Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ ^*76 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 FÓLK í FRÉTTUM OLIVER Reed og Glenda Jackson (hlaut Óskarsverðlaun- in) í kvikmyndagerð Women In Love, kunnrar skáldsögu D.H. Lawrence. ÞAÐ gustaði af Vanessu Redgrave í Djöflunum, mynd sem hneykslaði heiminn fyrir hartnær þrem áratugum (og ger- ir sjálfsagt enn). HINN umdeildi snillingur (fyrir miðju) við tökur á The Boy Friend, sinni spökustu mynd. UMDEILDUR, litríkur, há- stemmdur, hálfóður, hugmynda- ríkur. Það er ekki hægt að lýsa breska leikstjóranum Ken Russell í fáeinum orðum, til þess —er maðurinn og myndirnar hans alltof sérstæður kafli í kvik- myndasögunni. Hitt er víst, að fáir leikstjórar, ef nokkrir, komast með tærnar þar sem hann hefur hælana þegar komið er að því að ofbjóða og hneyksla almenning. Þá kúnst kunni hann manna best á si'num blómatíma, á áttunda og niunda áratugnum. Gagnrýnendur voru ekki allir kátir heldur með verk hans, sem komu yfírleitt flatt uppá ’ áhorfendur, maður vissi sjaldn- ast á hverju var von þegar Russell átti í hlut. Því fór ijarri að jafnvel hörðustu aðdáendur hans hrifust af öllu því sem frá honum kom. Hann þekkir ein- faldlega ekki hugtakið takmörk. Margir eru þeirrar skoðunar að Russell hafi gert mörgum hinna háleitu viðfangsefna úr lista- mannastétt, hraksmánarleg skil. Um það má deila. Hitt er stað- reynd að Russell fékk fljótlega á sig gælunafnið „vandræðabarn (enfant terrihle) kvikmynd- anna“, og það að gefnu tilefni. Henry Kenneth Alfred Russell er fæddur 1927 og fór tiltölulega seint að fást við kvik- myndir. Stóð á fertugu þegar Billion Dollar Brain, fyrsta, langa kvikmyndin hans, var frumsýnd. Áður hafði hann fengist við margvísleg störf, leik, dans og ljósmyndun, var kominn yfir þrítugt er hann kynntist sjónvarpi. Vann sig hægt og bítandi uppí leiksljóra- stöðu hjá BBC, þar sem Russell var kominn í fremstu röð um 1960. Hugðarefni hans voru þá, sem jafnan síðan, ævi frægra listamanna og erótík, oftar en ekki samtvinnuð. Fyrir BBC gerði hann m.a. leikna heimild- > armynd um Debussy, þar sem Oliver Reed fór með titilhlut- verkið. Sá mistæki leikari átti eftir að koma mikið við sögu leikstjórans. Fór með hlutverk skáldsins Rossetti í sjónvarps- myndinni Dante’s Inferno (‘67). Meðal annara verka sem leik- stjórinn skrifaði og gerði fyrir BBC um listamenn á þessum ár- um voru rómaðar myndir um Isadoru Duncan og Richard Strauss. Giska óvenjulegar, hneykslanlegar og ofsafengnar, lítið skyldar öðrum heimildar- myndum. Þegar hér var komið sögu hafði leikstjórinn stýrt og skrif- að fleiri sjónvarpsmyndir en nokkur annar Breti, gott ef hann á ekki ennþá metið. Þær urðu honum gott veganesti í feril sem kvikmyndaleikstjóri. Hann byrjaði ekki alltof vel með KEN RUSSELL RUSSELL skrifaði einnig handrit kvikmyndagerðar Tommy, rokkóperunnar hans Pete Townshend, og fórst hvort tveggja sköruglega. Sömuieiðis var magnaður leik- hópurinn, þ.