Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ
PRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 69 .
ÞJÓNUSTA/FRÉTTIR
Úr dagbók lögreglu
Margir í hár saman
á kosninganótt
NOKKURT annríki var hjá lög-
reglu þessa helgi og kenndi þar
margvíslegra verkefna. Fyrst má
geta að margir lögreglumenn
voru við ýmis störf sem tengjast
framkvæmd og öryggi vegna
þingkosninganna. Þá kemur
fram við skoðun verkefna að
mikið bar á samskiptaerfiðleik-
um milli manna jafnt í heimahús-
um, á götum úti sem og á veit-
ingastöðum. Hvort þar hafi verið
um að kenna ósætti vegna kosn-
ingaúrslita skal ósagt látið en
áberandi voru verkefni þar sem
hjón og sambýlingar áttu ekki
skap saman og neyddust til að
leita til lögreglu.
Rólegt í miðborginni
á föstudagskvöld
Rólegt var í miðborginni á
föstudag og ekki nein líkams-
meiðing tilkynnt til lögreglu um
nóttina en eitt rúðubrot var til-
kynnt. Einn karlmaður var hand-
tekinn vegna málsins en hann
hafði fengið skurð á handlegg
sinn við framkvæmd skemmdar-
verksins.
Á kosningadag var mikil að-
sókn að veitingastöðum í mið-
bænum en ekki er þó vitað um
alvarleg meiðsli á fólki.
Umferðarslys varð á Bústaða-
vegi að kvöldi föstudags þegar
tvö ökutæki rákust saman.
Tvennt var flutt á slysadeild til
aðhlynningar.
Lögreglumenn á eftirlitsferð
veittu athygli bifreið á Hring-
braut aðfaranótt laugardags þar
sem þeim fannst ökumaður ung-
legur. I ljós kom að bæði öku-
maður og farþegi voru aðeins 15
ára og höfðu stolið ökutækinu
fyrr um kvöldið. Barnarverndar-
yfirvöld voru kölluð til og for-
eldrum gert aðvart.
Annað svipað mál kom til
kasta lögreglu að morgni sunnu-
dags þegar 14 ára piltur kom á
lögreglustöðina í Breiðholti. Pilt-
urinn sagðist hafa tekið bifreið
móður sinnar án hennar heimild-
ar og ekki tekist betur en svo
upp við aksturinn að hann velti
henni á Elliðavatnsvegi. Ekki
urðu slys á fólki.
Þrettán teknir ölvaðir
undir stýri
Þrettán ökumenn voru stöðv-
aðir af lögeglu um helgina vegna
gruns um ölvun við akstur. Einn
þeirra reyndi að hlaupa brott frá
lögreglu en hafði ekki erindi sem
erfiði. Þá voru einnig þrettán
ökumenn stöðvaðir vegna
hraðaksturs. Höfð voru afskipti
af einum ökumanni að morgni
sunnudags eftir að hann hafði
fest ökutæki sitt á grasi við
Breiðholtskirkju. Ökumaðurinn
hafði unnið talsverðar skemmdir
á graslendinu með athæfi sínu.
Eldur í íbúðum
og sinu
Talsverðar skemmdir urðu á
íbúð í Sundahverfi á föstudag
eftir að eldur kom .upp við
matseld. Þá var tilkynnt um mik-
inn reyk í stigagangi í Granda-
hverfinu að kvöldi föstudags.
Varð slökkvilið að brjóta sér leið
inn í eina íbúðina. Þar hafði hús-
ráðandi sofnað út frá matseld
með fyrrgreindum afleiðingum.
Viðkomandi var fluttur á slysa-
deild til skoðunar.
Þá var tilkynnt um sinubruna
við Grafarvogskirkju að kvöldi
föstudags.
Að gefnu tilefni eru foreldrar
beðnir að brýna fyrir börnum
sínum hætturnar sem geta stafað
af sinubmna en þetta er einmitt
sá tími ársins þegar þeir eru al-
gengastir.
Landasölumaður
handtekinn
Ökumaður var handtekinn
vegna gi-uns um að hann seldi
unglingum landa. Við leit í bif-
reiðinni fannst landi sem var
haldlagður.
