Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Söngvinn söfnuður Morgunblaðið/Þorkell HLUTI leikara Hana-nú hópsins fyrir utan Salinn í Kópavogi. Frístundahópurinn Hana-nú Gamanleikur um viðhorf samfélagsins til eldra fólks TOIVLIST Ilústaðakirkja KÓRTÓNLEIKAR Bjöllukór Bústaðakirkju og Kór Bú- staðakirkju fluttu andlega tónlist. Hljóðfærarleikarar raeð Kór Bú- staðakirkju voru Hrönn Geirlaugs- dóttir, Martin Frewer, Lovísa Fjeld- sted og Asta Sigurðardóttir. Ein- söngvarar úr röðum kórfélaga: Svan- ur Valgeirsson, Sigríður E. Snorra- dóttir, Þórður Búason, Ólina Ómarr, Kristján F. Valgarðsson, Kristín Sig- tryggsdóttir, Hanna Björk Guðjóns- dóttir, Ólöf Ásbjörnsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir. Stjórnandi var Guðni Þ. Guðmundsson. Sunnudag 9. maí kl. 17. ÞEGAR skólum sleppir er kirkjan einn öflugasti tónlistaruppalandi al- mennings. Þegar vel er mannað og vel til tekst, er hlutverk kirkjunnar í þessum efnum mikilvægt. Nú þykir ekki lengur nóg að í kirkju starfi kirkjukór. Þar eru kammerkórar og hljóðfæra- og sönghópar af ýmsu tagi. Tónlistarstarf kirkjunnar er borið uppi af organistum og þeim tónlistarmönnum sem þeim tekst að laða til samstarfs við sig, og sums staðar er það stutt sérstaklega af listvinafélögum safnaðanna. Af tónleikum í Bústaðakirkju á sunnudag, mátti ráða að tónlistarlíf þar er þriflegt og gott, og að org- anistanum hefur tekist að fá til liðs við sig góðan hóp fólks. Bjöllukór kirkjunnar skipaður bömum og ung- lingum flutti fjögur fyrstu lögin á efnisskránni. Bjöllukórspil er íþrótt sem krefst mikillar samhæfingar og nákvæmni. Til að úr verði tónlist, þarf líka eyra til að heyra hvernig hinir stöku tónar bjallnanna eru partur af hendingum og músíkalskri heild. I Ariosozo eftir Zabel lék Kiú- stján Martinsson með á þverflautu með bjöllukórnum, og í lagi Margar- et Tueker sungu þrjár stúlkur með bjöllunum, þær Helena Marta Stef- ánsdóttir, Þorgerður Frostadóttir og Guðný Thorlacius. Þar sem best tókst til var bjölluleikurinn skínandi góður og músíkalskur, sérstaklega í Saraböndu eftir Hándel. Kór Bústaðakirkju söng seinni hluta tónleikanna, andlega tónlist að mestu. Ekki færri en níu einsöngvar- ar úr röðum kórfélaga sungu einsöng með kómum, þar af söng einn, sem ekki stóð til að syngi einsöng, í veik- indaforföllum annars. Auðvitað eru þessir söngvarai- mislangt komnir í þroska í sönglistinni, allt frá byrjend- um til hámenntaðra söngvara. Allir voru þeir þó frambærilegir og sungu af einlægni og innlifun. Það sem helst var að þessum tónleikum var misjafnt verkefnaval. Þrír Davíðssálmar eftir Louis Lewandowski og sálmur eftir Barton voru fremur lágreistar tón- smíðar og lítið „inspirerandi". Kór og einsöngvarar stóðu sig þó með mestu prýði, sem og í öðrum verkum á tón- leikunum. Það sem hæst bar var flutningur á Laudate Dominum eftir Mozart, þar sem Sigríður E. Snorra- dóttir söng einsöng með kómum; - hvorki stór né mikil rödd enn sem komið er, en söngurinn músíkalskur og fallegur, og vísbending um að þessi unga söngkona eigi eftir að láta til sín taka. Einnig skulu tvö síðustu verkin nefnd, sem voru afbragðs vel flutt, Ave María eftir Sigurð Pétur Bragason, þar sem Kristín Sigtryggs- dóttir söng einsöng með kómum, og loks Beatus Vir eftir Vivaldi, þar sem hlutverkum er skipt niður í altsóló, sem Anna Sigríður Helgadóttir söng og sóprandúó, sem þær Hanna Björk Guðjónsdóttir og Ólöf Ásbjömsdóttir sungu. Hljóðfæraleikaramir léku með í þessu verki og skiluðu sínu vel. Þessir tónleikar vom til marks um að mikið er hægt að gera þar sem áhuginn og driftin eru fyrir hendi. Bústaðakirkja getur verið sæmd af sínu tónlistarfólki, sem hefur greini- lega unnið virkilega vel. Kórinn er öflugur með þetta fína söngfólk inn- an sinna vébanda, og syngur hreint og músíkalskt undir stjórn Guðna Þ. Guðmundssonar. Bergþóra Jónsdóttir SÝNING Frístundahópsins Hana- nú á gamanleikritinu „Smellur- inn ... lífið er bland í