Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 55 naut svo sannarlega gestrisni for- eldra Hebbu því oft var mér boðið í mat eða kaffi á Kirkjubæ. Við Hebba vorum ákaflega sam- rýndar og vildum helst vera sem lík- astar í öllu eins og títt er um vinkon- ur á þessum aldri. Við gengum í eins fótum og við héldum upp á sömu leikara og hljómsveitir, svo sem Bítlana og Hljóma frá Keflavík. Það jaðraði við að við værum taldar hálf- i gerðir föðurlandssvikarar fyrir að | halda meira upp á Hljóma en Loga frá Vestmannaeyjum, en þeir voru næstbestir að okkar áliti. Lenti Hebba oft í rökræðum við aðra sem ekki voru á sömu skoðun og hún. Hebba var mjög vel gefin enda var hún næstum alltaf hæst eða næsthæst í bekknum. Hún var sér- staklega góð í stærðfræði og er mér minnisstætt er hún lenti í deilum 1 við stærðfræðikennarann okkar j vegna reiknidæmis sem kom á prófi í Gagnfræðaskólanum. Enginn ' hafði leyst dæmið rétt, að mati kennarans, en Hebba var ekki sátt við það því hún taldi sig hafa leyst dæmið. Hún hugsaði mikið um þetta og gaf sig ekki enda kom í ljós að hún hafði rétt fyrir sér. Hebba var strax frá barnsaldri mjög heimspekilega sinnuð. Hún velti öllu fyrir sér; lífinu og tilver- unni. Eitt sinn komst hún yfir tvær | bækur um heimspeki og sálarfræði | sem mágkona hennar hafði lesið í ? Háskólanum. Hebba lá í þessum bókum og pældi m.a. í barnasál- fræði og því hvernig menn röðuðu niður hugsunum sínum. Einu sinni þegar við vorum að lesa undir próf veltum við því fyrir okkur hvort ekki væri sniðugt að lesa spurning- ar og svör í dýrafræði inn á segul- band, fara svo bara að sofa en láta segulbandið ganga á meðan við íl svæfum. Okkur datt í hug að < þannig hlyti eitthvað að síast inn í * undirmeðvitundina. Þetta voru áhrif frá sálfræðipælingunum. Reyndar framkvæmdum við aldrei þessa tilraun. Eitt sinn ákváðum við að vaka heila nótt til þess að at- huga hvaða áhrif það hefði á heila- starfsemina. Gekk það ágætiega þar til klukkan var farin að ganga þrjú um nóttina en þá vorum við orðnar ákaflega syfjaðar - höfðum reyndar aldrei orðið jafn syfjaðar á Iævinni - svo við gáfumst upp, fór- um að sofa og tilraunin fór út um þúfur. Seinna tókst okkur þó að vaka heila nótt - það var á þjóðhá- tíð. Þótt langt væri stundum á milli okkar - ég í Svíþjóð og hún í Þýska- landi - héldum við ávallt sambandi með bréfaskriftum og símhringing- um, einnig sendum við hvor annarri segulbandsspólur með fréttum af sjálfum okkur. Eftir að við fluttum Sheim frá útlöndum hittumst við og fjölskyldur okkar eins oft og tæki- færi gáfust. Hebba hafði einstaka kímnigáfu og var fljót að sjá skemmtilegar hliðar á öllum málum og alltaf kom hún vel fyrir sig orði. Það var ætíð gott að koma að Mel- stað til Hebbu og Guðna og mikið gátum við spjallað og hlegið, oftast fram á rauðanótt. Hebba var afskaplega vandvirk og gerði allt vel sem hún tók sér fyr- gir hendur hvort sem um var að ræða smáatriði eins og að raða í upp- þvottavélina, skrifa á jólakort eða mikilvægari mál eins og uppeldið á börnunum. Hebba tók yfirleitt ákveðna afstöðu í öllum málum eftir að hafa vegið þau og metið. Alltaf talaði hún við börnin sín eins og jafningja og var vinur þeirra og fé- lagi. Þau tóku frá unga aldri þátt í umræðum með fullorðna fólkinu og hlustaði Hebba vel á þeirra rök- Bsemdafærslur, kom oft með rök á móti og kenndi þeim þannig að móta sér skoðanir á hlutunum og standa fyrir máli sínu. Hebba og Guðni voru einstaklega samhent hjón og óhætt er að segja að uppeldið hafi tekist vel hjá þeim því börn þeirra eru öll sérstaklega vel gerð, aðlað- andi, frjálsleg í fasi, skemmtileg og það sem mestu varðar - góðar manneskjur. Þau hafa áreiðanlega i fengið gott veganesti með sér til að takast á við lífið og tilveruna. Nú þegar ég kveð Herbjörtu er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að eiga svo trygga og góða vinkonu. Ég votta Guðna Þór, börnum og öðrum ástvinum Her- bjartar mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Ásdís B. Stefánsdóttir. Ég heyrði um lát Herbjartar í út- varpinu