þess sem samkomulagið kveði á um að sá aðili, sem eigi lægsta tilboðið fái ekki meira en 65% flutninganna, og sá sem eigi lægsta tilboðið frá hinu land- inu fái að minnsta kosti 35%. Ljóst að annað félagið sé íslenskt og hitt bandarískt Minnisblaðið, sem Torricelli vitnar til, er milliríkjasamningur frá 1986 um að skipta beri flutningunum milli lægstbjóðenda frá hvoru landi fyrir sig. Frá 1996 til 1998 hafði Eimskip 65% flutninganna með höndum og Van Ommeren 35%. Þegar flutningarnir voru boðnir út í janúar 1998 bárust þrjú tilboð frá bandarískum aðilum og fjögur íslensk tilboð og var tekin ákvörðun í september. Atlantsskip fengu 65% flutninganna og tekur Torricelli fram að tilboð skipafélagsins hafi verið mun lægra en þess íslenska skipafélags, sem næst kom, Eimskips. TLL fékk 35% og tekur Torricelli einnig fram að tilboð þess félags hafi verið sýnu lægra en næsta bandaríska tilboð, sem var frá skipafélaginu Van Ommeren. Þingmaðurinn segir í bréf- inu að þótt félögin séu í eigu sömu að- ilja og undir sömu stjórn sé ljóst að Atlantsskip sé íslenskt skipafélag og TLL rekið samkvæmt lögum Delaware-ríkis og því ljóst að skip þess sigli undir bandarískum fána. Bæði Eimskip og Van Ommeren stefndu Bandaríkjaher. Torricelli rek- ur að dómstóllinn hafi í upphafi hafnað kröfu Eimskips um að sett yrði lög- bann til bráðabirgða á flutningana á þeim forsendum að ólíklegt væri að hún næði fram að ganga. 3. febrúar hafi dómstóllinn hins vegar snúið al- gerlega við blaðinu og „ýtt til hliðar" samkomulaginu við Atlantsskip annars vegar og TLL hins vegar. Þingmaður- inn vitnar síðan í álit dómsins þar sem segi að „sanngjarnasta túlkun“ varnar- samningsins og minnisblaðsins banni tilboðin frá Atlantsskipum og TLL vegna þess að þessi tvö fyrirtæki séu ekki í samkeppni hvort við annað. Varðar beina deilu tveggja fullvalda ríkja „Ég hef miklar áhyggjur af því að verði úrskurður dómsins látinn standa geti hann haft umtalsverð áhrif á stefnu Bandaríkjanna í utanríkis- og hernaðarmálum,“ skrifar Torricelli. „I fyi-sta lagi er í áliti réttarins vitnað rækilega í diplómatíska nótu, sem ís- lenska utanríkisráðuneytið sendi bandaríska utanríkisráðuneytinu, þar sem kemur fram sú afstaða íslenskra stjómvalda að samningurinn og minn- isblaðið meini Bandaríkjamönnum að veita íslensku skipafélagi og félagi undir bandarískum fána samningana séu þau tengd hvort öðru. Bandaríkin hafa túlkað samninginn og minnisblað- ið á annan veg bæði í málaferlunum og í svari við hinni diplómatísku nótu frá Islandi.“ Torricelli segir að í þessu máli sé ekki um það að ræða að einkaaðiljar séu í málaferlum vegna túlkunar á al- þjóðasáttmála, sem sérstaklega varði réttindi og skyldur einkaaðilja. „Þetta mál varðar beina deilu milli tveggja fullvalda ríkja um þýðingu sáttmála, sem varðar það hvernig Bandaríkja- stjórn tryggi fiutninga. Þetta er einmitt alþjóðaágreiningur af þvi tagi, sem stjómarskráin - kveður á um að eigi alfarið að vera á valdi fram- kvæmdavalds stjórnkerfis okkar. Sem meira er kveður minnisblaðið sérstak- lega á um leið fyrir ísland og Banda- ríkin til að endurskoða og breyta minn- isblaðinu. Forseti og utanríkisráðherra geta ekki mótað og fylgt utanríkis- stefnu þessa lands með skilvirkum hætti ef stjórnir annarra ríkja heims eða borgarar þeirra geta leitað til al- ríkisdómstóla og sannfært dómara um að bandarísk utanríkisstefna sé röng.“ Ekki tekið mið af málflutningi Bandaríkjanna í bréfi þingmannsins segir að hæsti- réttur Bandaríkjanna hafi í fjölda mála gert ljóst að taka eigi vemlegt mið af túlkun Bandaríkjastjórnar á alþjóðleg- um sáttmálum. I þessu tilviki hafi rétt- urinn hins vegar ekki tekið neitt mið af túlkun Bandaríkjastjómar á samn- ingnum og minnisblaðinu. „Hefði rétturinn gert það hefðu samningarnir verið látnir standa þar sem af sjálfu sé leiðir að sé sú afstaða hans rétt að hans túlkun sé sanngjörn- ust er túlkun stjórnarinnar ósann- gjörn,“ skrifar Torricelli. „Ég ítreka að útilokað er fyrir forseta og utanríkis- ráðhema að móta og fylgja utanríkis- stefnu landsins ef alríkisdómstólar hafa viðfeðmt vald til að ákveða hvort sú stefna sé rétt. I stuttu máli gæti úr- skurður dómsins haft veruleg áhrif á getu stjórnarinnar til að fylgja utan- ríkisstefnu Bandaríkjanna og getu stjórnarinnar til að gera hagstæða samninga um vörur og þjónustu. Fer ég því fram á að dómsmálaráðuneytið áfrýi úrskurði alríkisdómstólsins.“ Torricelli situr í fjórum nefndum á Bandaríkjaþingi, þar á meðal dóms- málanefnd og utanríkismálanefnd. Hann gegnir einnig forustu hjá Demókrataflokknum í kosningasjóða- nefnd öldungadeildarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.