Þekktir brotamenn voru stöðv-
aðir á bíl í Þingholtunum að
morgni sunnudags. í bifreiðinni
sem þeir gátu ekki gert grein
fyrir fundust ætluð fíkniefni og
þýfi. Femt var handtekið og flutt
á lögreglustöð.
Fjórir tíu ára piltar voru tekn-
ir vegna gruns um umtalsverð
skemmdaiverk og innbrot í sum-
arhús við Úlfarsfell um helgina.
Málið verður afgreitt af barna-
verndaryfirvöldum.
íbúi í Hlíðahverfi vaknaði við
mannamál í íbúð sinni snemma á
laugardagsmorgun. Tveir menn
forðuðu sér út úr íbúðinni er þeir
urðu varir við húsráðanda.
Mennirnir eru ófundnir en þeir
tóku á brott með sér veski. Þá
var tilkynnt um innbrot í bygg-
ingavöruverslun í Skeifunni á
sunnudag.
Af öðrum störfum lögreglunn-
ar má nefna að á laugardags-
morgun veittu lögreglumenn
tollayfirvöldum aðstoð við að
hindra brottfór erlends skips
vegna ölvunarástands skipstjóra
þess.
Siggubær, Kirkjuvegi 10, lokað í vetur. Skrifstofur safns-
ins verða opnar alla virka daga kl. 9-17._____
BYGGÐASAFNIÐ ( GÖRÐUM, AKRANESI: Opið kl.
13.30- 16.30 virka dajja. Slmi 431-11255._____
FJARSKIPTASAFN LANDSSÍMANS, Loftskeytastöðinni
v/Suðurgötu: Opið á þriöjud., fimmtud. og sunnud. frá
kl. 13-17. Tekið er á mðti hópum á öðrum tímum eftir
samkomulagi.___________________________________
FRÆÐASETRIÐ í SANDGERÐI, Garövegi 1, Sandgeröi,
sími 423-7551, bréfsími 423-7809. Opið alla daga ld. 13-
17 og eftir samkomulagi.______________________
GOETHE-ZENTRUM: Lindargötu 46, ReyKjavík. Opið
þriðjud. og miðvikud. kl. 15-19, fimmtud. kl. 17-21, föstud.
og laugard. kl. 15-18. Sími 551-6061. Fax: 552-7570.
HAFNARBORG, menningar og listastofnun HafnarQarðar
opin alla daga nema þriðjud. frá kl. 12-18.___
KJARVALSSTAÐIR: Opið daglega frá kl. 10-18. Safna-
leiðsögn kl. 16 á sunnudögum._________________
LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS _ HÁSKÓLABÓKASAFN:
Opið mán.-fimmtud. kl. 8.15-22, fóst. kl. 8.15-19. Laugd.
9-17. Sunnud. kl. 11-17. Handritadeild er lokuð á laug-
ard. og sunnud. S: 525-5600, bréfs: 525-5615._
USTASAFN ÁRNESINGA, Tryggvagötu 28, Selfossl:
Opið eftir samkomulagi. S. 482-2703.___________
USTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Höggmyndagarður-
inn er opinn alla daga. Safnið er opið laugardaga og
sunnudaga frá kl. 14-17.___________________
USTASAFN ÍSLANDS, Frlklrkjuvegl. Sýningarsalir,
kaffistofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11-17, lokað
mánudaga. Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leið-
sögn: Opið alla virka daga kl. 8-16. Bókasafn: Opið
þriðjud.-föstud. kl. 13-16. Aðgangur er ókeypis á mið-
vikudögum. Uppl. um dagskrá á internetinu:
http//www.natgall.is____________________
LISTASAFN KÓPAVOGS - GERÐARSAFN: Opið daglega
kl. 12-18 nema mánud._________________________
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er opið
laugardaga og sunnudaga milli kl. 14 og 17. Tekið á
móti gestum skv. samkomulagi. Upplýsingar í síma 653-
2906._________________________________________
LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Borgartúni 1. Opið
_ alla daga frá kl. 13-16. Sími 563-2530.________
LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjarnarnesi. í sumar
verður opið á sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard.
