Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ - 52 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 JOHANN ÞORIR JÓNSSON + Jóhann Þórir Jónsson fæddist 21. október 1941. Hann lést 2. maí síð- astliðinn. títför Jó- hanns Þóris fór fram frá Langholts- kirkju mánudaginn 10. maí. Með Jóhanni Þóri Jónssyni er fallinn frá "■* langt um aldur fram einn helsti velunnari og máttarstólpi ís- lenskrar skákhreyfing- ar. Það er ekki ofsagt að Jóhann Þórir hafi látið til sín taka á flestum sviðum skáklífsins með eftirminni- legum hætti, en veigamesta verður að telja þá umsvifamiklu útgáfu- starfsemi og mótahald sem hann stóð fyrir. I tæpa fjóra áratugi gaf Jóhann Þórir út og ritstýrði tíma- ritinu Skák með miklum myndar- brag, en gaf auk þess út margt vandaðra skákbóka. Tímaritið var svo nátengt persónu Jóhanns Þóris, að í daglegu tali skákmanna var hann jafnan kallaður ritstjórinn. Til þess að renna styrkari stoðum und- ir útgáfuna stofnaði Jóhann síðan fyrirtækið Skákprent árið 1976, sem hann rak allt þar til honum var fyrirvaralaust kippt út úr hinu dag- lega lífi í kjölfar alvarlegra veikinda haustið 1997. Af öllum þeim fjölda skákmóta sem Jóhann hélt víðsvegar um landið verður helgarmótanna senni- lega lengst minnst, enda þau urðu hvorki fleiri né fæiri en 49. Mér verða minnisstæð tvö af síðustu helgarskákmótunum sem haldin voru í Trékyllisvík á Ströndum og í Mjóafirði eystri. Þetta eru ekki staðir sem flestum koma til hugar þegar slíkir viðburðir eru annars vegar. Jóhann Þórir leit hinsvegar á það sem skyldu sína að breiða skáklistina út um hinar strjálu byggðir landsins með því að gefa heimamönnum og öðrum tækifæri til að etja kappi við helstu skák- meistara þjóðarinnar. Líklega eiga engir íslenskir skákmenn Jóhanni Þóri jafn mikið að þakka og hinir svokölluðu fjór- menningar, þ.e. Helgi Olafsson, Margeir Pétursson, Jón L. Arnason og sá sem þessar línur ritar. Gjarn- an hefur verið talað um skák- sprengingu þegar við félagarnir urðum allir stórmeistarar á tveggja ára tímabili á árunum 1985 og 1986. Jóhann Þórir átti stóran þátt í þessari velgengni, því hann studdi okkur ætíð með ráðum og dáð. A al- þjóðlegum skákmótum tímaritsins Skákar gafst okkur til dæmis tæki- færi á að afla mikilvægrar reynslu þegar att var kappi við sterka er- lenda skákmenn, en einnig náðust þar áfangar að alþjóðlegum stór- meistaratitlum. Eitt af því sem einkenndi nafna minn var sá mikli baráttuandi sem með honum bjó. Jóhann Þórir » þurfti iðulega að sýna mikla þraut- seigju og bjartsýni því ljóst er að enginn safnar auði á því að leiða umsvifamikið hugsjónastarf á þann hátt sem hann gerði. Eitt af þeim verkefnum sem Jóhann Þórir tók að sér var að gefa út mótsblað ólympíuskákmótsins í Luzern í Sviss 1982, sem hann gerði með miklum glæsibrag. Þetta ævintýri reyndist þó dýrkeypt og gekk fjár- hagslega nærri honum og fyrirtæki hans. Jóhann gafst þó aldrei upp þótt á móti blési og útlitið væri á -v stundum þannig að margir hefðu ■ kosið að leggja árar í bát. í samtali sem við áttum stuttu áður en hann veiktist hafði nafni minn á orði að nú sæi hann loksins fram á að geta eytt enn meiri tíma í að sinna skák- mótahaldi og fjölmörgum öðrum áhugamálum sínum. Víst er að eng- inn ræður sínum næturstað og það "Jer raunalegt að hugsa til þess að heilsa nafna míns