Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 5 7 UMRÆÐAN Hinir ósnertanlegn NÚ undanfarið hafa á ný vaknað umræður og fréttir af starfsemi Landssímans (LI) eftir að þjóðinni var kunn- gerður afraksturinn af starfsemi fyrirtækisins sl. ár. Ber þar hæst að hreinn hagnaður fyrir- tækisins var tæpir 2,2 milljarðar króna auk þess sem afskriftir námu öðrum tveimur milljörðum en þær nema rúmum 23% af heildarrekstrarkostnaði. Hagnaður varð 28,4% á meðan hagnaður ann- Björn arra símafélaga á Norð- Davíðsson urlöndum var hvergi yf- ir 9,5% á árinu 1997. Lykilatriðið í þessari velgengni LÍ er að fyrirtækið er ósnertanlegt. All- ar markaðsaðgerðir þess, í hvaða formi sem er eru framkvæmdar í skjóli stærðar og einokunaraðstöðu með það að markmiði að valda sem mestum skaða hjá samkeppnisaðil- um, helst svo miklum að þeir séu neyddir út úr starfsgreininni. Þannig hagnýtir fyrirtækið sér í samkeppni að það er jafnframt eigandi að fjár- festingum sem staðið hafa yfír í 90 ára einokunarsögu þess og þær deild- ir fyrirtækisins sem eiga í samkeppni á hinum almenna markaði geta nú gengið í þessar fjárfestingar að eigin geðþótta til að tryggja sér aukna markaðshlutdeild, t.a;m. á Intemet- markaði, þar sem LI var með bux- umar á hælunum þegar loks var farið af stað. Þegar samkeppnisaðilar hafa bent á þetta hefur jafnan verið bent á að upplýsingar um þetta liggi ekki á lausu, því að ef LÍ hefur ekki getað legið á upplýsingum, þá er því borið við að þær séu ekki til (lesist kostnað- ai-gi'einingarskortur). Jafnfi'amt mis- munar fyrirtækið viðskiptavinum sín- um gífurlega þegar hentar. Frá 1994 hefur Samkeppnisstofn- un (SKS) haft afskipti með fonnleg- um hætti, af á þriðja tug mála er varða meinta óeðlilega viðskipta- hætti LÍ. Framan af tók úrvinnsla þessarra mála um 5 mánuði hvert en lengist sífellt. Ástæðan er sú að LÍ nýtir sér nú til fullnustu alla mögu- lega og ómögulega fresti til að skila af sér umbeðnum gögnum, auk þess sem málum er jafnan áfrýjað þrátt fyrir að dagljóst sé að þau eru töpuð. Allt er þetta gert í skjóli þess að á meðan LÍ þarf ekki að fara eftir fyr- irmælum SKS, þá er hægt að svindla á meðan. Þá er hvert hugsanlegt tækifæri til að hunsa úrskurði SKS gripið enda þarf þá að taka viðkom- andi mál fyrir frá upphafi á ný. Síð- asta útspilið er að hunsa blákalt til- mæli SKS um frestun gjaldskrár- breytinga sem miða að því að sam- keppnisaðili sé verðlagður út af markaðnum. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn og vil ég rekja nokkur dæmi. I ákvörðunarorðum SKS nr. 41/1997 segir að óheimilt sé að tvinna saman viðskipti fjar- skiptaþjónustu og aðra þjónustu félagsins. Landssíminn bauð í kjölfarið viðskiptavin- um í GSM-þjónustu upp á sk. „Vinh' og vandamenn“ þjónustu- flokk, þar sem hægt er að hringja á lægra verði í þrjá viðmælend- ur sem geta verið í al- menna talsímakerfinu eða NMT-farsímakerfinu. SKS hafð- ist ekki að þrátt fyrir að þetta væri klárt lögbrot og í svari við fsp. Lúð- Einokunaraðstaða Stjórnendur Landssím- ans, segir Björn Davíðsson, leyfa