Morgunblaðið - 11.05.1999, Page 8

Morgunblaðið - 11.05.1999, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kvótinn burt Framtíð Vestmannaeyja og landsins alls byggir á fiskveiðum og fískvinnslu Kvóti í höndum misvitra fjárfesu er feigðarflan. Því 1 inn í atvinnupeinina vcrðmrti myndast í eignum. TG/luhJD- ÞAÐ verður mörg „Esjan“, það vissu það allir, nema þá pólitíkusarnir að Klettur fór á söluskrá um leið og fijálsa framsalið kom til. Kærunefnd jafnréttismála um launamismun á Landspítalanum Tengist ekki kynferði KÆRUNEFND jafnréttismála hefur komist að þeim niðurstöðu að launamunur á milli karls og konu sem vinna sömu störf á end- urhæfmgardeild Landspítalans tengist ekki kynferði þeirra. Hann sé tilkominn vegna mismunandi stéttarfélagsaðildar. Erindi kær- andans er því ekki talið í'alla undir ákvæði laga nr. 28/1991 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Karlinn var með lægri laun Tildrög kærunnar eru þau að kærandi A, sem er karl, er með lægri laun en B, sem er kona, eða 83% af dagvinnulaunum hennar. Bæði eru í hæsta starfsaldurs- þrepi og eiga ekki möguleika á frekari launahækkunum. Lífeyris- réttindi hennar, í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, eru að auki, að mati lögfræðings kæranda, verðmætari en lífeyrisréttindi í hinum almennu lífeyrissjóði. Ástæðan fyrir mismun á laun- um og kjörum starfsmannanna ráðast af mismunandi kjarasamn- ingum. Fram kemur í áliti kæru- nefndar að kæran var sett fram til að fá álit kærunefndar á því hvort þessi munur bryti gegn ákvæðum jafnréttislaga. En starfsmennirn- ir tveir voru valdir af handahófi úr félagatali stéttarfélagana tveggja. Skýringin á því að starfsmenn- irnir taka laun samkvæmt mis- munandi kjarasamningi er sú að fram til 1980 gátu starfsmenn ým- ist orðið félagsmenn i Starfs- mannafélagi ríkisstofnana eða St- arfsmannafélaginu Sókn. Fyrir þetta var girt í kjarasamningi við síðarnefnda starfsmannafélagið 1980 með forgagnsréttarákvæði. Kærandinn hóf störf eftir þann tíma og átti því ekki kost á því að sækja um aðild að öðru stéttarfé- lagi en Starfsmannafélaginu Sókn. Konan hóf hins vegar störf fyrir 1980 og gat valið. Kæran var byggð á því að „at- vinnurekanda sé óheimilt að mis- muna starfsfólki í kjörum á grundvelli kynferðis og að aðild starfsmanna að mismunandi stétt- arfélögum leysi hann ekki undan þeim skyldum," eins og segir í áliti. Fellur ekki undir jafnréttislög í niðurstöðu kæruneöidar er bent á að verkefni nefndarinnar sé að taka við ábendingum um brot á ákvæðum jafnréttislaga og „gefa rökstutt álit á því hvort mismunun vegna kynferðis hafi átt sér stað.“ Nefndin metur það hins vegar svo að erindið falli ekki undir ákvæði jafnréttislaga, eins og áður segir, þar sem launamunurinn orsakist af mismunandi stéttarfélagsaðild vegna forgangsréttarákvæðis í kjarasamningi Sóknar, og því hvort starfsmaður var ráðinn fýrir eða eftir tilkomu ákvæðisins. Full búð af nýjum vörum Tilbúnir eldhústaukappar frá kr. 650 metrinn Falleg stofuefni frá kr. 980 metrinn. Tilbúnir felldir stofutaukappar frá kr. 1.790 metrinn. Nykomiö mikið úrval af vaxdúkum. Einnig undirlagsdúkur í metratali. Z-brautir & gluggatjöld, Faxafeni 14, símar 533 5333/533 5334. Ungt fólk í Evrópu og sjálfboðaþjónusta Ýmsir möguleik- ar standa ungu fölki til boða Lára S. Baldursdóttir UNGT fólk í Evrópu og Evrópsk sjálf- boðaþjónusta er heitið á tveimur áætlunum á vegum ESB sem íslend- ingar eiga hlutdeild að með samningnum um evr- ópska efnahagssvæðið. Markmiðið með áætlunun- um er að gefa ungu fólki möguleika á jákvæðri lífs- reynslu með þátttöku í fjölbreyttum verkefnum og tækifæri á að kynnast menningu og lífi í öðru landi. Lára S. Baldurs- dóttir er deildarstjóri al- þjóðasveitar Hins hússins. „Alþjóðasveit Hins hússins sér um fram- kvæmd áætlananna hér á landi og henni hefur verið falið að veita styrki til ungs fólks.