Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Einkalíf og tækni „Því verbur hœttan sú, að friðhelgi einkalífsins verði látin víkja í nafni svonefndra tækniframfara. “ Skapa örar tækni- framfarir hættu? Hver gæti sú hætta verið? Hún er sú, að tækni verði svarið við öllum vanda. Þegar hug- myndir manns um hvaðeina - líka mann sjálfan - mótast fyrst og fremst af tæknilegri hugsun og allt er skilið og út- skýrt eins og tæki, líka fólk. Þessa má þegar sjá stað í þeirri hugsun að maður sé „bara háþróuð tölva“. Hvað er athugavert við svona hugsun? I henni felst að maður víkur VIÐHORF sér undan Eftiritristján G. ábyrgð á því Arngrímsson maður gerir, með því að vélgera alla hluti - líka sjálfan sig - því að tæki taka ekki ákvarðanir, þau eru ekki siðferðisverur; þau verða ekki kvödd til ábyrgðar, sökuð um að hafa gert eitthvað rangt. Þannig er þessi vélgering leið til að loka augunum fyrir og víkjast undan því, að maður er ábyrgur fyrir því sem mað- ur gerir. Abyrgð er nefnilega siðferðilegt hugtak, en ekkert í tækjum og vélum er siðferði- legt. Hið algera tæknisamfélag er því með öllu laust við sið- ferðilega vídd. Og þeir eru margir sem finnst þetta bein- línis eftirsóknarvert - sem leið til að losna úr „viðjurn" sið- ferðisins. Asgeir Sverrisson benti á það í viðhorfspistli, ekki alls fyrir löngu, að ný tækni geri sífellt auðsóttara að fylgjast með fólki, hvort heldur sem er í þeim tilgangi að hafa uppi á lögbrjótum eða fylgjast með venjum og viðhorfum einstak- linga. Til að vernda einkalíf fólks þarf að gæta þess að munurinn á einkavettvangi og opinberum vettvangi þurrkist ekki út. Af hverju kann að vera hætta á slíku? Samkvæmt algerri tækni- hyggju eru engin siðferðileg takmörk til - öll takmörk eru tæknileg, og á þeim þarf að sigrast (slíkir sigrar eru það sem nefnist tækniframfarir). Samkvæmt tæknihyggjunni eru því öll takmörk vandamál sem þarf að leysa. Það er ekk- ert bannað - nema boð og bönn; í tækniveröldinni ríkir algert frelsi (það er „frelsi“ í merkingunni lausn undan höft- um). Það er því ekkert í hinni al- geru tækniveröld sem kveður á um að einkalíf fólks skipti máli í sjálfu sér, ekkert sem segir að ekki megi leggja til atlögu við það - og síst af öllu er það verjandi viðhorf að vemda þurfi einkalífið, ef slíkt viðhorf er talið hefta tækni- framfarir. Munum að það er ekki hægt að banna neitt í tækniveröldinni því þar eru engin siðferðisgildi. Ekki svo að skilja að tækni sé í sjálfri sér hættuleg. Það er hún alls ekki, og hún er heldur ekki siðlaus - fremur að hún sé siðferðilega hlutlaus. Hættan er sú, að þetta hlut- leysi hverfi, og tækni verði að altæku svari og hinu æðsta gildi sem önnur gildi miðast við og verða jafnvel að víkja fyrir. Þar með verður allt að hugs- anlegum andstæðingi tækninn- ar, líka einkalíf fólks, sem vemda þarf þetta æðsta gildi (tæknina) iyrir. Því verður hættan sú, að friðhelgi einka- lífsins verði látin víkja í nafni svonefndra tækniframfara. I umræðum um miðlægan gagnagmnn á Islandi undan- farið ár hefur mátt sjá grilla í þessa hugsun. Þeim, sem viðr- að hafa andstöðu við hugmynd- ina um gagnagrunninn, hefur stundum ekki verið svarað með útskýringum heldur þeir skotnir niður umsvifalítið með þeirri spumingu (í fomndrun- artóni) hvort þeir séu andvígir tækniframfömm! ? Verndun einkalífs fólks, það er að segja, réttindi einstak- linga