Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Kjaradómur úrskurðaði tæplega 30% hækkun á þingfararkaupi
Fá fastar starfskostnaðar-
og ferðakostnaðargreiðslur
Þingmenn utan Reykjavíkur og Reykjaness geta óskað eftir 40% álagi
KJARADÓMUR úrskurðaði á
laugardag um launahækkun til
æðstu fulltrúa ríkisvaldsins. Úr-
skurðurinn gerir það að verkum að
laun alþingismanna og ráðherra
hækka um tæp 30%, en laun dóm-
ara og annarra æðstu embættis-
manna um 13,5%. Úrskurðurinn
hefur það í for með sér að þingfar-
arkaup hækkar úr 228.204 kr. í 295
þúsund kr., laun ráðherra úr
409.517 kr. í 531 þúsund kr. að
meðtöldu þingfararkaupi og laun
forsætisráðherra úr 450.479 í 584
þúsund kr. Laun forseta íslands
hækka úr 468.050 í 598 þúsund kr.
eða um tæp 28%.
Auk þingfararkaups fá alþingis-
menn mánaðarlegar greiðslur
vegna þingfararkostnaðar sam-
kvæmt lögum nr. 88/1995. Þær fela
í sér að alþingismenn fá fasta fjár-
hæð, kr. 42.567 á mánuð,i til að
standa undir starfskostnaði, svo
sem vegna fundarhalda, ráðstefna,
námskeiða, bóka- og tímarita-
kaupa, risnu, póstburðargjalda ut-
an skrifstofunnar o.fl. Frá greiðsl-
unni skal dregin staðgreiðsla.
Þá fá alþingismenn fyrir kjör-
dæmi utan Reykjavíkur og
Reykjaness 59.317 kr. á mánuði í
húsnæðis- og dvalarkostnað. Ef
þingmaðurinn á aðalheimili utan
Reykjavíkur og Reykjaness, en
heldur annað heimili í Reykjavík
getur hann óskað eftir að fá greitt
40% álag á þessa upphæð. Þá fær
sá sem á heimili utan Reykjavíkur
og nágrennis, þ.e. utan höfuðborg-
arsvæðisins, en fer daglega á milli
heimilis og Reykjavíkur um þing-
tímann, greiddan þriðjung hús-
næðis- og dvalarkostnaðar kr.
19.772.
Alþingismenn fá einnig 33.560
kr. mánaðarlega í greiðslur vegna
fasts ferðakostnaðar, nema þing-
menn Reykjavíkur sem fá 25.928
kr. á mánuði. Á fjárhæðin að
standa undir ferðakostnaði í næsta
nágrenni heimilis eða starfsstöðv-
ar, auk dvalarkostnaðar á ferðalög-
um í kjördæmi, en með starfsstöð
er átt við hvers konar aðstöðu sem
þingmaður hefur í kjördæmi sínu
aðra en heimili.
Alþingismenn og ráðherrar
ávinna sér lífeyrisréttindi með
nokkuð öðrum hætti en almennt
gerist, en þeir eiga aðild að sér-
stökum lífeyrissjóðum, Lífeyris-
sjóði alþingismanna og Lífeyris-
sjóði ráðherra, sem eru deildir í
Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.
Fyrstu fímm árin á þingi ávinna al-
þingismenn sér 2% af iaunum í eft-
irlaun árlega, en næstu fjögur árin
þar á eftir ávinna þeir sér 5% í eft-
irlaun árlega. Eftir það ávinna þeir
Laun æðstu fulltrúa ríkisins skv. ákvörðun Kjaradóms
Laun 1. jan. 1999 Laun 8. maí 1999
Föst laun
Föst laun og yfirvinna
Föst laun Hækkun fastra launa og
Föst laun og yfirvinna yfirvinnu frá 1. jan. 1999
Forseti íslands 468.050 468.050 598.000 598.000 [_ ■■27
Forsætisráðherra 450.479 450.479 584.000 584.000 [_ ,
Ráðherrar 409.517 409.517 531.000 531.000 j HIB:
Forseti Hæstaréttar 372.651 535.190 423.000 607.500 [_ 13,51%
Hæstaréttardómarar 338.803 468.986 384.500 532.242 [__ 13,49%
Ríkissaksóknari 338.803 468.986 384.500 532.242 [_ 13,49%
Ríkissáttasemjari* 323.927 323.927 367.700 367.700 |_ 13,51%
Ríkisendurskoðandi 323.927 508.946 367.700 577.721 [__ 113,51%
Biskup íslands 282.857 400.355 321.000 454.343 [__ 13,49%
Dómstj. í Reykjavík 310.695 462.344 352.600 524.702 [__ 13,49%
Dómstj. utan Rvk. 280.814 417.878 316.700 474.256 [__ 13,49%
Héraðsdómarar 270.967 375.064 307.500 425.656 L 13,48%
Umboðsmaður barna 269.594 353.586 306.000 401.334 Li 13,50%
Alþingismenn 228.204 228.204 295.000 295.000 [|I Wi
•Ríkissáttasemjari fær greidda yfirvinnu skv. reikningi
sér 3,33% í eftirlaun árlega í sex ár
og eftir það 1,67% í önnur sex ár og
loks 2% á ári í fímm ár.
