Morgunblaðið - 11.05.1999, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar
Aðstoðarskólastjórar
Nýjar stöður aðstoðarskólastjóra við
Setbergsskóla og Öldutúnsskóla í Hafnarfirði
eru lausartil umsóknarfyrirskólaárið
1999—2000. Um er að ræða viðbótarstjórnun-
arstörf sem eru komin til vegna stærðar skól-
anna auk þess sem stjórnunarstörf í skólum
aukast með breyttri skólalöggjöf og einsetn-
ingu.
Aðstoðarskólastjórinn í Öldutúnsskóla mun
einkum sinna verkum er tengjast stjórnun á
unglingastigi en að öðru leyti verða störfin
mótuð í samvinnu við starfsmenn skólanna
undir stjórn skólastjóra. Góð menntun, stjórn-
unarreynsla og hæfni í mannlegum samskipt-
um eru mikilvægir eiginleikar í þessu starfi.
Setbergsskóli er heildstæður grunnskóli með 790 nemendur og er
tvísetinn. Öldutúnsskóli er heildstæður grunnskóli með 720 nemendur
og er einsetinn. í báðum skólunum er mjög blómleg starfsemi, öflugt
félagsstarf og nýbreytni á ýmsum sviðum. í Hafnarfirði eru tæplega
19.000 íbúarog ríkjandi er jákvætt og metnaðarfullt viðhorftil skóla-
mála.
Upplýsingar um störfin veita Loftur Magnús-
son, skólastjóri í Setbergsskóla í síma
565 1011, Viktor A. Guðlaugsson, skólastjóri
í Öldutúnsskóla í síma 555 1546 og Magnús
Baldursson, skólafulltrúi í síma 555 2340. Laun
eru samkvæmt kjarasamningi kennarasamtak-
anna og launanefndar sveitarfélaga. Umsókn-
areyðublöð liggja frammi á Skólaskrifstofu
Hafnarfjarðar, Strandgötu 31 en umsóknar-
frestur ertil 20. maí 1999.
Skólafulltrúinn í Hafnarfirði.
íþróttafulltrúi
Akraneskaupstaðar
Hér með er auglýst laus til umsóknar staða
íþróttafulltrúa Akraneskaupstaðar. í starfinu
felst m.a. yfirumsjón með íþróttamannvirkjum
bæjarins, aðstoð og samvinna við íþróttafélög
og framkvæmd þeirrar stefnu, sem bæjarstjórn
hefur hverju sinni varðandi íþróttamál. Leitað
er eftir aðila, sem hefur reynslu af rekstri og
starfi með íþróttafélögum.
Umsækjendur skulu hafa menntun á sviði
rekstrar, íþróttafræða eða aðra sambærilega
menntun og vera áhugasamir um hvers konar
íþrótta- og félagsstarfsemi og hafa til að bera
frumkvæði í starfi.
Upplýsingar gefa Gísli Gíslason bæjarstjóri
(s. 431 1211) og Kristinn Reimarsson (s.
431 3560).
Umsóknum skal skilað til bæjarstjórans á Akra-
nesi, Stillholti 16—18, Akranesi, eigi síðaren
mánudaginn 24. maí nk.
Bæjarstjórinn á Akranesi.
Grunnskólinn á
Blönduósi
Kennarar óskast
Meðal kennslugreina eru heimilisfræði, enska,
stærðfræði, raungreinar og almenn bekkjar-
kennsla.
í bænum er gott íþróttahús, góður leikskóli
og góð almenn þjónusta. Samkomulag sem
felur í sér viðbótarkjör, er milli bæjarstjórnar
og kennara. Umsóknarfrestur er til 21. maí.
Allar upplýsingar veitir Helgi Arnarson, skóla-
stjóri, í síma 452 4229/452 4147 og hs.
452 4773.
Vanir smiðir
geta bætt við sig verkefnum.
Vinsamlega leggið tilboð inn á af-
greiðslu Mbl. merkt: „Vanir smiðir".
Jolster sveitarfélagið.
Heilbrigðis- og félagsmálasvið.
J0lster er náttúrufagurt hérað þar sem byggðin er i kringum hið
fallega og veiðisæla Jgistervatn. Jglster í 1/2 tíma ökufjarlægð frá
næsta bæ, F0rde, sem er verslunar- og stjórnunarmiðstöð svæðisins.