til að vera það sem þeim er eðlilegt, án þess að sterkir aðilar (til dæmis ríkisvaldið, siðsamur meirihluti, stórfyrir- tæki) séu að fetta fingur út í það eða gera sér mat úr því, er grundvallarforsenda vest- rænna samfélaga - og gott ef ekki mannlífsins - vegna þess að þessi vemd er forsenda ein- staklingsfrelsis. Einstaklingsfrelsi er frelsi til að vera það sem maður er og hafa þá skoðun sem manni sýnist, án þess að eiga á hættu að sæta vegna þess ofsóknum eða mismunun (til dæmis fyrir að vera samkynhneigður). Ef maður er reiðubúinn til að fóma þessum réttindum í nafni tækniframfara er maður í rauninni reiðubúinn að fórna grundvallargildi hins vestræna hugmyndaheims. Það er út af fyrir sig athygl- isvert að maður skuli yfirleitt staldra við og hugsa sig um, þegar spurningin kemur upp, um hvort maður vilji heldur vernda einkalíf fólks eða stuðla að tækniframfömm. (Gleymum því í bili, umræðunnar vegna, að þessi spurning er áreiðan- lega einföldun.) Svarið ætti að blasa við, en af einhverjum ástæðum virðist það ekki gera það lengur. Ástæðan fyrir því að maður hikar er sennilega fyrst og fremst ótti manns við að verða stimplaður tækniframfaraand- stæðingur - sem er eiginlega enn svívirðilegra, núorðið, en það að vera herstöðvaandstæð- ingur nokkurn tíma var. Þetta er ekki bara brandari. Þetta er líka vísbending um að traust manns á tækni sé að breytast í blinda trú. Ásgeir benti réttilega á það, að tölvutækni er nú orðin svo flókin, að hún er „meðalmenn- um þessa heims með öllu fram- andi“. Þetta er sennilega lykil- atriðið. Maður skilur tölvu- tæknina ekki lengur, en maður treystir því í blindni að hún sé á leið með mann götuna fram eftir veg. RÓSA JÓNA KRISTMUNDSDÓTTIR + Rósa Jóna Krist- mundsdóttir fæddist í Melrakka- dal í Þorkelshóls- hreppi í Vestur- Húnavatnssýslu hinn 14. janúar 1934. Hún lést á Líknardeild Rflds- spitalanna aðfara- nótt 1. maí síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Elm Jónsdóttir, f. 17. júní 1905, d. 1942, og Kristmundur Kr. Meldal, bóndi í Mel- rakkadal, f. 4. maí 1899, d. 15. febrúar 1982. Bræður Rósu eru: Bjami, bóndi í Melrakkadal, f. 11. október 1930; Hólmar, mat- reiðslumaður, f. 28. júh' 1940; Brynjólfur Karl Eiríksson, sjó- maður og verkamaður á Dalvík, f. 21. júní 1942, og Guðmundur, bóndi, Eyjum í Breiðdal, f. 6. aprfl 1944. 13. júh' 1968 giftist Rósa eftirlifandi eiginmanm súi- um, Jóni Guðmundssyni, verk- fræðingi, f. 15. nóvember 1928. Foreldrar hans voru Áslaug Jónsdóttir, húsmóðir og verka- kona, f. í Reykjavík 31. ágúst 1906, d. 26. nóvem- ber 1970, og Guð- mundur Oskar Guð- mundsson, vörubfl- stjóri, f. í Nýjakast- ala á Stokkseyri 14. júh' 1901, d. 12. des- ember 1964. Böm Rósu og Jóns em: 1) Guðmundur, verk- fræðingur, f. 18. febrúar 1968, kvæntur Bryndísi Jónsdóttur, lyija- fræðingi, f. 1. febrú- ar 1968. Dóttir þeirra er Hildur. 2) Elín, hjúkrunarfræðingur, f. 11. júm' 1969, gift Páli Kjartanssyni, tæknifræðingi, f. 11. október 1969. Böm þeirra era Kjartan og Signý. 