og vildi ekki trúa því sem ég þóttist heyra. Það eru þó ekki marg- ar, ef nokkrar, nöfnur hennar. Við Hebba á Kirkjubæ vorum bekkjarsystm- frá barnaskóla og upp í gagnfræðaskóla. Reyndar ól- umst við upp hvor í sínum enda bæj- arins. Fyrir ókunnuga virðist það ekki mikil fjarlægð, en krakkar í Eyjum á þessum tíma höfðu svo marga leikfélaga að stundum náði hópurinn ekki lengra en tvær götur. En í skólanum sáumst við og Hebba var þannig gerð að hún gleymist ekki. Sterkur persónuleiki og sam- viskusemin uppmáluð alla tíð. Eftir skólagöngu í Eyjum sá ég hana að- eins á fermingarmótum, en þá var glatt á hjalla. Meðal annars fékk ég þann heiður að veita Hebbu „frjó- semis-orðu“ þar sem hún átti fimm börn. Einnig hlógum við Hebba dátt að þvi, þegar ég álpaðist til að fá verðlaun í gaggó og var ekki einu sinni að hlusta á skólastjórann lesa upp nöfnin því að Hebba var svo að segja „fastur áskrifandi" að verð- launum í skólanum. Ekki var ég vitund hissa, þegar ég frétti að Hebba væri prestsfrú, mér fannst það einmitt vera eitthvað sem hún færi svo vel með. Mér auðnaðist ekki að sjá hana á Melstað og verða vitni að myndarskapnum, sem ég er fullviss um að var þar hjá henni. Nú er það of seint og kveð ég kæra skólasystur sem hverfur frá þessu lífi, allt, alltof snemma. Inga Jóhannsdóttir. Það er ótrúlegt en satt að upp er vaxin heil kynslóð Eyjamanna sem aldrei fékk að sjá austurhluta Heimaeyjar eins og hann var fyrir gos. Heil kynslóð er komin til manns sem sá ekki Vilborgarstaði, Vilpuna, Búastaði og Kirkjubæina, sveitina sem þar var enn að finna. Þarna austast á eynni örskammt þaðan sem jörðin rifnaði árið 1973, var ríki Herbjartar Pétursdóttur, skólasyst- ur okkar, sem nú kveður okkur eftir erfið veikindi. Herbjört átti heima á einum Kirkjubæjanna. Það var ekki nóg með að hún hefði kýr og kindur frænda sinna og nágranna í hlað- varpanum, nokkuð sem var okkur vesturbæingum afar framandi, held- ur bjó hún á sögustað. Rétt við húsið hennar stóð minnisvarði um séra Jón Þorsteinsson píslarvott sem var drepinn í Tyrkjaráninu 1627, en Kirkjubær var þá prestsetur. Her- björt ólst því upp á gömlu prest- setri. Ekki vitum við hvort einhver tengsl eru þar á milli, en það urðu örlög hennar að verða prest- maddama norður í landi um árabil. Við sem bjuggum í vesturbænum höfðum yndi af því að fara í göngur austur á bæi, ekki síst eftir að við kynntumst Hebbu eins og við köll- uðum hana. Hún var yngst systkina sinna, en þau voru mörg og bjuggu flest á Kirkjubæjartorfunni. A þeim árum unnu húsmæður heima enda nóg að gera á stórum heimilum. Okkur er sérlega minnisstætt hve Lilja, móðir Hebbu, tók okkur alltaf vel þegar við komum askvaðandi úr einhverjum leiðangrinum og stóð ekki á kökum og mjólk, ábyggilega úr fjósinu hans Tobba á Kirkjubæ. Herbjört vissi allt um umhverfi sitt meðal annnars hafði hún af vís- indalegri nákvæmni fundið út hvernig átti að finna Rauðhelli. Það var hellirinn þar sem Jón píslarvott- ur faldi sig forðum íyrir Tyrkjum, en hann vai- vandfundinn. Hebba hafði áttað sig á því að þegar skor- steininn á húsinu hennar bar við Blátind þá var bein lína að hellinum. Þessi snilld bar þess vott að þarna var góður námsmaður á ferð. Við áttum samleið gegnum barna- og gagnfræðaskóla þar til leiðir skildu eftir landspróf. Hebba var alltaf meðal þeirra bestu. Hún var mjög einlæg, hrein og bein og átti gott með að skrifa, enda voru ritgerðir hennar oft.lesnar upp í tímum. Þrátt fyrir að hún stundaði námið af al- vöru hafði hún tíma fyrir ýmislegt annað. Á gagnfræðaskólaárum okk- ar voru byltingartímar í tónlist. Sumir urðu miklir aðdáendur Bítl- anna, aðrii- dýrkuðu Rolling Stones. Hebba varð sérfræðingur í Hljóm- um úr Keflavík og sýndi hollustu sína meðal annars með því að láta prjóna fyrir sig trefil sem á stóð Hljómar á báðum endum. Sá trefill mjmdi sóma sér vel á poppsafninu í Keflavík sé hann enn þá til. Leiðir skildu og við héldum út í lífið hvert með sínum hætti. Her- björt fór fyrst í Menntaskólann á Laugarvatni en flutti sig síðan í MH þaðan sem