á m. Elton John sem kúluspilssnillingurinn. njósnatryllinum fyrr- greinda, Billion Doll- ar Brain (‘67), sem þá nutu geysivinsælda fyrir atbeina Conn- erys og Bonds. Mich- ael Caine fór dável með hlutverk Harry Palmer í annars auð- gleymdri mynd byggðri á alltof hvers- dagslegu efni fyrir Russell. Stórvirkis var ekki laugt að bíða. 1969 kom Women In Love, tilfinningarík kvik- myndagerð umdeildr- ar sögu D.H. Lawrence. Flestir lof- uðu bersögla myndina (Russell var tilnefnd- ur til Óskarsverðlaun- anna í fyrsta og síð- asta skipti, Glenda Jackson vann þau), aðrir hneyksluðust. Þessi viðbrögð hafa gjarnan fylgt mannin- um. Þá var komið að The Music Lovers (‘70), um rússneska tónkáldið Tsjajkovskí. Báðar þessar myndir eru ótrú- lega hugmyndaríkar og óheflað- ar og vöktu geysilega eftirtekt, og lítið síðri á Ieikstjóranum sjálfum. Hann var orðin stjarna. Russel dregur ekkert undan. Myndin er óþægileg skoðun á erfiðu lífshlaupi snillingsins, sem átti við margvísleg vanda- mál að stríða, fjárhagsleg og fé- lagsleg. Hann var kynhverfur, lýsingin á sambúð hans og kyn- þyrstrar eiginkonunnar er hrollvekjandi og sýnir ömurlegt hlutskipti tónskáldsins í einka- lífinu. Ekki síst í ógleymanlegri vítisreisu í járnbraut þar sem aðstæðurnar, ástleitni konunnar og innilokunarkennd- in eru að kæfa skáld- ið. Richard Cham- berlain er heldur slak- legur í aðalhlutverk- inu en Glenda Jackson er snilld í hlutverki eiginkonunnar. Atrið- ið þegar Tsjajkovskí heimsækir hana á geðsjúkrahúsið þar sem hún endaði h'f sitt, er annað eftir- minnilegt atriði. Margir gagnrýnend- ur, einkum bandarísk- ir, hneyksluðust mjög á frásagnarhætti Russells, The Music Lovers var yfirhöfuð misskilin á þessum ár- um. Ein aðalástæðan fyrir hneykslun Kana er vafalaust sú að þeir höfðu aldrei séð slíkt virðingarleysi við glansmyndina - þær rótgrónu hefðir og klisjur sem þá höfðu jafnan tröllriðið myndum um stór- menni. Ekki tók betra við þegar The Devil’s var frumsýnd 1970. Persónuleg- asta og magnaðasta verk leik- stjórans. Á hæla hennar kom The Boy Friend, á allt öðrum og huggulegri nótum. Nokkuð pen af Russell-mynd, þó nokkurs æðibunugangs gæti í fáeinum söng- og dansatriðum, sem er viðfangsefnið. Skemmtileg Sígíld myndbönd WOMEN IN LOVE (‘69) ★ ★★'/2 Bók D.H. Lawrence um jafnrétti kynjanna, ekki síst í viðhorfí til kynferðisamála, var langt á undan samtíðinni. Glenda Jackson og Jennie Linden leika systur á þriðja tug aldarinnar í kolanámuhéraði í Miðlöndunum bresku. Þær eru frjálsbornar og sjálfstæðar og stinga í stúf við krímóttar og bæld- ar kynsystur þeirra. Mennirnir í lífi systra eru Oliver Reed (annar orðlagður villimaður og uppá- haldsleikari Russells) og Alan Bates. Atriðið þar sem þeir glíma berrassaðir, varð mikil hneykslun- arhella. Russell (sem þá naut frá- bærrar aðstoðar fyrrum eiginkonu sinnar, búningahönnuðarins Shirley) skapar óaðfínnanlegt aft- urhvarf til liðinna tíma, bæði út- litslega og í andrúmi. Veisla fyrir auga og eyra. TOMMY (‘75) Að þessu sinni snýr Russel sér að rokkinu. Fyrir valinu varð poppóperan fræga eftir Pete Townshend og félaga hans í The Who, um drenginn daufdumba sem varð frelsari. Það takmarkalausa hugmyndaflug, sem einkennir Rus- sel og hans siðlegu sem ósiðlegu uppátæki, koma ríflega við sögu og gera annaðhvort að hrekja áhorf- andann frá tækinu eða líma hann við það. Karl er enginn málamiðl- unarmaður. Hvað sem öðru líður er leikhópurinn ekki af verri endan- um (Nicholson, Reed, Roger Dal- trey, Ann