sér hvað sem er í krafti ósnertanleika síns. víks Bergvinssonar til viðskiptaráð- herra var svarið að ,,[það] hefur ekki reynt á það hvort tilvik það sem nefnt er í fyrirspuminni sé samþýð- anlegt samkeppnislögum." I svari sem unnið er af LI við fsp. til samgönguráðherra frá Lúðvík Bergvinssyni kemur fram að LÍ telur sig ekki lengui' bundinn af 11. gr laga um starfsemi sína. Þar segir að óheimilt sé að nota fjármagn frá rekstri, sem grundvallast á rekstrar- leyfi, til þess að lækka verð á búnaði eða þjónustu sem_ seld er í sam- keppni. Þá neitar LÍ þinginu um upp- lýsingar um sölu bandvíddar til og frá landinu en segir einungis að ónýtt bandvídd hafi verið seld „öðrum aðil- um“. Engin umræða varð um þetta á þinginu og verður að álíta að LÍ hafi nú fengið frjálsar hendur um þetta. Nú um sl. mánaðamót skyldi enn hunsa gildandi fyrirmæli SKS. Far- símaþjónusta er almennt lækkuð um 18-21% og því borið við að hagnaður- inn af farsímaþjónustunni sé orðinn 800 milljónh' og mál komið til að staldra við. Það væri fróðlegt að sjá og hefur margoft verið um beðið að LÍ birti niðurstöðutölur úr rekstrar- reikningum fyrir þessar deildir. En, nei takk. Það kemur ekki til greina að fá að sjá hve mikill hluti þessa hagnaðar myndaðist í NMT-farsíma- kerfinu, þar sem tekjur LÍ eru það miklar að nú eru notendum sem eru með yfir 300.000 kr. reikninga á mánuði boðinn 5% stórnotendaaf- sláttur (hugtakið magnafsláttur þekkist ekki hjá LÍ). Gjald fyrir flutning á allt að 512 kbit/s Isafjörður/Reykjavík Flutningsaðferð Kr./mán. Leigð lína 512 kbit/s 460.798,- ISDN - 8 rásir 512 kbit/s 396.655,- ISDN - álagsstýrt 50% 277.284,- ISDN - álagsstýrt 40% 245.967,- ISDN - álagsstýrt 34% 196.145,- ISDN - álagsstýrt 27% _ 164.828,- Skv. reglum EES skal LÍ selja að- gang að grunnkerfí sínu og skal gjaldtakan taka mið af kostnaði. Til að sýna fram á hrópandi ósamræmi vil ég taka eftirfarandi dæmi. Fyrir að leigja .512 kbit/s gagnaflutnings- línu frá ísafirði til Reykjavíkur vill LÍ fá kr. 460.798,- á mánuði. Að flytja hefðbundið magn gagna mv. línu af þessam bandvídd með ISDN um talsímakerfið kostar hinsvegar á bilinu kr. 164.828,- til kr. 245.697,- Hér er ekkert samræmi á milli og skýringar engar. Að segja að band- víddin sé frátekin sem leigð lína en ekki sem ISDN-rás er marklaust bull, enda þarf LÍ að leggja til ISDN-rás hvenær sem óskað er eftir sambandi um hana. Auk þess er burðargeta ljósleiðarans út á land ekki nýtt nema að mjög litlum hluta og langt í það að sjái fyrir því að hann verði fullnýttur. Þá vekur einnig athygli að þjón- ustan umdeilda, „Vinir og vanda- menn“ sem LÍ telur sjálfsagða í GSM-kerfinu hefur enn ekki litið dagsins ljós í almenna talsímakerf- inu sem rekið er í virkri einokun. T.d. hafa samtök netverja margít- rekað óskað eftir slíkum þjónustu- flokki, sem gerði þeim kleift að nota Internetið án þess að stofna til tug- þúsundakróna símreikninga um leið. LÍ virðist ekki bera hag neytenda fyrh' brjósti í sama mæli þarna og í GSM-kerfinu. Ekki sér LÍ heldur ástæðu til að hagga við