Morgunblaðið - 11.05.1999, Síða 14

Morgunblaðið - 11.05.1999, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Kjaradómur fellir úrskurð um laun æðstu fulltrúa rfkisins Líta ber til breytinga á störfum þingmanna Hér fer á eftir í heild úrskurður Kjaradóms um laun æðstu fulltrúa ríkisvaldsins en úrskurðurinn var kveðinn upp laugardaginn 8. maí sl.: ÞINGFARARKAUP alþingismanna hækkar í 295 þúsund krónur. ÁR 1999, laugardaginn 8. maí var Kjaradómur settur að Kal- kofnsvegi 1 í Reykjavík og haldinn af Garðari Gai’ðarssyni, Jóni Sveinssyni, Margréti Guðmunds- dóttur, Ottari Yngvasyni og Þor- steini Júlíussyni. Fyrir var tekið: Að ákvarða laun þeirra aðila sem undir Kjaradóm falla skv. lögum nr. 120/1992 I. Meginverkefni Kjaradóms er að ákvarða laun æðstu fulltrúa hins þrískipta ríkisvalds og auk þess nokkurra æðstu embættismanna þjóðarinnar. Þessum aðilum má skipta í tvo hópa. Annars vegar eru forseti Islands, þingmenn og ráð- herrar og hins vegar eru dómarar landsins og aðrir nánar tilteknir embættismenn. Fyrrgreindi hóp- urinn er sérstakur fyrir það, að hann er kjörinn til starfa sinna. Þeir sem í þessum hópi eru þiggja föst laun úr ríkissjóði fyrir starfa sinn en teljast þó ekki til ríkis- starfsmanna. Síðari hópurinn er skipaður til starfa og telst til emb- ættismanna. Nýtur sá hópur al- mennra réttinda og ber almennar skyldur sem starfsmenn ríkisins, þó að um ýmsa aðila í þeim hópi gildi ítarlegri reglur eða lagafyrir- mæli. Þingmenn og ráðherrar vinna mörg mikilvægustu störfin í þjóð- félaginu. Þessi hópur mótar stefn- una í þjóðmálum og sér um að koma stefnumálunum í fram- kvæmd. Þetta eru æðstu umboðs- menn tveggja greina hins þrískipta valds. Miklu varðar að til þing- mennsku og ráðherrastarfa veljist hið hæfasta fólk. Vandlega verður að gæta þess að launakjör verði ekki að fyrirfram hindrun sem fæli þá bestu og hæfustu frá því að gefa sig að þessum mikilvægu störfum. Einnig er afar mikilvægt, að þeir sem sinna þessum störfum séu ekki, vegna starfanna, í þeirri hættu að verða öðrum háðir vegna fjárhagsstöðu sinnar. Dómarar og þeir embættismenn aðrir sem Kjaradómur úrskurðar laun eiga það sameiginlegt að til þeirra eru að lögum gerðar miklar kröfur um hæfni og menntun. Tíðkast það víðast í vestrænum löndum að sambærilegir hópar séu nokkuð vel launaðir með tilliti til annarra hópa ríkisstarfsmanna og má finna rök til slíkrar niðurstöðu í ákvæðum laga um Kjaradóm, sbr. t.d. 10. gr. laganna. Við ákvarðanir sínar leggur Kjaradómur sérstakt mat á einstök störf og starfshópa og reynir að finna samsvörun þess- ara starfa í vinnufram- lagi og ábyrgð við aðra aðila á vinnumarkaði. Við mat á störfum dóm- ara og embættismanna er tekið mið af fyrir- liggjandi upplýsingum um launa- kjör hópa og einstaklinga, sem lík- legt þykir að hafi sambærilega ábyrgð, menntun og vinnuálag. Við ákvörðun kjara verður einnig að líta til annarra þátta en beinna launagreiðslna, svo sem lífeyris- réttinda, starfsöryggis, starfsum- hverfis o.fl., en sem áður sagði gilda um þau atriði fyrir þessa að- ila að mestu hin almennu kjör rík- isstarfsmanna. Á það er einnig litið að dómarar eru æðstu fulltrúar eins af þremur þáttum ríkisvalds- ins. Jafnframt eru í þessum hópi þeir sem ríkisvaldið hefur talið til æðstu embættismanna. II. Það hefur