Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
haldinn á morgun þar sem tveir ráð-
herrar fengju lausn frá sínum emb-
ættum.“
Halldór segir flokkinn hafa full-
an styrk til ríkisstjóriiarþátttöku
„Ég og Finnur Ingólfsson, vara-
formaður flokksins, fengum á þess-
um fundi umboð til að ganga til við-
ræðna við Sjálfstæðisflokkinn um
áframhald stjórnarsamstarfsins,"
sagði Halldór Asgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins, þegar hann
kom af þingflokksfundi framsóknar-
manna. Hann sagði að fuli eining
hefði verið um þessa niðurstöðu.
„Ég sagði þegar kosningaúrslitin
lágu fyrir að ég teldi eðlilegt að
flokkamir ræddu saman. Það væri í
samræmi við þá niðurstöðu sem
hefði komið út úr kosningunum.
Auðvitað hefði Framsóknarflokkur-
inn viljað fá betri niðurstöðu, en við
teljum okkur hafa fullan styrk til að
takast á við þessi viðfangsefni áfram
og teljum eðlilegt að það reyni á það
milli þessara flokka áður en nokkuð
annað verður reynt.“
Halldór vildi ekkert segja um
hvort hann myndi hafa frumkvæði
að því í viðræðunum að flokkamir
skiptu upp ráðuneytum. Þetta væri
eitt þeirra atriða sem flokkamir
ættu eftir að ræða.
Halldór sagðist telja að þessar við-
ræðui- gætu tekið nokkum tíma.
Flokkamir þyrftu einnig að ræða
nokkur stór mál sem lægju á borðinu
og vörðuðu stjóm landsins. Hann
minnti einnig á að hann þyrfti að
vera á mikilvægum fundum erlendis
alla næstu viku vegna formennsku
Islands í Evrópuráðinu og vegna
samskipta íslands við ESB, Rúss-
land og Eystrasaltsríkin. í næstu
viku yrðu einnig samningar um
Schengen-samstarfíð og veiðar í
Barentshafí undirritaðir. Halldór
sagðist síður eiga von á að viðræðum
við Sjálfstæðisflokkinn yrði lokið áð-
ur en hann færi á þessa fundi.
Rætt um fjölgun ráðherra
Þingmenn sem Morgunblaðið
ræddi við í gær töldu langlíklegast að
núverandi stjómarflokkar héldu
áfram samstarfi. Talsverð vinna væri
þó framundan við að fara yfir málefni
sem flokkamir leggja áherslu á að nái
fram á kjörtímabilinu. Meðal mála
sem menn nefndu vom hversu langt
ætti að ganga í breytingum á ríkis-
rekstri, breytingar í skattamálum, en
framsóknarmenn leggja mikla
áherslu á bamakort, og sjávarútvegs-
mál
Hugsanlegt er talið, að ráðhermm
verði fjölgað og að einhveijar breyt-
ingar verði gerðar á skiptingu ráðu-
neyta milli flokkanna.
Samtöl fóru fram í gær milli fram-
sóknarmanna og þingmanna stjóm-
arandstöðunnar. Margi’ét Frímanns-
dóttir, talsmaður Samfylkingarinnar,
sagði í gær að hún ætti ekki í neinum
viðræðum við framsóknarmenn um
stjómarsamstarf. Eðlilegast væri að
stjómarflokkamir klámðu sínar við-
ræður. Hún sagði að Samfylkingin
hefði ekki boðið Framsóknarflokkn-
um forsætisráðuneytið í vinstristjóm.
Davíð Oddsson um áframhaldandi samstarf stjórnarflokkanna
Hlutfallsleg skipting milli
flokkanna verði óbreytt
Þingflokkar Sjálfstæð-
isflokks og Framsókn-
arflokks samþykktu í
gær að veita formönn-
um flokkanna umboð til
stj órnarmyndunar.
Reiknað er með að við-
ræður hefjist í dag að
loknum ríkisstjórnar-
og ríkisráðsfundum.
Full eining var innan
þingflokkanna um
þessa niðurstöðu.
SAMÞYKKT var á þing-
flokksfundi Sjálfstæðis-
flokksins í gær að veita Da-
víð Oddssyni, formanni
flokksins, víðtækt umboð til að ráða
málum flokksins í þeim viðræðum
sem framundan em. Davíð sagði eft-
ir fundinn að hann vonaðist eftir að
viðræður við Framsóknarflokkinn
gætu leitt til réttrar niðurstöðu.
Davíð sagði að engar efasemd-
arraddir hefðu komið fram á þing-
flokksfundi sjálfstæðismanna varð-
andi þær viðræður sem framundan
era. „Það var sameiginleg niðurstaða
að ég fengi víðtækt umboð til þess að
haga viðræðunum af hálfu flokksins í
þágu hans,“ sagði Davíð.