milli kl. 13 og 17.___________________________
MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum
1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-
17 til 1. september. Alla sunnudaga frá kl. 14-17 má
reyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn
eldri borgara. Safnbúð með minjagripum og handverks-
munum. Kaffi, kandís og kleinur. Sími 471-1412, net-
fang minaust@eldhorn.is.______________________
MINJASAFN RAFMAGNSVEITU Reykjavíkur v/rafstöð-
ina v/Elliðaár. Opið sunnudaga kl. 15-17 eða eftir sam-
komulagi. S. 567-9009.________________________
MINJASAFN SLYSAVARNARFÉLAGS ÍSLANDS Þor-
steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Opið á laugardögum og
sunnudögum frá kl. 13-16. Hægt er að panta á öðrum
tímum i síma 422-7253.________________________
MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI: Aðalstræti 58 er lokað í
vetur vegna uppsetningar nýrrar sýningar sem opnuð
verður sumarið 1999. S. 462-4162, bréfs: 461-2562.
IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI verður opið framvegis
á sunnudögum kl. 14-16 í vetur. Að auki geta gestahóp-
ar og bekkjardeildir skóla haft samband við safnvörð í
síma 462-3550, sem opnar þá fúslega samkvæmt nánara
umtali._______________________________________
MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein-
holti 4, sími 569-9964. Opið virka daga kl. 9-17 og á öðr-
um tíma eftir samkomulagi.____________________
NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12.
Opið miðtikud. og laugd. 18-18. S. 654-0630.__
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsaiir Hverfisgötu 116
eru opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. kl.
13.30- 16.____________________________________
NESSTOFUSAFN, Yfir vetrartímann er safniö einungis
opið samkvæmt samkomulagi.____________________
NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið. 13-18, sunnud. 14-17.
Kaffistofan 9-18, mánud. - laugard. 12-18 sunnud. Sýn-
ingarsalir: 14—18 þriðjud.-sunnud. Lokað mánud.
PÓST' OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hatnar-
ffrði. Opið þriðjudaga og sunnudaga 15-18. Sími 656-
4321. ______________________________
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s.
651-3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum.
Stendur til marsloka. Opin laugardaga og sunnudaga kl.
13.30- 16.____________________________________
SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vcsturgötu 8, Hafnarfirðl, er
opið laugardaga og sunnudaga frá ki. 13-17 og eftir sam-
komulagi fyrir skóianema og aðra hópa. S: 565-4242,
bréfs. 565-4251.______________________________
SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS
HINRIKSSONAR, Súðarvogi 4. Opið þriðjud. - laugard.
frá kl. 13-17. S. 581-4677.______________
SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl.
Uppl. i s: 483-1165,483-1443.__________________
STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR: Handritasýning opin
þriðjudaga, miðvikudaga og flmmtudaga frá ki. 14-16 til
14, mai. __________
STEINARÍKI ÍSLANDS A AKRANESI: Opið alla daga kl.
13- 18 nema mánudaga. Simi 431-5666.__________
SÖGU- OG MINJASAFN Slysavarnafclags fslands,
Garðlnmn: Opið um helgar frá kl. 13-16._______
ÍJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Opið alia daga nema
mánudagakl. 11-17. ______________________
ÁMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mánudaga til föstu-
daga kl. 10-19. Laugard. 10-15.________________
HSTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið atla daga frá kl.
14- 18. Lokað mánudaga.___________________
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ Á AKUREYRI: Lokað i vetur
nema eftir samkomulagi. Simi 462-2983. _______
NORSKA HÚSIÐ f STYKKISHÓLMI: Opið daglcga i sum-
arfráki. 11-17.__________________________
ORÐ DAGSINS
Reykjavfk sími 551-0000._______________~
Akureyri s. 462-1840.
SUNPSTAÐIR ______________________________________
SUNDSTAÐIR í REYKJAVÍK: Sundhöllin er opin v.d. kl.
6.30- 21.30, helgar kl. 8-19. Opið í bað og heita potta alla
daga. Vesturbæjarlaug er opin v.d. 6.30-21.30, helgar 8-
19. Laugardalslaug er opin v.d. 6.60-21.30, helgar 8-19.
Breiðholtslaug er opin v.d. kl. 6.50-22, helgar kl. 8-20.
Grafarvogslaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl. 8-
20.30. Árbæjarlaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl.
