Morgunblaðið - 21.05.1999, Page 2

Morgunblaðið - 21.05.1999, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ i FRÉTTIR Sprautaður vegna lifrar- bólgusmits ÁTTA ára drengur þarf að vera í mánaðarlegum mótefnasprautum fram undir áramót vegna hugsan- legs lifrarbólgusmits. Drengurinn stakk sig á sprautu- nál sem hann fann á fómum vegi í Hlíðunum og fór móðir hans þegar í stað með hann á bráðamóttöku LandspítalanS. Móðirin kvaðst í samtali við Morgunblaðið ekki hafa fengið upp- lýsingar um hvað komið hefði út úr blóðrannsókn en sýni var tekið úr drengnum á bráðamóttökunni. Kjararáð kennara í Reykjavík tekur þunglega í tilboð borgarstjóra Kennarar telja útspil borg’arstjóra ekki duga KJARARÁÐ kennara í Reykjavík telur að þeir fjármunir sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, er tilbúin að bæta við launagreiðslur kennara á næsta skólaári dugi ekki til þess að laun kennara í Reykjavík verði þau sömu og kennara í sveitarfélögum eins og Árborg, Akureyri og Seltjarnarnesi. Norræna komin Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson „Við teljum að sú upphæð sem borgarstjóri hefur nefnt, 150-170 milljónir, sé of lág ef við miðum við laun kennara í sveitarfélögum eins og Árborg, Akureyri og Seltjamar- nesi. í þessu útspili er aðeins miðað við eitt skólaár en við hefðum viljað miða við þetta almanaksár og næsta,“ sagði Fríða S. Haraldsdótt- ir, kennari í Selásskóla. Spurð um framhald málsins sagði Fríða að borgarstjóri hefði ekki beðið kennara að svara þessu út- spili. Hún hefði frekar beint þessu til skólastjóranna. Fríða sagðist ekki sjá fyrir sér hvert yrði næsta skref í málinu. Fríða sagðist telja ólíklegt að þetta útspil dygði til að kennarar, sem hafa sagt upp störfum vegna óánægju með kjörin, drægju upp- sagnir sínar til baka. „Þegar fólk er búið að taka þetta skref, að segja upp, þá held ég að það snúi ekki til baka fyrir upphæð sem samsvarar 5.000 kr. á mánuði ef miðað er við þessi tvö skólaár," sagði Fríða. Hún sagðist ekkert geta sagt um hvort þetta dygði til að kennarar sem íhugað hafa uppsagnir hættu við. Skólastjórar vonast eftir lausn Skólastjórar í Reykjavík ræddu saman um uppsagnir kennara á fundi í gær. Guðbjörg Þórisdóttir, formaður Skólastjórafélags Reykja- víkur, sagði að skólastjórar litu mjög alvarlegum augum það ástand sem væri að skapast í skólunum. „Við skólastjórar í Reykjavík bíð-' um bara og vonum að kennarar sem hafa sagt upp sjái sér fært að taka þátt í uppbyggingu skólastarfs á næsta ári. Við bindum vonir við að borgarstjóra takist að greiða úr þessari flækju. Við ætlum ekki að blanda okkur í þessar viðræður. Málið er í höndum borgaryfírvalda og kennara og við höldum í þá von að það takist að leysa þetta mál,“ sagði Guðbjörg. Guðbjörg sagði að eftir þetta út- spil borgarstjóra væri málið í hönd- um kennara. Það væri þeirra að bregðast við. Eftir hádegið í gær fóru skóla- stjórar á fund með fræðslustjóran- um í Reykjavík og formanni skóla- málaráðs þar sem rætt var um skóla- starfið í vetur og leiðir til að halda áfram að bæta það. Fundurinn tengdist ekki uppsögnum kennara. „Það er mjög gaman að vinna í grunnskólunum í dag þegar svona mikil gerjun er í gangi og metnaður til að gera betur. Það er gaman að vinna með skemmtilegu starfsfólki, bæði nemendum og öðru starfsfólki, og ég vona bara að við getum hlakk- að til skólastarfs næsta haust,“ sagði Guðbjörg. Seyðisfirði. Morgnnblaðið. FARÞEGAFERJAN Norræna kom til Seyðisfjarðar í fyrstu ferð sumarsins í gær. í ferðinni flutti skipið um áttatiu ferða- menn til Iandsins og þrjú hund- ruð farþegar fóru utan. Á þessu ári er ferjan fyrr á ferðinni en verið hefur og mun verða lengur í áætlunar- ferðum til og frá Iandinu, eða fram í miðjan september. Mikið umstang fylgir komu ferjunnar og bæjarlífíð tekur á sig sumar- brag. Lúðrasveit Seyðisfjarðar lék fyrir farþega Norrænu. Tillaga sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur Starfsemi Hegningar- hússins verði flutt Neyðarréttur heim- ilaði ölvunarakstur HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að