Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 71 BRÉF TIL BLAÐSINS Ofbeldi verður ekki upprætt með ofbeldi Tertuboð Frá Kristínu R. Thorlacius: HINN 20. apríl sl. birtist gein í Mbl. sem ber titilinn Nátttröll. Mun það heiti ætlað tveimm- borgfirskum prestum sem áð- ur (14.4.) höfðu skrifað í blaðið og viljað frið og sættir í Jú- góslavíu. Höf- undur Nátttrölls- greinarinnar, fv. prófastur, er ekki sama sinnis, hans boðskapur er auknar loft- árásir og hernaðaraðgerðir hvað sem það kostar. Og hans er hinn sanni kristindómur! Ég ætla mér ekki þá dul að „tala í nafni kristindómsins“, en hvað sem líður orðum Kaj Munks, sem sr. Ragnar Fjalar vitnar til, þá treysti ég mínum borgfirsku prestum ágæt- lega og gladdist yfir blaðaskrifum þeirra. Ég veit ekki hvort það var tilviljun eða eitthvað annað, en sama dag og hinn herskái prófastur geystist fram á ritvöllinn barst mér í pósti öllu hógværari bæklingur, mánaðarrit skoskra kvekara: FRIENDS, April 99, the Newsletter of West Scotland Monthly Meeting of the Religious Society of Frends (Quakers). í bæk- lingi þessum er m.a. að finna yfirlýs- ingu þeirra um Kosovodeiluna. Þarna kemur fram að kvekarar hafa ritað forsætisráðherra sínum bréf þar sem látin er í Ijós „ákveðin andstaða“ gegn valdbeitingu í því skyni að leysa deiluna í Kosovo. Ennfremur segir í bréfinu að kvekarar hafi „í meira en 300 ár hafnað ofbeldi hvenig sem það birt- ist. I margbrotnum heimi nútímans á þessi afneitun á ofbeldi við um hvers kyns vopnavaldbeitingu, hvort sem hún kemur frá stjórn júgóslav- neska samveldisins, frelsisher Kosovo eða okkar eigin landi (þ.e. Bretlandi). Þegar okkar eigin flug- her beitir ofbeldi og varpar sprengj- um á kostnað okkar skattgreiðenda hljótum við að láta til okkar heyra“. Og ennfremur segir: „Að setja sig upp á móti ofbeldi jafngildir ekki því að halda að sér höndum og gera ekki neitt. Kvekarar eru nú sem fyrr virkir þátttakendur og einlægir fylgjendur friðarumleitana og frið- samlegra lausna. Frá því á árinu 1991 hefur Quaker Peace Service (alþjóðadeild kvekara í Bretlandi) komið á sambandi sem einkennist af gagnkvæmu trausti og samvinnu við þá sem vinna að friðsamlegu hjálp- arstarfí og uppbyggingu í Serbíu, Króatíu og Bosní. Við höfum einnig samband við aðila sem ekki eru á vegum stjórnarinnar í sjálfri Kosovo, svo sem Friðarhóp Balk- ana, Kaþólska hjálparstarfið og Miðstöð verndar fyrir konur og börn í Pristina. Frá þessu samverkafólki og af okkar eigin reynslu höfum við þá einlægu sannfæringu að pólitískar þvinganir og hernaðaraðgerðir geti ekki orðið til þess að setja endanlega niður deilurnar sem valdið hafa hin- um margflókna harmleik í Kosovo. Við óttumst að slíkar aðgerðir muni þvert á móti kynda undir óttann og hatrið og útbreiða enn frekar grimmilegt ofbeldi á þessu svæði.“ I bréfinu er síðan farið fram á að hemaðaraðgerðum verði hætt, nýjar friðarumleitanir hafnar að tilhlutan SÞ í samræmi við alþjóðalög og áfram verði leitast við að draga þá til ábyrgðar sem sekir eru um stríðs- glæpi og glæpi gegn mannkyni. I bréfinu er því einnig haldið fram að ríkisstjórnin eigi að leysa deiluna í anda alþjóðalaga og fordæmd er árás NATO á fullvalda ríki. Ég veit ekki hvort borgfirsku nátttröllunum mínum er greiði gerð- ur með því að bendla þá við kvekara. Það er þó ekki leiðum að líkjast. Kvekarar hafa fyrir löngu áunnið sér traust og virðingu hvarvetna í heiminum, ekki síst fyrir