skyldi bila þegar honum virtist vera far- ið að ganga flest í hag- inn eftir erfiða baráttu fyrri ára. En af hverju bar nafni minn hag skák- arinnar svo mjög fyrir brjósti? Ég held að það hafi verið hið listræna eðli þessarar göfugu íþróttar sem heillaði hann mest. Jóhann Þórir var enda mikill listunnandi, söngmað- ur góður og kunni ógrynni ljóða sem gaman var að heyra hann flytja með sinni hljómþýðu rödd. Ekki má gleyma að Jóhann Þórir var sjálfur ágætur skákmað- ur og keppti með góðum árangri á mótum hér á árum áður. Hann tefldi yfirleitt mjög djarft og taldi listrænt gildi skáka sinna skipta meira máli en vinningana sem telja mátti á mótstöflunni. Fátt var skemmtilegra en að verða vitni að því þegar hann sýndi stoltur sínar eigin skákir, þá er fórnir og flug- eldasýningar höfðu gengið upp að lokum. Stundum er sagt að per- sónuleiki skákmanna birtist í skák- stflnum. Ég held að það hafi átt við um nafna minn. Það er Ijóst að Jóhann Þórir hefði ekki getað lagt svo mikið í söl- umar íyrir skáklistina og iðkendur hennar eins og raun bar vitni, ef ekki hefði komið til stuðningur og skilningur fjölskyldunnar og þá sérstaklega eiginkonu hans, Sigríð- ar Vilhjálmsdóttur. Eru Sigríði og börnum þeirra hjóna færðar alúð- arþakkir og samúðarkveðjur að leiðarlokum. Nafn Jóhanns Þóris Jónssonar ritstjóra verður skráð gylltum stöf- um í sögu skáklistarinnar á Islandi um ókomna tíð. Blessuð sé minning hans. Jóhann Hjartarson. Jóhann Þórii- Jónsson var í senn hugmyndaríkur, framtakssamur, skemmtilegur, góður félagi, hjálp- samur og fylginn sér. Margir menn em hugmyndaríkir og framtaks- samir en engan þekki ég sem hefur tekist að koma jafnmörgum hug- myndum sínum í framkvæmd. Hann var athafnamaður eða öllu frekar athafnaskáld. Þótt sumar hugmyndir hans gætu verið ábata- samar vom þær þó fyrst og fremst skemmtilegar. Oft hafði maður gmn um að hann framkvæmdi þær frekar vegna hugmyndanna sjálfra en hugsanlegs hagnaðar. Jóhann var í senn hugsjónamaður og höfð- ingi. Hann sigldi ekki sléttan sjó og tók djúpt í árinni. Tók á sig ágjöf jafnt í meðbyr sem mótbyr. Skarð hans verður tæplega fyllt hvorki í hugum vina hans né í athafnasögu skákhreyfingarinnar. En henni helgaði hann krafta sína öðram fremur. Við áttum saman margar góðar stundir, við skákborðið, á golfvellin- um, á heimilum okkar, í göngutúr- um, við spilaborðið og víðar. Að leiðarlokum viljum við Guð- rún þakka fyrir ógleymanlegar samverastundir. Við vottum Sigríði og börnum þeirra samúð okkar. Blessuð veri minning Jóhanns Þór- is. Ingvar Ásmundsson. Hinn 10. maí var lagður til hinstu hvflu Jóhann Þórir Jónsson, góð- vinur minn og atvinnuveitandi um tveggja áratuga skeið. Mín fyrstu kynni af Jóhanni Þóri vora kring- um 1960, er ég gaf út og ritstýrði tímaritinu Skák. Með okkur tókust ágæt kynni og hann aðstoðaði mig við útgáfuna á ýmsan hátt. A miðju ári 1962 tók Jóhann alfarið við út- gáfunni og hélt henni óslitið allt fram til haustsins 1997 er hann veiktist. MINNINGAR Árið 1974 festi Jóhann Þórir kaup á prentvélum í Bandaríkjun- um og stofnaði prentsmiðju undir nafninu Skákprent. Ari síðar hóf ég störf í prentsmiðjunni og starfaði þar allt til ársins 1994 er ég hætti fyrir aldurs sakir. Alla tíð var sam- vinna okkar Jóhanns Þóris með ágætum. Við áttum báðir sama áhugamálið - skákina - sem tengdi okkur traustum vináttuböndum. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig, Jóhann Þórir Jónsson. Megi góður guð varðveita sálu þína og styrkja ástvini þína í sorg þeirra. Far þú í friði, kæri vinur. Birgir Sigurðsson. Einn öflugasti brautryðjandi í ís- lensku skáklífi fyrr og síðar er fall- inn í valinn. Langvinnu veikinda- stríði er lokið og eftir stöndum við hnípin og hljóð. Minningarnar leita á hugann. Badmintonæfingar í KR- heimilinu, skákir í prentsmiðjunni og skákstofunni við Hagamel, helg- arskákmót, alþjóðleg skákmót, skákferð til Moskvu, Olympíuskák- mót í Luzern og Þessalóníku, ljóða- lestur við ýmis tækifæri og langar umræður um veg og velferð skák- gyðjunnar. Minningar þessar era hafsjór og það er í sjálfu sér ekki undarlegt. Maðurinn var ham- hleypa. Það var með hreinum ólík- indum hversu mörgu hann kom í verk. Bjartsýnin var ótrúleg og með henni einni kom hann ótrúleg- ustu hugmyndum í verk. Helgax-- skákmótin öll sem haldin vora vítt og breitt um landið eru órækasti votturinn um eljuna og framtakið. Hann var í senn hugsuðurinn og framkvæmdamaðurinn og hundrað Islendinga nutu þessara ánægju- legu móta sem skákmenn, áhorf- endur eða hjálparhellur af ýmsu tagi. Mót þessi era þó aðeins brot af öllu því sem hann kom í verk í þágu skákhreyfingarinnar. Sam- skipti stjórnenda skákmála voru oft á tíðum brösótt og hart deilt um ýmis mál. Þau vora þó jafnan leyst með viðunandi hætti og ævinlega var Jóhann Þórir ráðagóður og mjög velviljaður þegar á reyndi. Jóhann Þórir hafði margt það til branns að bera sem skapari okkar deilir að jafnaði niður á marga menn og hinar ýmsu manngerðir. Hann var margfróður og Ijóðrænn fagurkeri. Hann var hvort tveggja í senn, maður hugsjóna og mikilla framkvæmda. Markið var ævinlega sett nokkuð hátt og stundum svo að menn sundlaði. Allt var sett í söl- urnar og hið ómögulega var fram- kvæmt. Þetta er Jóhanns Þóris saga. Nú hefur heljarvindur farið um vorloftið og hrifið burt góðan dreng. Eftir standa bjartar minn- ingar sem huggun harmi gegn. Ég sakna vinar og sendi Sigríði, frænku minni, innilegar samúðar- kveðjur, svo og bömunum og nán- ustu ættingjum og vinum. Guð blessi og varðveiti drenginn góða. Þorsteinn Þorsteinsson. Fráfall Jóhanns Þóris Jónssonar er mikið áfall fyrir skáklistina í landinu. Hátt í fjóra áratugi hefur hann unnið að skákmálum með margvíslegu móti, gefið út skák- blaðið og fjölmargar skákbækur, gengist fyrir helgarskákmótum, verið dómari í mikilvægum keppn- um og unnið ötullega að félagsmál- um skákmanna. Með ódeigum hug lagði hann á brattann á margvísleg- um vettvangi, þótt öðrum sýndist í ófæra stefnt, og oftar en ekki sigr- aðist hann á þrautunum. Ekki er hægt að þakka einum manni þann árangur sem íslenskir skákmenn hafa náð undanfarin ár því þar hafa margir lagt fram góð- an skerf. Hlutur Jóhanns Þóris í uppgangi skáklistarinnar er stór og mun ekki gleymast þegar það dæmi verður rakið til enda. En hlutur Jóhanns Þóris í mann- lífinu í kringum sig er ekki minni. Hlýtt brosið og glaðlegt viðmótið, ótakmörkuð bjartsýni sem lýsti sér einnig á skákborðinu þar sem að vísu var stundum farið fram með fullmiklu kappi. Það var unun að hitta frásagnarsnillinginn Jóhann Þóri því hversdagslegustu hlutir, eins og að taka strætisvagn eða kaupa í matinn, gátu orðið