Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Atlantshafsbandalagið í vanda vegna árásar á sendiráð Kína í Belgrad Forseti Kína fordæmir „hervaldsstefnu“ NATO Belgrad, Peking, Bonn, Washington. Reuters. NATO viðurkennir mistök Sérfræðingar bandarísku leyniþjónustunnar CIA studdust við rangar upplýsingar um staðsetningu kinverska sendiráðsins í Belgrad og heimilsfang þess var einnig ranglega skráð í tölvubönkum Bandaríkjahers, sem koma eiga í veg fyrir slík mistök, að sögn bandarískra embættismanna. Kínverska sendiráðiö 3i Fjarlægð: 200 metrar Ætlunin var að ráðast á stofnun sem grunuð er um vopnasölu fyrir her Júgóslavíu. 02 ^Km Stækkað svæði Nýja Belgrad Miöborgin Reuters STUÐNINGSMAÐUR kínversku kommúnistastjórnarinnar heldur á brennandi fána Bandaríkjanna á mótmælafundi við bandarfska stofn- un á Taívan. Um 100 manns mótmæltu þar sprengjuárás NATO á kín- verska sendiráðið í Belgrad. JIANG Zemin, forseti Rma, gagn- rýndi í gær „hervaldsstefnu“ Atl- antshafsbandalagsins eftir að banda- rísk herflugvél varpaði sprengjum á kínverska sendiráðið í Belgrad fyrir slysni á föstudagskvöld. Kínverjar eru æfír vegna árásarinnar, sem varð þremur mönnum að bana auk þess sem tuttugu særðust. Viktor Tsjemomyrdín, sendimaður rúss- nesku stjómarinnar, kom í gær til Peking til að ræða loftárásimar og friðammleitanir Vesturveldanna og Rússa við kínverska ráðamenn. „NATO undir forystu Bandaríkj- anna ætti að bera alla ábyrgð á af- leiðingunum,“ sagði Jiang Zemin þegar hann ræddi árásina í síma við Borís Jeltsín, forseta Rússlands. Áð- ur hafði stjórnin í Kína rofíð tengsl landsins við Bandaríkin á ýmsum sviðum í hefndarskyni. Jiang og Jeltsín ákváðu að Tsjernomyrdín færi strax til Peking til að ræða málið við kínverska ráða- menn. Tsjernomyrdín sagði á sunnu- dag að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, hefði bragðist vel við „nýjum aðstæðum" en útskýrði það ekki frekar. Kínaferð Schröders breytt Ráðgert var að Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, færi í fímm daga opinbera heimsókn til Kína í vikunni en ákveðið hefur verið að stytta hana og breyta ferðaáætlun- inni að beiðni Kínverja vegna árásar- innar á sendiráðið. Heimsókninni er nú lýst sem „vinnuferð“ og Schröder hyggst einbeita sér að því að fá Kín- verja til að styðja áætlun Vestur- veldanna og Rússa um að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki ályktun sem veiti alþjóðlegum ör- yggissveitum umboð til að fram- fylgja hugsanlegu friðarsamkomu- lagi í Kosovo. Michael Steiner, helsti ráðgjafi Schröders í utanríkismálum, sagði að þrátt fyrir mótmæli Kínverja vegna sprengjuárásarinnar á föstu- dag hefði þýsku stjóminni ekki verið sagt að þeir hygðust beita neitunar- valdi sínu til að hindra ályktunina. „Það verður ekki auðvelt að sann- færa Kínverja um að það þjóni hags- munum þeirra að öryggisráðið sam- þykki sameiginlega ályktun," sagði Steiner. „Ég tel að það verði mögu- legt ef Kínverjar taka nógu upp- byggilega afstöðu.“ Bill Clinton Bandaríkjaforseti sendi Jiang Zemin afsökunarbeiðni vegna árásarinnar á kínverska sendiráðið. Clinton áréttaði að loft- árásirnar, sem hófust 24. mars eftir að Milosevic hafnaði friðarskilmálum NATO, væm nauðsynlegar til að binda enda á „þjóðemishreinsanir“ Serba í Kosovo. Hann lagði ennfrem- ur áherslu á mikilvægi þess að starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Peking yrðu vemdaðir. Þrátt fyrir afsökunarbeiðnina ákvað stjóm Kína að fresta viðræð- um við Bandaríkjamenn um mann- réttindi, afvopnunarmál, aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu ger- eyðingarvopna og alþjóðleg öryggis- mál. Kínverskir námsmenn kreljast „blóðhefnda" Kínverskii- námsmenn sátu enn um sendiráð Bandaríkjanna og Bretlands í Peking í gær eftir heiftúðug mót> mæli þar um helgina. Námsmennim- ir kröfðust „blóðhefnda" og hrópuðu vígorð gegn NATO fyrir framan óeirðalögreglumenn, sem slógu varð- hring um sendiráðsbyggingamar. Námsmennimir