poka“, verður í Sainum, Tónlistarhúsi Kópavogs, á morgun, miðviku- dag, kl. 17. Fyrir sýninguna flyt- ur Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, ávarp. Að sögn Ásdísar Skúladóttur, leikstjóra, fjallar sýningin öðrum þræði um forræðishyggju og við- horf samfélagsins til eldra fólks. Leikritið fjallar um lífíð og til- veruna frá sjónarhorni þeirra sem eldri eru í þjóðfélaginu, þ.e. fólks sem komið er á skilgreind- an ellilífeyrisaldur. Leikurinn hefst í 67 ára afmæl- isgleðskap þar sem kampavínið flóir. Þá kemur við sögu „Þjón- ustan“ úr Háuhólum, þ.e. sú sem skilgreinir hvernig við eigum að haga okkur þegar komið er á „aldurinn“. En afmælisbörnin og gestirnir una þessu ekki og taka til sinna ráða! Sýningin er samvinnuverkefni Ritgyðju Hugleiks, Hana-nú hópsins og leikstjórans. I henni taka þátt um 50 Hana-nú félagar og eru flestir þeirra að stíga á svið í fyrsta sinn og er elsti leik- arinn 87 ára. Gestaleikarar eru Arnhildur Jónsdóttir og Valdimar Lárus- son. Magnús Randrup leikur á harmonikku, leikmynda- og bún- ingahönnuður er Hlín Gunnars- dóttir en hún aðstoðaði einnig við uppsetningu. Margrét Bjarnadóttir sljórnar leikfímihóp Gjábakka og Gullsmára. Eftir sýningu verða umræður í tilefni af ári aldraðra, en þeim sljórnar Sigurbjörg Björgvins- dóttir. _ Einnig munu sönghópurinn Ommurnar syngja nokkur lög. En þær stöllur, Asdís Þórarins- dóttur, Guðrún L. Guðmunds- dóttir, Sigurbjörg J. Þórðardótt- ir, Steinunn Gísladóttir, Þórhalla Kristjánsdóttir, Þuríður Egils- dóttir og Ólöf Þorbergsdóttir, hafa sungið saman í u.þ.b. 20 ár. Leikritið var frumsýnt 12. apríl sl. Lóa tekur flugið * Astkona Becketts ritar bók Sviptir hulunni af einkalífí skáldsins KVIKMY]\DIR It c g n b o g i n n TAKTU LAGIÐ LÓA - (LITTLE VOICE) irkir Leikstjóri Mark Herman. Handrits- höfundur Mark Herman, byggt á leikriti Jims Cartwright. Kvikmynda- tökustjóri Andy Collins. Tónskáld John Altman. Áðalleikendur Jane Harrocks, Brenda Blethyn, Michael Caine, Jim Broadbent, Ewan McGregor, Philip Jackson. 96 mín. Ensk. Miramax 1998. LEIKHÚSVERK Jims Cartwrights, The Rise and Fall of Little Voice, eða Taktu lagið Lóa, sló heldur betur í gegn um allar jarðir, hér sem annarsstaðar. Kvik- myndagerð Marks Harmon er í flesta staði vel við unandi, og gott betur, þegar haft er í huga vanda- samt efnið. Astæðan íyrir tilurð leikritsins voru einstakir hæfileikar aðalleikkonunnar, Jane Harroeks, maður getur heldur ekki séð fyrir sér kvikmyndina án hennar í hlut- verki Lóu, eða „Little Voice“, einsog þessi unga og einmana stúlka er kölluð í verkinu. Lóa (Jane Harrocks), býr hjá móður sinni, Mari (Brenda Blet- hyn), kjaftforri og groddalegri eklqu, sem einbeitir sér óskipt að karlmönnum, dansi og drykkju hveija stund sem hún á aflögu, frek- ar en afsetinni dótturinni sem kúrir uppi á loftinu. Þar hefur hún engan félagsskap annan en plötusafnið fóð- ur hennar. Hún flýr á náðir Marilyn Dietrich, Shirley Bassey og fleiri stórstjarna þegar einsemdin eða djöfulgangurinn í svallpartíum Mari stendur sem hæst. Hún hefur ekki aðeins lært alla textana utanað held- ur hefur hún með tímanum náð öll- um lögunum, svo ófært er að greina á milli hvort Lóa er að taka lagið eða söngvararnir. Eina fylliríisnóttina dregur móðir hennar umboðsmann- inn Ray Say (Michael Caine), með sér í bólið. Hann heyrir óvart er Lóa hermir eftir stórsöngkonunum og verður yfir sig hrifinn. Sér í henni gróðavon og leigir næturklúbb til hljómleikahalda, en stúlkan er feim- in og pasturslítil mannafæla, sem er ekki ginnkeypt fyrir uppákomunni en samþykkir að lokum að koma fram gegn ákveðnum skilyrðum. Þar með hefst hröð uppleið og fall Lóu. Þessari óvenjulegu blöndu gam- ans, alvöru, drama og söngleiks, er best lýst sem kolsvartri skopmynd, þrátt fyrir raunalegt ástand aðal- persónanna. Því Cartwright leysir fimlega úr vanda hinnar hjarta- hreinu og hrekklausu Lóu og þeir sem koma illa fram við hana fá mak- leg málagjöld. Mark