Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999 21 KEA og KÞ stofna fé- lög um kjötvinnslu og mj ólkurvinnslu Viðskiptablað lÆfiT/sJf'iiWfeTjgijg Fólk Nýr forstjórí Hampiðjunnar • STJÓRN Hampiðjunnar hf. hefur ráðið Hjörleif Jakobs- son, fram- kvæmdastjóra innanlandssviðs Eimskips, i starf forstjóra félagsins. Hjörleifur er 42 ára, véla- verkfræðingur að mennt, og hefur starfað hjá Eimskipafélagi íslands hf. frá árinu 1984, síöustu fimm árin sem framkvæmdastjóri á rekstrarsviöi og innaniandssviði. Hjörleifur tekur við starfi forstjóra Hampiðjunnar þann 10. júní nk. af Gunnari Svavarssyni sem hefur verið ráðinn forstjóri Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna hf. Nýr fram- kvæmdastjóri á innanlands- sviði Eimskips • HÖSKULDUR Ólafsson, for- stöðumaöur skrifstofu Eim- skips í Rotter- dam, hefur ver- ið ráðinn fram- kvæmdastjóri innanlandssviðs Eimskips og mun hann taka vió starfinu f byrjun júní. Höskuldur lauk prófi í viðskipta- fræði frá Háskóla íslands árið 1987 og hóf sama ár störf hjá Eimskip. Hann starfaöi sem for- stöðumaður útflutningsdeildar fé- lagsins til 1994, þegar hann tók við starfi forstöóumanns skrifstofu félagsins í Rotterdam. Höskuldur hefur jafnframt gegnt starfi fram- kvæmdastjóra Eimskips Transport BV og Gelders Spectra Shipping BV, sem eru bæði dótturfélög Eim- skips ytra. KAUPFÉLAG Eyfirðinga og Kaup- félag Þingeyinga hafa gengið tO samstarfs um stofnun einkahlutafé- laganna Kjötiðjunnar ehf. og MSKÞ ehf. Fyrrnefnda félagið hefur yfír- tekið eignir og skuldbindingar Kaup- félags Þingeyinga á sviði slátrunar og kjötvinnslu en það síðarnefnda hefur yfírtekið eignir og skuldbind- ingar Kaupfélags Þingeyinga á sviði mjólkurvinnslu. Stofnun þessara tveggja einka- hlutafélaga er liður í sameiningar- ferli ofangreindra rekstrareininga hjá kaupfélögunum tveimur. Af hálfu KÞ er stofnun fyrirtækjanna tveggja jafnframt liður í að verja stöðu KÞ en KEA og Landsbanld Islands hf. hafa gengið til liðs við KÞ til að verja eignir og rekstur félagsins. Kaupfélag Eyfirðinga er meiri- hlutaeigandi í MSKÞ ehf. en Kaupfé- lag Þingeyinga og Landsbanki ís- lands hf. eiga hins vegar meirihluta í Kjötiðjunni ehf. Engin breyting verður á rekstrinum fyrst um sinn, þrátt fyrir yfh-töku nýju félaganna tveggja á þessum rekstrarþáttum KÞ. Kaupfélag Þingeyinga á stóran hlut í Kjötumboðinu hf. í Reykjavík og Bautabúrinu á Akureyri, en eng- HÆKKUN olíuverðs að undanfórnu hefur haft áhrif á rekstrarafkomu SAS-flugfélagsins og hefur verið tap af rekstrinum um 22 miUjónir sænskra króna á fyrsta fjórðungi þessa árs, samanborið við 613 millj- óna hagnað á sama tímabili í fyrra, að því er segir í morgunkorni FBA í gær. Þar kemur einnig fram að yfir 10 prósent rekstrargjalda Flugleiða liggi í kaupum á flugvélabensíni og hljóti fjárfestar að kalla eftir upplýs- ingum um það hvort fyrirtækið sé á einhvern hátt varið fyrir þessum verðhækkunum. Einar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri stefnumótunar- og stjórnunar- sviðs Flugleiða, bendir á að í árs- skýrslu