8-22. Kjalarneslaug opin mán. og fimmt. kl. 11-15. þri.,
_ mið. ogföstud. kl. 17-21.______________________
SUNDLAUG KÓPAVOGS: Opin mád.-fóst. 7-21. Laugd. og
_ sud. 8-18, Sölu hætt hálftíma fyrir lokun._____
GARÐABÆR: Sundlaugin opin mád.-föst. 7-20.30. Laugd.
og sud. 8-17. Sölu hætt hálftima fyrir lokun._
HAFNARFJÖRÐUR. Suðurbæjarlaug: Mád.-föst. 7-21.
Laugd. 8-18. Sud. 8-17. Sundhöll Hafnarflarðar: Mád.-
föst. 7-21. Laugd. 8-12. Sud. 9-12.___________
VARMÁRLAUG f MOSFELLSBÆ: Opið virka daga kl.
6.30- 7.45 og kl. 16-21. Um helgar kl. 9-18.__
SUNDLAUGIN f GRINDAVÍK:Opið alla virka daga ki. 7-
21 og kl. 11-15 um helgar. Sími 426-7555._____
SUNDLAUG KJALANESS: Opin v.d. 6.45-8.30 og 14-22,
helgar 11-18._________________________________
SUNDMIÐSTÖÐ KEFLAVfKUR: Opin mánud.-Iöstud. kl.
7-21. Laugard. kl.8-17. Sunnud. kl. 9-16._____
SUNDLAUGIN í GARÐI: Opin mán.-föst. kl. 7-9 og 15.30-
21. Laugardaga og sunnudaga. kl. 10-17. S: 422-7300.
SUNDLAUG AKUREYRAR er opin v.d. kl. 7-21. Laugard.
og sunnud. kl. 8-18. Sími 461-2532.___________
SUNDLAUG SELTJARNARNESS: Opin mád.-föst. 7-
20.30. Laugard. og sunnud. kl. 8-17.30._______
JAÐARSBAKKALAUG, AKRANESl: Opin mád.-föst. 7-
21, laugd. og sud. 9-18. S: 431-2643._________
BLÁA LÓNIÐ: Opið v.d. kl. 11-20, heigar kl. 10-21.
ÚTIVISTARSVÆÐI
FJOLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐURINN er opinn alla
daga kl. 10-17, lokað á miðvikudögum. Kaffihúslð opið á
sama tíma. Sími 5757-800._____________________
SORPA
SKRIFSTOFA SORPU er opin kl. 8.20-16.16. Endur-
vinnslustöðvar eru opnar a.d. kl. 12.30-19.30 en lokaöar á
stórhátíðum. Að auki verða Ánanaust, Garðabær og Sæv-
arhöfði opnar kl. 8-19.30 virka daga. Úppl.sími 520-2205.
Staða Frakk-
lands í al-
þjóðastjórn-
málum
FYRIRLESTUR um stöðu Frakk-
lands í alþjóðastjórnmálum að loknu
kalda stríðinu verður haldinn mið-
vikudaginn 12. maí. Fyrirlesturinn
verður haldinn í húsakynnum Alli-
ance Frangaise við Ingólfstorg og
hefst hann kl. 20.30.
Fyrirlesarar eru Tómas Ingi 01-
rich sem menntaður er í Frakklandi
og Friðrik Páll Jónsson, yfirmaður
erlendra frétta á fréttastofu Ríkisút-
varpsins.
Fyrirlestrinum sem haldinn verð-
ur bæði á íslensku og frönsku stýrir
Árni Snævarr, yfirmaður erlendra
frétta á Stöð 2.
Vinstrihreyfingin
- grænt framboð
Fundur um
umhverfísmál
FUNDUR verður í Grænu smiðj-
unni, Suðurgötu 7, þriðjudaginn 11.
maí kl. 20.30, undir yfii-skriftinni
Umhverfismálin: Hvert stefnir að
loknum kosningum?
Á fundinum munu þau Kristín
Halldórsdóttir, Hjörleifur Guttorms-
son og Kolbrún Halldórsdóttir ræða
málið og svara fyrirspurnum. Allir
velkomnir.
Námsstefna
um lausnar-
miðuð með-
ferðarstörf
FÉLAG fagfólks í fjölskyldumeð-
ferð, FFF, stendur fyrir náms-
stefnu um lausnarmiðuð meðferðar-
störf. Fyrirlesari verður finnski
geðlæknirinn Ben Furman. Náms-
stefnan verður haldin í Norræna
húsinu kl. 9-16 báða dagana.