Herman leysir oftast ásættanlega vandamálin sem komið hafa upp við flutninginn á tjaldið, þó ekki alltaf. Hlutverk símamannsins Billy (Ewan McGregor) er talsvert fótakefli, McGregor nær heldur ekki að lífga það við (ekkert áhlaupsverk), og samband þeirra of dáðhtið þótt þau eigi bæði að læðast með veggjum. Þar fyrir utan sýnir Harrock traust- an leik og þegar hún bregður sér útúr sínu mélkisulega sjálfi og túlk- ar Billie Holiday, Judy Garland, og þær ahar, á sviðinu í næturklúbbi Boos, trúir maður tæpast eigin aug- um og eyrum. Hún er stórkostleg leikkona og söngkona, þar sem hún syngur sjálf allar þær heimsfrægu raddir sem hún tekur. Því hefði maður ekki trúað ef það kæmi ekki fram í titlunum í lokin. Um slíka hæfileika getur maður aðeins sagt, sjón er sögu ríkari. Að venju er gaman að fylgjast með Michael Caine, hinn niður- drabbaði en tunguhpri umbi, sem er endanlega búinn að vera í myndar- lok, er það besta sem þessi vanmetni leikari hefur gert í áravís. Enda maðurinn ekki kresinn á hlutverkin. Jim Broadbent er ámóta smáskítleg persóna sem næturklúbbseigandinn Boo og leikkonan þybbna, í hlut- verki vinkonu Mari, er ómissandi brot í þessari undirmálsmannlífs- flóru. Brenda Blethyn dregur upp eftirminnilega kvensnift, sjúskaða og eigingjama druslu með stuttpils- in uppumsig. Eins fjarri Cynthiu í Leyndarmál og lygar og hugsast getur. Skilar því engu að síður jafn- glæsilega. Þó er það Harrock, sem htla stúlkan með stóru röddina, sem gnæfir uppúr í þessari einstæðu og vel leiknu mynd. Sæbjörn Valdimarsson MIKIÐ hefur verið spáð og spek- úlerað um torræð leikrit og skáld- sögur írska Nóbelsskáldsins Samu- els Becketts en einkalíf Becketts, sem samdi t.a.m. leikritin „Beðið eftir Godot“ og „Endatafl“, hefur að mestu verið sem lokuð bók. Nú hef- ur ástkona Becketts til þrjátíu ára hins vegar ákveðið að segja sögu sína og svipta um leið hulunni af flækjum þeim sem einkenndu einkalíf skáldsins. Barbara Bray, sem á árum áður starfaði við þáttagerð hjá BBC, flutti til Parísar fyrir meira en þrjá- tíu árum í því skyni að vera nálægt Beckett. Hún er nú í óða önn að binda endahnútinn á bók sem gefin verður út seinna á þessu ári, skv. frétt dagblaðsins The Scotsman. Bray, sem er 74 ára, er þegar sögð hafa samið við Harvill-útgáf- una í London um útgáfu æviminn- inganna en þær gefa henni tækifæri til að segja sína hlið mála, og hvern- ig henni varð við þegar Beckett tók skyndilega þá ákvörðun að ganga í hjónaband með franskri ástmey sinni, Suzanne Deschevaux-Du- mesnil, árið 1961. Beckett var ávallt harður á því að menn skyldu meta ævistarf hans út frá verkunum, en láta vera að hnýsast í einkalíf hans. Það var ekki fyrr en Beckett var látinn, en hann lést í desember 1989, áttatíu og þriggja ára gamall, sem í ljós kom að hann hafði átt fjölda ástkvenna, jafnvel á sama tíma, Bray en þó jafnan talin hafa staðið skáldinu næst. Þau Bray og Beckett höfðu kynnst í London árið 1958 og flutt- ist Bray seinna til Parísar, þar sem Beckett eyddi fullorðinsárum sín- um, í því skyni að vera nærri ást- manni sínum. Beckett tók hins veg- ar upp á þvf skömmu síðar að gift- ast Deschevaux-Dumesnil og segir James Knowlson, sem ritað hefur ævisögu Becketts, að brúðkaupið hljóti að hafa verið Bray mikið áfall. Samband Becketts og Bray hélt hins vegar áfram, þrátt fyrir hjóna- bandið og jafnvel þótt Beckett væri í tygjum við fleiri konur. Er því haldið fram að Bray hafi verið skáldinu sérstaklega mikilvæg, eftir því sem fram liðu stundir. Bray seldi fyrir tveimur árum bréfasafn sitt, en í því var að finna 680 bréf sem Beckett sendi henni á yfir þrjátíu árum, til Trinity-háskól- ans í Dublin, en þar hafði Beckett stundað nám á sínum yngri árum. Margir vonast hins vegar til þess að Bray geti veitt enn frekari innsýn í líf Becketts og persónu hans og ætti því engan að undra að bókarinnar sé beðið með nokkurri eftirvænt- ingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.