einarða af- stöðu sína gegn hernaðarbrölti og samstöðu með þeim sem minna mega sín. Kvekarar eru ekki fjöl- mennir en þeir standa þétt saman og vinna alls staðar að friðar- og mannúðarmálum hvar sem þeir koma. Þeir hafa m.a. fengið friðar- verðlaun Nóbels. Það er sannfæring mín að ofbeldi verði ekki upprætt með ofbeldi, einn glæpur réttlætir aldrei annan. Að varpa sprengjum yfir saklaust fólk læknar ekki sorg og sársauka ann- ars saklauss fólks. Það græðir eng- inn á þessum NATO-hernaði í Jú- góslavíu nema vopnaframleiðendur. Það er kaldhæðnislegt að þyrlurn- ar, sem NATO virðist nú setja allt sitt traust á í næsta áfanga þessara hernaðaraðgerða, skuli nefndar eftir indíánaættbálki í Norður-Ameríku. Hver skyldu hafa orðið örlög apache-indíánanna, hvað hafa Bandaríki Norður-Ameríku gert fyrir þá, annað en heiðra þá með því að skíra eftir þeim morðtól sín? Ég vona að allir hugsandi Islend- ingar gaumgæfi þessi mál í fullri al- vöru og taki sjálfstæða afstöðu. Ég treysti mér ekki til að dæma hvað er kórréttur kristindómur að mati guð- fræðinnar, en ég er sannfærð um að Guð hefur ekki skapað okkur til að henda sprengjum hvert á annað. Það hlýtur að vera hægt að leysa deilumál á friðsamlegri hátt og þeim megin á vogarskálarnar eigum við Islendingar að leggja okkar lóð. KRISTÍN R. THORLACIUS, Staðastað, Borgarnesi. Frá Atla Hraunfjörð: í LESENDABRÉFI er birtist í Morgunblaðinu hinn 11. apríl setti ég fram fullyrðingar um að hug- myndir manna um fyrri tilveru gætu ekki staðist væri gengið út frá kenningunni um endurfæðingu mannsins í móðurkviði. Hvaða aðrar skýringar eru til, ef endurburðarhugmyndin er ekki rétt, kann einhver að spyrja og hvað er þá rétt, ef ekki er að marka tilfinningu manna og sjónarhorn þeirra um fyrri tilveiu á jörðinni? Margt er að athuga við þessa kenningu sem ekki er vert að fara lengra með að þessu sinni. Bent skal á að til er önnur kenning, sem gefur næstum, ef ekki alveg svar við spurningum endurburðarsinna og rýrir ekki á nokkurn hátt sögu- gildi né trúverðugleika þeirra er frá segja. Þetta er kenning dr. Helga Pjeturss um endui-mótun mannsins á öðrum hnetti eftir and- látið eða við andlátið. Þar kemur maðurinn fram sem hann hefur skipað sér niður sam- Frá Snorra H. Guðmundssyni: VILLA var í vandræðum. A borð- inu sat tertan óhreyfð. Gestimir voru enn ekki mættir. Þetta var mjög lítil terta, en rándýr. í raun var þetta dýrasta terta bakarísins og eingöngu bökuð ef greitt var fyrirfram, en það skipti litlu, ein- hvern veginn varð að vinna sig í álit hjá vinkonunum. Villu var mjög í mun að þær álitu sig verðuga. Fló var sú sem mest áhrif hafði í hópnum. Hún rak eigið fyrirtæki og var mjög vel sett efna- hagslega. Villa klóraði sér í höfðinu. Hún hafði misreiknað sig hrapal- lega. Fló hefði líklega sætt sig við eina sneið, en hún hafði lofað henni tveimur. Tertan á borðinu hafði kostað jafn mikið og sælgætið í síð- ustu viku. Þar hafði hún samt ekki misreiknað sig. Ef til vill var það sælgætinu að kenna að hún hafði gleymt grundvallaratriðunum. Kristmunda var skapstór að eðl- isfari. Villa hafði ekki þorað öðru en að lofa henni tveimur sneiðum líka. kvæmt lífi sínu hér á jörð. Þar gild- ir lögmálið sækjast sér um líkir, sem er kallað stillilögmál. (Sjá fyrri greinar um aflsvæði og framlíf). Eftir að á nýja jörð er komið fær viðkomandi tækifæri til að yfirfara ævi sína og líf. Allt það góða og einnig það slæma, ef hann