tíðkast frá þjóðveldis- öld að gjalda mönnum kaup fyrir þingsetu og nefnast launin þingfar- arkaup. Reglur um þingfararkaup, þ.m.t. hver þau greiddi, hafa tekið breytingum í aldanna rás í sam- ræmi við tíðarandann. Þannig var t.d ákveðið í lögum nr. 84/1953 að þingmönnum skyldi greiða tiltekin föst daglaun meðan þingið stæði yfir. Árið 1964 var þessu breytt og urðu launin þá árslaun. Því var síð- ar breytt aftur árið 1965 í mánað- arlaun sem voru bundin ákveðnum launaflokki í kjarasamningum um laun starfsmanna ríkisins. Með lög- um nr. 75/1980 var ákvörðun um laun þingmanna færð til Kjara- dóms. Við athugun kemur í ljós að á ár- unum 1986 til 1995 fylgdu alþingis- menn öðrum í launum með þeim hætti, að launakjör allra aðila sem Kjaradómur úrskurðar laun, tóku hlutfallslega sömu hækkun. Árið 1995 úrskurðaði Kjaradómur að yf- irvinna, sem embættismenn höfðu til þessa fengið greidda skv. reikn- ingum yrði fóst yfirvinna skv. ákvörðun dómsins á hverjum tíma. I raun var ekki um að ræða mikla breytingu á kjörum þess hóps sem yfirvinnuákvörðunin náði til, en launakjör þeirra urðu nú sýnilegri og mældust í ákvörðun- um Kjaradóms. Þessi til- högun er enn við lýði þó gerðar hafi verið smá- vægilegar breytingar á kjörum ein- stakra aðila, vegna endurmats sem Kjaradómur hefur lagt á störf þeirra. Er þetta og í eðlilegu sam- ræmi við fyrirkomulag á launa- greiðslum til annarra æðstu emb- ættismanna ríkisins, sem taka laun skv. kjarasamningum eða skv. ákvörðunum kjaranefndar að því þó frátöldu, að kjaranefnd úr- skurðar um fastar einingar sem greiða skal til viðbótar dagvinnu- launum fyrir alla yfirvinnu og álag sem starfinu fylgir. Forseta Islands og ráðherrum hefur ekki verið úrskurðuð föst yf- irvinna, þó svo öllum megi vera ljóst að vinnudagur þessara aðila er mjög langur. Sama gildir um al- þingismenn, a.m.k. meðan þing er að störfum. Mjög erfitt er að mæla eða meta það nákvæmlega hve mikil þessi vinna er umfram það sem telja má venjulega dagvinnu. Kjaradómur telur eðlilegt að laun ofangreindra aðila verði áfram ákveðin án þess að þeim sé greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu en tel- ur, með tilliti til þess, rétt að þing- fararkaup og ráðherralaun hækki nokkuð umfram þær launabreyt- ingar til embættismanna sem hér á eftir greinir. Við mat á störfum þingmanna verður einnig að líta til þeirra breytinga sem orðið hafa á störfum þeirra. Alþingi situr nú formlega séð allt árið og þingmenn gegna störfum sínum þó þingfundir standi ekki yfir, einnig að sumar- lagi. Fram á síðustu ár gegndu þingmenn gjarnan öðrum um- fangsmiklum störfum, s.s. sýslu- mennsku, prófessorsembættum, prestsstörfum, bústörfum o.s.frv. Þetta hefur breyst á síðustu árum og aðeins í undantekningartilvik- um gegna þingmenn nú öðru aðal- starfi. Fyrir marga alþingismenn er það veruleg röskun á venju- bundnum högum að hverfa til þing- starfa og margir þeirra eiga ekki gott með að hverfa til sinna fyrri starfa að lokinni þingmennsku. Þá er rétt að benda á að seta þing- manna í ýmsum launuðum nefnd- um og ráðum utan þingsins hefur farið mjög dvínandi á undanföm- um árum. Við mat sitt hefur Kjaradómur kynnt sér hvernig launakjörum þingmanna er hagað á Norðurlönd- um. Þá hefur Kjaradómur sérstak- lega athugað eftirlaunarétt þing- manna og ráðherra