Margret, Elton John, Tina Tumer) og tónlistin alltaf jafn frískleg. Kraftmikil mynd og há- vær. DJÖFLARNIR („THE DEVILS“ (‘70))^^*Vfe Russell virkjar hvergi með jafn hrikalegum árangri sínar verstu/bestu eigindir. Takmarka- lausar sýnir, geggjað hugmynda- flug, algjört siðleysi, allt þetta nýtir hann til fullnustu í mynd sem gerist á 18. öld í Frakklandi. Nunnur og særingamaður pynta prest til að meðganga að hann sé sjálfur kölski. Ádeila á kirkjunnar menn og stjórnmálarefi, hrollvekj- andi og hæðin í senn. Hlaut óblíð- ar móttökur á sínum tíma, þótti afar ósmekkleg, sem má til sanns vegar færa. Þessi metnaðarfulla mynd er engu að síður yfirfull af mögnuðum atriðum, einkum er lokakaflinn, galdrabrennan, eftir- minnileg, sjónræn upplifun. Va- nessa Redgrave, sem bækluð abbadís, og Oliver Reed, sem klerkurinn, eru bæði mikilfengleg. Mynd sem hneykslar, hrellir og hrsífur. Sæbjörn Valdimarsson mynd og ljúf, með Twiggy og Christopher Gable ótrúlega góðum á dansgólfínu. Nú var kominn tími að snúa sér aftur að listamannsæfum. Fyrst franska myndhöggvaran- um Henri Claudier og platónsk- um hjúskaps hans og Sophie Bezeska, mikið eldri konu, í Sa- vage Messiah (‘72), ágætri mynd. Því næst fengu þau um- fjöllun, tónskáldin Mahler (‘73), í samnefndri mynd, og Liszt í Lisztomania (‘75). Einkum þeirri fyrri hefur verið hælt í hástert, ástæðan líklegast sú að þær eru hefðbundnari, en standa The Music Lovers að baki. Skortir eldmóðinn, og í báðum myndunum er Russell að endurtaka sig. Valentino (‘77) er enn ein mynd hins snjalla gallagrips, byggð á lífs- hlaupi þekkts listamanns. Nú er það kvennagull þöglu mynd- anna, Valentino, sem verður fyrir barðinu á karli. Harla átakalítil, sögð í afturhvörfum, hefst á útför leikarans. Fyrir utan gassakennt og yfirborðs- legt handrit er það leikurinn sem helst fer fyrir brjóstið á manni. Konurnar eru afleitar og Nureyev hörmung í titilhlut- verkinu. Síðasta stórvirkið var Tommy (‘75). Altered States (‘80) er vissulega áhugaverð og vel leik- in af William Hurt, í hlutverki vísindamanns sem stundar sjálfskönnun með hjálp einangr- unar í vatnstanki og meskalín- ferða, en endar í hnút. Kathleen Turner er sexí og Crimes of Passion (‘84) bæði erótísk og skemmtilega perraleg (a.m.k. á sínum tíma), en ruglingsleg og leiksljórinn hættur að koma áherslunum til skila. Gabriel Byrne, þó enn frekar Julian Sands, eyðileggja þá litlu ánægju sem mætti hafa af hroll- inum Gothic (‘86). Glenda Jackson fer hinsvegar á kostum í Salome’s Last Dance (‘88), þó það bjargi ekki myndinni um Oscar Wilde og uppsetn/ngii gleðikvenna á pútnahúsi á Sal- ome, hinu bannfærða leikriti skáldsins. Síðustu árin hefur gamli vandræðagemlingurinn mest- megnis haldið sig við gerð sjón- varpsmynda, þar sem hann hef- ur haft ærið nóg fyrir stafni. Án umtalsverðs árangurs. Það síð- asta sem ég sá til hans var Whore (‘91), bíómynd sem kom út hérlendis á myndbandi. Kyn- tröllið Theresa Russell fer geyst í titilhlutverkinu að hætti húss- ins, maður er hinsvegar engan- vegin með það á hreinu hvort hún er að ofleika eða vill láta taka sig alvarlega. Sem gæti einsvel átt við skrautlegan feril herra Russells.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.