Jplster sveitarfélagið er í mikilli þróun á sviði
umönnunar- og heilbrigðisþjónustu. Verið er
að Ijúka við vistunarbústaði fyrir aldraða við
Skei omsorgscenterog fljótlega mun hefjast
bygging á vistunarbústöðum við Vassenden
omsorgscenter.
í samræmi við samþykkta áætlun um hjúkrun
aldraðra verður stöðuheimildum nú fjölgað.
Lausar stöður
Við Vassenden dagvistunarstofnunina fyrir
aldraða eru lausar nú þegar 2 heilar stöður
hjúkrunarfræðinga. Stöðukóði 7174,
launaþrep 25—28, 216.500—227.300 n. kr. á
ári, auk vaktaálags.
Við bjóðandi krefjandi starf í umhverfi sem
er í þróun. Sveitarfélagið aðstoðarvið útvegun
húsnæðis og hér eru góðir möguleikar á leik-
skólaplássi. Jplster sveitarfélagið býður upp
á gott umhverfi fyrir börn og fjölbreytttækifæri
til útiveru og frístunda, bæði sumar og vetur.
Nánari upplýsingar hjá sviðsstjóra í síma
0047 577 28530 eða heilbrigðis- og félagsmála-
stjóra í síma 0047 577 26150.
Um stöðuveitingu gilda að öðru leyti venjuleg-
ar reglur og kröfur sem sveitarfélagið setur.
Kennarar
Lausar stöður við Brekkubæjarskóla
á Akranesi
Grunnskólakennara vantartil starfa næsta
skólaár. Um er að ræða tvær stöður vegna
almennrar bekkjarkennslu í 1.—7. bekk og sér-
kennslu (sérdeild).
Upplýsingar veita Ingi Steinar Gunnlaugsson,
skólastjóri, og Ingvar Ingvarsson, aðstoðar-
skólastjóri, í síma 431 1938.
Laun samkvæmt kjarasamningum HÍKog KÍ
og viðbótarsamningi Akraneskaupstaðar.
Umsóknarfresturertil 16. maí 1999. Nánari
upplýsingar á heimasíðu KÍ slóð: www.ki.is.
Menningar- og skólafulltrúi Akraness.
Verkstjóri óskast
í Áhaldahús Seltjarnarnesbæjar
Laun skv. launatexta Launanefndar sveitarfé-
laga við Starfsmannafélag Seltjarnarness.
Nánari upplýsingar gefur bæjartæknifræðingur
í síma 561 2100.
Er þér alvara með að...
ná tökum á þyngdarstjórnun, að léttast eða
að þyngjast og með að ná tökum á næringar-
tengdum kvillum?
Þá færð þú ráðgjöf og stuðning hjúkrunarfræð-
ings, vigtun, blóðþrýstingsmælingu og há-
gæða vöru til að ná markmiði þínu. Láttu verða
af því núna. Uppl. í síma 891 6929, Kristín.
Umönnun
Við erum að leita að fólki í umönnun, þjónustu
og stjórnun, fólki sem hefur þrjá kosti: Vinnu-
semi, stundvísi og samviskusemi. Umsækjend-
ur þurfa að koma vel fyrir, vera sjálfstæðir og
reynsla í að vinna með fólki er æskileg.
Upplýsingar í síma 898 4347.
„Au pair"
óskast á heimili í Þýskalandi til að annast eitt
barn og létt heimilisstörf. Þarf að vera reyklaus
m/bílpróf. Æskilegur aldur 18—22 ára.
Upplýsingar í síma 562 1935 milli kl. 16 og 18
í dag og á morgun.
Iðntæknistofnun vinnur að þróun, nýsköpun og aukinni framleiðni
í islensku atvinnulífi. Stofnunin vinnur að markmiðum sínum í sam-
starfi við fyrirtæki, félög og einstaklinga, visinda- og rannsóknastofn-
anir og stjórnvöld. Á Tækniþróunar- og fræðslusviði eru stundaðar
rannsóknir, tækniyfirfærsla, fræðsla og ráðgjöf. Upplýsinga- og þjón-
ustusvið veitir frumkvöðlum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum
almennar upplýsingar og leiðsögn.