3) Áslaug, kerfisfræð- ingur, f. 25. janúar 1974. Rósa var í húsmæðraskólan- um á Varmalandi í Borgarfirði veturinn 1952-3. Eftir það vann hún í mötuneytum við fram- kvæmdir víða um land þar til hún giftist. Eftir það var hún eingöngu heimavinnandi. Utför Rósu fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Látin er um aldur fram af illvíg- um sjúkdómi mágkona mín Rósa Jóna Kristmundsdóttir. Mér er það minnisstætt að ég sá hana fyrst á tónleikum hjá Karlakór Reykjavíkur fyrir 32 árum þar sem hún var með móður minni og hennar manni en Jón bróðir minn söng um áratuga skeið með karla- kómum. Það var óvænt ánægja að kynnast Rósu því mig var farið að lengja eftir því að öðlingurinn hann bróðir minn eignaðist konu. Þegar fram liðu stundir sáum við hve vel hann hafði vandað valið. Rósa var mikilhæf og góð kona. Hún var dugnaðarforkur við allt sem hún tók sér fyrir hendur. Frá unga aldri starfaði hún sem mat- ráðskona viða um land en hætti þeim störfum er hún giftist bróður mínum. Á næstu sex árum fædd- ust þeim þrjú mannvænleg börn sem bera foreldrum sínum fagurt vitni. Það var gestkvæmt á heimil- inu því það stóð ávallt opið öllum vinum barnanna og ættingjum og vinum fjölskyldunnar, og ekki stóð á góðgerðunum. Rósa var frænd- rækin með afbrigðum og hún hlúði bæði að skyldum og tengdum. Margs er að minnast þegar við kveðjum Rósu. Um langt árabil fórum við í fjölskylduferð systkin- in á hverju ári ásamt móður okkar og stjúpa og síðan áfram eftir að þau létust. Rósa og Jón bróðir minn voru með yngstu og flest bömin og þurfti mikinn dugnað og fyrirhyggju að fara með þrjú lítil börn í útilegu. Allir skemmtu sér vel og þegar böi-nin urðu fullorðin bættust tengdabörnin í hópinn og jafnvel bamabömin. Mér finnst þetta hafa verið ómetanlegar sam- verastundir sem hafa treyst fjöl- skylduböndin. Rósa var alin upp í Melrakkadal í Víðidal í Húnavatnssýslu en eign- aðist seinna hálfa jörðina Ref- steinsstaði við Hópið eftir föður sinn. Þar átti fjölskyldan sér samastað á sumrin um helgar og í sumarfríum í gömlum bæ sem þau hjónin hafa haldið við og betrambætt með tímanum. Þar var undur fagurt og friðsælt og gaman að heimsækja þau þar. Þama vora óþrjótandi verkefni, Rósa var þar með garðrækt, rækt- aði kartöflur og tré og ranna, en bróðir minn dyttaði að girðingum og húsum. Þarna sem annars stað- ar sýndi Rósa ótrúlegt þrek og vinnusemi. Það var mikið áfall fyrir fjöl- skylduna fyrir rúmu ári þegar Rósa greindist með illkynja æxli í höfðinu sem ekki tókst að vinna á með uppskurði og geislameðferð. I veikindum sínum sýndi hún ótrú- legt æðraleysi. Bróðir minn, börn- in og tengdabömin önnuðust hana af kostgæfni heima uns hún viku fyrir andlát sitt var flutt á nýstofn- aða líknardeild ríkisspítalanna í Kópavogi. Við Haraldur söknum Rósu og þökkum órofa tryggð hennar og vináttu í gegnum árin. Við vottum Jóni bróður mínum, bömum, tengdabörnum og barnabörnum innilega hluttekningu. Minningin um góða og heilsteypta konu mun lifa. María Á. Guðmundsdóttir. Nonni frændi var alltaf í uppá- haldi hjá okkur systkinabömunum og hefur gert margt ómetanlegt fyrir fjölskylduna í gegnum árin, en það besta af öllu var Rósa. Eftir að Rósa bættist í fjölskylduna kom lítill fjörugur frændi og tvær htlar frænkur. Nú var nóg í tvö fót- boltalið í fjölskylduferðunum og tjald þar sem alltaf var heitt á könnunni og sitthvað gott að borða, boðið fram af því örlæti sem Rósu einni var lagið. Lífsorkan, bjartsýnin og hjartahlýjan sem stafaði af Rósu var ótæmandi brannur aðdáunar fyrir þá sem þyngri vora í lund, og ég var alltaf létt í spori og full eftirvæntingar þegar tækifæri var til að heim- sækja þau hjónin. Seinna meir, þegar haf og heimsálfa var á milli, urðu sam- verastundimar