Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 75 *
FÓLK í FRÉTTUM
VINSÆLUSTU
MYNDBÖNDIN
A ISLANDI
Útgefandi
1. 1. 5 There's Something About Mory Skífan Gaman
2. 2. 3 Trumun Show CIC myndbönd Gaman
3. 3. 4 Snuke Eyes Sam myndbönd Spenna
4. 4. 2 Taxi Háskólabíó Spenna
5. 9. 2 Thunderbolt Skífan Spenna
6. 6. 8 Out of Sight CIC myndbönd Gaman
7. 16. 2 Dirty Work Warner myndir Gamnn
8. 5. 6 Rush Hour Myndform Gaman
9. NÝ 1 Divordng Jack Stjörnubíó Spenna
10. 7. 3 Can't Hardly Wait Skífan Gaman
Mary efst fimmtu
vikuna í röð
8.
n.
13.
10.
14.
12.
NÝ
17.
NÝ
NÝ
Spanish Prisoner
Knock Off
Reol Blonde
Apt Pupil
Lost Doys of Disco
Dr. Dolittle
My Giont
The Horse Whisperer
Mighty
Letters From a Killer
Myndform
Myndform
Hóskólobíó
Skífon
Worner myndir
Skífan
Warner myndir
Sam myndbönd
Skífan
Skífan
imnu
EKKERT lát er á vinsældum
Mary sem er í toppsæti listans
fímmtu vikuna í röð. í öðru sæti
er Truman-þátturinn eins og í
síðustu viku og Snákaaugun í
því þriðja. Fjórar nýjar myndir
koma inn á listann þessa vikuna.
Breska spennugrínmyndin Di-
vorcing Jack fer beint í níunda
sæti listans en þar ræður svart-
ur húmor ríkjum. Gamanmyndin
Risinn minn með Billy Crystal
í aðalhlutverki fer í 17. sæt-
ið. Hinn mikli, þar sem
Sharon Stone fer m.a. með
aðalhlutverk, fer í nítjánda
sætið og spennumyndin
Bréf frá morðingja með
Patrick Swayze í aðalhlut
verki fer í 20. sætið.
Ed Harris fer með hlut-
verk höfundar og leik-
stjóra Truman-þáttarins í
samnefndri mynd. Þegar
hann er spurður hvort
hann telji að sú heims-
mynd sem birtist í kvik-
myndinni gæti gerst í
dag segir hann að
hann telji hugmynd-
ina alls ekki svo
fjarri Iagi, því ef
marka má spjallþætti
og aðra vinsæla sjón-
varpsafþreyingu væri öruggt
að fólk myndi horfa á sambæri-
legan þátt og Truman-þáttinn.
„Fólk myndi þyrpast að skján-
um því svo margir hafa gaman
af því að fylgjast með lífí annars
fólks. Eg held að margir í dag
séu haldnir innri hræðslu og það
er miklu auðveldara að setjast
fyrir framan skjáinn og horfa á
annað fólk kljást við lífið heldur
en að kljást við sitt eigið h'f.“
Þrátt fyrir þessa skoðun sína
telur Harris þó að hann sjálfur
myndi ekki hafa áhuga á að
horfa á svona þátt. „Eg vona að
ég myndi hafa eitthvað betra að
gera við líf mitt.“
ED Harris
fer með eitt
hlutverkanna
í Truman-
þættinum.
11.
12.
13.
14.
15.
6.
7.
18.
19.
Spenna
Spenna
Gaman
Spenna
Goman
Gaman
Gaman
Orama
Goman
Spenna
Gæti gerst í dag
Myndbandalistinn
MYNDBÖND
Allt fær að
flakka
Get varla beðið
(Can’t Hardly Wait)_
Gamanmynd
★★★
Framleiðendur: Jenno Topping og
Betty Thomas. Leikstjórn og handrit:
Deborah Kaplan og Harry Elfont.
Kvikmyndataka: Lloyd Ahern. Tón-
list: David Kitay. Aðalhlutverk: Eth-
an Embry, Charlie Korsmo, Lauren
Ambrose, Peter Facinelli, Seth Green
og Jennifer Love-Hewitt. (97 mín)
Bandarisk. Skífan, apríl 1999.
Öllum leýfð.
Á ÚTSKRIFTARDEGI skóla er
haldið partý sem allir mæta í. Flestir
eru staðráðnir í að skemmta sér ær-
lega og kveðja
skólaárin með
stæl. Það hitnar
vel í kolunum og
eftir því sem á
kvöldið líður
byrja valdahlut-
fóllin sem ríkt
hafa í skólanum
að snúast við og
jafnast út.
Þessi kvik-
mynd, sem lítur út fyrir að vera
dæmigerð bandarísk gelgjuskóla-
mynd, kemur verulega á óvart. Hún
tekur þær stöðluðu týpur sem
þekkja má úr kvikmyndum af þessu
tagi og leikur með þær, ýkir upp og
flettir svo ofan af þeim. Söguþráður-
inn er bráðskemmtilegur og mein-
fyndinn, handritið traust og vand-
lega skipulögð atburðarásin rennur
vel. Öruggt lið ungra og myndar-
legra leikara sér síðan um að halda
uppi fjörinu.