Flugleiða komi fram að elds- neytiskostnaður sé 7% af heildarút- ar breytingar verða á eignarhaldi þeirra fyrirtækja við stofnun Kjöt- iðjunnar ehf. og MSKÞ ehf. nú. Að sögn Þórarins Sveinssonar, aðstoðarkaupfélagsstjóra KEA, hófu KEA, Sölufélag Austur-Hún- vetninga og KÞ undir verkstjórn ráðgjafa frá PriceWaterhouse að meta eignir og framtíðarvirði þess- ara þriggja félaga og á sú niður- staða að liggja fyrir síðar í þessum mánuði. „Markmiðið var að setja þetta allt saman inn í sama félag og frá ákveðnum tímapunkti yrði tekin ákvörðun um að sameina annars vegar mjólkurreikningana og hins vegar afurðareikningana. Síðan ger- ist þetta bara miklu fyrr vegna mik- illa rekstrarerfiðleika hjá Kaupfélagi Þingeyinga og Sölufélag Austur- Húnvetninga er ekkert inni í þessu núna, en hin vinnan verður út af fyr- ir sig áfram og endapunkturinn verður vonandi sá sami og stefnt var að í upphafi. Menn horfa alltaf á það að stofna tvö afurðafélög og ég held mig ennþá við að segja að það sé mjög hollt að koma þessu undir eina stjóm allt frá Borgamesi til Horna- fjarðar. Það ætti að geta haft í för gjöldum fyrirtækisins en ekki yfir 10% eins og segir í morgunkorni FBA. „I öðra lagi má nefna að kostn- aður vegna eldsneytis á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs er undir þeim töl- um sem áætlanir okkar gerðu ráð fyrir,“ segir Einar. I þriðja lagi bendir Einar á að í ársskýrslu Flugleiða sé að finna greinargerð um hvemig fyrirtækið ver sig fyrir áþættu tengdri elds- neytiskostnaði. I ársskýrslunni segir orðrétt: „Til að verjast verðsveiflum á heimsmarkaði er það markmið fé- lagsins að verja 35-60% kostnaðarins með samningum 12 til 18 mánuði fram í tímann. Vamir eru að mestu gerðar með fastverðssamningum og vilnunum." Einar segir þó ljóst að eldsneyti með sér mikla hagræðingu sem þýddi hækkað afurðaverð til bænda og lækkað verð til neytenda," sagði Þórarinn. í samtali við Halldóru Jónsdóttur, stjórnarformann KÞ, kom fram að rætur þeirra rekstrarerfiðleika sem Kaupfélag Þingeyinga stendur frammi fyrir nú séu margar og megi rekja langt aftur í tímann. „Það hef- ur verið eðli kaupfélaga gegnum árin að vera í mjög fjölþættum rekstri og allar þessar hröðu breytingar í við- skiptaumhverfinu gera fyrirtækjum af þessu tagi erfiðara að fylgjast með,“ segir Halldóra og bætir við að ekkert eitt skýri erfiðleikana öðra fremur. „Við tökum auðvitað áhættu með þátttöku í ýmis konar atvinnu- starfsemi og sumt gengur en annað ekki.“ Halldóra lítur svo á að með stofn- un einkahlutafélaganna tveggja sé KÞ annars vegar að verja það sem það hafi og hins vegar að nýta þau sóknarfæri sem þrátt fyrir allt séu til staðar. Mikilvægast af öllu sé að verja hagsmuni starfsfólks, við- skiptavina og félagsmanna KÞ og þessar aðgerðir miði ekki síst að því. muni hækka á þessu ári. „En Flugleið- ir hafa stefinu til að mæta hugsanleg- um hækkunum og hafa birt hana. Fé- lagið er raunar eitt fárra sem á þenn- an hátt birta upplýsingar um áhættu- þætti í rekstrinum," segir Einar. Samkvæmt upplýsingum frá Þor- steini Víglundssyni, yfirmanni