hún útskrifaðist. Síðan lá leiðin í Háskólann og hjónabandið sem bar hana norður að Melstað í Miðfírði. Þegar árgangurinn okkar hittist í Eyjum, 20 árum eftir að við fermdust, kom í ljós að Herbjört bjó við mest barnalán og var því veitt frjósemisorðan. Við það tækifæri sagði hún að óskabörnin fimm væru komin, en slysabörnin eftir. Hún eignaðist ekki fleiri böm og því eru öll hennar böm óskaböm. Eitt sinn skal hver deyja, var ort í lok Örlygsstaðabardaga. Þessa stað- reynd verða allir menn að horfast í augu við, en stundum kemur dauð- inn svo óvænt og allt of snemma. Þegar við nú kveðjum hana Hebbu okkar er okkur efst í huga tryggðin og vináttan frá æskuárunum í Eyj- um sem batt okkur ávallt saman þótt stundum væri langt á milli funda. Glettnin, hláturinn og brosið sem dró fram djúpu spékoppana munu lifa í minningu okkar, þótt erfitt sé að horfast í augu við að dauðinn hefur höggvið enn eitt skarðið í árganginn okkar. Sárast er þó fyrir Guðna Þór og bömin fimm að horfa á eftir eiginkonu og móður svo langt fyrir aldur fram. Fyrir hönd skólasystkina fi-á Vestmanna- eyjum sendum við fjölskyldu Her- bjartar okkar dýpstu samúðarkveðj- Hildur Oddgeirsdóttir og Kristin Astgeirsddttir. Blótnaböðin öa^Sskom v/ Possvo0ski»*kjuga^ Sími: 554 0500 Útfararstofa fslands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstaö í líkhús. - Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. - Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef meö þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorö. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstaö 1 kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað iistafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Líkbrennsluheimild. - Duftker ef llkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skllti á leiði. - Legstein. - Flutning á kistu út á land eða utan af tandl. - Flutning á kistu til landslns og frá landinu. Sverrir Einarsson, Sverrir Olsen, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa Islands - Suðurhllð 35 - 105 Fteykjavfk. Sími 581 3300 - allan sólarhringinn. Okkar ástkæra ESTER SVEINSDÓTTIR, lést á Landakotsspítala miðvikudaginn 5. maí sl. Útförin hefur farið fram. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á minningarsjóð FAAS, félag aðstandenda Alz- heimers-sjúklinga og annarra minnissjúkra í síma 587 8388. Fyrir hönd vandamanna, Kristín og Örn Harðarson. t Elskuleg frænka okkar, INGUNN KRiSTJANA ÞORKELSDÓTTIR, Seljavegi 7, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju á morgun, miðvikudaginn 12. maí, kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ásta Þórsdóttir, Stella Stefánsdóttir. + Af alhug þökkum við auðsýnda samúð og vin- arhug vegna andláts ástkærs sonar okkar, bróður og barnabarns, VILHJÁLMS GÍSLASONAR, Súlunesi 25, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki vistheim- ilisins í Árlandi 9, starfsfólki Lyngáss, kenn- urum Safamýrarskóla svo og starfsfólki barna- deildar 12E og gjörgæslu Landspítalans fyrir einstaka umönnun hans og hlýhug. Kristín Jónsdóttir, Gísli Vilhjálmsson, Anna Ýr Gisiadóttir, Sindri Freyr Gíslason, Stefanía Sigurjónsdóttir, Jón Guðnason, Nanna Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Gíslason. + Innilegar þakkir fyrir hlýhug og vináttu við andlát LOFTS JÓNSSONAR forstjóra, Blikanesi 19, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við heimahjúkrun Garðabæjar og starfsfólki Landspítalans, deildum 14G og 32A, fyrir góða umönnun. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna, Ásta Margrét Hávarðardóttir, + Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför sonar okkar, JÓNS STEFÁNSSONAR, Tindum 1, Kjalarnesi, sem lést af slysförum laugardaginn 3. aprtl sl. Sérstakar þakkir til Árneshreppsbúa, Þyrlu- þjónustunnar, Halldórs Gislasonar og allra sem að leitinni komu. Stefán Jónsson, Sigríður Sveinsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR PÉTURSDÓTTUR frá Merkisteini, Höfnum, Hverfisgötu 101, Reykjavík. Börn, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.