Davíð var spurður hvort kæmi til
greina ef stjómarsamstarflð verður
endumýjað að Framsóknarflokkur-
inn hefði forystu fyrir næstu ríkis-
stjóm eins og Halldór Ásgrímsson
hefur nefnt að væri markmið flokks-
ins. „Halldór skilgreinir það sjálfur
þannig að til þess að það kæmi til
þyrfti hann að fá mjög aukið fylgi,
þannig að samkvæmt þeirri skil-
greiningu á það kannski ekki við
núna. Eg hef alltaf sagt að við setj-
um engin sldlyrði af okkar hálfu en
það hlýtur að vera að jafnaði eðlileg-
ast í öllu svona samstarfi að stærri
flokkurinn leiði ríkisstjóm fremur en
sá sem minni er. En það em undan-
tekningar á því eins og menn
þekkja."
Davíð var einnig spurður hvort
hann teldi að breyta ætti hlutfalls-
legri skiptingu milli flokkanna í rík-
isstjóminni í ljósi kosningaúrslit-
anna. „Það tel ég ekki vera. Ég tel
ekki að þetta séu slíkar breytingar
Morgunblaðið/RAX
ÞAÐ var létt yfir þingmönnum Framsóknarflokksins við upphaf þingfiokksfundar í gær þó að flokkurinn
hefði verið að ganga í gegn um erfiðar kosningar.
ÞINGMENN Sjálfstæðisfiokksins stilltu sér upp til myndatöku við upphaf þingflokksfundar í gær.
að þær kalli á það. Ef Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði kannsld unnið þrjá
til fjóra þingmenn þannig að skilin
hefðu aukist um kannski sex þing-
menn hefði kannski komið til álita að
ræða það en mér finnst það ekki
gefa tilefni til þess í þessu sam-
bandi.“
Davíð gekk á fund Ólafs Ragnars
Grímssonar, forseta íslands, í gær til
að gera honum grein fyrir stöðunni.
„Okkur kom saman um það utanrík-
isráðherra og mér að það væri rétt
að ég gerði það og jafnframt að óska
eftir því að ríkisráðsfundur yrði
Þjónusta númer eítt!
Til sölu Audi A6 2,6.
Ekinn 33.000 km. Nýskráður
27.10.1995. Sjálfskiptur,
4 dyra, viðarklæðning í mæla-
borði, álfelgur.
Ásett verð kr. 2.350.000.
ATH. skipti ódýrari.
Nánari uppl. hjá Bílaþingi Heklu.
Opnunartfmi: Mánud. - fðstud. kl. 9-18
laugardagar kl. 12-16 ,
BÍLAÞING HEKLU
.. ... _
Nvw&r c-iiÝ ( ncrfoZvM bdvnN
Laugavegi 174,105 Reykjavík. sfmi 569-5500
- wvtvy,Hil;i»hin»| j’i • vvvvv^ i
Eftirspurn námsmanna eftir sumarvinnu umfram framboð
Atvinnuskráningar
hafnar óvenju snemma
Á ÞESSU ári hafa atvinnuskráning-
ar námsmanna hjá Atvinnumiðstöð-
inni hafist óvenju snemma miðað við
fyrri ár, sem skýrist af breyttu
rekstrarfyrirkomulagi hennar. Hún
er nú heils árs atvinnumiðlun fyrir
alla námsmenn, en áður var miðlun-
in eingöngu rekin yfir sumarið.
Undanfarin ár hefur atvinnumiðl-
unin hafist í apríl en með breyttu
fyrirkomulagi fer atvinnumiðlunin
fram allt árið um kring.
Þá hefur hefur námsmönnum
ennfremur verið gert að kleift að
skrá sig hjá Atvinnumiðstöðinni á
Netinu sem talið er að hafi haft þau
áhrif að flefri en áður . sælya um.
vinnu í gegnum Atvinnumiðstöðina.
Að sögn Eyrúnar Maríu Rúnars-
dóttur, rekstrarstjóra Atvinnumið-
stöðvarinnar, sem var formlega opn-
uð í mars 1998, hófu námsmenn í
sumarvinnuleit að skrá sig strax í
febrúar í vetur og hefur afleiðingin
orðið sú að fleiri námsmenn eru á
skrá hjá Atvinnumiðstöðinni nú mið-
að við sama tíma í fyrra. 1400 manns
eru nú á skrá, en í maí í fyrra voru
900 manns á skrá. Fjöldi atvinnutil-
boða hefur hins vegar staðið í stað
og því gætir vissrar ráðningar-
tregðu, sem Eyrún María telur þó
vafasamt að nota sem mælikvarða á
. atvinnuástandið.í heild.
„Reynslan er sú að atvinnurek-
endur era seinir af stað og era að
leita sér að starfsmönnum þegar
þeir vilja að þeir byrji, þ.e. í maflok
eða júníbyrjun, en námsmenn byrja
að leita að vinnu í mars,“ segir
Eyrún María
Spurningunni um það hvort
harðnað hafi á dalnum með sumai’-
störf námsmanna segir Eyrún María
ekki unnt að svara fyrr en lengra líð-
ur á sumarið. Það sem í boði er fyrir
námsmenn í sumar era afgreiðslu-
og þjónustustörf, aðstoðarstörf og
gróður- og garðyrkjustörf auk bók-
halds- og skrifstofustaifa sem eru í
minnihluta.