Tjónagreiningar
Efnis- og framleiðslutæknideild Iðntæknistofn-
unar óskar eftir að ráða verkfræðing/
náttúrufræðing.
Starfið felst í tjónagreiningu, efnisprófunum
og ráðgjöf bæði við almenning og við fyrirtæki.
Starfið er unnið í nánu samstarfi við sérfræð-
inga deildarinnar í efnistækni og býður upp
á mikla fjölbreytni. Reiknað er með að viðkom-
andi sinni rannsókna- og þróunarverkefnum
á sviðum efnisfræði og tæringar í nánu sam-
starfi við íslensk fyrirtæki og stofnanir.
Umsóknir um stöðuna skulu hafa borist Iðn-
tæknistofnun íslands fyrir 1. júní nk. Nánari
upplýsingar veitir Ingólfur Þorbjörnsson, for-
stöðumaður Efnistæknideildar Iðntæknistofn-
unar, í síma 570 7172.
Iðntæknistofnun
IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSIANDS
Keldnalioltí. 112 Reykjavík
Siml57Q7100
Rannsóknastofnun uppeldis- og
menntamála óskar að ráða
kennara í hlutastarf
frá og með 1. júní nk. til að semja samræmd
próf í ensku og íslensku fyrir 10. bekk.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af
kennslu á unglingastigi, annað hvort í grunn-
eða framhaldsskóla.
Viðkomandi má ekki kenna 10. bekk næsta vet-
ur. Leitað er að vandvirku og hugmyndaríku
fólki sem hefurgóða þekkingu í námsgreinun-
um og þekkir auk þess vel til grunnskólans.
Vinnutími er sveigjanlegur.
Umsóknum þurfa að fylgja upplýsingar um
menntun og starfsferil umsækjenda.
Umsóknum skal skila til Rannsóknastofnunar
uppeldis- og menntamála fyrir 15. maí nk.
Nánari upplýsingarveitir Amalía Björnsdóttir
í síma 510 3707 eða í tölvupósti amalia@rum.is.
Förðunar- og
snyrtifræðinga
vantar strax í spennandi markaðsátak á nýjum
ítölskum förðunarvörum. Góð laun í boði fyrir
rétta aðila + frí ferðalög.
Upplýsingar gefur Sverrir í síma 562 1600.
KENNSLA
Nudd.is
Nuddnámskeið
Námskeið í heildrænu slökun-
arnuddi fyrir hjón, pör og ein-
staklinga verða haldin helgarnar
16. og 17. mai og 30. og 31. maí í
Flensborgarskóla, Hafnarfirði.
Upplýsingar í simum 555 4756
og 862 4809.
Katrin E. Kjartansdóttir,
nuddfræðingur.
FÉLAGSLÍF
Skíðadeild KR
Aðalfundur Skíðadeildar KR
verður haldinn þriðjudaginn 18.
maí nk. kl. 20.00 í félagsheimili
KR, Frostaskjóli 2. Dagskrá fund-
arins er samkvæmt lögum fé-
lagsins.
Við hvetjum félaga deildarinnar
til að mæta og taka með sér kök-
ur með kaffinu.
I.O.O.F. Rb.1 = 1485117 - Lf.
FERÐAFÉLAG
<§) ÍSLANDS
MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533
Spennandi helgarferðir
14.—16. maí
1. Þórsmörk — Langidalur.
2. Eyjafjallajökull — Fimmvörðu-
háls, skíðaganga.
Gist í Skagfjörðsskála.
Fimmtudagur 13. maí
Kl. 10.30 Skíðaganga á Esju.
Kl. 13.00 Kjalarnes.
Hvítasunnuferðir
1. 21.-24/5 Öræfajökull -
Hvannadalshnúkur.
2. 22.-24/5 Snæfellsnes — Snæ-
fellsjökull.
3. 22.-24/5 Þórsmörk -
Langidalur.
Upplýsingar og farmiðar í helgar-
ferðir á skrifstofunni Mörkinni 6.
Sjá ferðir á textavarpi bls.
619 og heimasíðu: www.fi.is.
Árbókin 1999 er komin út.
Selvogsgata er á sunnudaginn
16. maí kl. 10.30. Færeyjaferðin
26/5—3/6. Pantið og staðfestið
fyrir fimmtudag 13/5.