“ Lára segir að ákveðn- ar reglur gildi um úthlutun og það sé hlutverk alþjóðasveitarinnar að leiðbeina ungu fólki i þessu um- sóknarferli. - Hverskonar styrki er um að ræða? „í áætluninni Ungt fólk í Evr- ópu eru styrkþegar fyrst og fremst hópar sem ætla að taka þátt í ungmennaskiptaverkefni en slíkt verkefni stendur yfir í viku til tíu daga og unga fólkið er í tengsl- um við hópa erlendis. Hópamir heimsækja hver annan og gista yf- irleitt í heimahúsum." ► Lára Sigríður Baldursdóttir er fædd í Reykjavík árið 1965. Hún Iauk námi frá Kennaraháskóla íslands árið 1990 og kenndi í Foldaskóla um tíma. Lára gegndi síðan forstöðu við félagsmiðstöðina Frostaskjól uns hún varð deildarstjóri alþjóða- sveitar Hins hússins. Auk þess hefur hún sinnt öðrum verkefn- um fýrir Iþrótta- og tómstunda- ráð Reykjavíkur. Eiginmaður hennar er Atli Geir Jóhannesson tölvunarfræð- ingur. Verkefnin geta verið af marg- víslegum toga, þau geta snúið að menningu, listum, umhverfis- vemd, atvinnuleysi eða fjölmiðlum svo dæmi séu tekin. Lára segir að alls séu um 25 hópar á ári styrktir frá Islandi. „Hópunum em veittir styrkir sem nema um helmingi af heildarkostnaði ferðarinnar." - Hverskonar hópar eru það að- allega sem sækja um styrki? „Algengast er að skipulögð fé- lagasamtök sæki um styrki. Hóp- amir em mjög fjölbreytilegir en sem dæmi má nefna ungliðadeild Rauða krossins sem núna sótti um styrk til að endurgjalda heimsókn og taka á móti Portúgölum. í þessu tilfelli skiptast hópamir á reynslu sem þeir hafa öðlast í starfi hjá Rauða krossinum." Lára nefnir annað dæmi um ný- legan styrkþega sem er sjáíf- sprottinn listahópur. „í því tilfelli var um að ræða fjöllistaverkefni þar sem hópurinn var með tónlist og myndlistarvinnu í samstarfi við Englendinga. Þá hafa ungmenni á vegum Slysavamafélags íslands sótt um styrk vegna verkefnis sem tengist útivist og nokkuð hefur verið um að sótt sé um styrki á vegum félagsmiðstöðva." Þegar sótt er um styrk af þess- um toga er skilyrði að íýrir hópn- um fari leiðtogi sem sé orðinn tví- tugur. - Hversu gamlir eru krakkarnir sem fá styrk frá þessari áætlun? „Þeir em á aldrinum 15-25 ára.“ Lára Sig- ríður segir að árlega sé hægt að sækja þrisvar um styrk úr áætluninni og era umsóknarfrest- ir 1. febrúar, 1. maí og 1. október. Þessa dag- ana segir Lára Sigríð- ur að verið sé að fara yfir þær umsóknir sem bárust iýr- ir 1. maí síðastliðinn. Þá segir hún að annar flokkur sé einnig undir þessum hatti, svo- kallað frumkvæðisverkefni ungs fólks. „í þessu tilfelli dugar að nokkur ungmenni standi að baki verkefn- inu en það þarf að vera skipulagt og framkvæmt af unga fólkinu sjálfu.“ -Hverjir sækja um styrki úr hinni áætluninni sem heitir Evr- ópska sjálfboðaþjónustan (EVS)? „Sjálfboðaþjónustan er fyrir einstaklinga sem vilja vinna sjálf- boðavinnu í öðra Evróuplandi og hún er fyrir ungmenni á aldrinum 18-25 ára.“ Lára segir að sjálfboðaliðarnir sem fari utan þiggi ekki laun en þeim er séð íýrir fæði, húsnæði og vasapeningum. Hún segir að sjálf- boðaliðarnir eigi ekki að þurfa að leggja til fjármuni og framlag þeirra felst í að vinna að þeim verkefnum sem þeim eru úthlutuð. Iðulega er um að ræða samfélags- lega vinnu. Hún segir að hér á landi séu um þessar mundir stadd- ir fimm erlendir sjálfboðaliðar á vegum EVS. „Algengast er að sjálfboðaliðar séu í viðkomandi landi í um ár. Hún segir að nú sé verið að taka við umsóknum frá Islendingum en ótal störf eru í boði. Störfin þurfa auk þess að vera lærdómsrík og það er ætlast til að sjálfboðaliðinn fái tungu- málakennslu hjá móttakandanum. „Við getum styrkt um fimmtán íslenska sjálfboðaliða á ári.“ Lára segir að auk þess sé núna verið að leita að einhverjum sem era til- búnir að taka við sjálf- boðaliðum að utan, samtökum eða stofn- unum sem geta þá einnig séð viðkomandi fýrir fæði og húsnæði. Hún bendir á að ekki megi líta á sjálfboða- liðana sem ódýrt vinnuafl. „Það era ýmsir möguleikar í boði fýrir unga íslendinga og við eram einnig með upplýsingar um fleiri áætlanir sem Evrópusam- bandið er með fýrir ungt fólk sem gefur því möguleika á að öðlast menntun og reynslu í öðra landi.“ Markmiðið er að gefa ungu fólki mögu- leika á já- kvæðri lífs- reynslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.