í fréttatilkynningu segir: „Fjallað
verður um skammtímameðferð og
hvað það merkir að vinna á lausnar-
miðaðan hátt. Hvernig er unnt að
breyta viðhorfum skjólstæðinga frá
því að einblína á vanda í að leita að
lausnum? Hvernig er unnið með
fjölskyldum og stofnunum á árang-
ursríkan hátt? Hvernig finnast
bjargráð þegar erfitt er að koma
auga á þau? Þá mun verða sýnt
fram á hvernig nota má þessa að-
ferð við tiltekin vandamál bama og
fullorðinna svo og þegar unnið er
með persónulega þróun og vöxt.
Ben Furman er geðlæknir og við-
urkenndur handleiðari af AAMFT
(American Association of Marital
and Family Therapy). Hann hefur
skrifað margar bækur og sú nýjasta
„It’s Never too late to Have Happy
Childhood" hefur orðið metsölubók
í Finnlandi. Ben Furman er mörg-
um Islendingum kunnur enda þaul-
vanur fyrirlesari og hefur orð á sér
fyrir að vera bæði skemmtilegur og
áheyrilegur.
Námsstefnugjald er 14.000 kr. í
gjaldinu er innifalið kaffi og léttur
hádegisverður.
■ HÚSMÆÐRAORLOF Gull-
bringu- og Kjósarsýslu fer í ferð til
Hornafjarðar, á Vatnajökul og í sigl-
ingu á Jökulsárlóni 11.-13. júní. Far-
ið verður til Djúpuvíkur á Ströndum,
ekið til Gjögurs, Trékyllisvíkur og
Norðurfjarðar 18.-20. júní. Upplýs-
ingar veitir Svanhvít Jónsdóttir.
LEIÐRÉTT
Tónleikar í Logalandi
TÓNLEIKAR Kvennakórsins Yms,
Freyjukórsins og Kvennakórs Hafn-
arfjarðar verða í Logalandi í Borgar-
firði, fimmtudaginn 13. maí kl. 16.
Tímasetning var röng í blaðinu á
sunnudag.
Dagbók
Háskóla
fslands
Þriðjudagur 11. maí:
Hópur sagnfræðinga mun kynna
fyrirhugaða rannsókn á sögu ís-
lenskrar utanríkisverslunar í boði
Sagnfræðingafélags íslands. Sagn-
fræðingarnir sex sem standa að
verkefninu munu kynna hugmyndir
sínar og kalla eftir viðbrögðum
fundarmanna við rannsóknaráætl-
un hópsins. Þau sem eru í forsvari
fyrir verkefninu eru Anna Agnars-
dóttir, Gísli Gunnarsson, Guð-
mundur Jónsson, Helgi Þorláks-
son, Halldór Bjarnason og Þorleif-
ur Óskarsson. Hópurinn hugsar
sér að bjóða upp á ritgerðar- og
rannsóknarverkefni og er til við-
ræðu við stúdenta eða aðra sagn-
fræðinga um slíka þátttöku. At-
hygli skal vakin á að fundarmenn
geta fengið sér matarbita í veit-
ingasölu Þjóðarbókhlöðunnar og
neytt hans meðan á fundinum
stendur. Fundurinn verður haldinn
í Þjóðarbókhlöðu á 2. hæð í hádeg-
inu (12:05-13).
Vísinda- og félagsfræðingurinn
dr. Hilary Rose flytur opinberan
fyririestur í boði Rannsóknastofu í
kvennafræðum. Fyi-irlesturinnn
nefnir hún „Feminismar og ný
erfðavísindi". Erfðafræði og mann-
kynbætur (eugenics) eiga sér rætur
í 19. öldinni og hafa verið miðlægar í
vísindum, menningu og samfélags-
pólitík 20. aldar. Frá seinna stríði
hafa mannkynbætur verið litnar
hornauga vegna tengsla við nasis-
mann en nú er breyting að verða þar
á. Nýjar útgáfur erfðafræði og
mannkynbóta hafa séð dagsins ljós.
Fyrirlesturinn verður í haldinn á 2.
hæð í Þjóðarbókhlöðu og hefst kl.
17.