stórkost- leg ævintýri. Því var ekki að undra að frásagnir af viðameiri atburðum urðu manni ógleymanlegar. Hann var fróður og kunni urmul frásagna af skákmönnum frá fyrri áram, hafði jafnan skýringar á brautar- gengi þeirra eða ófóram á reiðum höndum. Margt af því sem Jóhann ritaði í skákblaðið ber vitni um kímni hans eins og leiðarinn þar sem hann lýsti því hvemig hann fann réttu leiðina fyrir Kasparov í flókinni stöðu, en var um leið að tala í símann með annað augað á skákborðinu. Hann átti vissulega alvarlegri tóna þegar það átti við eða þörf var á en öll hans orð og framgangsmáti ein- kenndist af mannlegri hlýju og ýmsum sem áttu undir högg að sækja í lífinu reyndist hann góður drengur. Það er dapurleg tilhugsun að eiga aldrei eftir að hitta Jóhann Þóri í gönguferð um Vesturbæinn á sunnudagsmorgni eða knýja dyra á kontornum og hefja ráðagerðir um nýjar framkvæmdir á skáksviðinu. Jóhann Þórir hafði lag á að hvetja menn fram og auka bjartsýni og glaðværð í kringum sig. Ævinlega var ég glaðari í bragði en áður þeg- ar ég kvaddi hann. Nú er ekki annað eftir en þakka fyrir samfylgdina síðustu þrjátíu árin. Ég sendi Sigríði og börnum þeirra Jóhanns Þóris mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Jón Torfason. Jæja kæri vinur, þá er ekkert eftir nema þakka fyrir sig og kveðja. Eftir 55 ára órofa vináttu er þó varla þörf íyrir langar kveðjur. Æska okkar á Bræðraborgarstíg ásamt Nonna Kalla, var samfellt ævintýri. Ekki var af efnum að taka, en ímyndunaraflið dugði vel í hnattferðir hugans, leiki og sak- lausan hrekk. Ein fyrstu fullorðinsskrefin vora þegar þú allt að því dróst mig niður í Grófina 1 til að spila eitthvað sem kallaðist brids, undir handleiðslu Jóns P. Emils. Ekki óraði okkur þá fyrir hversu mikill örlagavaldur röltið niður Vesturgötuna yrði í fé- lagslífi okkar, þótt þú síðar veldir íþrótt einherjans, skákina. Reyndar þekki ég marga skákmenn sem hafa söðlað um og gerst kappsfullir bridsiðkendur. Þú ert sá eini í mínu minni sem fór öndvert að, enda alltaf einstakur verið. Margan fengsælan laxveiðitúrinn okkar man ég glöggt og þótt aflinn væri stundum rýr þá var hann þeim mun meiri í óteljandi djúpum rök- ræðum eða bara ábyrgðarlausu spjalli. Arin liðu og við urðum upp- teknir við hreiðurgerð og heimilis- aðdrætti. Þótt samverastundum fækkaði urðu þær dýpri og inni- haldsríkari. Skammir sem vammir, heilræði og þátttaka hvors í lausn- um flókinna vandamála annars. Það var gott að banka uppá hjá þér með erfið úrlausnarefni. Þú varst snögg- ur að finna kjarna hvers máls og setja fram einfalda valkosti þegar ég sá tóm öngstræti. Enda skorti aldrei seglin á skútuna þína þótt kjölurinn væri helst til veigalítill. Við voram því prýðileg blanda, þú íyrir þöndum hugarseglum og ég fastur upp að ökklum í steypumóti. Ennþá var Skákprent við Haga- melinn þegar ég heimtaði að hún Sigga þín tæki yfir ijármál fyrir- tækisins enda ekki hlutskipti hug- sjónamanna og brautryðjenda að sýsla við fánýta hluti eins og pen- inga. Þú hlýddir mér reyndar með þetta þótt löngu síðar yrði. Skák- blaðið, helgarskákmótin og útgáfa bóka fyrir höfunda sem ekki áttu greiða leið til kynningar á verkum sínum. Þetta og margt annað af svipuðum toga var eitthvað sem hentaði eldmóði þínum og hugsjón. Reyndar sagði mér hann Matti Jóh. Moggaritstjóri