köstuðu grjóti á bandaríska sendiráðið í Peking um helgina og bmtu nánast allar rúður byggingarinnar. Hlé varð á mótmæl- unum á sunnudagskvöld eftir að Hu Jintao, varaforseti Kína, hét því að vemda sendiráðin og starfsmenn þeirra. Nokkrir útlendingar sem búa ná- lægt sendiráðunum notuðu hléið á mótmælunum til að flýja á öruggari staði eftir að námsmennimir höfðu gengið í skrokk á nokkrum erlendum blaðamönnum. Bandariska sendiráðinu lokað Kínverjar eru ævareiðir vegna árásarinnar á föstudag og virðast nánast allir vera þeirrar skoðunar að NATO hafi ráðist á kínverska sendi- ráðið af ásettu ráði. Hu lýsti yfir stuðningi við mótmælin en bætti þó við að halda yrði uppi lögum og reglu og koma í veg fyrir að þau fæm úr böndunum. Bandaríska sendiráðinu var lokað í gær vegna mótmælanna og það verður ekki opnað aftur fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Bandarísku ræðismannsskrifstofunum í Gu- angzhou, Shanghai, Shenyang og Chengdu var einnig lokað. Bandaríska utanríkisráðuneytið ákvað að fresta ferðum allra opin- berra starfsmanna til Kína og hvatti aðra Bandaríkjamenn til að fara ekki til landsins að svo stöddu. Talið var í fyrstu að fjórir hefðu beðið bana í árásinni á kínverska sendiráðið en skýrt var frá því um helgina að hermálafulltrúi, sem tal- inn var af, hefði fundist á lífi. Ólafur Egilsson, sendiherra í Peking „Höfum ekki orðið varir við mótmælin af eigin raun“ ÓLAFUR Egilsson, sendiherra íslands í Peking, höfuðborg Kína, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að hvorki hann né aðrir starfsmenn sendiráðs- ins hefðu af eigin raun orðið varir við mótmæli Kínverja vegna loftárása Atlantshafs- bandalagsins á kínverska sendi- ráðið í Belgrad. Hins vegar hefðu ýmsar varúðarráðstafanir verið gerðar til að koma í veg fyrir að Vesturlandabúar í Pek- ing yrðu fyrir aðkasti. Ólafur heyrði af árásinni strax á laugardagsmorgun klukkan átta að staðartíma, en þá voru liðnar réttar 2 klukku- stundir frá því hún átti sér stað. „Á laugardagsmorgun söfnuð- umst við saman nokkrir sendi- herrar Vesturlanda í kínverska utanríkisráðuneytinu, en þaðan var ferð okkar heitið til Baod- ing, sem er vinabær Hafnar- fjarðar,“ sagði Ólafur. „Þá tilkynnti Wang Ying Fan, varautanríkisráðherra Kína, um árásina og var mjög alvarlegur í bragði að sjálfsögðu," sagði Ólafur. Til stóð að Wang færi með í ferðina til Baoding, en að sögn Ólafs forfallaðist hann vegna málsins. Ólafur sagði starfsfólk ís- lenska sendiráðsins ekki hafa orðið fyrir neinu aðkasti, en mótmælunum var aðallega beint gegn bandaríska og breska sendiráðinu sem eru í öðrum hluta borgarinnar. „Reyndar voru rúður brotnar í írska sendi- ráðinu vegna þess að það stend- ur nálægt því breska," sagði Ólafur. „Búist er við að mótmælin gangi yfir á næstu tveimur dög- um, en bandaríska og breska sendiráðinu hefur verið lokað. Alþjóðlega skólanum hér hefur einnig verið lokað, en þangað ganga mörg börn úr sendiráðun- um og sendiráðsfólki hefur verið ráðlagt að hafa frekar hægt um sig,“ sagði Ólafur. Mistökin rakin til rangra upplvsinga frá bandarísku leyniþjonustunni CIA Studdust við úrelt kort af Belgrad SKÝRT var frá því í gær að árásin á kínverska sendiráðið í Belgrad á föstudagskvöld hefði verið gerð vegna rangra upplýsinga frá banda- rísku leyniþjónustunni CIÁ. Að sögn banda- ríska dagblaðsins Washington Post var stuðst við úrelt kort, sem gefin vora út áður en sendi- ráðsbyggingin var reist fyrir 3-4 árum. „Það er sorgleg og vandræðaleg staðreynd að kortin okkar sýndu einfaldlega ekki kín- verska sendiráðið á þessum stað,“ hafði blaðið eftir háttsettum embættismanni hjá NATO. Heimildarmenn blaðsins í Bandaríkjunum og hjá NATO sögðu að mistökin væru rakin til bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Ekki væri þó hægt að skella allri skuldinni á CIA því starfsmenn bandaríska herráðsins, yfirmenn bandaríska heraflans í Evrópu og yfirmenn NATO hefðu allir samþykkt árásina án þess að ganga úr skugga