og fengið tryggingafræðilega úttekt á því hver lífeyrishlunnindi þessa hóps eru umfram lífeyrisréttindi al- mennra starfsmanna ríkisins. Sú athugun leiðir í ljós, að þau eru engin fyrir þann sem situr á þingi eitt kjörtímabil, en fara síðan hækkandi og aftur lækkandi, uns þau verða lakari en réttindi al- mennra starfmanna ríkisins, ef þingsetan er löng. Að jafnaði eru þessi hlunnindi um 10% hjá þing- mönnum skv. útreikningi trygg- ingafræðings. III. Af 2. mgr. 9. gr. stjórnarskrár- innar nr. 33/1944 leiðir að allur kostnaður við embætti forseta ís- lands, þ.m.t. laun forsetans, er greiddur af ríkisfé. I lögum nr. 10/1990 um laun og eftirláun for- seta Islands segir í 2. gr. að forset- inn skuh undanþeginn öllum opin- berum gjöldum og sköttum. For- setinn greiðir því hvorki tekjuskatt né útsvar af launum sínum né er hann skyldugur til að greiða virðis- aukaskatt af aðföngum sínum. Auk þess nýtur hann ýmissa hlunninda annarra, m.a. af Bessastaðajörð- inni. Skattleysið gildir ekki um eft- irlaun hans. Forseti íslands hefur ætíð verið með hæst laun þeiri-a sem Kjara- dómur ákvarðar laun. Eðlilegt þyk- ir að halda þeirri venju. Sé tekið tillit til skattleysis forsetans eru laun hans þó í raun mun hærri en fram kemur í ákvörðun Kjara- dóms. IV. í 5. grein laga nr. 120/1992 um Kjaradóm og kjaranefnd segir að Kjaradómur skuli taka tillit til þró- unar kjaramála á vinnumarkaði. Þróunina má m.a. skoða með rann- sóknum á kjarasamningum, athug- un á þróun launavísitölu Hagstofu Islands og fleiri tiltækum gögnum. Kjarasamningarnir sem gerðir voru á fyrri hluta árs 1997 kváðu á um 5,5-6% meðalhækkun við und- irskrift, 4% hækkun 1. janúar 1998 og 3,5-3,65% hækkun 1. janúar 1999. Kjaradómur hækkaði laun þann 18. júlí 1997 og tók þá tillit til hækkunar launavísitölu á tímabil- inu frá september 1995 til febrúar 1997, en þá stóð vísitalan í 148,9 stigum. Þann 1. mars sl. var launa- vísitala Hagstofunnar 181,2 stig og nemur hækkun hennar 21,7% frá 1. febrúar 1997. Ársfjórðungslega birtir Hagstof- an sundurliðaða vísitölu sem sýnir annars vegar þróun launa á al- mennum vinnumarkaði og hins vegar hjá hinu opinbera og banka- mönnum. Tölur Hagstofunnar sýna að verulegur munur hefur verið á þróun launa þessara hópa. Á tíma- bilinu frá 1. ársfjórðungi 1997 til 1. ársfjórðungs 1999 hækkuðu laun opinberra starfsmanna og banka- manna um 26,4% og um 17,9% á al- mennum markaði. Hækkun opinberra starfsmanna umfram aðra hópa má rekja til mikilla launahækkanna til einstakra hópa s.s. kennara, lækna, hjúkr- unarfræðinga o.fl. en einnig til breytinga á launakerfi ríkisins. I flestum kjarasamning- um ríkisins var kveðið á um nýtt launakerfi og um sérstaka samn- inga til að laga laun að hinu nýja launakerfi, svokallaða aðlögunar- samninga. Ein afleiðing þessa var að dagvinnu- laun hækkuðu veru- lega en á móti voru ýmsar yfir- vinnugreiðslur færðar inn í dag- vinnugrunninn. Fram hjá því verð- ur ekki horft að aðlögunarsamn- ingarnir leiddu til launahækkana og í mörgum tilvikum var um að ræða verulegar hækkanir, eða um 5V2~6Vz% ofan á þær hækkanir sem um hafði samist í aðalkjarasamn- ingum. Til viðbótar hækkuðu laun opinberra starfsmanna að meðal- tali um 2% vegna þess að upp voru teknar nýjar launatöflur. Þá hækk- uðu laun þeirra sem fóru inn í hið nýja launakerfi um 5!