neinu í þeim hluta rekstursins þar sem 2/3 hlutar hagnaðarins myndast. Nú stendur fyrir dyrum að einka- vinavæða LÍ. Um þetta atriði skulu hinir raunverulegu eigendur þessar- ar samfélagsþjónustu engu fá að ráða. Það væri mikið glapræði ef nýtt þing mun samþykkja sölu á LI í óbreyttri mynd. Ef menn vilja selja er hinsvegar ekkert að því að selja þá þætti sem eru í samkeppni á al- mennum markaði, eins og t.d. Inter- netþjónustuna og GSM-kerfið. NMT-farsímakerfið, almenna síma- kerfið og grunnnetið eru hinsvegar rekin í virkii einokun og væri enn einn glæpurinn að selja þessa starf- semi til „fagfjárfestanna" fyrir gjaf- verð eins og stefnt er að. Höfundur er kerfissljóri (Intemet- þjónustu Snerpu á Isafirði. Heilsugæsla í alla framhaldsskóla? v I LOGUM um fram- haldsskóla stendur m.a.: I öllum framhaldsskól- um skal rækja heilsu- vemd. Sé heilsugæslu- stöð starfandi í nágrenni skólans skal fela henni að annast heilsuvernd- ina (Lög um framhalds- skóla 1996). I grunnskólum eru það skólahjúkrunar- fræðingar sem sjá um stærstan þátt heilsu- vemdar skólans. Það kom því hjúkrunar- fræðinemum sem gerðu rannsókn á þörf skóla- hjúkrunar í framhalds- skólum á Akureyri (Dagmar Hlín Valgeirsdóttir, Rós Jóhannesdóttir, Iris Björg Jóns- dóttir og Margrét Elísabet Knúts- dóttir 1998) nokkuð á óvart að af 45 framhaldsskólum á Islandi vom á vorönn 1998 starfandi skólahjúkmn- arfræðingar við einungis fjóra fram- haldsskóla. Nú hefur a.m.k. einn framhalds- skóli bæst í hópinn en undirrituð hef- ur starfað sem skólahjúkrunar- fræð- ingur við Menntaskólann við Hamra- hlíð frá haustönn 1998 í 40% starfi. Um er að ræða tilraunaverkefni í samvinnu skólans og Heilsugæslu- stöðvar Hlíðasvæðis. I ofangreindri rannsókn hjúkrun- arfræðinemanna sem gerð var í framhaldsskólum á Akureyri kom fram að alls fannst 62% nemenda þörf fyrir hjúkrunarfræðing við framhaldsskólann sinn en 10% töldu þörfina ekki fyrir hendi. Um 28% nemenda tóku ekki afstöðu. Af þeim sem óskuðu eftir skólahjúkrunar- fræðingi töldu flestir æskilega við- veru hans vera 2-5 daga í viku. Einnig er athyglisverð rannsókn sem gerð var árið 1997, einnig af hjúkrunarfræðinemum (Bryndís B. Þórhallsdóttir, Inga V. Jónsdóttir, María Egilsdóttir og Málfríður S. Þórðardóttir 1997), sem sýndi að þörfin fyrir skólahjúkrunarfræðing fer vaxandi með hækkandi aldri nem- enda í grunnskólum. Af því má leiða líkur að þjónusta hjúkrunarfræðings í framhaldsskólum sé æskilegt eða jafnvel sjálfsagt framhald þeirrai' þjónustu sem í boði er í grunnskólum landsins. í fylgiriti heilbrigðisskýrslna 1998 er sagt frá könnun sem Landlæknis- embættið lét gera árið 1992 á kyn- hegðun og þekkingu á alnæmi. M.a. var spurt um hvort fólk hefði rætt við lækna eða hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöð um kynferðismál. í orðalista sem fylgdi spurningalista var hugtakið „kyn- ferðismál" skil- greint sem: „Víðari merking en felst í orð- inu kynlíf. Með kyn- ferðismálum er m.a. átt við kynhlutverk, kyn- hneigð, siðfræði kyn- lífsins, frjósemi, kyn- þroska, kynferðislegar