með vísan til neyðarréttar bæri ekki að refsa ölvuðum öku- manni sem ók slasaðri stúlku til byggða. Akærði og sextán ára gömul stúlka ákváðu sl. sumar að aka að næturlagi frá starfsmannahúsi Búr- fellsvirkjunar að Þjórsárdalssund- laug. Samkvæmt fyrsta vitnisburði ákærða ók hann bifreiðinni, en síðar breytti hann frásögn sinni til sam- ræmis við frásögn stúlkunnar, sem var réttindalaus, og sagði að hún hefði ekið bílnum. Á leiðinni missti stúlkan stjóm á bflnum og valt hann með þeim af- leiðingum að hún meiddist á baki og hálsi. Ákærði, sem var ölvaður, ákvað þá að aka til byggða, enda taldi hann að vegna meiðsla stúlkunnar, sem einnig var í andlegu uppnámi, gæti hann ekki skilið hana eftir og farið fótgangandi til byggða. Vitnisburður læknis og sjúkra- flutningamanns studdi þetta mat og einnig tók Hæstiréttur tillit til þess að ákærði hefði ekið hægt og eftir vegum sem aðrir áttu ekki leið um á þessum tíma. Bragi Steinarsson vararíkissak- sóknari sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins en verjandi var Bjami Þór Óskarsson. Dómarar voru Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjöms- son. BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæð- isflokksins kjmntu á fundi borgar- stjórnar í gær hugmynd um að skorað verði á rfldsstjómina að flytja starfsemi Hegningarhússins við Skólavörðustíg í annað og hent- ugra húsnæði sem íyrst. Jafnframt að óskað verði eftir viðræðum um framtíðarhlutverk hússins. Tillagan fékkst ekki tekin á dagskrá þar sem ekki vom samþykkt afbrigði til þess að svo mætti verða. Guðlaugur Þór Þórðarson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir tillögunni er hann gerði málefni miðborgarinnar að umtals- efni. Hann sagði nauðsynlegt að lifga upp á miðborg Reykjavíkur, hún hefði átt í vamarbaráttu und- anfarin ár og hefði miðborgarstjórn m.a. verið komið á í því skyni. í greinargerð með tillögunni seg- ir að til að gera borgina meira að- laðandi megi nýta betur aðstöðu sem þar sé fyrir. „Þar gegna sögu- frægar byggingar miklu hlutverki og mikilvægt er, þai- sem því verður við komið, að gömul og virðuleg hús verði gerð aðgengileg fyrir ferða- menn og borgarbúa." Þá segir að lengi hafi staðið til að flytja starf- semi Hegningarhússins í annað húsnæði enda sé það löngu orðið óhentugt fyrir þá starfsemi. „Brýnt er að borgaryfirvöld ýti á stjómvöld að svo megi verða og finni um leið starfsemi sem henti húsinu og styrki miðborgina.“ Komst ekki á dagskrá Tillaga þessi fékkst ekki rædd á borgarstjómarfundinum þar sem hún kom ekki fram með tilskildum fyrirvara til að komast á útsenda dagskrá fundarins. Guðrún Ágústs- dóttir, forseti borgarstjómar, minnti á þessi ákvæði í samþykktum borgarstjómar og taldi tillöguna ekki svo brýna að nauðsynlegt væri að taka hana á dagskrá fundarins. Leitað var afbrigða til að fá úr því skorið hvort heimilað yrði að taka hana á dagskrá og þarf samþykki tveggja þriðju. Þau hlutu hins vegar aðeins stuðning minnihlutans, sjö borgarfulltrúa sjálfstæðismanna, en 10 atkvæði hefði þurft. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði að brýnt væri að tillögur sem þessar væru settar á dagskrá borg- arstjórnarfunda til að menn gætu kynnt sér þær og undirbúið umfjöll- un sína þegar til fundar kæmi. Sagði hún það hafa gerst tvo borg- arstjórnarfundi á undan þessum að leitað hefði verið afbrigða til að taka til umfjöllunar tillögur frá sjálf- stæðismönnum og taldi slík vinnu- brögð ekki eðlileg. Inga Jóna Þórð- ardóttir, oddviti sjálfstæðismanna, sagði það hafa verið óþarft hjá for- seta að meta tillöguna efnislega áð- ur en afbrigða var leitað en sagði sjálfstæðismenn verða að sætta sig við þessa málsmeðferð. blöð í dag S 4 OGUM líf Daglegt líf í skugga geðveiki Leti eða lífsgæði tæknivæddra? Með Morg- unblaðinu í dag er dreift blaði frá Lfnunni, „Fallegar línur“. • •••••••••••••••••••••••••••••••••• Landsliðið tilbúið að svara HM-kalli frá Egyptalandi/C1 Ríkharður Daðason þreyttur á umfjöllun um mark/C5 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.