Heiða Jóhannsdóttir
TOIVLIST
Geisladiskur
Geisladiskur Sigga Björns, Roads.
Siggi Bjöms: Söngur, gítar, blús-
munnharpa, Esben Laursen: Bassi,
mandólín, rennigítar, Keith Hopcroft:
Gítar, Cenquiz Cevik: Saz og slag-
verk, Him Shing: Trommur. Tekið
upp í Villa Alma Studeo í Árhus, apr-
fl 1998. Lengd: um 45 mín.
SIGGI Björns hefur gert víðreist
undanfarin ár og fengið til liðs við
sig fjölda fólks hvaðanæva úr
heiminum til að spila með sér tón-
listina sína. Þetta gefur tónlistinni
óhjákvæmilega ákveðin sumar-
leyfaáhrif sem skína mjög vel í
gegn á nýjustu afurð hans, Roads.
Roads er vegaplata, einkennd
reynslu og vönduðum en frekar
ópersónulegum hljóðfæraleik. Allt
andrúmsloft á Roads er líðandi og
mjúkt, reyndar oft það áreynslu-
laust að mann fer að þyrsta í eitt-
hvað leiftur, smá hristing eða nýj-
an afleggjara. Áhrif plötunnar í
heild eru mest eins og sunnudags-
rúntur til Hveragerðis. Ekkert of
spennandi eða viðburðaríkur en
þægilegur án þess að vera leiðin-
legur rúntur.
Það er ýmislegt sjarmerandi á
Roads-rúntinum með Sigga. Rödd
hans er notalega hrjúf og einhvem
veginn fullkomlega heima hjá sér
innan um hljóðfærasláttinn fjöl-
þjóðlega. í laginu Having a Wond-
erful Time, sem er eitt fallegasta
lag Roads, nýtur viskíröddin sín
ágætlega innan um angurvært
rennistál Esben Laursen. Reyndar
hefði mátt bera meira á rennistál-
inu á allri plötunni. Það sem heill-
aði hvað helst þess fyiir utan voru
SIGGI Björns með samstarfsmönnum sfnum.
blúsuðu gítarsólóin og brotnu
hljómarnir sem þau leystust upp í
eins og í laginu When the angels
sing. Einhver gamalkunn og heim-
ilisleg sveitastemmning þar á ferð,
stælalaus og heiðarleg. Einnig kom
harmónikkuleikur nokkuð sterkur
inn í lögum eins og One Gentle
Touch og fór með stemmninguna í
allt aðra átt en ella. Slagverksleik-
arinn Cenquiz Cevik er að sama
skapi duglegur við að hrista fram
karíbskar stemmningar og gerir
það einna best í salsaslagaranum
Aripeeka Bay sem er stuðlag plöt-
unnar og má vel smella fingrum við
með góðum vilja.
Annars er mest um gamlar
fréttir á Roads. Það dregur ekki
mikið til tíðinda og lítið um stór-
sigra þótt skálað sé í hanastélum á
veðruðum bermúdabuxum í text-
um Sigga. En það kemur ekki að
sök, enda ætlunin líklega aldrei
önnur en að rúnta með hlustand-
ann dálítinn spöl um kunnuglegar
slóðir.
Kristín Björk Kristjánsdóttir
Mjúkur rúntur
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
PÁLMI Sigurhjartarson, Sigurður Sigurðsson, Jón Magnússon „Jojo“
og Tómas Tómasson upptökustjóri í Hljóðveri alþýðunnar.
Lag til styrktar
flóttafólki
UM SÍÐUSTU helgi komu nokkr-
ir íslenskir tónlistarmenn saman
og tóku upp lag fyrir Hjálpar-
stofnun kirkjunnar. Laginu er
ætlað að vekja athygli á söfnun
sem Hjálparstofnunin stendur nú
fyrir til styrktar flóttafólki í
Kosovo. Lagið heitir Alltaf ljósið
lýsir og verður því dreift á allar
útvarpsstöðvar í vikunni. Jón
Magnússon „Jojo“ samdi lag og
texta og syngur en til liðs við sig
fékk hann Pálma Sigurhjartarson
píanóleikara, Guðmund Stein-
grímsson trommuleikara, Sigurð
Gröndal gítarleikara, Sigurð Sig-
urðsson munnhörpuleikara, Eyjólf
Gunnlaugsson úr Stikk og Olaf
Þórðarson úr Ríó Tríói sem allir
gáfu vinnu sína.
Frjálst fall
►EF ÞÚ ert adrenalínfíkill ætt-
irðu að prófa það sem Japanir
eru að ærast yfir um þessar
mundir. Unga stúlkan á mynd-
inni öskraði af öllum kröftum er
hún lét sig falla í frjálsu falli án
öryggislínu rúmlega 30 in á nýj-
um dýfingarstað við Biwako turn
í vestur Japan. Fallið tekur um
tvær sekúndur og stökkvarar
lenda nyúklega á neti sem er átta
metrar í þvermál.
•A
Yf.