/2% þann 1. janúar 1998 í stað 4% sem aðrir fengu. Kom þessi umframhækkun til vegna hægari starfsaldurshækk- ana í nýja launakerfinu. Samtals er hér um að ræða 9-10% viðbótar hækkun vegna aðlögunarsamninga og annarra breytinga sem af nýju launakerfi ríkisstarfsmanna leiddu. Þessar hækkanir hafa orðið til þess að launahlutföll innan margi’a stofnana hafa riðlast. Eðlilegt er að miða launaþróun þeirra embættismanna sem undir Kjaradóm heyra við opinbera starfsmenn fremur en vinnumark- aðinn í heild. Útilokað er þó að yf- irfæra aðlögunarsamningana óbreytta yfir á þá, þar sem nokkrir þættir er leiddu til launahækkana í því kerfi, svo sem starfsaldurs- hækkanir, eru ekki til staðar við launamyndun hjá Kjaradómi. Frá úrskurði sínum 18. júlí 1997 hefur Kjaradómur í tvígang hækk- að laun til þeirra sem undir hann heyra, þ.e. 1. janúar 1998 um 4% og 1. janúar 1999 um 3,65% eða alls um 7,8%. Þá hækkuðu grunnlaun héraðsdómara um 5% í nóvember sl. vegna tilfærslna er urðu á störf- um þeirra og kjöram með lögum nr. 15 frá 25. mars 1998 um dóm- stóla. Kjaradómur felldi þá niður greiðslur fyrir meðdómendastörf. Með þeirri ákvörðun var ekki verið að breyta kjöram héraðsdómara í raun, heldur færðust tekjur þeirra til; frá einstaklingsbundnum til- fallandi aukatekjum vegna með- dómsstarfa yfir í fóst laun. Meðal- laun héraðsdómara hækkuðu ekki við þessa ákvörðun. Þá hefur Kjaradómur gert breytingar á launakjöram ríkisendurskoðanda og umboðsmanns barna á tímabil- inu, að undangengnu mati á störf- um þeirra. Vegið meðaltal hækk- ana til þeirra sem undir Kjaradóm heyra er 8% og er þá horft framhjá fyrrgreindri 5% hækkun á launum héraðsdómara sem varð gagngert vegna gildistöku laga nr. 15/1998. Miðað við framangreint telur Kjaradómur nauðsynlegt að hækka laun embættis-mannanna um því sem næst 13,5% til að þeir njóti, að öllu virtu, viðlíkra launahækkana og opinberir starfsmenn hafa feng- ið á umræddu tímabili. V. Ákvörðun um föst iaun. Með skírskotan til ofanritaðs og laga um Kjaradóm ákvarðast mán- aðarlaun þeirra aðila sem undir Kjaradóm falla þannig: Forseti íslands kr. 598.000 forsætisráðherra krónur 584.000, aðrir ráðherrar krónur 531.000, hvort tveggja að meðtöldu þingfai-- arkaupi. Forseti Hæstaréttar krónur 423.000 en aðrir hæstaréttardóm- arar krónur 384.500. Ríkissaksóknari krónur 384.500. Ríkissáttasemjari krónur 367.700. Ríkisendurskoðandi krónur 367.700. Biskup íslands krónur 321.000. Dómstjórinn í Héraðsdómi Reykja- víkur krónur 352.600 en aðrir dóm- stjórar krónur 318.700. Héraðsdómarar krón- ur 307.500. Umboðsmaður barna krónur 306.000. Þingfararkaup alþing- ismanna krónur 295.000. Launabreytingin mið- ast við 1. maí 1999 hjá öðram en ráðherram og þingmönnum. Með vísan til 2. málsliðar 1. gr. laga nr. 88/1995 um þingfararkaup þykir rétt að mánaðarlaun ráðherra og þingmanna breytist frá og með 9. maí 1999. Eldri ákvarðanir Kjaradóms um greiðslur fyrir fasta yfirvinnu og um önnur réttindi sem Kjaradóm- ur hefur ákvarðað skulu óbreyttar standa. Garðar Garðarsson formaður Jón Sveinsson Margrét Guðmundsdóttir Óttar Yngvason Þorsteinn Júlíusson Vinna mörg mikilvægustu störfin I þjóð- félaginu Kjaradómur kynnti sér laun á Norður- löndum i |1 \; í m i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.