Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 35
BARNAKÓR Biskupstungna.
Diddú syngur með Barna-
kór Biskupstungna
TÓNLEIKAR Barnakórs Bisk-
upstungna ásamt sópransöng-
konunni Sigrúnu Hjálmtýsdóttur
verða í Skálholtskirkju fimmtu-
daginn 13. maí, uppstigningar-
dag, kl. 15. Tónleikarnir eru
haldnir til styrktar Italíuferð
kórfélaga sem farin verður í
júní.
Efnisskrá tónleikanna er
kirkjutónlist frá ýmsum tímum
bæði innlend og erlend. Má þar
nefna Ave Maria
eftir Schubert,
S. Kaldalóns og
Eyþór Stefáns-
son en þar mun
einn kórfélagi
syngja dúett
með Diddú.
Einnig verður
flutt Panis Ang-
elicus og Friður á jörðu, sem er
yfirskrift tónleikanna. Auk
þessa munu hljóma ýmsar söng-
perlur. Æfingar kórsins hafa
staðið í allan vetur í Reykholts-
skóla undir stjórn Hilmars Arn-
ar Agnarssonar. Kórinn starfar í
tveimur deildum, eldri deildin
Kammerkór er skipuð nemend-
um úr 7.-10. bekk en yngri
deildin er skipuð nemendum
4.-6. bekkjar.
Forsala aðgöngumiða er í
Reykholtsskóla.
Sigrún
Hjálmtvsdóttir
Samba og fönk
af sveifluætt
TÖIVLIST
Sölvasalur Sólon
íslandus
KVINTETT STEFÁNS S.
STEFÁNSSONAR
Stefán S. Stefánsson sópran- og ten-
órsaxófón, Þórir Baldursson píanó,
Hilmar Jensson gítar, Bjarni Svein-
björnsson raf- og kontrabassa og
Haraldur G. Hauksson trommur. Múl-
inn á Sólon Islandus sunnudagskvöld-
ið 9. maí
ÞAÐ er skammt stórra högga í
milli hjá Stefáni S. Stefánssyni í
djassinum. Fyrir tæpum tveimur
vikum hélt hann tónleika með Stór-
sveit Reykjavíkur, þarsem hann
stjórnaði verkum sínum, og nú er
hann með kvintett á Múlanum og
blæs grimmt í saxófóna sína. Það
má segja að hljómsveitin hafi verið
Gammar mínus Bjöm Thoroddsen,
en Hilmar Jensson lék á gítarinn.
Þeir Björn em fremstu djassgítar-
leikarar okkar um þessar mundir,
en stíll þeirra og tónn ólíkur og setti
það sitt mark á kvintett Stefáns.
Fönk og samba hafa fylgt Stefáni
í gegnum tíðina og það var því ekk-
ert skrítið að hann rammaði tónleik-
ana inní hina undurfógru sömbu
Louiz Bonfa: Manha de carnaval, úr
kvikmyndinni Orfeus negro. Blés í
sópraninn í upphafi og tenórinn í
tónleikalok. Hrynsveitin er ekki
fremsta sömbusveit landsins og
ekki er svingið miklu sterkara sem
vel mátti heyra þegar stúlkan hans
Jobims skellti sér frá Ipanema í
svingdansinn á Savoy - afturá móti
var túlkun þeirra á gamla stríðs-
hestinum There’s no greater love
skemmtileg og þó Stefán sé ólíkur
Rollins að flestu leyti var aðeins
Rollinsbragð að stakkatókaflanum í
laglínunni. Þórir náði að magna
sveifluna garnerískt og síðan tók
Hilmar við með einföldum línum og
blómstrandi andstæðumar gáfu
söngvadansinum nýtt líf. Svo voru
Mike Stem og Marvin Gay á dag-
skrá og vakti sá síðarnefndi mikla
hrifningu hjá þeldökkum gestum
Múlans svoog öðrum með dansfæt-
urna í lagi
Kannski voru frumsömdu verkin
hans Stefáns það besta er kvintett-
inn lék þetta kvöld. Rökkurtal var
flott blásið í sópraninn og
hrynsveitin frábær. Lag þetta er á
Gammadiskinum Af Niðafjöllum, er
út kom 1992. Það var glettilega góð-
ur diskur og er trúlega enn til í
hljómplötuverslunum. Svo léku þeir
félagar Sólgullin lauf af diski Stef-
áns: í skjóli nætur, og er dálítið
skemmtilegt hversu andblær þessa
lags er keimlíkur þeirri stemmn-
ingu er ríkir í söngnum er Pierre
Dorge samdi fyrir lærimeistara
sinn í Gambíu, Alhaji Bai. Þrír aðrir
söngvadansar eftir Stefán vom á
dagskrá: Það er kominn tími til, í
ekta Gammastíl, og var sérlega
skemmtilegt hvemig Hilmar fram-
hélt sólói Þóris þar. Varlavals blés
Stefán í sópran og Hilmar lék heill-
andi sóló og svo var það lagið sem
Kristjana söng með Stefáni á stór-
sveitartónleikunum, Vorlauf, og
hann blés undurmjúkt í sópraninn.
Það er kominn tími til að heyra
meira í saxófónleikaranum Stefáni
S. Stefánssyni. Eg man varla
hvenær ég heyrði hann síðast leika
með hljómsveit á djassklúbbi. Hann
er í hópi okkar fremstu tónlistar-
manna einsog glæsilegir stórsveit-
artónleikar hans í Salnum 29. apríl
sönnuðu og vonandi þurfum við ekki
að bíða of lengi næstu tónleika.
Vernharður Linnet
ElaSS Utanborðsmótorar
Góð fyrirtæki á söluskrá okkar
• Mjög góður söluturn í vesturbæ Reykjavíkur 1 qo36
• Söluturn, matvara og myndbönd í vesturbæ 10092
• Matvöruverslun í Kópavogi til margra ára -) 1 ooi
• Glæsileg gjafavöruv. með meiru í Kringlunni 12108
• Veitingastaður með heimilismat í Múlahverfi 13118
• Lítið og sætt kaffihús á stór-Rvíkursvæðinu 13119
• Trésmíða- og innréttingarv. í Hfj. 16084
• Öflug sólbaðsstofa í úthverfi Rvík. 9 bekkir 20017
• Matvælaframleiðslufyrirtæki í Kópavogi 15001
• Sérhæfð saumastofa í Kópavogi 14022
• Vínveitingastaður í úthverfi Rvíkur 13049
• Góð blómaverslun í Kópavogi 12122
Skipholti 50b
Sími 551 9400
Fax 551 0022
InntökiipKóf
lýitónlistarskdinn
verðo
föstudaginn 14. maí
hljóðfæradeild er kennt á
píanó, fiðlu, þverfLautu, selló,
kontrabassa, gítar, klarinettu, harmoniku.
í söngdeild er kenndur
Ljóða- og óperusöngur
ásamt píanóLeik.
UppLýsingar í síma 553 9210
Skólastjóri-
aaaa —
DUCAT0
Vörubílar
Sendibílar
Grindarbílar
Stœrri mótor - Meiri búnaður
•%
Lœgra verð
Staðalbúnaður:
- Samlœsingar.
- Rafstilltir speglar.
- Loftpúði.
- 8 ára ábyrgð á
gegnumtœringu.
Nýr 2,8 lítra 1 22 hestafla dísil mótor, gerir
Fiat Ducato að einstaklega
viljugum gœðingi.
Istraktor
BÍLAR FVRIR ALLA
SMIÐSBÚÐ 2 - GARÐABÆ - SflVII
5 400 800