uppúr 1980 að hann vonaði sannarlega að þú slyppir óskaddaður frá ljóðabóka- útgáfunni. Ég svaraði Matthíasi að ég efaðist stórlega um að það hefði nokkra sinni verið markmiðið! Andstreymi lífshlaupsins tókst þú eins og snigillinn, tvö fet áfram, eitt og hálft til baka æðrulaus og óbugaður að venju. Meðbyrinn höndlaðir þú á sama hátt. Þú varst ávallt hófsmaður á flest annað en örlæti og tíma. Einni spurningu hefi ég einmitt aldrei getað svarað þótt báðir vissum við að ég var skipulagðari en þú. Hvernig mátti það vera að í mínum sólarhring vora aðeins 20 klukkustundir en í þínum 30? Klukkukappið varst þú gersamlega laus við en á einhvern óskiljanlegan hátt varð þinn sólar- hringur samt talsvert lengri en minn hvort sem var til að gefa öðr- um tíma, tala, hlusta eða þegja. Mér hefir löngum þótt sem fáir skildu þig til fulls. Sjálfsagt hefir þú aldrei ætlast til þess en auk þess höfðu þeir ekki úr liðlega hálfrar aldar kynnum að moða. Þú tókst mig samt upp ólesinn þegar þú valdir afmælisdaginn minn til að blása til brottfarar héðan. Mér mun aldrei hugkvæmast hvers vegna enda til þess engin von því þú sveifst alltaf hærra en meðalJónar. Velferð fjölskyldunnar varðaði þig mestu. E.t.v. vegna eigin minninga um æsku og upprana en sennilega mest fyrir eðlislægan áhuga á vel- ferð samferðamanna þinna. Samúð- arkveðju flyt ég Siggu og fjöl- skyldu. Jón Hjaltason. Sé maíblómið opnast og mennina á skákborðinu standa þöplan heiðursvörð um minningu þína þú opnar ekki framar dyr fyrii- óþekktum skáldum einhver opnar fyrir þér og þú gengur inn - sigurviss átt næsta leik meðan maíblómið opnast Kærar þakkir. Þuríður Guðmundsdóttir. Undirritaður kynntist Jóhanni Þóri fyrir nokkram árum vegna út- gáfu nokkurra bóka sem prentaðar voru í fyrirtæki hans Skákprenti. Auk rita um skák gaf Jóhann út um árabil skáldrit ýmiskonar, ekki síst ljóð. Vegna tæknilegra örðug- leika við áðurnefnda prentun kynntist ég Jóhanni Þóri líklega betur og meir en annars hefði orðið og átti við hann nokkur löng samtöl bæði símleiðis og á skrifstofu hans. Þau samtöl vora ekki bundin við tækniatriði í prentverki, því Jó- hann var áhugamaður með opinn huga víðsýnis og mannræktar. Hann rak fyrirtæki sitt af áhuga á þeim málefnum er áttu hug hans, en ekki til að öðlast sem mest af því moðryki sem kallast peningar og lærðir menn telja nú gjarnan að skuli stjórna mannlífinu eftir til- búnum hagfræðikenningum, þótt bakvið það sé fátt annað en mis- jafnlega raunsæilegir draumar og græðgi. Ég hef oft hugleitt að hafa á ný samband við Jóhann Þóri og þá með samstarf í huga, en nú hefur sá skaði orðið að hann er farinn. Ég tel að andleg fátækt hafi aukist í landinu við fráfall hans og sakna þess að heyra ekki framar hans já- kvæðu, mannlegu viðhorf. Ég kveð hann með þakklæti fyrir góð kynni. Jón frá Pálmholti. Skjótt hefur sól bragðið sumri - genginn er um aldur fram öðling- urinn Jóhann Þórir, hinn síkviki eldhugi, athafnaskáld og skákunn- andi. Eftir að heilsa hans beið þungan hnekki lyrir rúmu hálfu öðru ári gat bragðið til beggja vona í þessu efni því miður. Enginn má sköpum renna. Þar sem Jóhann Þórir fór vora í raun margir menn í einum. Athafnamaður, skákmaður, ritstjóri, alþjóðlegur skákdómari, prentsmiðjustjóri, skákmótahöld-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.