tilfinningar, viðhorf í kynlífi, getnaðarvamir, kynlíf efri áranna, - allt það sem skilgreinir ein- stakling sem konu eða karl“ (Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, 1994, a). Enginn af ungu karl- mönnunum sem tóku Sigríður þátt í könnuninni segist Haraldsdóttir hafa rætt þessa hluti við áðurnefnt starfsfólk eða eins og segir m. a. í niðurstöðu fylgiritsins bls. 51 orðrétt: „Umræð- ur um kynferðismál eru veigamikill þáttur í fræðslu um kynferðismál. ína Varasamir löggiltir rafverktakar MIKIÐ varð ég glöð að sjá grein Asbjöms R. Jóhannessonar, fram- kvæmdastjóra Lands- sambands íslenskra raf- verktaka, um viðhald og viðgerðir á eldri raflögn- um, í Morgunblaðinu 24. mars síðastliðinn. Um leið þótti mér einkenni- legt að formaður LIR, Ómar Hannesson, væri á öndverðum meiði varðandi tilboð í endur- nýjun raflagna og tíma- vinnu. Góð samstaða þar! Ég bý í húsi þar sem elsti hlutinn er frá 1923. Raflagnir voru orðnar gamlar og tími kominn til að endur- nýja þær. Fyrirtækið Rafsól ehf. auglýsti í Morgunblaðinu að það tæki að sér að gera tilboð í endurnýjun raflagna í eldri húsum og fékk ég fulltrúa þess til að koma og gera til- boð í verkið. Ég fékk skriflegt tilboð og var sundurliðun þess í tveimur lín- um; efni og vinna. Tilboðið virtist ásættanlegt og hófst nú verkið. Fljótlega kom í Ijós að raflögn að elda- vél var stífluð, en það ætti ekki að koma á óvai’t í 75 ára gömlu húsi. Því þurfti óvænt að leggja stokk, um 4 metra langan og annan um þriggja metra lang- an gegnum eldhússkáp að eldavél. Mér var ekki tilkynnt að þessi aðgerð myndi breyta tilboðinu, en fram- kvæmdastjóri LÍR bendir á, í grein sinni, Hildur að brýnt sé að semja Mósesdóttir um slíkt áður en fram- kvæmdir hefjist. Viti menn. Reikningurinn hækkaði um 65% frá skriflegu tilboði. Ég hafði einnig beðið um tilboð í verk í kjallara hússins, í þvottahúsf og geymslu. Hinn löggilti rafverktaki treysti sér ekki til þess þar sem áður- nefnd vandamál höfðu komið upp á efri hæð. Við ákváðum því að láta endurnýja raflagnir í kjallara í tíma- Raflagnir Reikninfflir var 65% hærri en tilboð frá lög- giltum rafverktaka, segir Hildur Mósesdótt- ir, sem lét endurnýja raflagnir í gömlu húsi. vinnu. Á reikningi fyrir verkið voru tilteknir dagvinnutímai' miðað við viðveru á staðnum og auk þess yfir- vinnutímar sem við höfðum aldrei samþykkt. Enn og aftur er hróplegt ósamræmi milli greinar fram- kvæmdastjóra LIR í Morgunblaðinu og skoðana formanns LÍR, sem er talsmaður Rafsólar ehf. í þessu máli. Sættir voru reyndar með milli- göngu Neytendasamtakanna og Uppmælingastofu sem einnig tók verkið út. Formaðurinn hafði áður sett það skilyrði að ef Uppmælinga- stofa tæki verkið út yrðum við að sætta okkur við niðurstöðu hennar. Þegar á reyndi var það hann sjálfur sem gat ekki samþykkt neina mála- miðlun. Fyrir tilstuðlan formanns LÍR er þetta mál nú komið fyrir dómstóla. Okkur hefur verið stefnt og er okkur nú gert að mæta fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur síðar í þess- um mánuði. Eftir