færri, en þeim mun betur metnar. Nú var Rósa komin heim í sveitina sína, á Ref- steinsstaði, og hin endalausu verk- efni utan dyra sem innan vora henni óþrjótandi uppspretta orku og ánægju. Þegar við ókum heim í hlað hjá þeim hjónunum, að gróð- urvininni fyrir sunnan húsið, viss- um við að það var kaffi á könnunni, kökur í búrinu og skemmtileg verkefni fyrir höndum. Okkur Jónasi var tekið opnum ömium eins og alltaf áður, og nú var hann litli strákurinn sem fékk að borða hjá Rósu allt sem honum þótti best. Rósa er ein af okkar ósungnu hetjum, burðarás í fjölskyldu þar sem manngæska, menntun og MAGNÚS ÁGÚST GUÐNASON + Magnús Ágúst Guðnason, fyrr- verandi vélsljóri, fæddist á Seljalandi í Álftafirði við ísa- fjarðardjúp 26. ágúst 1914. Hann andaðist á sjúkra- húsinu í Bolungar- vík 29. aprfl síðast- liðinn. Utför hans fór fram frá Kefla- víkurkirlqu 7. maí. Kveðjustundir era alltaf erfiðar, en að kveðja ástkæran afa sinn fyrir fullt og allt er mjög skrýtin og ónotaleg tilfinning. Það er erfitt að sætta sig við að það sé enginn Maggi afi lengur á meðal okkar. Nú ert þú farinn, þú ert farinn frá mér. En þú hefur fengið hvíldina sem þú varst farinn að sækjast eftir, og ert nú kominn við hlið Guggu ömmu sem þú hafðir verið án í 17 ár. Á sorgarstundu sem þessari rifjast upp fjöldi góðra minninga. Það er mér alltaf í fersku minni þegar afi og amma fluttu af Tjarnargöt- unni á Hafnargötuna í Keflavík, fyrir u.þ.b. 20 áram. I flutningun- um týndist heimilis- kötturinn Dísa og hef- ur hún ekki sést síð- an. Afi var þrautseig- ur og gafst aldrei upp á leitinni og spurði gjarnan er hann sá kött: „Heyrðu er þetta ekki hún Dísa mín?“, og skipti þá engu hvort hann var staddur í Keflavík eða Bolungar- vík eða hvort það var árið 1980 eða 1999. Það var alltaf stutt í grínið hjá afa og oft átti maður erfitt með að gera sér grein fyrir því hvort hann væri að gera að gamni sínu eða ekki. Það sem margir töldu hin seinni ár að væri gleymska tók ég alltaf sem gamla góða húmorinn. Menn alast upp við misjafna siði og tileinka sér svo eitt og annað með árunum. Einn er sá siður, sem afi vandi mig á þegar ég var lítill, og ég hef alltaf haft gagn og gaman af. Þegar ég var búinn í baði þá kom afi gjarnan og hjálp- aði mér við að þurrka mér, með allsérstæðri aðferð. Hann lét mig standa fyrir framan sig, þar sem hann sveiflaði handklæðinu, svo úr urðu miklar vindhviður. Þegar ég var orðinn þurr á þeirri hliðinni sagði afi: „Snú.“ Þessa aðferð nota ég enn í dag mörgum áram seinna, en ég verð að láta aðra hliðina duga! Það era svona siðir sem era ómetanlegir og gera það að verkum að alltaf hugsa ég til þín, elsku afi minn, þegar ég sveifla handklæðinu að loknu baði. Þegar barnabömin vaxa eiga þau eftir að kynnast þurrkunaraðferð- inni þinni, aðferðinni hans Magga afa. Ekki var ég hár í loftinu þegar ég fór einu sinni sem oftar með afa niður á bryggju í Keflavík, sá ég þá mann einn pissa í sjóinn og spurði ég afa „Heyrðu afi; er sjór- inn eintómt piss?“ Svo var það þegar við fóram niður í kjallara á Tjamargötunni og afi vogaði sér að fara á undan mér upp stigann, ég var ekki sáttur við slíka fram- komu og sagði við afa: „Heyrðu afi, ég á að fara undan upp, af þvi að ég er gestur!“ Þessar sögur rifjaði ég upp með afa nú á nýliðn- um páskum, en afi hafði alveg sér-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.