Miðvikudagur 12. maí:
Kynningarfundur á vegum við-
skipta- og hagfræðideildar á námi
við deildina í stofu 101 í Odda kl.
17.30. Sérstök áhersla verður lögð á
nám til diplóm-prófs en boðið verður
upp á það í fyrsta sinn í haust.
Einnig verður fjallað um nám til
BA-, BS-, cand.oecon,- og MS-
prófs.
Föstudagur 14. maí:
Nemendur í lyfjafræði kynna
lokaverkefni sín með fyrirlestrum.
Fyrh-lestrarnh’ standa yfir frá kl.
8:30-16 í stofu 104 í Haga við Hofs-
vallagötu. Nánari upplýsingar um
tímasetningu^ má fá hjá Skrifstofu
lyfjafræði HÍ í síma 525 4353, opið
f.h. Bjarni Bærings Bjarnason:
„LDL Analog Drug Carriers.
Preparation and Characterization".
Björn Ágústsson: „Áhrif Kítósans á
ónæmiskerfið". Friðþjófur Már Sig-
urðsson: „Breytt meðferð eftir inn-
lögn á sjúkrahús. Könnun á tíðni inn-
lagna af völdum lyfja“. Guðrún Finn-
borg Guðmundsdóttir: „Efni úr dfla-
skóf, Peltigera leucophlebia, með
hamlandi virkni gegn bakrita HIV in
vitro“.
Guðrún Jónsdóttir: „Umbrotsefni
benzódíazepínsambanda í þvagi“.
Hákon Hrafn Sigurðsson: „Stærð-
fræðilegt líkan sem lýsir áhrifum
sýklódextrína á frásog gegnum
himnur“. Jón Valgeirsson: „Efna-
smíð og æxlishemjandi eiginleikar
bicyclo(3.3.1)nónan-3-óna“. Jónas
Þór Birgisson: „Áhrif taugalyfja á
boðleiðir innan ónæmiskerfisins“.
Jónína Þorbjörg Guðmundsdóttir:
„Lípoxygenasahindrandi efni úr
geitanafla. (Umbilicaria Pro-
boscidea)“. Kristín Loftsdóttir.
„Mjúk sótthreinsandi efni. Fjórgild
ammóníum sambönd". Sigrún Sig-
ríður Óttarsdóttir: „Upphreinsun og
ákvörðun á byggingum fjölsykra í •
fléttunni Parmalia saxatilis". Þóra
Jónsdóttir: „Breytingar á insúlínþörf
sykursjúkra kvenna á meðgöngu".
Námskeið á vegum Endurmennt-
unarstofnunar HI 7.-13. maí:
12. maí kl. 16-20. Notkun Excel
7.0 við fjármál og rekstur I. Kenn-
ari: Guðmundur Ólafsson hagfr.,
lektor við HÍ.
14. maí kl. 9-16 og 15. maí 9-13.
Gæðastjómun í símenntunarfyrir-
tækjum og -deildum. Kennari: Állan
Ahrensberg, aðstoðarframkvæmda-
stjóri DIEU.
14. maí kl. 9-16. Samskipti á
kvennavinnustað. Kennari: Þórkatla
Aðalsteinsdóttir sálfræðingur.
Sýningar
Stofnun Árna Magnússonar,
Árnagarði við Suðurgötu. Frá 1.
september til 14. maí er handrita-
sýning opin þriðjudaga, miðviku-
daga og fímmtudaga kl. 14-16. Unnt
er að panta sýningu utan reglulegs
sýningartíma sé það gert með dags
fyrirvara.
Orðabankar og gagnasöfn
Öllum er heimill aðgangur að eft-
irtöldum orðabönkum og gagnasöfn-
um á vegum HI og stofnana hans.
Islensk málstöð. Orðabanki. Hef-
ur að geyma fjölmörg orðasöfn í sér-
greinum: http://www.ismal.hi.is/ob/ *"■
Landsbókasafn Islands - Há-
skólabókasafn. Gegnir og Greinir.
http://www.bok.hi.is/gegnir.html
Gagnasafn Orðabókar Háskólans:
http://www.lexis.hi.is
Rannsóknagagnasafn íslands.
Hægt að líta á rannsóknarverkefni
og niðurstöður rannsókna- og þró- fy
unarstarfs: http://www.ris.is 1