lestur áðurnefndrar greinar framkvæmdastjóra LIR um viðhald og viðgerðir á eldri raflögnum verður afar athyglisvert að sjá hvernig dóm- stólar taka á þessu máli. Vonandi eru þeir löggiltu rafverktakar, sem LÍR mælir með, áreiðanlegri en þeir sem vinna hjá Rafsól ehf. Mér finnst varhugavert að ginna saklaust fólk til að kaupa þjónustu með gylliboðum um fóst verðtilboð, þegar reikningar eru síðan miklu hærri þegar á reynir. Auk þess er sakleysingjanum stefnt fyrir að sætta sig ekki við hækkunina. Ef þessi grein mín getur orðið öðr- um til varnaðar, er það vel. Höfundur er íbúðareigandi sem bíð- ur þess að mæta fyrir Hóraðsdóm Reykjavíkur. Heilsugæsla Af þeim, sem óskuðu eftir skólahjúkrunar- fræðingi, segir Sigríð- ur Haraldsdóttir, töldu flestir æskilega viðveru hans vera 2 til 5 daga. Sérstaka athygli vekur að enginn karlmaður á aldrinum 16 - 19 ára segist hafa rætt við lækna eða hjúkr- unarfræðinga á heilsugæslustöð. < Þetta er ef til vill vísbending um að fræðsla um kynsjúkdóma fari ein- göngu fram í skólum og/eða að heilsugæslan hafi ekki nægileg tengsl við þennan aldurshóp hvað snertir kynsjúkdómavarnir." Þetta kemur e.t.v. ekki á óvart því það er reynsla þeirra sem starfa með ungu fólki að flestir á þessum aldri vilja hafa gott aðgengi að heilbrigðisþjón- ustunni bæði hvað varðar kynheil- brigði og heilbrigði almennt. Þau eru fljóthuga og vilja geta leitað eftir þjónustunni strax og þau þurfa á að halda. Skólahjúkrunarfræðingur í fram- haldsskóla ætti að geta bætt við þá fræðslu sem nemendur fá í skólanum og aukið þannig þekkingu þeirra á kynsjúkdómavömum og öðrum þátt- um tengdum kynheilbrigði. Það er margt á döfinni í framhaldsskólum landsins. Nú hefur sjálfræðisaldur verið hækkaður úr 16 ára aldri upp í 18 ára aldur. Skólamir bera því meiri ábyrgð á samstarfi við foreldra en áður. I flestum framhaldsskólum er verið að vinna að forvörnum og sum- staðar hefur verið skipaður forvarn- arfulltrúi og/eða skipað forvarn- arteymi. Þama má vel nýta þekkingu hjúkrunarfræðings, að sjálfsögðu í samvinnu við aðra starfsmenn skól- ans sem vinna að þessum málum. Að lokum vil ég benda á hvert ég tel hlutverk hjúkrunarfræðings í framhaldsskóla: 1. Að sinna heilbrigðisfræðslu. Hafa þannig jákvæð áhrif á viðhorf nemenda til þess að tileinka sér heil- brigt lífemi og auka þekkingu þeirra á leiðum til þess. 2. Að hafa ákveðna viðtalstíma þar sem nemendur geta gengið að þvi visu að fá einstaklingsbundna með- ferð, ráðgjöf, stuðning og/eða leið- beiningar um þá þjónustu sem í boði er hjá öðrum aðilum. 3. Að bjóða upp á fræðslu og stuðning fyrir þá nemendur sem vilja breyta lífsháttum sínum til aukins heilbrigðis (hóptímar). ^ 4. Að vera virkur þátttakandi í að framfylgja forvarnarstefnu skólans. Vera í forvamai-teymi ásamt öðram ráðgjöfum. 5. Að hafa eftirlit með aðbúnaði nemenda, kennara og annars starfs- fólks og vera starfsfólki innan handai- með sín heilsufarsmál. Höfundur er Itjúkrunarfræðingur ^ við Menntaskólann í Hamrahlíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.