hefur slíkt á samviskunni. Öll upprifjun er í reynd upplifun, því minning- arnar geta bæði verið harm- þrungnar og hamingjuríkar. Mörg- um reynist upprifjunin þungbær. Að lokum enda þessi ósköp sem og annað, sem byrjað er á, og við tek- ur tími aðlögunar og lærdómur fyr- ir þá sem vilja. Aðrir verða sáttir við hlutskipti sitt og geta fjölmörg ár liðið þar til löngun kemur til aukins þroska og lærdóms. Eitt er þó víst að allir, hversu illir sem þeir eru, komast að lokum á framfara- leið og leita í átt til ljóssins (kær- leikans). Þegar þroski mannsins hefur stigið upp fyrir aflsvæði þess umhverfis, sem hann býr í, flytur hann á annan stað og svo koll af kolli þar til hann flytur á enn ann- an hnött, til enn meiri þroska og í Hún leit á tertuna. Hún var á stærð við rjómabollu. í raun var þetta rjómabolla, en Villa hafði boðið þeim í tertuboð. Hún beit hugsandi í neðri vöruna. Myndu þær sjá að þetta væri rjómabolla þrátt fyrir að hún hafði raðað jarðarberjum með- fram kanti hennar? Ef til vill myndi Eyrún gera sér grein fyrir hvað um var að vera. Hún var mjög greind og einstaklega tortryggin að eðlis- fari. Jarðarberin myndu ekki villa um fyrir henni. Villa varp öndinni þunglega. Undirskálin, líkt og ,;tertan“, var þakin jarðarberjum. I fyrsta lagi , var þetta gert til þess að fela smæð hennar og í öðru lagi svo vinkonurn- ar myndu fá sér smærri sneiðar. En hún hafði lofað fimm jafn stórum sneiðum, ekki fimm litlum. Villa lok- aði augunum og beið eftir kalli dyrabjöllunnar. Þótt hún hefði öll heimsins jarðarber gat ekkert gert bolluna stærri en hún var. SNORRI H. GUÐMUNDSSON, Vallartröð 8, Kópavogi. átt til að verða sjálfur guðlegur og < skapari veralda og lífs í óendanleg- um geimi. Maðurinn á ekki aftur- kvæmt til jarðar sem barn, en get- ur í fyllingu tímans komið í heim- sókn, þegar hann og jarðarbúar hafa þroskast í kærleika og þróast áleiðis til guðlegrar verundar og þó meir jarðarbúar. Hvað kenninguna um endurburð varðar og tilfínn- ingu manna að þeir hafi lifað áður er því til að svara, að öll þessi til- finning er samband við áðurlifend- ur og tenging við aflsvæði þeirra er áður gistu staði, þar sem þessi til- fmning fyrir fortilveru kom til. Kenningar dr. Helga Pjeturss ganga lengst í að skýra og gefa svar við spurningum um tilgang lífsins og líf í alheimi. Kenningarn- ar styðjast við efnisheim, jarðfræði og náttúrulögmál, enda er allt sem gerist á jörðinni hluti af lögmálum veraldar og öll lögmál hafa feril, hvort sem þau eru efnisleg eða andleg, annars gerðust þau ekki. ATLI HRAUNFJÖRÐ, Marargrund 5, Garðabæ. Þú hefur ekki lifað áður LéUur og meðfærílegur GSM posi með innbyggðum prentara Les allar tegundir greiöslukorta sem notuö eru á íslandi. Er meö lesara fyrir snjallkort og segulrandarkort. Hraðvirkur hljóölátur prentari. f Beint fíug í sóiina aiia þriðjudaga DBnmavm Ferðir 22., 29. júní og 6. júlí 2 vikur - Gisting á Primavera Dos eða Gemalos II - 4 í íbúð 2 fullorðnir og 2 börn Verðfrá kr. 2 vikur - Gisting f húsi- 3 svefnherbergi 6 f húsi, 2 fullorðnir og 4 börn kr. 47 2 í íbúð. Verð frá kr. 65300 EL MELROSE - húsin Innifalið: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvclIi erlendis, íslensk farar- stjórn og ALLIR FLUGVALLASKATTAR Pantaðu í síma QATLASA EUBOCARD. 5523200 FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR Aðalstræti 9 - sími 552-3200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.