Eftir níu ár á þingi hafa alþingis-
menn þannig unnið sér rétt til 30%
eftirlauna, eftir tólf ár á þingi til
40% og eftir 15 ár á þingi eiga þeir
rétt til 50% eftirlauna. Lífeyrispró-
sentan getur hæst farið í 70% og
miðast eftirlaun við þingfararkaup.
Ráðherrar ávinna sér rétt til 6%
eftirlauna á hveiju ári, en lífeyris-
prósentan getur ekki orðið hærri
en 50%. Eftirlaun greiðast af laun-
um ráðherra umfram þingfarar-
kaup.
■ tírskurður Kjaradóms/14-15
Sauð-
burður
gengur
vel
SAUÐBURÐUR nær venju-
lega hámarki í lok maí og byrj-
un júní, en eftir að farið var að
lengja sláturtímann dreifist
hann yfir lengri tíma en áður
að sögn Ólafs Dýrmundssonar,
ráðunautar hjá Bændasamtök-
um íslands. Hann segir enn-
fremur að sauðburður hafí
gengið vel það sem af sé og
stefni í. að svo verði áfram.
„Við erum að síga inn í sauð-
burðinn og það sem ég hef
heyrt af gengur vel,“ segir
Ólafur. Enn sem komið er
nemur sumarslátrun aðeins
litlum hluta af heildarslátrun,
en fer hins vegar vaxandi ár
frá ári, enda aukin eftirspurn
eftir nýslátruðu lambakjöti.
Kynbótastofnar eru látnir
bera fyrr og eins tíðkast það á
nokkrum stöðum á landinu að
láta bera snemma, meðal ann-
ars í Vestur-Skaftafellssýslu
og í Mývatnssveit. Á þeim
stöðum er sauðburður byrjað-
ur eða við það að byrja. Mesta
burðarkviðan er í þriðju og
fjórðu viku maí og í fyrstu vik-
unni í júní.
Kosturinn við það að sögn
Ólafs er að ærnar geta þá farið
fljótt út með lömbin eða borið
úti, ef vel viðrar. Fyrir norðan
getur verið erfítt um vik vegna
mikilla snjóa, en fyrir sunnan
horfír vel með sauðburð.
Leiðtogar stjórnarflokkanna munu bæta á sig ráðherraembættum
Tveir ráðherr-
ar láta af
embætti í dag
TVEIR ráðherrar, Þorsteinn
Pálsson og Guðmundur Bjarna-
son, báðust í gær lausnar. Munu
þeir láta af ráðherradómi á ríkis-
ráðsfundi, sem haldinn verður á
Bessastöðum í dag. Þorsteinn tek-
ur innan skamms við starfi sendi-
herra í London og Guðmundur
hefur tekið við starfi forstjóra
íbúðalánasjóðs.
Leiðtogar stjórnarflokkanna
munu taka við viðkomandi ráð-
herraembættum til að byrja með,
eða þar til ný ríkisstjóm hefur ver-
ið mynduð. Davíð Oddsson mun
taka við ráðuneytum sjávarútvegs-
og dómsmála og Halldór Ásgríms-
son tekur við ráðuneytum land-
búnaðar- og umhverfismála.
Hættir á lokadaginn
í samtali við Morgunblaðið
sagði Þorsteinn Pálsson að hann
hefði ákveðið með sjálfum sér
íyrir löngu að fá sig leystan und-
an ráðherrastörfum við hefð-
bundin vertíðarlok, á lokadaginn
11. maí.
Þorsteinn var kosinn alþingis-
maður Sjálfstæðis-
flokksins fyrir Suð-
urlandskjördæmi
1983 og skipaður
íjármálaráðherra og
ráðherra Hagstofu
fslands 1985. Því
starfi gegndi hann
til 1987 er hann var
skipaður forsætis-
ráðherra og gegndi
því til 1988. Arið
1991 var Þorsteinn
skipaður sjávarút-
vegsráðherra og
dóms- og kirkju-
málaráðherra og
Guðmundur
Þorsteinn
hefur gegnt þeim störfum síðan.
Guðmundur sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann hefði beðið
lengi eftir því að takast á við hið
nýja verkefni sem hann hefur ver-
ið ráðinn til hjá íbúðalánasjóði.
Vonir hefðu staðið til þess að um-
skiptin færu fram um síðastliðin
áramót, en samkomulag hefði ver-
ið gert um að draga þau fyrst fram
að þinglokum og síðan fram yfir
kosningar.
Á eftir að sakna margs
„Eg veit að ég á eftir að sakna
margs en ég er líka feginn að vera
laus við mjög erilsamt og krefjandi
starf,“ sagði Guðmundur.
Guðmundur, sem verið hefur
þingmaður Norðurlandskjördæm-
is eystra síðan 1979, var 2. varafor-
seti efri deildar Alþingis frá
1979-1983 og gegndi stöðu heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra
frá 1987-1991. Arið 1995 tók hann
við stöðu landbúnaðar- og um-
hverfisráðherra og hefur gegnt
henni til þessa dags.
Sérblöð í dag
mmmmm
Á ÞRIÐJUDÖGUM
Heimili
Alþingiskosningar
1999
Úrslit
| I»rír kostir á
mr ! tveggja
flokka sljórn
Blaðinu í dag
fylgir sérblað
með umfjöll-
un um al-
þingiskosn-
ingarnar.
Geir Sveinsson með tilboð
frá spænsku félagsliði / B1
Sigurður Jónsson hittir
þjálfara Dundee í dag/ B6
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is