grein- ingadeildar Kaupþings, era í megin- atriðum tvær ástæður fyrir tapi SAS milli ára. I fyrsta lagi hefur orðið mikil aukning í boðnum sætiskíló- metrum hjá félaginu en lítil aukning flutninga. I öðra lagi hafi farþegum á Business Class fækkað en afsláttar- farþegum á sama tíma fjölgað. Hann segir að eldsneytisverð hafi einhver áhrif á rekstrarafkomuna hjá SAS en ekki eins afgerandi og lesa megi úr orðum FBA. * Ahrif olíuverðshækkana á rekstur flugfélaga Framvirkir samningar og vilnanir verja Flugleiðir Kaldbakur kaupir hlut í Snæfelli af Kaupfélagi Eyfirðinga Mun eignast 40% hlutafjár KAUPFÉLAG Eyfirðinga hefur ákveðið að selja 23,5% hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu Snæ- felli hf. til Kaldbaks hf., sem er fjárfestingafélag í eigu Samherja hf. og KEA. Eftir söluna á KEA um 70% hlutafjár í Snæfelli hf. Jafnframt hefur stjórn KEA ákveðið að óska eftir að haldinn verði hluthafafundur í Snæfelh hf., en á þeim fundi verður lögð fram tillaga um að auka hluta- fé í Snæfelli hf. um 500 milljónir króna. Fyrir liggur ákvörðun um að KEA muni afsala sér for- kaupsrétti sínum á hinu nýja hlutafé yfir til Kaldbaks hf., og eftir hlutafjáraukninguna mun Kaldbakur þá eiga rúm 40% hlutafjár í Snæfelli hf. en KEA rúm 50%. Að sögn Þórarins Sveinssonar, aðstoðarkaup- félagsstjóra KEA, er markmiðið með þessum aðgerðum að lækka skuldir SnæfeUs og þar með KEA. Fyrr á þessu ári stofnaði KEA ásamt Sfld- arvinnslunni hf. í Neskaupstað og fleirum fyrir- tækið Barðsnes ehf. sem keypti hluta af eignum Snæfells, þ.e. tvö nótaveiðiskip ásamt aflaheim- ildum í uppsjávarfiski og fiskimjölsverksmiðju í Sandgerði, en Síldarvinnslan annast rekstur Barðsness. Snæfell er nú eingöngu í veiðum og vinnslu botnfiskafurða. Morgunblaðið/Kristján Eitt af skipum Samherja við bryggju á Akureyri. „Snæfell er nú orðið mjög spennandi fyrirtæki og það stendur mjög vel hvað kvóta í bolfiski varðar. Við erum mjög stoltir af landvinnslunni okkar í Hrísey og á Dalvík en þar er mikil full- vinnsla sem er í góðu lagi og þar er hægt að gera góða hluti betri,“ sagði Þórarinn. Trú á Snæfelli Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Sam- herja, sagði að með kaupum Kaldbaks á hlut KEA í Snæfelli væri Samherji einfaldlega að styrkja stöðu sína enn frekar í sjávarútveginum. „Snæfell býr yfir mjög góðu frystihúsi á Dal- vík sem er búið að vera að þróa sín mál í mörg ár. Við höfum einfaldlega trú á Snæfelli og er- um fyrst og fremst að fjárfesta í því fyrirtæki, en við höfum trú á að það geti skilað arði í framtíðinni. Þetta er í samræmi við þá þróun sem ég hef sagt að ég hafi trú á að muni gerast, nefnilega að það minnki um samruna fyrir- tækja en það aukist að menn eignist hlut víð- ar,“ sagði Þorsteinn Már. 19 milljón króna viðskipti voru með hluta- bréf í Samherja í gær á Verðbréfaþingi Islands og hækkaði gengi þeirra um 1,3%, úr 10,15 í 10,28. I3ICMIEGA E-vítamín Sindurvari sem verndar frumuhimnur líkamans. Fæst í næsta apóteki. O Omega Farma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.