um hvort rétt skotmark hefði verið valið. „Þeir hafa allir ýmsar leiðir til að rannsaka fyrirhuguð skotmörk en enginn þeirra virðist hafa hreyft andmælum við þessu,“ hafði Washington Post eftir einum heimildarmanna sinna. Kortin sem CIA studdist við voru gefin út þegar kínverska sendiráðið var í miðborg Belgrad, nokkmm kílómetmm frá byggingunni sem sprengd var á föstudag, að sögn blaðsins. Ætluðu að ráðast á júgóslavneska birgðastofnun NATO hafði ætlað að ráðast á byggingu stofnunar, sem stjórnar birgðahaldi og inn- kaupum júgóslavneska sambandsríkisins og er granuð um að hafa selt vopn til að afla fjár fyrir her Júgóslavíu. Sú bygging er um 200 m frá sendiráðinu, að sögn The New York Times. Blaðið sagði að staðsetning sendiráðsins hefði verið ranglega skráð í um tólf bandarísk- um tölvubönkum sem notaðir voru til að reyna að koma í veg fyrir slík mistök. Ólíkt flestum skotmarkanna, sem ráðist hefur verið á, hefði umræddri stofnun verið bætt við skotmarkalist- ann fyrir aðeins nokkrum vikum að beiðni yfir- manna NATO. Sérfræðingar CIA hefðu notað ýmsar upplýsingar, svo sem Ijósmyndir, og bor- ið götunúmer stofnunarinnar saman við númer annarra þekktra bygginga á götunni og dregið þá ályktun að stofnunin væri í þeirri byggingu sem ráðist var á. Sóttu veislur í sendiráðinu Embættismenn varnarmálai’áðuneytisins í Washington og yfirmenn bandaríska heraflans í Evrópu, sem velja flest skotmarkanna, könn- uðu nágrenni sendiráðsins til að meta hvort hætta væri á mannfalli ef ráðist yrði á bygging- una, en Ijóst er að eitthvað fór úrskeiðis. Þeir studdust við loftmyndir af hverfinu, ekki aðeins kort. Einn embættismannanna, sem tók þátt í val- inu á skotmörkum, sagði að á myndunum hefði ekkert komið fram sem benti til þess að bygg- ingin væri sendiráð. Hann benti þó á að öll ný- leg kort af Belgrad fyrir ferðamenn sýndu að kínverska sendiráðið væri á núverandi stað. Hann bætti við að margir bandarískir stjórnar- erindrekar hefðu sótt veislur í kínverska sendi- ráðinu, þeirra á meðal varnarmálafulltrúi bandaríska sendiráðsins, sem á að sjá leyni- þjónustu Bandaríkjahers fyrir nýjustu kortum af borginni. Staðsetning sendiráðsins kemur einnig fram í símaskrám Belgrad-borgai’, auk þess sem byggingin var kirfilega merkt og kínverski fán- inn blakti á henni öllum stundum. Skýrt hefur verið frá því að bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-2 hefði varpað að minnsta kosti þremur gervihnattastýrðum sprengjum á sendiráðið. Um tólf sprengjuárás- ir hafa farið úrskeiðis af ýmsum ástæðum frá því loftárásir NATO hófust 24. mars og þær voru allar gerðar af bandarískum herflugvél- um. Þótt þetta sé aðeins lítill hluti rúmlega 18.000 árásarferða, sem farnar hafa verið yfir Júgóslavíu, viðurkenna embættismenn NATO að mistökin hafi haft slæm áhrif á almenningsá- litið í nokkrum NATO-ríkjum. Wesley Clark, yfirhershöfðingi NATO, kvaðst enn treysta því að réttar aðferðir væru notaðar við valið á skotmörkum bandalagsins. Hann lýsti árásinni á kínverska sendiráðið sem „fráviki" og sagði að loftárásirnar á Júgóslavíu yrðu hertar. „Er hernaðaráætlun NATO að springa í loft upp?“ Sprengjuárásin er mikið áfall fyrir NATO og vestrænir fjölmiðlar hafa lýst henni sem „sjálfs- marki“ af hálfu bandalagsins. Þetta klúður virð- ist styrkja staðhæfingar margra hermálasér- fi-æðinga um að loftárásirnar einar dugi ekki og þeim þurfi að fylgja eftir með landhemaði. „Er hemaðaráætlun NATO að springa í loft upp?“ var spurt í forsíðufyrirsögn International Herald Tribune. „Bandaríkin og umheimurinn em að læra hvað það þýðir fyrir Bandaríkin að heyja stríð með veiklyndu þingi og völtum forseta. Það er ekki heillandi sýn,“ skrifaði bandaríski stjóm- málaskýrandinn David Broder í Washington Post. Dagblöð í Evrópu fóra hörðum orðum um árásina, töluðu um „fádæma vanhæfni", „vit- lausustu hernaðaraðgerð sem hægt er að hugsa sér“ og „fáránlegt klúður“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.